Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dísel gjald. Osvífin hækkun.
This topic contains 178 replies, has 1 voice, and was last updated by Guðbrandur Þorkell Guðbra 20 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.04.2004 at 12:59 #194134
Hafa menn ekki einhverja skoðun á Dísel gjaldinu
sem á að troða upp á Bíleigendur.
Samkvæmt mínum útreikningum er þetta ekkert annað en
ein skattahækunin enn, og ég hefði haldið að
flestum þætti nóg komið í þeim efnum.
Mér reiknast til að bara hækkunin á sæmilegan jeppa
sé um 500,krónur á 100km miðað við 6,91kr á kílóm
eins og er núna,
Þetta bull með að þetta eigi að bæta hag smábíla eigenda
er varla boðlegt fulhugsandi fólki,
Það gefur nokkuð auga leið, að það þarf ekki að láta
Lægsta gjaldflokk á kílómetragjaldi Miðast við
5 TONNA VÖRUBÍL EINS OG NÚ ER.
lÁTUM ÞETTA EKKI IFIR OKKUR GANGA ORÐALAUST.
Þórir G -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.04.2004 at 23:35 #502909
eretta annað en skattahækkun á alla nema þann sem skiptir kanski minnstu máli (allt í góðu) en nákvæmlega "hann/hún/ veður notaður/uð sem viðmiðun í reikningum hvað vísitöluvarðar…og engin hér getur neitt um það sagt…það er búið að ákveða þetta og því verður ekki breitt….tja nema að einhver þekki þann sem hefur með þetta neitunarvald að gera og getur skotið til þjóðaratkvæða….held samt að við ferðamenn á bílum heillum þann mann ekki mikið….jajaja
kv
JS
03.04.2004 at 23:35 #495583eretta annað en skattahækkun á alla nema þann sem skiptir kanski minnstu máli (allt í góðu) en nákvæmlega "hann/hún/ veður notaður/uð sem viðmiðun í reikningum hvað vísitöluvarðar…og engin hér getur neitt um það sagt…það er búið að ákveða þetta og því verður ekki breitt….tja nema að einhver þekki þann sem hefur með þetta neitunarvald að gera og getur skotið til þjóðaratkvæða….held samt að við ferðamenn á bílum heillum þann mann ekki mikið….jajaja
kv
JS
04.04.2004 at 00:35 #502913Ef menn vilja gera akstur lítilla díeselbíla hagkvæma þá er langeinfaldast að hafa bara lægri fastagjald á þeim heldur en þyngri bílum. Þessi leið er ekkert annað en illa dulbúin og ósvífin leið til skattahækkana. Ætla þeir ekki að hækka vörugjöld (væntanlega á bílum) til að næta einhverjum ímynduðum tekjumissi ríksins við þessa breytingu?
Þessi breyting hefur í för með sér aukinn kostnað við olíudreifingu vegna þess að nú þarf að dreifa bæði litaðri og ólitaðri olíu. Sjáið fyrir ykkur jarmið í olífélögunum þegar þau vilja svo hækka verðið útá þessi vileysu. Reyndar hef ég heyrt þá kenningu að olífufélögin hafi alltaf náð að stoppa þessa breytingu af (þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn sem þetta hefur staðið til), en nú standi þau veikari fyrir en áður gagnvart yfirvöldum.
Snorri Ingimarsson
R16
04.04.2004 at 00:35 #495587Ef menn vilja gera akstur lítilla díeselbíla hagkvæma þá er langeinfaldast að hafa bara lægri fastagjald á þeim heldur en þyngri bílum. Þessi leið er ekkert annað en illa dulbúin og ósvífin leið til skattahækkana. Ætla þeir ekki að hækka vörugjöld (væntanlega á bílum) til að næta einhverjum ímynduðum tekjumissi ríksins við þessa breytingu?
Þessi breyting hefur í för með sér aukinn kostnað við olíudreifingu vegna þess að nú þarf að dreifa bæði litaðri og ólitaðri olíu. Sjáið fyrir ykkur jarmið í olífélögunum þegar þau vilja svo hækka verðið útá þessi vileysu. Reyndar hef ég heyrt þá kenningu að olífufélögin hafi alltaf náð að stoppa þessa breytingu af (þetta er nefnilega ekki í fyrsta sinn sem þetta hefur staðið til), en nú standi þau veikari fyrir en áður gagnvart yfirvöldum.
Snorri Ingimarsson
R16
04.04.2004 at 00:48 #502917Eitt gott dæmi um mann sem þarf að nota stóran, breyttan jeppa við sína vinnu. Viðkomandi ekur 60.000 km á ári og borgar ca 160.000 í þungaskatt á ári miðað við núverandu kerfi. Olía á seinasta ári kostaði ca 700.000 kr, en með olíugjaldi værum við að tala um allavega tvöfölduna á olíukostnaði. Þetta þýðir 540.000 hækkun á þungaskatt þegar búið er að draga frá 160.000 fastagjaldið sem á að fara út, en trúlega verður bifreiðagjald hækkað eitthvað út af "tekjutapi" hjá skattman.
Það er ekki nokkur leið að una þessari skattahækkun, og allir sem stunda útgerð á bílum eru mjög óánægðir með fyrirhugaðir breytingar á þungaskatti og munu mótmæla kröftulega.
Hlynur
04.04.2004 at 00:48 #495590Eitt gott dæmi um mann sem þarf að nota stóran, breyttan jeppa við sína vinnu. Viðkomandi ekur 60.000 km á ári og borgar ca 160.000 í þungaskatt á ári miðað við núverandu kerfi. Olía á seinasta ári kostaði ca 700.000 kr, en með olíugjaldi værum við að tala um allavega tvöfölduna á olíukostnaði. Þetta þýðir 540.000 hækkun á þungaskatt þegar búið er að draga frá 160.000 fastagjaldið sem á að fara út, en trúlega verður bifreiðagjald hækkað eitthvað út af "tekjutapi" hjá skattman.
Það er ekki nokkur leið að una þessari skattahækkun, og allir sem stunda útgerð á bílum eru mjög óánægðir með fyrirhugaðir breytingar á þungaskatti og munu mótmæla kröftulega.
Hlynur
04.04.2004 at 01:04 #502922Það er eins og yfirvöld fatti ekki að við búum ekki í mið-evrópu. Talað er um að svona kerfi með litaðri olíu sé t.d. í Danmörku (held ég). Kerfið er þannig að hásköttuð olía er litlaus en lágsköttuð olía á báta, vinnuvélar og til húshitunar er lituð. Liturinn er þannig að hann sést í langan tíma eftir að lituð olía hefur verið sett á bílinn. Það á að tryggja að menn freistist ekki til að brjóta lög og noti ódýra húshitunarolíu á bíla.
Sá sem finnst með lit á t.d. áfyllingarstút er þess vegna í vondum málum.
Dæmisaga:
Setjum svo að við séum í Setrinu og orðnir olíulitlir, veðrið hefur verið vont og við lengi á leiðinni inneftir. Olían á bílunum að verða búin, við matarlitlir og veðurspáin slæm í langan tíma, en gott veður í augnablikinu. Mikið liggur við en engin olía til nema lituð húshitunarolía í eigu f4x4. Nú hefur verið nefnt í svona umræðu að nota megi litaða olíu í neyð ef það er tilkynnt. Nú er neyð, talað við skálanefndina og dílað um að fá smá olíu. Keyrt heim og tilkynnt um að lituð olía hafi verið notuð og greidd af því gjöld. Gott mál.En nú eru þessir bílar orðnir "litaðir". Hvað þá? Geta eigendur þeirra ekki bara notað litaða olíu og vísað alltaf í neyðina forðum þegar "eftirlitssveitirnar" nappa menn með smálit innan á áfyllingarrörinu?
Eða annað: Hvað ef allir jeppaeigendur fylltu nú jeppa sína með litaðri húshitunarolíu í mótmælaskyni og töppuðu henni strax af aftur (því ekki viljum við brjóta lög). Hvað ætla "stormsveitirnar" að gera þá, sekta alla? Þetta gæri verið öflug leið til að mótmæla, "gelda" kerfið.
Þetta tel ég sýna hvað þessar nýju reglur eru illa hugsaðar og í raun fíflalegar. Hér á landi búum við oft við "survival" mörk og þess vegna hægt að réttlæta mun fleiri undantekningar hér en t.d. í Danmörku. Landinn hefur alltaf verið duglegur við að finna leiðir framhjá fíflalegum reglum og þetta verður engin undantekning.
Sing
04.04.2004 at 01:04 #495595Það er eins og yfirvöld fatti ekki að við búum ekki í mið-evrópu. Talað er um að svona kerfi með litaðri olíu sé t.d. í Danmörku (held ég). Kerfið er þannig að hásköttuð olía er litlaus en lágsköttuð olía á báta, vinnuvélar og til húshitunar er lituð. Liturinn er þannig að hann sést í langan tíma eftir að lituð olía hefur verið sett á bílinn. Það á að tryggja að menn freistist ekki til að brjóta lög og noti ódýra húshitunarolíu á bíla.
Sá sem finnst með lit á t.d. áfyllingarstút er þess vegna í vondum málum.
Dæmisaga:
Setjum svo að við séum í Setrinu og orðnir olíulitlir, veðrið hefur verið vont og við lengi á leiðinni inneftir. Olían á bílunum að verða búin, við matarlitlir og veðurspáin slæm í langan tíma, en gott veður í augnablikinu. Mikið liggur við en engin olía til nema lituð húshitunarolía í eigu f4x4. Nú hefur verið nefnt í svona umræðu að nota megi litaða olíu í neyð ef það er tilkynnt. Nú er neyð, talað við skálanefndina og dílað um að fá smá olíu. Keyrt heim og tilkynnt um að lituð olía hafi verið notuð og greidd af því gjöld. Gott mál.En nú eru þessir bílar orðnir "litaðir". Hvað þá? Geta eigendur þeirra ekki bara notað litaða olíu og vísað alltaf í neyðina forðum þegar "eftirlitssveitirnar" nappa menn með smálit innan á áfyllingarrörinu?
Eða annað: Hvað ef allir jeppaeigendur fylltu nú jeppa sína með litaðri húshitunarolíu í mótmælaskyni og töppuðu henni strax af aftur (því ekki viljum við brjóta lög). Hvað ætla "stormsveitirnar" að gera þá, sekta alla? Þetta gæri verið öflug leið til að mótmæla, "gelda" kerfið.
Þetta tel ég sýna hvað þessar nýju reglur eru illa hugsaðar og í raun fíflalegar. Hér á landi búum við oft við "survival" mörk og þess vegna hægt að réttlæta mun fleiri undantekningar hér en t.d. í Danmörku. Landinn hefur alltaf verið duglegur við að finna leiðir framhjá fíflalegum reglum og þetta verður engin undantekning.
Sing
04.04.2004 at 01:06 #502926Hlynur, finnst þér það sanngjarnt að sá sem ekur 60000 km á ári borgi sama og sá sem ekur 20000. Mér finnst það nú ekki merkilegur atvinnurekstur sem getur ekki staðið undir því að borga sambærileg gjöld eftir notkun, og almenningur.
Það er svo aftur annað mál hvort menn telja heildar skattlagninguna hæfilega eða ekki. Mín skoðun er sú að það ætti að lækka skatta, bæði á olíu og bensín, og draga úr fjárustri í óarðbærar framkvæmdir eins og jarðgöng eða sundabrautar ruglið. Mér finnst það sérstaklega fáránlegt að þegar framkvæmdir eru arðbærar eins og Hvalfjarðargöngin eða vegurinn hans Halldórs Blöndal um Stórasand, þá á að fjármagna dæmið með vegatolli, en óarðbærar framkvæmdir eins og jarðgöng fyrir vestan, norðan eða austan og Sundabraut, eru fjármagnaðar með skattheimtu á þá sem ekki nota viðkomandi mannvirki.
-Einar
04.04.2004 at 01:06 #495599Hlynur, finnst þér það sanngjarnt að sá sem ekur 60000 km á ári borgi sama og sá sem ekur 20000. Mér finnst það nú ekki merkilegur atvinnurekstur sem getur ekki staðið undir því að borga sambærileg gjöld eftir notkun, og almenningur.
Það er svo aftur annað mál hvort menn telja heildar skattlagninguna hæfilega eða ekki. Mín skoðun er sú að það ætti að lækka skatta, bæði á olíu og bensín, og draga úr fjárustri í óarðbærar framkvæmdir eins og jarðgöng eða sundabrautar ruglið. Mér finnst það sérstaklega fáránlegt að þegar framkvæmdir eru arðbærar eins og Hvalfjarðargöngin eða vegurinn hans Halldórs Blöndal um Stórasand, þá á að fjármagna dæmið með vegatolli, en óarðbærar framkvæmdir eins og jarðgöng fyrir vestan, norðan eða austan og Sundabraut, eru fjármagnaðar með skattheimtu á þá sem ekki nota viðkomandi mannvirki.
-Einar
04.04.2004 at 01:26 #495602Það er alveg á tæru að þau fyrirtæki sem verða fyrir auknum kostnaði af upptöku olígjalds, taka ekki þann kostnað á sig, heldur verður honum strax komið út í verðlagið og fólkið í landinu fær að borga fyrir þetta rugl, sama hversu merkileg þessi fyrirtæki eru. Þessar breytingar á þungaskatt koma engum flutninga fyrirtækjum til góða, heldur eru þau flest að horfa á 15-20% hækkun á þungaskatti og það sættir sig ekki neitt fyrirtæki við svona bull. Það er ekki nokkur sangirni í því að menn fái á sig hækkanir á þungaskatt upp á kanski 200-300% með einu pennastriki. Það er alveg ljóst að það er fólkið í landinu og þá einna helst landsbyggðarfólk sem þarf að borga fyrir svona bull, og landsbyggðarþingmenn ættu nú að hugsa sinn gang ef þeir samþykkja svona bull.
04.04.2004 at 01:26 #502930Það er alveg á tæru að þau fyrirtæki sem verða fyrir auknum kostnaði af upptöku olígjalds, taka ekki þann kostnað á sig, heldur verður honum strax komið út í verðlagið og fólkið í landinu fær að borga fyrir þetta rugl, sama hversu merkileg þessi fyrirtæki eru. Þessar breytingar á þungaskatt koma engum flutninga fyrirtækjum til góða, heldur eru þau flest að horfa á 15-20% hækkun á þungaskatti og það sættir sig ekki neitt fyrirtæki við svona bull. Það er ekki nokkur sangirni í því að menn fái á sig hækkanir á þungaskatt upp á kanski 200-300% með einu pennastriki. Það er alveg ljóst að það er fólkið í landinu og þá einna helst landsbyggðarfólk sem þarf að borga fyrir svona bull, og landsbyggðarþingmenn ættu nú að hugsa sinn gang ef þeir samþykkja svona bull.
04.04.2004 at 01:48 #495604Sælir félagar
Finnst einhverjum sem skrifað hefur hér á þennan þráð sanngjarnt að borga sama skatt af 500kg bíl og 5000kg bíl???
Eða er það kanski sanngjarnt að borga minni skatt eftir því sem menn keyra meira?? (pr km. að sjálfsögðu)Er það ekki svona svipað og að borga minni tekjuskatt eftir því sem tekjurnar verða hærri??
Nei, þetta er ekki sanngjarnt kerfi og það ætti fyrir löngu að vera búið að breyta því, og núverandi tillögur eru skref í rétta átt.
Þetta er líka sama hvað hver segir, þetta er "þjóðhagslega haghvæmt"
Dísilbíll eyðir u.m.þ.b. 25-30% minna br km en svipaður bensínbíll og ef við getum minnkað innflutning á eldsneyti um 15-20% (ef ég tek tilit til allra stóru bensínjeppana sem verða spólandi um öll fjöll eftur skattbreytingu) Þá er það mjög gott fyrir þjóðarbúið, maður þarf ekki að vera hagfræðingur til að sjá það!
Bara svona til upplýsinga þá keyrir undirritaður á bensínhák miklum sem ekki er neitt sérstaklega sprækur, og ég hef keyrt marga "grútarbrennara" sem eru mun sprækari en minn skrjóður, þannig að aflrökin hrífa ekki á mig.
Það er fyrir löngu tímabært að henda út þessum úreltu lögum um þungaskatt og taka upp betra kerfi.
Við skulum líka hafa í huga að þetta frumvarp er ekki orðið að lögum enn og það gæti breyst töluvert í meðförum þingsins, þannig að ekki eru öll kurl komin til grafar enn.
kv
Austmann
04.04.2004 at 01:48 #502934Sælir félagar
Finnst einhverjum sem skrifað hefur hér á þennan þráð sanngjarnt að borga sama skatt af 500kg bíl og 5000kg bíl???
Eða er það kanski sanngjarnt að borga minni skatt eftir því sem menn keyra meira?? (pr km. að sjálfsögðu)Er það ekki svona svipað og að borga minni tekjuskatt eftir því sem tekjurnar verða hærri??
Nei, þetta er ekki sanngjarnt kerfi og það ætti fyrir löngu að vera búið að breyta því, og núverandi tillögur eru skref í rétta átt.
Þetta er líka sama hvað hver segir, þetta er "þjóðhagslega haghvæmt"
Dísilbíll eyðir u.m.þ.b. 25-30% minna br km en svipaður bensínbíll og ef við getum minnkað innflutning á eldsneyti um 15-20% (ef ég tek tilit til allra stóru bensínjeppana sem verða spólandi um öll fjöll eftur skattbreytingu) Þá er það mjög gott fyrir þjóðarbúið, maður þarf ekki að vera hagfræðingur til að sjá það!
Bara svona til upplýsinga þá keyrir undirritaður á bensínhák miklum sem ekki er neitt sérstaklega sprækur, og ég hef keyrt marga "grútarbrennara" sem eru mun sprækari en minn skrjóður, þannig að aflrökin hrífa ekki á mig.
Það er fyrir löngu tímabært að henda út þessum úreltu lögum um þungaskatt og taka upp betra kerfi.
Við skulum líka hafa í huga að þetta frumvarp er ekki orðið að lögum enn og það gæti breyst töluvert í meðförum þingsins, þannig að ekki eru öll kurl komin til grafar enn.
kv
Austmann
04.04.2004 at 10:25 #495609
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta var góður punktur hjá EIK um það, hversu sangjarnt það væri að kostnaðurinn við að keyra 20000 km, sé lítið minni heldur en að keyra 60000 km. Sama má kannski segja um tryggingarnar. Ég hef átt fjallabíl síðustu 5.ár (er að vísu nýbúinn að selja) og keyrði hann um 30000 km á þeim tíma. þ.e. um 6000 km á ári. Ég var mjög líklega að borga sömu upphæð í tryggingar og sá sem keyrði 60000 km á ári, eða um 300000 km á 5.árum. Ég spyr því, hversu mikil sanngirni er í þessu? Af hverju er ekki hægt að velja um fast gjald á tryggingum, eða kílómetragjald?
Hóli
04.04.2004 at 10:25 #502938
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta var góður punktur hjá EIK um það, hversu sangjarnt það væri að kostnaðurinn við að keyra 20000 km, sé lítið minni heldur en að keyra 60000 km. Sama má kannski segja um tryggingarnar. Ég hef átt fjallabíl síðustu 5.ár (er að vísu nýbúinn að selja) og keyrði hann um 30000 km á þeim tíma. þ.e. um 6000 km á ári. Ég var mjög líklega að borga sömu upphæð í tryggingar og sá sem keyrði 60000 km á ári, eða um 300000 km á 5.árum. Ég spyr því, hversu mikil sanngirni er í þessu? Af hverju er ekki hægt að velja um fast gjald á tryggingum, eða kílómetragjald?
Hóli
04.04.2004 at 10:28 #495613Mér finnst ekki sanngjarnt að greiða þurfi sama þugnaskatt af lítlum bílum og stórum. Einfaldast er að lækka þungaskatt af litlum (allt að 2 tonn). Það væri ekki tekjulækkun fyrir ríkið því að enginn keyrir þannig í dag.
Varðandi mengun þá tel ég það fáránlegt að skoða mengun frá jeppum sérstaklega sem parameter í þessu máli. Akstur þeirra er hverfandi á landsvísu. Reyndar myndi mengun aukast aðeins ef allt í einu væri enginn hagur á vera á dieseljeppa versus bensín, en á heildina litið samt hverfandi.
Stærstur hluti mengunar landsmanna er frá venjulegum fjölskyldubílum og fiskskipaflotanum. Svo væri fróðlegt að vita hvað farþegaflug tekur stóran toll af mengunakvóta okkar skv Kyoto. Hvað svonfndir náttúrverndarsinnar, sem sveia og fussa yfir jeppunum í vanþekkingu sinni, mengi mikið þegar þeir fara út fyrir landsteinana.
Í Hollandi er hægt að keyra á jarðgasi sem mengar minnst af þessu öllu. Aflið er reyndar 30% minna. Í skottið er settur gastankur (sem fyllir skottið) og með rofa inni í bíl er hægt sð svissa yfir á bensín þegar vill. Þetta eldsneyti er selt í sama kerfi og dieselolía hér, þ.e. lágt söluverð á gasi en hátt fastagjald á móti. Sölumenn sem keyra kannski 40-60.000 á ári nota þetta mikið, ég held að "break even" sé ca 30.000. Þeir sem mest keyra borga að sjálfsögðu minn fyriur ekinn km, en er það ekki allt í lagi? Þeim er allavega beint inn á mengunarminnsta kostinn.
Mér finnst bara allt í lagi að svo sé líka um okkur hér. Að þeir sem keyra mjög mikið fá aflátt af þessum sköttum ef þeir nota mengunarminna eldsneyti.
Ég ítreka enn og aftur að jeppabrölt landsmanna er hverfandi þegar kemur að heildarmengun og vörum okkur á að hleypa umræðunni inn á villigötur með slíkum rökum.
Sing
04.04.2004 at 10:28 #502941Mér finnst ekki sanngjarnt að greiða þurfi sama þugnaskatt af lítlum bílum og stórum. Einfaldast er að lækka þungaskatt af litlum (allt að 2 tonn). Það væri ekki tekjulækkun fyrir ríkið því að enginn keyrir þannig í dag.
Varðandi mengun þá tel ég það fáránlegt að skoða mengun frá jeppum sérstaklega sem parameter í þessu máli. Akstur þeirra er hverfandi á landsvísu. Reyndar myndi mengun aukast aðeins ef allt í einu væri enginn hagur á vera á dieseljeppa versus bensín, en á heildina litið samt hverfandi.
Stærstur hluti mengunar landsmanna er frá venjulegum fjölskyldubílum og fiskskipaflotanum. Svo væri fróðlegt að vita hvað farþegaflug tekur stóran toll af mengunakvóta okkar skv Kyoto. Hvað svonfndir náttúrverndarsinnar, sem sveia og fussa yfir jeppunum í vanþekkingu sinni, mengi mikið þegar þeir fara út fyrir landsteinana.
Í Hollandi er hægt að keyra á jarðgasi sem mengar minnst af þessu öllu. Aflið er reyndar 30% minna. Í skottið er settur gastankur (sem fyllir skottið) og með rofa inni í bíl er hægt sð svissa yfir á bensín þegar vill. Þetta eldsneyti er selt í sama kerfi og dieselolía hér, þ.e. lágt söluverð á gasi en hátt fastagjald á móti. Sölumenn sem keyra kannski 40-60.000 á ári nota þetta mikið, ég held að "break even" sé ca 30.000. Þeir sem mest keyra borga að sjálfsögðu minn fyriur ekinn km, en er það ekki allt í lagi? Þeim er allavega beint inn á mengunarminnsta kostinn.
Mér finnst bara allt í lagi að svo sé líka um okkur hér. Að þeir sem keyra mjög mikið fá aflátt af þessum sköttum ef þeir nota mengunarminna eldsneyti.
Ég ítreka enn og aftur að jeppabrölt landsmanna er hverfandi þegar kemur að heildarmengun og vörum okkur á að hleypa umræðunni inn á villigötur með slíkum rökum.
Sing
04.04.2004 at 11:20 #495616Við skulum passa okkur á að gera þetta ekki of persónulegt. Það sem hentar mér í dag á ekki að ráða þessum hlutum til lengri tíma.
Núverandi þungaskattskerfi er að mínu mati löngu gengið sér til húðar. Það virðist t.d. vera auðvelt að svindla á því. Held að menn verði bara að fara að sætta sig við það að það hverfi. Þar sem díselmenn segjast eyða 20-30% minna en bensínmenn skil ég ekki alveg hvað þeir eru að gráta það að þurfa nú að borga svipað eða heldur minna en sambærilegir bensínbílar.
Eitt atriði sem díselmenn virðast gleyma er t.d. það að 60.000 km akstur á ári slítur bíl töluvert. Nýjustu díselvélarnar eru ekki eins endingargóðar eins og þær eldri. Eftir 5 ár er vélin væntanlega langt komin með að vera ónýt og þarf þá að taka upp eða skipta um fyrir hálfa milljón eða meira.
Ég held að við ættum að leggja áherslu á að við erum sammála um að LÆKKA þurfi SKATTHEIMTU hins opinbera af bílum og orkunotkun þeirra.
Þrándur
04.04.2004 at 11:20 #502945Við skulum passa okkur á að gera þetta ekki of persónulegt. Það sem hentar mér í dag á ekki að ráða þessum hlutum til lengri tíma.
Núverandi þungaskattskerfi er að mínu mati löngu gengið sér til húðar. Það virðist t.d. vera auðvelt að svindla á því. Held að menn verði bara að fara að sætta sig við það að það hverfi. Þar sem díselmenn segjast eyða 20-30% minna en bensínmenn skil ég ekki alveg hvað þeir eru að gráta það að þurfa nú að borga svipað eða heldur minna en sambærilegir bensínbílar.
Eitt atriði sem díselmenn virðast gleyma er t.d. það að 60.000 km akstur á ári slítur bíl töluvert. Nýjustu díselvélarnar eru ekki eins endingargóðar eins og þær eldri. Eftir 5 ár er vélin væntanlega langt komin með að vera ónýt og þarf þá að taka upp eða skipta um fyrir hálfa milljón eða meira.
Ég held að við ættum að leggja áherslu á að við erum sammála um að LÆKKA þurfi SKATTHEIMTU hins opinbera af bílum og orkunotkun þeirra.
Þrándur
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.