Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › dísel eyðsla
This topic contains 8 replies, has 1 voice, and was last updated by Birgir Tryggvason 20 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
15.02.2005 at 23:25 #195510
Anonymousveit einhver hérna hvað þessir amerísku pickupar eru að eyða ? td. eins og ford f 250 6L powerstrokeinn eða sierra/silverado 6.6L duramax o.s.frv.
ég hef verið að spurjast fyrir um þetta en heyra svo mismunandi og oft skondnar tölur
takk
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
16.02.2005 at 01:05 #517048
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Hef keyrt stærstu pikkuppana frá Ford ´00 F-350 með tvöföldu húsi og átta feta palli, 7.3 diesel og eins byggðan ´95 GM 3500 með 6.5 diesel. Mín reynsla er að þeir eyddu frekar svipað og eiginlega glettilega litlu miðað við hvers konar ferlíki þetta eru.
Sama hvort þeir eru keyrðir tómir eða fullir, rólega á grófum malarvegum eða 110 í langkeyrslu á malbiki þá var eyðslan alltaf svipuð, nærri 20 mílum á gallonið eins og það er mælt hér í westurhreppi. Það mun vera ca 12-14 lítrar á hundraðið.
Fordinn meira að segja yfirhlaðinn, dragandi fullhlaðna tveggja öxla kerru var að eyða ca 16 lítrum á hundraðinn, að vísu á rólegri keyrslu.
Skil aldrei af hvernig nokkrum heilvita manni dettur í hug að kaupa bíla af þessari stærð með bensín vél eftir að hafa dregið sömu kerru á gömlum GMC með 350 bensín vél. 40 plús lítrar eyðsla á hundraðið var meira en nóg til sannfæra mig um ágæti díselvéla!
16.02.2005 at 10:04 #517050
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef heyrt tölur eins og 16L á óbreyttum ram cummings í rólegum akstri(reyndar í fjórhjóladrifinu vegna hálku) og svo hef ég heyrt að 7.3L fari ekki undir 25L bara sama hvað !! svo hef ég heyrt að 18-20 fyrir öll merkin.
Ég var bara að vonast til að einhver væri búinn að mæla sinn eigin bíl og gæti sagt frá því hér án þess að "hagræða".ps. tuddi, nettur hummer
16.02.2005 at 11:39 #517052Ég er búinn að vera á einum Ford F250 6Lítra undanfarna daga,þessi bíll er á 38"gúmmí og er eyðslan á honum innanbæjar frá 17-18,5 Lítrar og hann vigtar 3900 kg fyrir utan farþega eða dót á palli.
kv
Jóhannes
16.02.2005 at 12:11 #517054Vá, 3900? var hann vigtaður eða er þetta ágiskun?
Faðir minn á nefnilega 1999/2000, f250 bensínbíl (5,4L), óbreyttur, 4dyra með styttri pallinum, og hann 2,9xx tonn skv. skráningarskírteini.
1 tonn sem munar!
Í hverju liggur munurinn? varla bara dekkjunum og vélinni?
-haffi
16.02.2005 at 12:17 #517056Veit ekki hvar þessi munur liggur,þessi bíll er 2003 árg,og eftir breytingu var hann skráður heilar 3900 kg.
Hvort vigtin hafi verið í ólagi eða maðurinn sem vigtaði bílinn skal ég ekki segja.
En án gríns er þetta það stendur í skráninga skírteininu,ég neita því ekki að mér brá einnig fyrst þegar þessi tala var nefnd.Kv
Jóhannes
16.02.2005 at 13:24 #517058Ég ek núna um þessar mundir á þriðja stóra pick-up bílnum í röð, þeir hafa verið notaðir til að draga trailer allir saman og aldrei verið hlíft, en hafa reyndar alltaf verið á nánast upprunalegum hjólum. Fyrstur var Dodge Ram með Cummins diesel, beinskiptur, þá Ford F350 7,3 diesel, sjálfskiptur með 8 feta skúffu og á tvöföldu að aftan og núna er ég með 2005 árgerð af F350, 6,0 lítra diesel sjálfskiptur með 6 feta skúffu á einföldu. Meðaleyðsla á Dodge-inum á 40 000 kílómetra tímabili var 16,4 lítrar, á Ford með 7,3 á 51 000 kílómetrum; 17,6 og á Ford með 6,0 alveg um 20, þess ber að geta að sá er bara ekinn 1700 kílómetra og bara í snatti. Við verstu aðstæður hef ég séð þá fara upp í 30 lítra og við bestu aðstæður niður í 13. Svona er þetta nú. Þetta eru duglegir jálkar, bila lítið sem ekkert og eru þægilegir á langkeyrslu. Hafa hins vegar þá annmarka að vera stirðir í bæjarumferð, þó er nýjasti bíllinn allt í lagi, beygir meira en hinir og er líka talsvert styttri, það er dýrt að reka þá, eðlilega sakir stærðar og þeir slíta dekkjum hratt.
Ef menn hafa nóga aura til að gera þetta út sem fjallabíla er þetta hundduglegt, segja þeir sem hafa KLÁRAÐ að breyta þeim. Það er ekkert varið í þetta hálfkarað. En ég ætla ekki að fara að ljúga því að ykkur að þetta sameini fjallabíl og heimilisbíl……
Kv. Drekinn
17.02.2005 at 11:14 #517060Sælir
Þar sem ég gleymdi að reseta tölvuna í bílnum fyrir innanbæjarakstur þá gaf ég vitlausa eyðslutölu upp,rétt eyðsla innanbæjar er 20-22 lítrar á þessum bíl.
þannig að rétt skal vera rétt,en mér þykir það að vísu ekki mikil eyðsla miðað við W Transporter bensín bíl en hann er með 15,9 Lítra innanbæjar og þó nokkuð mikið léttari.Kveðja
Jóhannes
17.02.2005 at 12:30 #517062Thad gleymist lika stundum med dieselvelar ad thaer sveiflast rosalega i eydslu eftir snuningi sem daemi af http://www.62-65-dieselpage.com/mileage.htm tha eydir sami trukkurinn med 6,5 diesel med mismunandi hlutfoll eftirfarandi a 105 km/klst:
* 3.42 gearing 1880 rpm (21 mpg) (11 a hundradid)
* 3.73 gearing 2050 rpm (17 mpg) (13,5 a hundradid)
* 4.10 gearing 2250 rpm (15 mpg) (14,3 a hundradid)af thessu ma rada ad eydsla getur verid afskaplega mismunandi fra einum til annars a dieselbilum.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.