This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Það er áhugavert að sjá hvað munurinn er lítill, í könnun hérna á síðuni, á áliti manna hvort þeir vilja diesel eða bensín rokk í húddið hjá sér. Ég reyndar hélt að svona 80% væru frekar hliðhollir dieselvélum. Báðar hafa kosti á sinn hátt en það virðist sem peningar hafi ráðið því hvað margir eru á diesel brennara.
Ég er einn af þeim sem ek á bensín bíl og hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sé hagkvæmara þ.e.a.s. miðað við þá stærð af bíl sem ég er á. Mér þótti það alltaf frekar skrítið þegar menn voru að bera saman t.d. Toyota Hilux þegar þeir fengust með bæði 2,4 lítra diesel og bensín. Margir töldu diselin hagkvæmari en hann var að vísu með ljóta innréttingu..já og svo var hann svolítið kraftlaus greyið..en þá var fjárfest í turbinu og intercooler fyrir ca 3-400 þús til að fá þetta til að hreyfast en að vísu þurfti þá að taka hana upp á 100þús km. fresti fyrir 500þús kall og reikni nú hver sem betur getur hvort er hagkvæmara. Takið líka inn í að það er töluvert dýrara að láta smyrja diesel vél en bensín svipaðrar stærðar.
Ég spyr er diesel kannski verri kostur?kv
HG
A-111
You must be logged in to reply to this topic.