Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › diesel velar
This topic contains 22 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
28.01.2007 at 22:44 #199521
hvad er hagstædasta diesel velinn sem gengi up fyrir 2 tona bil
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
28.01.2007 at 22:47 #577760
3L Toyota.
28.01.2007 at 22:48 #577762Ég skipti út hjá mér… fór úr 2.4 túrbódísel í 4.0 túrbódísel. Bíllinn varð æðislegur, og eyðsla innanbæjar fór úr 16 í svona tæpa 12 lítra á hundraðið og fór úr 16 utanbæjar niður í rúma 9. semsagt ég hætti að þurfa að stíga hann alltaf í gólfið til þess að það gerðist eitthvað og bíllinn varð rosalega skemmtilegur.
stærra er betra og stærst er best, þannig er það bara.
p.s. grútur er góður, bensín er bull.
29.01.2007 at 00:02 #577764Vissulega á oft við í jeppabreytingum að því stærra því betra en að vera með bíl kringum 2 tonn og setja í hann einhverja svakalega dísel sleggju væri synd. Auðvitað yrði hann skemmtilegur í akstri en það þarf líka að horfa á kílóin.
Freyr
29.01.2007 at 11:28 #577766Ég á eina 3,4 lítra vél úr Toyota Coaster, held að þetta sé sama vélin og í Cruiserunum forðum, hún heitir 3B og er ekki ekin nema 167 þúsund km frá upphafi og kemur úr ´83 árgerð, ef þú hefur áhuga máttu bjalla í mig í 8653014 eða senda mér mail í snorri@holmavik.is
PS: Hún er uppgefin 100,6 hestöfl í skráningarskírteini túrbínulaus.
29.01.2007 at 12:06 #577768Svo má bjóða þessum 3B mótorum alveg slatta af túrbó, olíukældir stimplar og hvaðeina.
29.01.2007 at 12:06 #577770Já detta nú mér allar dauðar lýs af höfði… eða hvaða nú rulla þetta var…
Er verið að fara díesel væða Wrangler…. þvílíka vitleysu hef ég aldrei orðið vitni að áður….. Að eyðileggja slíka gæða græju með grút mótor er nátturulega ein stærsta synd sem hægt væri að gera við þetta fína farartæki…
En eigandinn hlýtur þá að hafa átt toyotu sem hefur unnið svo svakalega að engir bensín hákar hafa náð að halda í við hann…. eða svo segja sögurnar af diesel 100 hestafla bílum.
Jæja þér verður ekki fyrirgefið í himnaríki Jeep eigenda fyrir þessa synd sem þú ert að fara að fremja.
kv
Formaður stoltra Jeep eigenda (bensínháka)Ein spurning…. 2 tonn, ertu búinn að setja blý brettakanta og stífurnar smíðaðar úr gulli. Minn wrangler með 38", 8 cyl, stóra sjálfskiptingu og allskonar góðgæti viktar á hvalfjarðarviktinni 1600 kg… (lítið af eldsneyti..)
Ég vona að þú sért ekki að fara setja 400 kílóa grút mótor og skemma drifgetuna í bílnum…
Auðveldara bara að kaupa þér toyotu… jú eða nissan.
29.01.2007 at 15:41 #577772Já ég get ekki verið annað en sammála seinasta ræðumanni. Mér finnst það gjörsamlega fyrir neðan allar hellur að menn skuli láta sér detta slíkan verknað í hug; að menga léttan og skemmtilegan jeppa með níðþungri rellu úr einhverri guðsvolaðri skurðgröfu eða einhverri álíka vinnuvél.
Ég játa það samt sem áður að ég er nú svosum ekki með öflugasta mótor veraldar, en hann skilar þessum bíl svona nokkuð skítsæmilega áfram. En alls ekki meira en það. Þessi mótor er einhver 120 hestöfl svona hérumbil, og 300 NM, og það á skuggalega lágum snúning, hann vinnur því ekki ósvipað og díselmótor með turbo og intercooler sem er búið að skrúfa vel uppí. Er það ekki annars þessi lágsnúningsvinnsla sem grútarkallarnir dásama svona í tíma og ótíma? Ég verð nú bara að segja það, að mér hundleiðist þetta bölvaða tog, þar sem það eru svo gott sem engin hestöfl líka. Jújú það má svosum finna einhverja kosti á öllu. En eini kosturinn sem ég sé við þetta blessaða tog er sá að ég get sleppt því að skipta um gír stöku sinnum. En er það ekki annars það sem sjálfskiptingar eru hugsaðar fyrir?
Ég get svo svarið það, að þessi bill minn hann gjörsamlega hatar brekkur. Hann einhvern veginn fæst ekki til að drullast upp minnstu brekku. Hvers vegna? Jú það sem vantar eru HESTÖFLIN. Það er bara enginn sannur Willys eða Wrangler án hestafla, og ef hestöflin eru ekki til staðar, þá er það bara vandamál og vandamál eru jú til þess að leysa. Og ég er með eitt svona vandamál út í skúr hjá mér, hestaflalausan Wrangler. Og þar sem ég treysti ekki orginal drifbúnaðinum fyrir alvöru afli þá ákvað ég að byrja á þeim endanum að skipta því öllu út fyrst áður en ég fer að hola öllum hrossunum úr Skagafirðinum þarna niður í húddið.
Öðru vísi verð ég bara aldrei sáttur með þennan bíl. Ég er búinn að fá mig alveg fullsaddan á því að leggjast í þunglyndiskast í hvert skipti sem ég sé brekku framundan. Ég vil hafa minn jeppa í kringum 1600 kíló, með fjárann allan af hestöflum, og að sjálfsögðu sjálfskiptan. Og það mun koma að því, fyrr mun ég ekki sætta mig við það að fá fljúgandi gítara í hnakkann í öllum djöfuls hossingnum í þessu stutta kvikindi, og allt þetta skrambans vindgnauð og rigninguna sem því fylgir.
Þess vegna bara get ég ekki skilið hvers vegna menn langar að smíða 2 tonna bíl, sem heldur ekki veðri, fer ekki vel með mann, og er ekki einu sinni sprækur! Sér í lagi þegar dísellítrinn kostar meira en bensínlíterinn, og það er alls ekki víst að maður muni nota minna eldsneyti þar sem díselrellan er nú þyngri svo maður tali nú ekki um hvað fyrirtækið að útvega hana og hola henni niður kostar. En það er svosum bara mín skoðun, mönnum er auðvitað frjálst að vera ósammála mér eins og mér er frjálst að vera ósammála öðrum. Þannig er það nú bara og ég vona að enginn hafi fengið fyrir hjartað sökum þessara skrifa.kv. Kiddi
29.01.2007 at 15:52 #577774Sammála síðasta og þarsíðasta ræðumanni.
Maður sættir sig við rok og rigningu inní bíl bara af því þetta er willys…
Held að það yrði nú eitthvað lítill willysfílingur, prumpandi í 1. lága lága.
29.01.2007 at 16:51 #577776
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Leyfiði greyið manninum að gera það sem hann vill hann var og er bara að afla sér upplýsinga.
Kv Hjalti á lowprofile toyýta
29.01.2007 at 17:43 #577778Dísell… í wrangler, jú það hefur verið gert… allavega var það gert [url=http://www.dieselpowermag.com/features/trucks/0610dp_1993_jeep_wrangler_diesel/:1u38fbdj][b:1u38fbdj]hér[/b:1u38fbdj][/url:1u38fbdj]
en er [url=http://cgi.ebay.com/ebaymotors/1999-Trans-Am-WS-6-LS1-Engine-Transmission_W0QQcmdZViewItemQQcategoryZ33615QQihZ005QQitemZ150084809405QQrdZ1:1u38fbdj][b:1u38fbdj]þetta[/b:1u38fbdj][/url:1u38fbdj] ekki málið…, vélin er ca 410 lbs. skv. Novak en 4.0 er ca 515 lbs. semsagt léttari og kraftmeiri, vill maður eitthvað meira…? Svo ferðu [url=http://www.novak-adapt.com/knowledge/chevy_buick_swap.htm:1u38fbdj][b:1u38fbdj]hingað[/b:1u38fbdj][/url:1u38fbdj] og kaupir það sem til þarf…
ég er búinn að ganga í gegnum svipaðar pælingar og EF ég geri eitthvað í mínum cherokee þá verður það svona… nema dísellinn verði ókeypis..
með vinsemd og virðingu
Sigurður.
29.01.2007 at 17:44 #577780Jimundur minn, maður fer bara að verða hræddur að tala um dísel mótora hérna :S
29.01.2007 at 19:11 #577782En er ekki Wrangler með fjórar dyr, hörðum topp og díselvél málið?….Sjá hér http://blogs.dieselpowermag.com/1007474 … index.html
29.01.2007 at 20:28 #577784ekki willys og lágadrif það bara passar ekki!!!
Bensínkveðja jeepcj7
29.01.2007 at 20:44 #577786Ég get svosum alveg skilið að menn vilji sparneytnar og togmiklar díselvélar í ferðajeppa. En Willys/Wrangler eru bara alls engir ferðajeppar… svo einfalt er það. Það væri miklu nærri lagi að finna einhvern þægilegan, vel þéttan jeppa eins og t.d. Ford Explorer og hola einhverri díselrellu ofan í hann og þá væri kominn ágætis ferðajeppi… en eins og ég segi þá er þetta bara mín skoðun, sem ég ætla ekki að þröngva upp á einn né neinn. En mér er nú samt sem áður nokk sama ef út í það er farið hvort einhver virkilega nenni að standa í svona díselbissniss… verði þeim að góðu segi ég nú bara hehehe
29.01.2007 at 20:57 #577788eg á til sölu spræka sparneytna og togmikla 318cu.tbi dodge vel með rafkerfi og tölvu fyrir lítið fé 😉
29.01.2007 at 21:22 #577790Í hvernig bíl á mótorinn að fara í?
Mér sýnist allir halda að hann eigi að fara ofaní
Wrangler!
29.01.2007 at 21:31 #577792Eg trui þvi ekki ad madurimm ætli ad setja diselvel i wilisinsynn hann særir stolt wrangler eiganda ein
stoltur wrangler eigandi.
Kv Maggi Willis
29.01.2007 at 21:53 #577794Mér er sagt að setja Propan Gas inná loftintak á disel (Patrol Kannski ) Gefi 30 hestöfl er það rétt..
29.01.2007 at 23:30 #577796Líst mjög vel á þetta hjá þér. Gerði þetta sjálfur við gamla cj7 willys sem ég ferðaðist mikið á og eftir að ég var búinn að prufa 3 stk vélar og algjörlega búinn að gefast upp á bensín eyðslu fékk ég þessa snilldar hugmynd. Keypti ég mér 2,8 Nissan Larel mótor sem var ekinn um 500 þus og setti Túrbínu úr einhverjum Ford traktor frá álverinu og viti menn willisinn sprautaðist svo ótrúlega áfram með þessu og var helmingi ef ekki meira ódýrari í rekstri. Svo var ég kominn með Treiter kassa, 20 millikassa, scout hásingar með 5:38 hlutföll, 38" Dekk, hann vann allavega það vel að maður var oft að brjóta eitthvað. Eitt skiptið uppí Setri kringum 1992 þá brotnaði í einni brekku afturdrifið, báðir fram öxlarnir við krossana og snerist uppá öxulinn útur millikassanum, já þetta gat þessi haugkeyrði grútarbrennari. Má bæta við að einn góður ferðafélagi minn sem var líka á willys varð svo hrifinn að hann setti 5,7 Disel í sinn, sem voru nú reyndar hálfgerðir gallagripir hvað varðar með hedd. já síðan hefur ekkert annað komið til mála en Dísel í ferða bílinn:o)
30.01.2007 at 00:34 #577798Það er svosem hægt að skilja kommentið mitt hér að ofan svo að ég sé alfarið á móti dísel í willys/wrangler. það er ekki rétt- allt í lagi að setja í þá dísel, passa bara að setja ekki svo klettþunga vél að hún eiðileggi helsta kost jeppans sem er léttleikinn.
Freyr
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.