This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Ingi Björnsson 17 years, 5 months ago.
-
Topic
-
Diesel Power
Ég fór fyrir skömmu í bókabúð í leit að aðþreyingarefni og endaði með að kaupa júníheftið af Diesel Power. Þótt efnistök séu miðuð við bandarískar aðstæður var engu að síður sitthvað forvitnilegt þar að finna.
Eftir að hafa lesið ýmsar greinar og pælt í auglýsingum þar sem alls konar aukahlutir og endurbætur fyrir díselvélar voru kynntar fannst mér að það hlyti að vera gaman að sjá hversu langt mætti komast í aflaukningu með því að velja saman þær breytingar sem mestu var lofað. Ég tók efni auglýsinganna alveg hrátt og samkvæmt ítrustu bjartsýnissjónarmiðum án þess að pæla neitt í smáatriðunum.Eftir auglýsingunum að dæma eru það einkum sex hlutir í venjulegum díselbíl sem hægt er að endurbæta til aflaukningar.
Fyrsta breytingin felst í því að setja rafmagnskæliviftur í stað reimdrifnu kæliviftunnar. Samkvæmt auglýsingu á bls. 209 má þannig græða allt að 27 hestöfl.
Næsta breyting er fólgin í því að setja á bílinn pústkerfi sem eru auglýst á bls 14 og 193. Við það geta allt að 35 hestar komið út úr skápnum. Nettó 62.
Að sjálfsögðu þarf loft að geta flætt óhindrað inn á vélina til að hún skili sínu. Í því tilefni er á bls 73 auglýstur loftsíubúnaður sem getur aukið hestaflatöluna um heil 50 hross. Þá er samanlögð aflaukning komin upp í 112 hestöfl.
Næst á listanum er innspýtingarbúnaður. Þótt ekki sé hentugt að nota nitro innspýtingu við langkeyrslu þá getur búnaðurinn á bls 201 bætt 150 hrossum í húddið þegar mikið liggur við. Þar með er hrossaaukningin komin í 262.
Þá eru tvö áhrifaríkustu atriðin ótalin. Stýritölvur sem eru auglýstar á bls. 46 og 177 eiga að geta töfrað fram heila 350 viðbótarhesta og er aflaukningin þá komin í 612. Loks eru á bls. 202 auglýstir töfraspíssar sem bæta við einum 400 hestum þannig að aflaukningin er komin vel yfir þúsund hestöfl. Hafi vélin t.d. verið 200 hestöfl fyrir þá ætti hún að standa í 1200 hestöflum þegar allar breytingarnar eru komnar á hana.Fyrir utan auglýsingaskrumið og þröngan sjóndeildahring ritstjórans sem endurspeglast í því að tæpast er nokkur vél nefnd á nafn nema sé Cummins eða Duramax þá verð ég að segja að mér fannst býsna gaman að þessu blaði. Gef því fjórar stjórnur.
Ágúst (Wolf)
You must be logged in to reply to this topic.