FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Demparar með loftpúðum

by Björn Ingi Óskarsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Demparar með loftpúðum

This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Björn Ingi Óskarsson Björn Ingi Óskarsson 15 years, 2 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 14.03.2010 at 22:11 #211437
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant

    Mikið væri nú gott ef einhver gæti frætt mann á því hvað verið er að nota stífa dempara með loftpúðum. Komst nefnilega að því þegar ég reif afturhásinguna
    undan hjá mér að það eru alveg svakalega stífir demparar notaðir með púðunum enda hef ég aldrei alveg getað fundið þá mýkt sem sumir tala um að loftpúðar gefi. Dempurunum var líka hallað alveg helling, sjálfsagt til að minnka virknina í þeim. Mér finnst þetta hljóti að vera allt of stíft fyrir svona léttan bíl. Getur einhver frætt mig um þetta. Já og ef það skiftir máli þá eru þetta 600kg púðar.

    Kv. Björn Ingi

  • Creator
    Topic
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)
  • Author
    Replies
  • 15.03.2010 at 11:23 #687046
    Profile photo of Ástmar Sigurjónsson
    Ástmar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 226

    Dempararnir þurfa að vera stífari þegar þú ert með púða, annars fer hásingin að skoppa í vissum færum, ég lenti í því þegar ég notaði orginal hilux dempara úr fjaðrabíl við púðana hjá mér, ég breytti svo afturdempurum úr 4runner og setti í og hef ekki lent í þessu vandamáli aftur, en reyndar ekki nema ein eða 2 ferðir sem ég hef farið í snjó svo það er ekki komin mikil reynsla á þetta.

    En þú ert með alveg fisléttan bíl, prófaðu að setja svolítið farg á pallinn og athugaðu hvort þér finnst bíllinn ekki mýkjast, minn gerði það allavega, mér var bent á að setja utanáliggjandi kút við hvorn púða til að auka rýmdina í púðanum aðeins, því 1200kg púðarnir væru í stærri kantinum fyrir hilux, þá yrði bíllinn mýkri, en ég hef ekki gert neitt í því ennþá.

    Kv
    Addi





    15.03.2010 at 11:38 #687048
    Profile photo of Unnþór Helgi Helgason
    Unnþór Helgi Helgason
    Participant
    • Umræður: 14
    • Svör: 98

    Stillanlegir koni eru alveg málið, kosta bara 1 og 1/2 handlegg.
    Orginal demparar úr Discovery loftpúða bíl eru mjög góðir líka.





    15.03.2010 at 12:05 #687050
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 448

    [quote="Addi_Sig":3p3zhtau]Dempararnir þurfa að vera stífari þegar þú ert með púða, annars fer hásingin að skoppa í vissum færum, ég lenti í því þegar ég notaði orginal hilux dempara úr fjaðrabíl við púðana hjá mér, ég breytti svo afturdempurum úr 4runner og setti í og hef ekki lent í þessu vandamáli aftur, en reyndar ekki nema ein eða 2 ferðir sem ég hef farið í snjó svo það er ekki komin mikil reynsla á þetta.

    En þú ert með alveg fisléttan bíl, prófaðu að setja svolítið farg á pallinn og athugaðu hvort þér finnst bíllinn ekki mýkjast, minn gerði það allavega, mér var bent á að setja utanáliggjandi kút við hvorn púða til að auka rýmdina í púðanum aðeins, því 1200kg púðarnir væru í stærri kantinum fyrir hilux, þá yrði bíllinn mýkri, en ég hef ekki gert neitt í því ennþá.

    Kv
    Addi[/quote:3p3zhtau]
    Já Addi ég get verið sammála því að þeir þurfi að vera stífari en með gormafjöðrun, en þetta er bara fáránlega stíft þetta dót sem ég er með núna, ég tel mig nú ekkert vera neinn aumingja en ég rétt tomma þeim saman þó ég leggist á þá af fullum þunga, enda hefur mér alltaf fundist hann hastur að aftan nema með fullan tank af bensín (150 lit.) þá er hann sæmilegur en eins og verðlagið er á bensíni núna þá fyllir maður bara við hátíðleg tækifæri þannig að oftast er maður að keyra með lítið í tanknum. Torfærutrölli. Maður ætti kannski að skoða þessa Discovery dempara, örugglega ekki eins dýrir og stillanlegir Koni.





    15.03.2010 at 18:14 #687052
    Profile photo of Ástmar Sigurjónsson
    Ástmar Sigurjónsson
    Participant
    • Umræður: 2
    • Svör: 226

    Nú skil ég vandamálið, ég hélt að þú værir að meina stífir í sundur.
    Ég er á þeirri skoðun að demparar eigi ekki að dempa neitt þegar þeir fara saman, bara í sundur, þar er aðal átakið.
    Það sem ég var að tala um er að ég gat ekki notað dempara undan fjaðrabíl með púðunum, ég notaði þessvegna dempara undan gormabíl.
    Og eftir stutta verðkönnun komst ég að því að það er LANG ódýrast fyrir mig að kaupa orginal dempara úr 4runner (hjá Toyota) og breyta þeim þannig að það sé auga beggja vegna en að kaupa nánast hvað sem er annað, old man Emu og Koni eru Ríflega 2sinnum dýrari, eða voru það allavega í maí í fyrra.
    Þessir demparar þurfa nánast ekkert átak til að leggjast saman en eru svo drjúgan tíma að dragast í sundur með handafli.





    15.03.2010 at 18:27 #687054
    Profile photo of Heiðar S. Engilbertsson
    Heiðar S. Engilbertsson
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 414

    Það eru nú 10 ár síðan ég setti loftpúðafjöðrun undir minn bíl og fékk Koni dempara sem voru sérstaklega settir upp fyrir loftpúða. Mig minnir að hlutfallið í þeim væri 30/70, mjukir saman, en stífari í sundur.
    Þetta svínvirkar.

    Kveðja
    Heiðar





    15.03.2010 at 19:24 #687056
    Profile photo of Björn Ingi Óskarsson
    Björn Ingi Óskarsson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 448

    Takk fyrir þetta strákar, nú er ég einhverju nær um þetta. Þetta eru sem sagt algjörlega vonlausir demparar sem ég er með núna fyrst þeir eru svona stífir saman. Maður ætti kannski að skoða 4Runner demparana ef þeir eru ódýrir og virka vel.
    Kv BIO





  • Author
    Replies
Viewing 6 replies - 1 through 6 (of 6 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.