Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › demparar hvað á að velja
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Ólafur Eiríksson 17 years, 6 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.04.2007 at 19:02 #200170
Anonymousnú er komið að þvi að velja dempara undir Nissan Patrol ’91 og þá er bara spurning hvað sé best að velja , minnst hefur verið að að panta Bilstein dempara frá bandaríkjunum en hvernig er með tollamál og aðflutningsgjöld á svoleiðis dóti og annað með þessa koni demparar sem að hægt að laga og stilla , það var einhver sem að sagði að þeir biluðu bara meira fyrir vikið en rauði þráðurinn í þessum þræði er eiginlega það að hvar sé best að panta dempara af netinu og hvernig dempara á að taka undir svona bíl?
kv Orninn
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
23.04.2007 at 01:38 #589134
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
MonoMax dempararnir frá KYB hafa fengið svakalega góða dóma, ég las mikið um dempara þegar ég var að velja undir Stuttan Pajero og endaði á þeim.
Las á spjallvefum þar sem að menn voru að lofa þá mikið og miða þá við Edelbrock og Rancho dempara.
MonoMax dempararnir eru ætlaðir þyngri keyrslu (utanvegar etc.) og eru því aðeins stinnari. Ég fann t.d. smá mun á þeim undir stuttum Pajero (og eru þeir nú skopparalegir fyrir). Veit samt ekki nema að þeir myndu henta Patrol mjög vel þar sem hann er einhvað kg. meiri.
Verðið á þeim var það sem ég stökk aðalega á, því ég var þá rétt að tapa um 30 þús.kr. í stað jafnvel 80 þús.kr. fyrir flottustu nöfnin, ef mér líkaði svo ekki við þá, en gróðinn var algjörlega mínu meginn.
.
Mér hefur reyndar fundist þetta Koni tal vera svolítið málað af dýrkun en öðru, bara afþví þeir heita koni. Getur eflaust fundið nokkra sem hefur mislíkað koni mikið hérna, og sama, nokkra sem vilja ekkert annað undir bílinn sinn. Það eru til fult af flottum framleiðendum af dempurum þannig ég myndi ráðleggja þér að lesa bara vel um það sem þú ert að pæla í, endalaust af spjallborðum sem menn hafa verið að skammast eða lofa dempara á vefnum.
.
Getur athugað hvort að KYB sé með undir bílinn þinn í þessum catalog http://www.kyb.com/catalog/2006_truck.pdf
Ef þú finnur dempara hjá þessum http://www.summitracing.com/ þá mæli ég hiklaust með því að þú pantir frá þeim.
.
Ég segi að það borgi sig margfalt að panta þá frá USA, ég keypti t.d. þessa Monamax með töllum og öllu allan hringinn á um 34 þús. í staðinn fyrir orginal á um 80-90 þús.kr. í umboðinu.
.
Kv. Rykið sem getur skrifað endalaust
23.04.2007 at 09:48 #589136Poulsen er komið m Bilstein umboðið
23.04.2007 at 10:26 #589138Bilstein..
bestu sem ég hef prufað.
23.04.2007 at 15:24 #589140Sæll.
Ég hef nú ekki prufað það, en ég veit að þú Rancho framleiða 9000 ( fjölstillanlega ) dempara fyrir Patrolinn, og ef þig langar veit ég meira að segja typunúmerin á dempurunum. allir fjórir voru á rétt um 25 þús. með sendingarkostnaði innan USA, en þá á eftir að koma þeim heim og borga af þeim hér. Þetta gengur vel upp ef menn eru hvort eð er að fara út eða þekkja einhvern þarna úti í vestur-hreppum.
Ég var að kíkja á Summit. Þar eru Rancho 9000 á tilboði, 62$ stykkið.
Það er erfitt að finna dempara undir Patrol í USA, vegna þess hve lítið er af þeim þar, að mér vitandi var Y60 ekki seldur þar, hann var víst mest seldur í Ástralíu enda mikil jeppa menning þar. Gott er að vita að hann var einnig seldur sem Ford Maverick.
Kveðja
Þórir I.
23.04.2007 at 15:52 #589142Er einhver ykkar með það á hreinu hvað tollarnir og vörugjöldin og hvað þetta allt heitir nú er hátt á dempurum?
23.04.2007 at 17:48 #589144Farðu þangað og stimplaðu inn verðið í gluggan þarna efst.. og veldu vöruflott.. sem varahlutir í bíl.
kv
Gunnar
23.04.2007 at 18:48 #589146Þegar demparar væru komnir hingað, leggst á verðið að meðtöldu flutningsgjaldi 7,5% tollur; 15% vörugjald þar á ofan og svo 24,5% vaskur á allt saman + svo einhver tittlingaskítur td gerð tollskýrslu og umbúðaförgunargjald. Og þá má fara að reikna.
23.04.2007 at 22:00 #589148Ég var búinn að finna þetta með 7.5% tollinn en datt í hug að það væri líka vörugjald… fann samt ekkert um það!
En orninn… hefurðu litið á Old Man Emu demparana sem Benni er með? Mig minnir að þeir kosti eitthvað í kringum 10 þúsund kallinn. Bróðir minn var með slíka undir Range Rover og var bara temmilega sáttur minnir mig, ég hef aldrei heyrt neitt slæmt um þessa dempara!kv. Kiddi
23.04.2007 at 22:19 #589150er með rancho 5000 og 9000 í hirunnernum. 9000 demparinn er alveg að skila sínu… er allavegana í lagi ennþá en 5000 demparinn má bara ekki hitna þá er hann farinn að slá saman.
það er synd að þetta voru einu dempararnir sem fengust í einhverri sæmilegri lengd hérna heima. (nema að fara útí koni og borga fyrir breitingu á þeim).
Í framtíðinni. Er það bara bilstein man ekki hvað þeir heita 7500 eða ? það er hægt að breita stífleikanum og þeir eru með utanáliggjandi forðab.en annars bara koni. Þeir í bílanaust breita þeim bara fyrir okkur ef við erum ósáttir.
Það er sennilega bara ódýrasta lausnin svona þegar maður vill kaupa alvöru dempara.
23.04.2007 at 22:46 #589152Mér reiknast til að formúlan sé ca svona:
(verð í USA + flutningur) * 1,54 + tollafgr.gjald = Verð hér heima.Þannig að svona gróflega áætlað, þá má gera ráð fyrir að dollarinn sé á rétt um 100 krónur fyrir bílavarahluti eins og gengið er núna…
24.04.2007 at 11:26 #589154OME að framann hjá mér og er mjög ánægður með þá, er með stillanlega Koni að aftan, mjög góðir. Var með Edelbrock og var ekki sáttur við þá á breittum bíl. Fannst þeir ekki ráða við þvottabretti og bíllinn fór alltaf uppí hopp í ójöfnum upp brekkur. Er með þá í óbreittum chero núna og það sleppur en ég er ekki alveg sáttur við þá.
Minnir að Benni hafi verið að lækka verðið á OME demp.
kv.SÞL
24.04.2007 at 13:36 #589156Hvaða gerð af Edelbrock dempurum varstu með? Bara þessa ódýrustu eða???
kv. Kiddi
24.04.2007 at 14:21 #589158man ekki hvað týpa, en þeir voru fyrir 4L jeep. man ekki verðið. hitti svo einhv mánuðum seinna mann frá eigilsst. á 4L cherokee allan á ome(demp.gorm) og hann var svo hrifinn að ég prófaði þá að framann og sé ekki eftir því. sérstakaleg að losna við að missa grip upp ósléttar brekkur og höndla þvottabretti á malarvegum.
kv.SÞL
24.04.2007 at 15:10 #589160Gætirðu ef til vill kíkt á þá og séð af hvaða gerð þeir eru… ég er mikið búinn að vera að pæla í að taka dempara frá þeim og hef lesið góðar umsagnir á amerískum jeppasíðum… en það eru til nokkrar mismunandi gerðir sem virka líklega misjafnlega vel
kv. Kiddi
24.04.2007 at 19:50 #589162RICOR. Stendur á þeim. Part nr. 5332068, væru kanski sniðugir þessir með auka forðakútnum, það er kanski bara málið að þeir séu of grannir, og of lítil olía. allavega er ome demp fyrir 4L jeep sverari.
kv.SÞL
26.04.2007 at 21:43 #589164
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þessir demparar fara undir 38" patrol hvað má taka langan dempara í þessa bíla og hvað á maður að horfa í þegar að maður er að velja sér dempara á netinu geetur maður tekið hvaða dempara sem er ?
Eru þeir ekki mældir frá auga í auga í fullum útslætti ?
spyr sá sem ekki veit
kv. orninn
26.04.2007 at 22:24 #589166Til að finna lengd á dempurum verður að finna út lengdina milli festinga þegar bíllinn slær á samsláttarpúðana. Það verður að tryggja að demparar slái alls ekki saman, altso að þeir eigi smávegis eftir þegar samsláttarpúðarnir eru útflattir (flestir fara alveg í köku við ,,stunt"). Ef þessi fjarlægð er t.d 30 cm má demparinn ekki vera lengri en c.a 28-9cm. Ath að spá í hvort að tilt á hásingunni geti stytt fjarlægð milli festinga demparans enn meira og takið það til greina. (t.d ef þeir eru mjög utarlega á hásingu m.v samsláttarpúða)
það er síðan hlutverk demparans að stoppa sundurslagið, og gott að hann geri það áður en gormar eru alveg lausir (eftir smekk) eða loftpúðar eru komnir á tamp, eða hjöruliðir í drifsköftum fara á tamp, eða stífubúnaður…osfrv.
Ef valdir eru demparar sem eru nærri því alveg saman þegar bíllinn pressar samsláttarpúðana þá fæst mesta hreyfingin sem er í boði m.v festingarnar, því lengra milli festinga því meira travel í boði.
Ps
Týpa af dempara hefur meira að segja en tegund, sömu demparalínur eru með mismunandi ventlum fyrir mismunandi bíla. KONI hentar t.d ekkert betur en Ranco eða Gabriel – nema vegna þess að það er hægt að stilla þá bæði sundur- og samslag. Sé það ekki gert er óvíst að þeir virki eitthvað betur – eða verr.
26.04.2007 at 23:38 #589168Þetta með að stilla koni dempara, nú sagði mér maður einn sem vinnur í bílanaust að þessar stillinar væru einungis til að gera þá stífari þegar þeir fara að "þreitast"
27.04.2007 at 15:01 #589170Koni demparar eru stillanlegir í sundurslagi – einfaldlega með því að þrýsta þeim alla leið saman og snúa stönginni í þeim, þannig er hægt að stilla sundurslagið stiglaust. Þessi stilling virkar mjög vel, ég þekki engan sem hefur prófað að fikta í þessu sem svo mikið sem efast um það augnablik.
Til að stilla samslagið í þeim verður að taka þá í sundur og skipta um ventla, eða fikta í þeim sem fyrir er að sveitamannasið.
Með þessum stillingum er t.d hægt að taka stóra vörubíladempara stilla þá niður í átaki þannig að þeir henti léttum bílum (torfærugrindur t.d) á hinn veginn er síðan hægt að stilla sömu dempara þannig að þeir haldi stæðilegum vörubíl svo rækilega að hann fjaðri nánast ekki neitt.
Þetta gildir líka um alla KONI vökvadempara sem menn eru að kaupa í jeppa í dag, þá er hægt að stilla yfir mjög vítt dempunarsvið. Allt frá því að bíllinn virki eins og demparalaus yfir í að hann fjaðri nánast ekkert, og allt þar á milli.
Þessi bílanaust maður sem þú ræddir við hefur greinilega eitthvað misskilið málið, eða þá að hann hefur verið að ræða einhverja aðra dempara sem ég kannast ekki við.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.