This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Grimur Jónsson 17 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Jæja nú er svoleiðis komið fyrir mér skólapiltinum að ég er í svokölluðum próflestri. Og eins og sumir þekkja þá vill blessað heilabúið fara á flug um hinar ýmsustu víðlendur sem einhverra hluta vegna tengjast námsefninu hreint ekki neitt. Og einhvern veginn fór ég í hættulega djúpar pælingar varðandi hvernig ég ætti nú að fara að því, að koma dempurunum fyrir undir jeppakrílinu. Og mér datt í hug, að ef ég léti þá halla inn að miðju frá hásingunni þá gæti hann orðið minna svagur í beygjum, án þess að takmarka skælingu, sem meir að segja yrði meiri þar sem demparinn þarf ekki að hreyfast eins mikið þegar hann er á ská. Og bíllinn yrði sennilega mýkri í venjulegum akstri, sem ekki veitir af þar sem ég verð með Rancho 5000 pyntingartól sem dempara (voru ódýrir…fæ mér einhverja mýkri kannski seinna)
Fyrir þá sem ekki skilja hvað ég er að fara er þetta pælingin
svo fann ég þetta
Og nú þætti ég vænt um, að mér fróðari menn kæmu með sín álit á þessu og segðu mér annaðhvort að þetta sé algjört bull og ég eigi að snúa mér aftur að lærdómnum… eða þá eitthvað annað
kv. Kiddi
You must be logged in to reply to this topic.