Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dekkjavesen
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Kristján Arnór Gretarsson 16 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.01.2008 at 20:15 #201733
Sælir félagar ég er með mickey thompson undir bílnum mínum og er virkilega sáttur með þessi dekk að því leiti að þau grípa vel og bíllinn nær að fljóta vel á þeim en ég er alltaf að lenda í því að felgurnar eru að spóla inní dekkjunum. Samt er búið að sjóða öflugan kant á felgurnar og þau voru límd á síðast. Eru eitthverjir sem eru búnir að finna bót á þessu leiðindarmáli?
Kv Palli Kristó
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.01.2008 at 20:57 #611934
Sæll, mágur minn er á svona dekkjum, en hann er með beadlock á felgunum hjá sér, ekki séns að þau snúist. Svo mætti kannski reyna að valsa kantinn á felgunum?
Kv. SiggiHall
27.01.2008 at 21:56 #611936Sæll
á hvernig felgum ertu? eru þetta stálfelgur? hafa þær verið meðhöndlaðar einhvernveginn? (t.d. galvaniseraðar eða annað)?
á hvernig dekkjum varstu áður en þú settir MT undir og voru þau dekk alveg til friðs?
ástæður þess að ég spyr er sú að ég hef horft hýru auga á þessi dekk og langara að skipta, en ég hef verið á mödder hingað til og verið afskaplega sáttur við þau að flestu leiti, t.d. engar affelganir eða annað vesen þrátt fyrir 15" breiðar felgur.
mig langar hinsvegar í þetta aukna flot sem ég hef heyrt að þessi dekk geti gefið, 2.5 tonn er alveg í það mesta fyrir mudderinn
27.01.2008 at 22:46 #611938Þetta eru stálfelgur, nei ekkert verið gert við þær annað en að sjóða kantana. Ég keypti bílinn á þessum dekkjum, þetta er að vísu fínna munstrið atz.
27.01.2008 at 23:25 #611940Sælir.
Er með MT.MTZ dekk undir bílnum,var með mudder í sex ár og þau losnuðu aldrei,setti MT undir og snerjust þau á felgunum og fór ég þá í að setja bedlock á og virkar það fínt,hef þó affelgað einu sinni að innan og var það í 0,5 pundum eða minna,einnig er hægt að láta valsa felgurnar og líst mér nokkuð vel á þá aðgerð því að þá er dekkið líka fastar á innri brún og affelgast síður.
Kv B
28.01.2008 at 00:14 #611942Getiði sagt mér hverjir eru í því að valsa felgur og hvort það sé mikið dýrt?
28.01.2008 at 10:01 #611944Er þetta kanski lausnin. [url=http://staunproducts.com/beadlock.php:8yuxv1wd][b:8yuxv1wd]Myndir og video[/b:8yuxv1wd][/url:8yuxv1wd] . Kemur líklega líka í veg fyrir að grjót höggvi upp í felgu og rífi dekk. Hefur einhver reynslu af þessum búnaði?. Gallinn við að valsa felgur er að þá er útilokað að koma muddernum, ground hawk, at405, og nyjustu 44"dc á felguna aftur.
28.01.2008 at 10:05 #61194628.01.2008 at 12:14 #611948En nú er líka búið að benda mér á að láta sinka flegurnar og líma þær með sama lími og er notað til að setja framrúður í. Hafa menn eitthverja reynslu af því?
28.01.2008 at 13:47 #611950Ég var með mínar felgur sinkaðar og límdar með kítti samt losnuðu þau og snérust á felgunum og vegna sinksins sem virkaði eins og sandpappír þá spændist miðjan úr dekkjunum og eyðilagði eitt og skemmdi hin en það var hægt að bjarga þeim með því að nota bedlock.
Kv B
28.01.2008 at 15:21 #611952Ég er búinn að vera á MT MTZ í tæpt ár án vandræða, hvorki affelgað né spólað í felgunum.
Sú aðferð sem ég beitti var að grunna sætið á felgunum nokkrar vænar umferðir með epoxy grunn og límdi svo. Þessi aðferð er að duga mér ágætlega. Hugsanlega eru Landrover felgurnar þrengri en þær japönsku, en ég hef svosem ekkert frekar fyrir mér í því. Eins finnst mér líklegt að það reyni meira á þetta ef menn eru með skriðgír eða mjög lág hlutföll, þá sé hættan að spóla inni í felgunum meiri. Ég hef verið óspar á úrhleypingar þannig að það er ekki skýring.
Kv – Skúli
28.01.2008 at 18:37 #611954það er hægt að mæla felgurnar til þess að sjá hvor það sé möguleiki að nota þær án bedlck eða völsunar. Finndu þér lítið stálmálband setu það á hvolf yfir kantinn þannig tollir það á honum svo hægt er að stekkja það hringinn, snúðu svo lítillega upp á bandið þar sem hringurinn lokast til að lesa af. Ef málið er minna en 1196mm er vonlaust að nota felguna nema kanski fyrir AT dekkin, ef það er 1197 til 1202mm er hugsanleg hægt að redda sér með lími og málingarmixi. Ef hún er yfir 1205mm. virkar hún fínt með öllum dekkjum. Ef hún fer yfir 1207 er snúið að setja á hana dekk en það er alveg hægt og hentar vel fyrir 46 tommu dekkin. Valsaðar felgur er hægt að nota með öllum venjulegum dekkjum meira segja hafa þeir hjá ArticTrucks sett AT dekk á valsaðar felgur sem stóðu 1205 mm en það þarf kannski einhverjar æfingar við það ég veit það ekki. Það er búið að eyðileggja þó nokkuð mörg svona MT dekk á því að láta þau snúast á felgunum og þau eyðileggjast helst sem eru á hrjúfu yfirborði eins og sandmálingu og zinki. Það eina sem virkar örugglega svo ég viti ef felgan er of lítil er að nota bedlock eða Völsun. Suða virðist ekki vera að virka fyrir mjög litlar felgur. Ég er búinn að slípa suður af 3 göngum í vetur og ég slípað af 4 felgugöngum í firravetur til þess að hægt væri að valsa felgurnar allt var það vegna þess að felgurnar spóluðu inní, en það er ekki hægt að valsað felgur sem búið er að sjóða á. Núna er búið að gera þetta í 4 ár og samtals eru þetta sjálfsagt milli tvö og þrjúhundruð felgur. Ég ég veit ekki til þess að ein einasta völsuð felga hafi affelgast eða spólað inni í dekki. ef einhverjir þekkja dæmi um annað væri gott að heyra um það hér. Þetta kostar 30.000kr fyrir ganginn (8 kannta) og er sama verð fyrir allar stærður og gerðir af felgum.
guðmundur[url=http://www.gjjarn.com:3uzym219][b:3uzym219]www.gjjarn.com[/b:3uzym219][/url:3uzym219]
08.02.2008 at 09:01 #611956Þetta eru athyglisverðar tölur sem Guðmundur er með. Til fróðleiks má geta þess að 15" þvermál samsvarar 1196.95 mm í ummál.
Ég setti í gær ný 38" mudder dekk á felgur. Þetta voru notaðar felgur sem hafa að því best er vitað hvorki verið valsaðar né soðnar. Áður en dekkin voru sett á þá voru felgurnar pússaðar og sett ein umferð af grunnmálningu á sætið. Það þurfti rúmlega 15 psi til þess að fá dekkin til að smella að ytri kantinum, en heldur minna fyrir þann innri. Ég held að það sé öruggt að þessi dekk muni ekki spóla á felgunum, og það þarf töluvert mikið að ganga á til að þau affelgist.
Það er oft miðað við að líter af málningu þeki 10 fermetra, þetta samsvarar því að málningarlagið sé 0.1 mm að þykkt. Auking á radíus um 0.1 mm þýðir að ummál eykst um 0.63 mm. Ef menn vilja auka ummál sætisins á felgunni, þá ætti að vera hægt að ná því með nokkrum umferðum af málningu, 0.6 mm í hverri umferð.
Annars var aðal ástæðan fyrir því að við máluðum sætið, að fá betri viðloðun dekksins við felguna. Mín reynsla er að með tímanum þá límist dekkið við sætið, ef það fær að vera í friði.-Einar
08.02.2008 at 11:24 #611958ég á 1 sett af svona búnaði hjá mér fyrir 12" breiðar felgur ef það er einhver vill prófa .
kv Ási
08.02.2008 at 13:17 #611960Þetta Ástralíu kitt er örugglega snjallt að mörgu leit en hefur þó ein dálítið stóran ókost. Þegar baninn á dekkinu liggur orðið við belginn sem er innan í dekkinu hitnar dekkið mjög mikið því ferilhraðinn er ekki sá sami á bananum og belgnum innan í dekkinu. Vil bara benda á þetta ef það hafði farið framhjá einhverjum. : )
08.02.2008 at 13:45 #611962Útskýrðu þetta betur.
08.02.2008 at 16:44 #611964Vertu ekkert að eyða tímanum í eitthvað sem kanski virkar og kanski ekki, látu valsa strags og málið dautt. Þú hefur bara þessa 2 möguleika sem virkilega gera gagn þ.e bedlock og völsun.
08.02.2008 at 22:57 #611966Þetta eru tvö dekk. lítið dekk inni stóru. Þessi dekk verða að snúast jafn hratt því þau eru jú bæði á sömu felgunni. Ef innra dekkið liggur ofan á innanverðum bana ytra dekksins eins og þeir láta þetta gera í kynningunni þá verður innra dekkið að spóla innan í því stóra vegna þess að ummá þeirra er ekki það sama. þetta skiptir kannski ekki miklu máli hjá mörgum, en ég veit að þegar ég fór hellisheiðina í gærkvöldi hleypti ég úr niður í 1.5 pund til að drífa þessa tvo skafla sem voru á leiðinn(ótrúlega þungir) en heiðin var auð að öðru leiti. Ég keyrði á milli skaflana á 30-50 km hraða eina 15-20 km. hefði ég verið með þessi litlu dekk innan í mudderunum hefðu þau verið búin að spóla innan á bana þeirra sem nemur 10-15 km. það gefur auga leiða að eitthvað mundi verða að láta undan. En eins og maðurinn sagði þá var hugmyndin góð.
09.02.2008 at 11:10 #611968Já, nú skil ég. Og ég skil líka núna hvers vegna alltaf var að springa í gamla daga þegar allir voru með slöngu í dekkjunum. Það hefur auðvitað verið af því að slangan spólaði innan í, enda lá hún alltaf við dekkið og af því að hún hafði minna ummál en utanmál dekksins snerist hún hægar og nuddaðist þessvegna sundur. Og núna skil ég sömuleiðis hvers vegna dekk snúast á felgum. Það er vitaskuld vegna þess að ummál felgnanna er minna en dekkjanna og þessvegna snúast þær hægar. En, ætti þá ekki nafið að snúast innan í felgunni?
Þyrfti ekki að hugsa þetta eitthvað lengra? Getur þetta staðist?
Ég held að þessi affelgunarvörn sem Ási nefnir geti svosem virkað, nema kannski að ef búið er að hleypa verulega úr dekkinu að hún hafi ekki nægan loftþrýsting til að halda á móti. Og svo vildu slöngur endast illa ef loft var lítið í dekkjum í gamla daga, en það var ekki vegna langsum nudds á þeim; öll nuddmerkin voru þversum, þær nudduðust þegar kom að döluninni á dekkinu. Kannski myndi fara svo fyrir þessari fínu græju. En við vitum það ekki nema einhver reyni.
Lifum heilir;
Þ
09.02.2008 at 19:55 #611970Þetta virkar í raun eins og þú sért með low-profile fólksbíladekk inn í dekkinu. Innra dekkið er pumpað upp í 30 pund og ytra dekkið verður ramfast á felgunni. Þegar þú hleypir svo úr er bara hleypt úr "ytra dekkinu". Innra dekkið er ennþá með 30 psi í sér og heldur stóra dekkinu vel föstu á sínum stað. Auka bónus er að innra dekkið ætti að verja ytra dekkið og felguna fyrir tjóni við að keyra á stein (dekkin rifna oft við það að klemmast á milli steins og felgubrúnar).
Gallar eru eins og Gummi segir að ef mikið er hleyp úr, þá endar maður á því að ytra dekkið sest á innra dekkið og fyrir utan það að þú væntanlega hættir að drífa, þá fara sólarnir á ytra og innra dekkinu að nuddast saman, væntanlega með leiðinda afleiðingum. Ekkert víst að þetta virki vel á þessum súperlága þrýsting sem við erum með. Væri gaman að prófa þetta þó Svo er þetta ekki framleitt fyrir meira en 12" breiðar felgur, ef ég man rétt.
ps. er sænsk uppfinning, og notaði (notar?) sænski herinn þetta. Þeir virðast hafa farið á hausinn og framtakssamir andfætlingar tekið við þessu.
10.02.2008 at 22:27 #611972"…þá endar maður á því að ytra dekkið sest á innra dekkið og fyrir utan það að þú væntanlega hættir að drífa, þá fara sólarnir á ytra og innra dekkinu að nuddast saman, væntanlega með leiðinda afleiðingum…"
Af hverju hættir þú að drífa? Minnkar snertiflöturinn við snjóinn (sem er úrslitaatriðið í drífelsi)? Það er nefnilega ekki lágur loftþrýstingur í dekki sem gefur drifgetu heldur afleiðingar lágs loftþrýstings, nefnilega stór snertiflötur. Ef hægt er að ná stórum snertifleti öðruvísi þá getur dekkið þessvegna verið hart sem tré. Þetta vita t.d. þeir sem séð hafa skurðgröfu fara yfir ótræðismýrar á eikarflekum.
Af hverju skyldu ytra og innra dekkið nuddast saman frekar en t.d. slanga og dekk? Ég á enn eftir að fá sannfærandi útskýringu á því hvers vegna þetta ætti ekki að geta virkað ágætlega.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.