This topic contains 4 replies, has 1 voice, and was last updated by Bragi Þór Jónsson 16 years, 12 months ago.
-
Topic
-
Hvernig stendur á því að verð á jeppadekkjum hækkar bara og hækkar og sérstaklega 16-17-18″ dekk ?? Þau hafa hækkað meira en eldsneytið !!
Ekki hefur dollarinn valdið þessu ? Er búið að setja aukagjöld og álögur á þetta eða er græðgin að drepa menn ??
Ég get ekki séð að dekk hafi verið að hækka neitt í USA (alla vega ekki að neinu ráði)
T.d. kostar 35X12.5QR15 BFG AT $151 á TireRack en kostar 23þkr+ hér á fróni.
285/70R17 (33″) kostar $195 en er vel yfir 30þkr hér heima.
Og hægt er að finna ódýrari dekk en BFG !!
Ég verð nú að segja það að þetta er nú ekki alveg í takt við tímann.
Menn eru farnir að taka sig saman og flytja inn heilu gámana sjálfir og spara tugi þúsunda á 4 stk. (reyndar aðeins stærri dekk, sjá þráð um innfl. á 46″ dekkjum)
Flestir jeppar koma í dag á 16-18″ felgum og er 15″ felgur að deyja út (nema á bíla sem enn eru í umferð).
Mér finnst að F4x4 ástamt FÍB ættu að þrýsta svolítið á þessa dekkja-innflytjendur og koma þessu niður í ásættanlegt verð.
You must be logged in to reply to this topic.