Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dekkjaval
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Gunnar Ingi Arnarson 17 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
20.03.2007 at 11:22 #199962
Jæja nú er ég endanlega búin að gefast upp á Goodyear Wrangler 37″
Enn eitt dekkið rifið upp úr þurru á sama stað´og venjulega og þ.a.l. ónýtt.Og því kominn tími á að fá sér eitthvað annað undir Defenderinn.
Einhverjar tillögur? 38″ er líklega of stórt m.v. kantana á bílnum þó svo þau komist undir.
Allar reynslusögur vel þegnar. stærð, tegund, felgur ..veghljóð flot og de hele.
Bkv.
Ufus
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.03.2007 at 11:46 #585258
fáðu þér bara Mudder eða GH, þau dekk eru ekki nema kannski hálfri tommu hærri en þau sem þú ert með núna
37" goodyerinn stendur 37", 38" Gh og Mudder standa 37.5"…
Þú ert ekki að tala um nema 1.2 cm í hækkun.. sem sleppur fínt hjá þér
Notaðu felgurnar sem þú ert með núna fyrir Goodyerinn og þá þarftu ekki að fá þér nýja kanta. Með flotið þá hef ég notast bæði við 11" breyðar felgur undir 38" og 13 " … flot munur er óverulegur. En auðvita segja menn að 16" sé eina vitið sem er bara ávísun á bognar hásingar.
En líklegast ertu að nota 12" breiðar felgur sem er fínt undir GH og mudder.. Þú verður ánægður með þann búnað.
Ég var með 35" kanta undir wranglernum mínum, og setti 38" dekkin á 36" felgurnar . þe.a.s. 11" breiðar og ég þurfti ekki að fá mér stærri kanta á þeim felgum.
kv
gunnarEf þú ætlar að skipta um kanta , þá eru menn voðalega ánægðir með nýju MT dekkin MTZ 38" breið og há og mjúk. En þau þurfa stærri kanta þar sem þau eru töluvert breiðari en GH og mudder.
Ef þú ætlar að halda þig við 37" dekk, þá koma 37" irok sterk inn…
20.03.2007 at 12:21 #585260Takk fyrir inputið.
ég er reyndar með 10" felgur..þannig að spurningin er kannski að skipta um felgur í leiðinni.
hverjir eru að selja GH og mödder?
kv
Ufus
21.03.2007 at 09:31 #585262Bílabúð Benna er að selja Mudder og Hjólbarðahöllinn er að selja GH…
Reynda heyrði ég um daginn að hjólbarðahöllin væri búin að fremja sjálfsmorð í verðlagningu á GH og að nýr gangur hafi hækkað úr 160 þús í 200 þús…
Mudderinn er ódýrasti kosturinn í dag að ég held. F4x4 félagar eru með einhvern afslátt hjá Benna líka.
kv
Gunnar
21.03.2007 at 09:55 #585264Hefur einhver prófað B dekkin hjá AT? Munar töluverðu í verði. Eru þau kannski ferköntuð?
-haffi
21.03.2007 at 10:49 #585266breið og fín með góðu mynstri. 10" felga víst of lítið ásamt því að þörf virðist vera á að kantsjóða.
var að spá í 36" v.s. 38" maður er alveg í hönk. hæðin á 36" ætti að ganga hjá manni mv. að ver nú á 37" hins vegar er breiddinn það mikið meiri að skipta þyrfti um kanta…en ef maður fer í það þá skiptir ekki svo miklu máli hvort farið er í 38" þ.e. 2,56cm hærri ..væntanleg hæðin ..þannig að deilt með 2 ætti að vera viðbótarhækkun út frá miðju. þannig að c.a 1.3 cm hækkun upp í hjólaskál…frá 37"…hehehem…
ég er orðin vægast sagt kolruglaður. því engin virðist geta gefið manni svör hvað passar…passar ekki..svona svipað og kaupa jakkaföt án þess að vita hvort þau passa eða ekki og geta svo ekki skilað þeim…tómt lotterí sem kostar mann frá svona 2oo þús og svo bara óvíst upp á við……dööhh
á maður kannski bara að hætta þessu og fá sér Yaris?
;o&
21.03.2007 at 11:22 #585268athugaðu að þegar þú setur undir hann breiðari dekk þá er meiri þörf að hækka bílinn eða klippa úr heldur en ef þú setur hann á hærri jafn breið dekk. fyrir breiðari dekk þarf plássið inní framskálunum að vera svo miklu meira til að þú getir beygt. þess vegna voru margir að nota 37" good year, af því að þau voru bara hærri en jafn mjó og 35" og pössuðu þau undir 35" breytta bíla þar sem ekki var hægt að nota 36" dekk af því að þau voru breiðari og þurfti að klippa meira fyrir þau, bíllin þinn er örugglega bara 35" breyttur. ég reikna með að þú þurfir alltaf að hækka og klippa meira ef þú ætlar á önnur dekk. prófaðu samt að fara í bílabúð benna og skoða toyo 37" , mig minnir reyndar að þau séu breiðari en 37" good year, en það gæti verið að mig minni rangt, annars eru toyo dekkin úrvalsgóð og ég hef ekki heyrt að þau springi eða rifni að ástæðulausu.
siggias
21.03.2007 at 14:37 #585270..38" MT MTZ Baja og 14" felgur með kanti…
nýjir kantar
nýtt stigbrettiSprautun vinna og ásetning…brettaúttálgun.
Tja þetta er bara hátt í hálfa kúlu eða svo.
Mamma mía…eins gott að fara að hösla sparigrísinn
Þetta er svona eins og keðja…maður byrjar á einhverju smá og svo bara vex þetta :oÞ
Reyndar á svo eftir að bæta við einhverjum breytingum í að lækk stífur færa hásingu etc..svo þetta sé eftir bókinni….en maður ætti að geta sloppið með fyrri áfangan..og átt hitt upp á að hlaupa…
En p.s. á einhver MT MTZ BAJA á felgum sem hægt væri að fá lánuð til að máta á verkstæði til að sjá út hvað þarf að gera…fúlt að kaupa þetta áður en haldið er af stað….
21.03.2007 at 15:21 #585272Það er ekkert gefið í þessu og náttúrulega bilun að vera að standa í þessu. Aurarnir fjúka í hrönnum ef menn ætla að gera eitthvað. Sama hvað það er ómerkilegt.
21.03.2007 at 18:16 #585274bara að benda þér á að MT eru frábær dekk en það þarf MIKIÐ AFL til að snúa þeim. Ég myndi því hugsa mig tvisvar um fyrir LR ef þú varst ekki ánægður með vinnsluna fyrir
kv
A
21.03.2007 at 21:24 #585276Þessi dekk fá fína dóma frá öllum sem eru að notast við þau.
Varðandi mikið afl…. til að snúa þeim, þá eru þau einfaldlega mun breiðari og síðan hærri heldur en mudderinn og gh og því erfiðara að snúa þeim.
Oft er það líka þannig að menn fara af slitnum gh eða mudder og yfir á glæný dekk… þyngdarmunurinn getur verið allt að 8 kg á hvert hljól sem dekk slitna og því getur aukningin á hvert hjól orðið 12 kg.. ef við miðum við að mtz sé sirka 4 kg þyngri en mudder.En með felgur fyrir þessi mtz , toyo , DC dekk þá myndi ég miklu frekar Valsa felgurnar hjá [url=http://www.mmedia.is/gjjarn/Vals.html:2ylflooo][b:2ylflooo]GJ. Járnsmíði[/b:2ylflooo][/url:2ylflooo] það leysir affelgunar og spól vandamál mun betur heldur en suðan. Þar sem suðan getur minnkað ummálið á felgunni vegna hitamyndunar. Ég er með valsaðar felgur og dick cepek, var reyndar með Irok, en hvorug dekkin spóla né hef ég aldrei affelgað.
Til að sleppa sem billegast frá þessu fyrir þig, þá ættirðu að pæla í að fá þér 12" breiðar felgur, (valsaðar), og 38" mudder eða GH og setja bara stærri kanta undir hjá þér og klippa smá út. Bíllinn þinn er örugglega nóg upphækkaður þar sem að 37" dekkin passa nú þegar. Ekki nema 1.2 cm hækkun frá ásmiðju hásingar. Það er billegast fyrir þig.
Vonandi fáum við að sjá 38" undir hjá þér í náinni framtíð. (muna að setja inn myndir)
Eru ekki Til 20 stk LR á 38" dekkjum…. eða mun fleiri.. maður sér þetta jafn oft og yaris hérna innanbæjar.. þAÐ hlýtur einhver að geta lánað þér einn barðann til að skrúfa undir til að sjá hvað mikið þarf að gera..
kv
Gunnar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.