This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Karl Davíðsson 22 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir allir,
Þessi umræða kom upp í fyrra við hugsanlega inngöngu í klúbbinn og annað slagið síðan, þ.e. að það virðist vera lennska hér sunna heiða að lágmarks stærð dekkja í ferðir sé 38″ óháð stærð og þyngd bílsins (t.d. aldamóta sullið).
Ég var nefnilega að skoða „4 ferða helgina“ og samkvæmt kröfum þar fæ ég ekki að fara í þær „erfiðustu“ þar sem ég er á léttum bíl en á minni dekkjum en 38″.
Sammt hef ég farið um Langjökul án vandræða þar sem stóri Patról á 38-39″, Crúser 80 á 38″ komust ekkert áfram og jafnvel Trooper á 38″ var í vandræðum.
Ég slyppi með glans í „101 Reykjavík“ þar sem norðan og austan menn stilla upp töflu þar sem saman fara dekkjastærð og þyngd (svipað og Útivist). En sú skoðun virðist ríkjandi meðal sumra hér fyrir sunnan að ef menn eru ekki a.m.k. á 38″ þá ættu þeir hreinlega ekki að fara á fjöll!!!
Hvernig væri að taka upp töflu norðan og austan manna sem viðmiðun þegar gerðar eru kröfur til þátttakanda í ferðum.
Mér finnst nefnilega mjög mikið vit í að gera eins og þeir og miða við dekkjastærð versus þyngd bílsins þegar hann er tilbúinn í ferð með eldsneyti, verkfærum, varahlutum og öllum búnaði heldur en þá þurrþyngd (og þá meina ég að í sumum tilfellum er það ÞURRÞYNGD) sem stendur í skráningarskírteininu.
Ég veit vel að súkka hefur lítið að gera í að draga upp kafsigldan 80 Crúser, en það er þá hægt að brenna í bæjin og ná í skóflur!!!Hvað segjið þið netverjar, er maður „grándaður“ á minna en 38″???
Kveðja
Siggi_F
You must be logged in to reply to this topic.