This topic contains 35 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Karl Davíðsson 22 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
21.02.2002 at 17:35 #191353
AnonymousSælir allir,
Þessi umræða kom upp í fyrra við hugsanlega inngöngu í klúbbinn og annað slagið síðan, þ.e. að það virðist vera lennska hér sunna heiða að lágmarks stærð dekkja í ferðir sé 38″ óháð stærð og þyngd bílsins (t.d. aldamóta sullið).
Ég var nefnilega að skoða „4 ferða helgina“ og samkvæmt kröfum þar fæ ég ekki að fara í þær „erfiðustu“ þar sem ég er á léttum bíl en á minni dekkjum en 38″.
Sammt hef ég farið um Langjökul án vandræða þar sem stóri Patról á 38-39″, Crúser 80 á 38″ komust ekkert áfram og jafnvel Trooper á 38″ var í vandræðum.
Ég slyppi með glans í „101 Reykjavík“ þar sem norðan og austan menn stilla upp töflu þar sem saman fara dekkjastærð og þyngd (svipað og Útivist). En sú skoðun virðist ríkjandi meðal sumra hér fyrir sunnan að ef menn eru ekki a.m.k. á 38″ þá ættu þeir hreinlega ekki að fara á fjöll!!!
Hvernig væri að taka upp töflu norðan og austan manna sem viðmiðun þegar gerðar eru kröfur til þátttakanda í ferðum.
Mér finnst nefnilega mjög mikið vit í að gera eins og þeir og miða við dekkjastærð versus þyngd bílsins þegar hann er tilbúinn í ferð með eldsneyti, verkfærum, varahlutum og öllum búnaði heldur en þá þurrþyngd (og þá meina ég að í sumum tilfellum er það ÞURRÞYNGD) sem stendur í skráningarskírteininu.
Ég veit vel að súkka hefur lítið að gera í að draga upp kafsigldan 80 Crúser, en það er þá hægt að brenna í bæjin og ná í skóflur!!!Hvað segjið þið netverjar, er maður „grándaður“ á minna en 38″???
Kveðja
Siggi_F -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
21.02.2002 at 18:02 #459270
Ég held að menn ættu að gæta sín á því að setja ekki fram svona skilyrði án þess að velta hlutunum vel fyrir sér.
Það sem þú bendir á er hárrétt og augljóst. Þetta hljóta að vera vel meint mistök :o) Vonandi kippa menn þessu í liðinn.
21.02.2002 at 23:23 #459272
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Reglur þær sem Norðan- og austanmenn nota í ferðinni "101 Reykjavík" eru byggðar á þeim almennu ferðareglum sem Myndast hafa á undanförnum árum í skipulögðum ferðum á vegum klúbbsins.
Í væntanlegu riti yfir skipulagðar ferðir stendur m.a.:
Dekkjastærð miðað við þyng bíls:
——————————–
Til að skipulögð hópferð gangi vel fyrir sig er eitt af grundvallatriðum að þátttökubílarnir teljist ?vel útbúnir fjallajeppar? og standist ákveðnar lágmarkskröfur, en í því felst að bílar þurfa að vera útbúnir leiðsögutæki (GPS), talstöð og stórum dekkjum. Eftirfarandi þyngdarviðmið og viðeigandi lágmarksdekkjastærðir hafa verið notuð sem mælikvarði á hvor bíll telst eiga erindi í skipulagða hópferð eða ekki:Þyngd jeppa Lágmarks dekkjastærð
Undir 1500 kg 35"
1500-2200 kg 36"
2200-2600 kg 38"
2600 kg 44"Í 4ra ferða helginni er í grundvallaratriðum stuðst við ofangreindar reglur, en að sjálfsögðu er það ákvörðum undirbúningsaðila hverrar ferðar að ákvarða hveru stíft þessum reglum er fylgt.
Ef þú telur þig eiga erindi í ferð sem setur strangari skilyrði en þú getur uppfyllt á hvet ég þig eindregið til að setja þig í samband við undirbúningshóp þeirrar ferðar og athuga hvort ekki er grundvöllur til að kippa þér með!
22.02.2002 at 00:09 #459274Þessar reglur mismuna léttari bílum. Bíll sem er 1600 kg tómur á 35 tommu dekkjum flýtur miklu betur en LC80 á 38 tommum. Ég ferðaðist um allar trissur í 8 ár á svoleiðis bíl m.a. yfir 6 jökla. Ég gat næstum alltaf farið í för eftir hilux á 38 tommum. Það er langt í frá að LC80 á 38 geti það.
Ef það á að gæta jafnræðis í ferðum þar sem LC80 eða nýasta
gerð af Patról meiga vera á 38 tommum, verður að leyfa 35 tommur upp í 18-1900 kg og 36 tommur upp í 2200-2300 kg.
Þessar tölur miðast við eigin þyngd. Heildarþyngd á ferðbúnum bíl er oftast nærri því að vera í hlutfalli við eiginþyngdina, því er einfaldast að nota hana til viðmiðunar.Éf það ætti að reikna þetta nákvæmlega, ætti reyndar að miða við þyngd á afturöxli á fullhlöðnum bíl. Stóru Land Cruserarnir eru mjög afturþungir, jafnvel þó búið sé að færa aftur hásinguna eitthvað, sem gerir það að verkum að þeir komast jafnvel enn minna en ætla mætti út frá heildarþyngd.
22.02.2002 at 09:31 #459276
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir allir
Ég hef verið að velta þessu fyrir mér eftir að ég í nokkrum ferðum hef rekist á nýja Patról, og 80 Cruser á 38" í vandræðum. Þetta kom mér nefnilega mjög á óvart þar sem ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir 80 Crúser og væri á slíkum ef þeir væru ekki svona dýrir, jafnvel 10 ára gamlir á yfir 2 millur!!
Þess vegna fannst mér mikið vit í reglunum fyrir "101 Reykjavík" um þyngdarflokka og dekkjastærð. Það sem ég tók sérstaklega eftir er að þeir miða við þyngd bíla TILBÚNA á fjöll.
Reikna ég þá með að áralöng reynsla þeirra sé þar samankomin um hvað gengur og hvað ekki. T.d. gera þeir undantekningu fyrir Crúser 80 og Patról á 38", en það er nokkuð ljóst að þeir eru yfir 2600 kg með búnaði og tækjum. Hversu mikið veit ég ekki.Þess vegna datt mér í hug hvort ekki væri athugandi að fyrir til dæmis nýliðaferð eða aðra ferð þar sem saman er kominn blandaður flokkur jeppa, að fara í vigtun.
Eftir að tankar og annað hefur verið fyllt á bensínstöðinni, búnaður kominn í bílana, og halda á af stað úr bænum að koma við á vigtinni (T.d. hjá steypustöðinni) og vigta flotann eins og hann stendur.
Ekki til að koma af stað einhverjum metingi eða rembingi heldur til að sjá hversu þungar hinar ýmsu tegundir eru í raun þegar lagt er af stað. Það er nefnilega, held ég, svo misjafnt hvað menn taka með sér í ferðir og hversu þungar breytingarnar á bílunum eru að það hefur mikil áhrif á heildar þyngd bílsins.
Tala nú ekki um hvað eigendurnir gætu orðir hissa á hversu þungur þeirra bíll er í raun….
Einnig væri hægt að bera saman gengi bílanna í ferðinni og þannig fá góða mynd af áhrifum þyngdarinnar.
Þá kæmust menn kannski að því að skýringin á að tveir eins bílar drífa mis mikið liggur ekki bara í "lúnknum dræver" heldur í að annar er með 100kg þyngri bíl af einhverjum ástæðum (og að læsingar leyfa 100-300kg í viðbót?).
Þá gæti líka komið í ljós að "helíum bílarnir" <2000 kg tala nú ekki um <1600kg á "litlu" dekkjunum eru ekkert svo óskaplega miklu léttari þegar til kastanna kemur (stundum finnst manni að það hljóti að þurfa að binda þessa bíla niðu á kvöldin svo þeir fjúki ekki svo léttir eiga þeir að vera). Þessa bíla munar nefnilega miklu meira um hvert kg sem er aukalega heldur en þungu bílana.Út frá þessu væri hægt að staðfesta töfluna,laga hana til og bæta bíltegundunum í flokkana til glöggvunar fyrir nýliða og aðra sem ekki þekkja svo mikið til.
Það væri þá hægt að nota hana til viðmiðunar við kaup á bíl eða hversu mikið þarf að breyta ákveðinni tegund til að komast í "gæðaflokk" og vera gjaldgengur í allar ferðir.Hvað segja menn um þetta??
Kveðja
Siggi_F
22.02.2002 at 13:34 #459278
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir
Ég hef svolítið verið að skoða þessar svokölluðu nýliðaferðir og það hefur komið mér svolítið á óvart að það er gert ráð fyrir að nýliðar séu á minnst 36" dekkum. Ég lít á mig sem nýliða og hef lengi haft áhuga á að gerast félagi í 4×4 en ekki séð ástæðu til þess hingað til þar sem ég hef ekki enn séð að ég fengi að fara í neinar ferðir til að öðlast reynslu nema sem skóflu-maður hjá einhverjum öðrum sem er á einhverjum ofur-jeppa. Ég vil því leggja til að skipulagðar verði einhverjar ferðir fyrir minna breytta bíla, því nýliði hefur ekkert með 36" dekk að gera ef hann kann ekkert að nota þau.
Baráttu kveðjur fá manninum á litla ofur-jeppanum!!
Lada
I would rather push my Lada than drive a Nissan Patrol!
http://www.talk.to/logos
22.02.2002 at 14:11 #459280
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
http://www.talk.to/logos
Ég skoðaði tennann slóða. Þessi síða er frábært dæmi um það að það er alls ekki nauðsinlegt að eiga stóra jeppa með öllum hugsamlegum aukahlutum til að geta farið um hálendi íslands og notið. Ég held að of margir eru í metingarleik með jeppanna sína og hafi jafnvel ekki efni á að fara í ferðir?
22.02.2002 at 16:14 #459282Í nýliðaferðum á vegum Umhverfisnefndar
(http://um44/klaki.net/nlf) hefur enn engum verið vísað frá
vegna dekkjastærðar.Varðandi samanburð á dekkjastærðum og þyngd, þá er einfalt að mæla
það sem mestu máli skipir, það er hámarks flot.Mælingin felst í því að hleypa öllu lofti úr aftur dekkjum
á bíl hlöðnum og tilbúnum í ferð, dæla lofti í dekkið þar
til felgan hefur lyftst um 2-3 cm, og mæla loftþrýsing í dekkinu.Þeim mun lægri þrýsting í dekki sem þarf til að lyfta bílnum,
þeim mun betur getur hann flotið á snjó.Sem dæmi, útreiknað gildi fyrir TLC-80 á 38" dekkjum og 14"
breiðum felgum er um 2.6 psi, en fyrir Jeep cherokee á
35" dekkjum og 10" felgum, er það um 2.0 psi. Cherokke á
38" dekkum gæfi um 1.4 psi.Það er mikilvært að notaður sé nákvæmur loftmælir.
Þessi mæling tekur með heildarþyngd, þyngdardreifingu og
dekkja og felgustærð.
22.02.2002 at 22:11 #459284Þetta minnir mig á ferð sem ég var í fyrir nokkrum árum og voru margir bílar á flestum stærðum af dekkjum í þessum ágæta dagstúr sem við fórum. Þetta byrjaði ágætlega enda var þetta seinnipart vetrar og færi vanalega orðið gott á þeim árstíma og fóru ýmsir bílar á 33" til 35" mikin og gerðu grín af okkur sem voru að keyra á 38" dekkjum og sögðust ekki eyða pening í svona "dekkjarugl". Eftir því sem við hækkuðum okkur fór nú heldur að þyngast færið og sá bíll sem hafði verið hvað sprækastur og vakið aðdáun mína fyrir að vera öflugur þrátt fyrir að vera bara á 35" fór að hætta að geta farið fyrir og gert för. (þetta var Cherokke með 200 hesta vél) Hann fór bara afturfyrir og fylgdi þessum 38" trukkum sem siluðust bara áfram og héldu sínu striki þrátt fyrir þyngra færi. Þetta endaði með því að hann var hættur að hafa förin sem 5 bíll og snéri við og fór í bæinn á undan okkur hinum…
Svoleiðis að sama hvað menn segja þá er bíll sem er á 35" ekki jafnoki jeppa sem eru á 38" dekkjum þótt hann sé 500kg léttari og ég er á því að sé jeppinn mjög léttur þá getur það verið stór galli í sumu færi…
Hlynur R2208
23.02.2002 at 10:14 #459286Ég vil taka undir með Sigga F og fleirum, sem gagnrýna það, að ekki skuli vera skipulagðar neinar vetrarferðir fyrir félaga, sem eru á dekkjum undir 36 tommum.
Ég er búinn að vera í klúbbnum í 2 ár, ek um á Toyota 4runner á 33". Ég hef fylgst með þeim vetrarferðum, sem hafa verið í boði, nýliðaferðum sem öðrum en miðað við uppsett skilyrði hefur minn fjallabíll aldrei verið gjaldgengur í neina ferð á vegum klúbbsins. Það var svo ekki fyrr en umhverfisnefnd með Einar Kjartansson í broddi fylkingar efndi til nýliðaferðar í des. s.l. þar sem engar lágmarkskröfur voru gerðar.
Eins og lesa má um á síðu klúbbsins var farið alla leið á Grímsfjall og mér sjálfum til mestrar undrunar komst ég alla leið á mínum 33 tommum á ca. 1900 kg. bíl. Þurfti að vísu að nota spotta einu sinni á leiðinni upp til að losa bílinn úr skafli en það var allt og sumt. Þarna var líka Suzuki á 33" og hann fór vandræðalaust alla ferðina.
Kannski var færið einstaklega gott en þó svo blint að varla sá handa skil mest alla leiðina upp á jökul.
Þetta sýnir að það þarf ekki alltaf 38" og þaðan af stærri dekk til að fara á fjöll að vetri. Í blönduðum hópi er hægt að komast ansi langt á minni dekkjum án þess að verða til trafala og tafa fyrir hópinn í heild.
Með fjallakveðju,
Sigurbjörn, R2196
23.02.2002 at 11:22 #459288Þess má reyndar geta að nýliðaferð sem var farin á Hveravelli á sama tíma og ferðin í Setur var farin voru margir bílar á 33" til 38" dekkjum og trúlega voru flestir nýliðar á 35" dekkjum og gekk það bara ágætlega þrátt fyrir frekar þungt færi.
Hlynur R2208
24.02.2002 at 09:35 #459290Ég er á 35" Trooper, og hef dansað í kring um
kafsilgda 38" bíla, og náð þeim á flot aftur….
25.02.2002 at 01:00 #459292menn þurfa að taka þyngdar dreifingu og lengd milli hjóla með inn í myndina ég tók ekki mark á því almenilega fyrr en ég lenti í vandræðum sjálfur á cj7 á 36" með 258 í húddinu ég var með tvo brúsa aftur í en þegar í snjóin var komið datt bíllin altaf niður að aftan og ekkert gekk að fá hann til að fljóta að aftan fyrr en ég tók annan brúsan og setti fyrir aftan bílstjóra sætið og hinn milli lappa á farþeganum og var þetta leikur einn það sem eftir var dagsins ,enda er ég að smíða léttan bíl með mikið hjólhaf þessa dagana fyrir lítið fé og littla fyrir höfn (það er ekki nóg að eiga fullt rassgat af seðlum til að komast áfram í snjó)þið verðið að fyrir gefa orðbragðið en það virðast sumir halda að það sé málið
25.02.2002 at 16:53 #459294
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er á Nissan Patrol 91árg á 38" dekkjum, læstur að framan og aftan og komst að því um helgina að færið getur b verið þannig að maður fer bara ekki neitt, það einfaldlega vantar flot. Fórum upp í slunkaríki og upp á Langjökul en færið í dalnum við jökulin var afleitt það var varla að það væri hægt að láta bílin labba í gegnum þetta og annsi oft nálægt því að vera fastir. Þegar komið var norður fyrir þussaborgir varð færið svo enn verra svo að við urðum að gefast upp fyrir jöklinum í þetta sinn.
PS: Keyrðum framhjá hóp af 35"LC90 á kaldadal í tómu basli og það þarf ekki að segja mér það að 35" sé nóg á svoleiðis bíla þó læstir að aftan séu.
Frá einum sem langar í 44"….
25.02.2002 at 18:11 #459296Sæll Daggi.
Þetta er hárrétt hjá þér. Ég hef oft fylgst með þessum vandamálum sem hrjá stuttu bílana (sérstaklega þegar afturhásing hefur ekki ferið færð), þeir setjast á rassgatið eins og hundar um leið og komið er í brekkur. Ég hef líka orðið vitni af því að gamli bronkó bakkaði upp Langjökul af því að hann dreif ekki áfram… Ég er því alltaf jafnhissa þegar ég sé menn hlaða bensínbrúsum og farangri aftan á þessa bíla í stað þess að reyna að laga þyngdardreifinguna með því að setja þetta framan á þá.
Varð farþeginn þinn ekkert pissu… ég meina bensínblautur??
Ferðakveðja,
BÞV
25.02.2002 at 21:07 #459298nei sem betur fer var lokið þétt
26.02.2002 at 20:59 #459300Eitt af því sem gerir þetta sport jafn heillandi og raun ber vitni, er að það er ekki til neitt eitt svar við því hvað virkar best við allar aðstæður. Eiginleikar snævarins eru gríðarlega margbreytilegir. Stundum er lagskipting með þeim hætti að það er betra á vera á léttum bíl, stundum er virkar betur að vera á stórum dekkjum þó bíllinn sé þyngri. Um síðustu helgi horfði ég á nýlegan Patrol á 44", ítrekað detta niður og þurfa aðstoð þar sem léttari bílar fóru án vandamála.
Ég hef líka oftar en einu sinni farið upp brekkur á 35" dekkjum, sem 38" bílar komust ekki upp.Þetta breytir þvi ekki að það sem mestu máli skiptir er að bíllinn hafi nægilegt flot, það er að segja, að snertiflötur dekkjanna sé nægilega stór til að bera þyngd bílsins.
Bílar af svipaðri þyngd og Toyota Dobule Cab, á 35" dekkjum
hafa heldur meira flot en TLC-80 á 38". Því er það að mínu viti ósanngjarnt banna léttari bílana í ferðum þar sem þyngri bílarnir eru gjaldgengir.
-Einar
27.02.2002 at 00:40 #459302Er á ’87 Toyota DC og hann er keyrður meira en flestir ykkar kunna að telja á upprunalegu vélinni og hann þarf aldrei meira en 2-3 snúninga og þá flýgur hann í gang. Var með ónýta geyma seinasta vetur og það kom fyrir að hann fór ekki í gang ef ég stóð hann ekki í botni í startinu en það var bara geymunum að kenna. Kanski er þetta eitthvað sem tengist merkinu í grillinu.
27.02.2002 at 08:23 #459304Ég vil taka undir þessi skrif hans Einars Kjartanssonar og ætla að tími sé komin til að upp-færa þessa þyngdartöflu í núið.
kv
28.02.2002 at 10:37 #459306KÓNGUR Í EINN DAG!
Það er með ólíkindum hvað menn geta rifist um dekkjastærðir og drifgetu.
Og í raun merkileg röksemdafærsla sem fer af stað hjá ökummönnum á minna breyttu bílum sem leiðir alltaf í það að þeir drífi jafnvel meira en meira breyttir bílar?Nokkrar staðreyndir:
Það eru stundum aðstæður fyrir hvaða bíla sem er að komast á jökla.
?þær geta breyst með litlum fyrirvara?
Minna breyttir bílar drífa yfirleitt fullt…. í förum eftir 38? bíla, þegar færið þyngist er lítil hjálp í minni dekkjunum og ekki riðja þeir leiðina fyrir 38? bílana.Mín skoðun á þessu er einföld; bílar í svipuðum þyndarflokkum og stærðum eiga einfaldlega að ferðast saman!
Ég hvet ykkur á 33? 35? að hafa frumkvæði að ferðum fyrir ykkur sjálfir og vera sjálfbjarga, þið verðið í flestum tilfellum lengur á leiðinn í náttstað en það er kanski allt í lagi. Áður en 38? varð til voru menn að fara yfir jökla á 33? og þóttu hrikalegir! Þegar 35? kom þótti það svo stór dekk að menn höfðu efasemdir um hvor bílar myndu þola slíka breytingu.
Það er talað um fulla vasa seðlum og hroka!
Mörgum á minni dekkjum fynnst sjálsagt að þeir fá að fara með í erfiðar ferðir og þeir drífi fullt Í FÖRUNUM og þurfði kanski spotta stöku sinnum og í staðinn fáum við á 38? vinalegt bros!
En er þetta gagnkvæmt hjálparsamband? Er það sanngjarnt; að þeir sem hafa eitt mikið af tíma og pengum í breytingar séu með smærri bíl í spotta á eftir sér, sem ekki getur launað greiðann í því sama? Hvar liggur hrokinn?
Við þessir á meira breyttu bílunum erum búnir að prufa þetta, jú flestir höfum við átt minna breytta bíla!Enn og aftur; til allra smærri ofurtrölla:
KOMIÐ MEÐ FRUMKVÆÐI AÐ FERÐUM Í YKKAR ÞYNGDAR OG STÆRÐARFLOKKI OG FERÐIST SJÁLFBJARGA SJÁLFIR!!!P.s. Patrólar og 100 Crúserar á 38? eiga litla samleið með milli þungum bílum á 38?
Kv,
VÖH
E-1423
28.02.2002 at 13:05 #459308Það er margt til í því sem Viðar segir. En hann virðist
gleyma því að hér er verið að fjalla um reglur í ferðum sem
farnar eru í nafni Ferðaklúbbsins. Það er mín skoðun að
sú mismunum sem tíðkast hefur, þar sem annaðhvort er enblínt
á dekkjastæðrina, eða henni gefið óeðlilega mikið vægi
í samanburði við þyngd, í ferðum sem skipulagðar eru í nafni
klúbbsins sé óásættanleg.Ég hef sjálfur ekki gert mér rellu út af því þó ég væri á bíl sem
ekki væri gjaldgengur í stærri ferðir á vegum klúbbsins,
heldu skipulagt sjálfur þær ferðir sem mig hefur langað að fara.Annað sem menn virðast ekki átta sig á, ef ferðast er í samræmi við
veðurspár þegar veður er skaplegt, þá er færi á jökulum alls
ekki erfiðara en oft gerist utan jökla.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.