Forsíða › Forums › Spjallið › Innanfélagsmál › Dekkjastærð
This topic contains 17 replies, has 1 voice, and was last updated by Arnór Magnússon 19 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
08.02.2005 at 20:12 #195443
Var að skoða Patrol á 38″ dekkjum er að velta fyrir mér eru þau nógu stór fyrir þessa bíla eða þarf að vera á 44″ dekkjum til að komast einhvað áfram í snjó.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
08.02.2005 at 20:43 #516292
Það fer eftir því hvort um er að ræða patrol með nýja eða gamla bodyinu. Minn bíll með nýja bodyinu og á 44" dekkjum er ca. 3,1 tonn (slatti af dóti og um 170 l. af olíu). Þannig bíll verður að vera á 44" dekkjum til að komast eitthvað í snjó. Gamla bodyið er mun léttara og því gætu 38" dekk dugað.
Kv – Kjartan
08.02.2005 at 20:52 #516294Segið mér þá annað strákar, er ekki munur á tegund af nýja boddýjinu, mér er sagt að ef þú ert með beinskiptan tau bíl og svo annar vegar sjálfskiptan leður bíl með lúgu þá er munurinn ca 300 kg á þeim tveimur.
08.02.2005 at 21:33 #516296Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu IH er beinskipti bíllinn 175 kg þyngri ef hann er með leðri og topplúgu (þetta á við um nýjasta módelið)
Kv – Kjartan
08.02.2005 at 22:16 #516298er að spá í Patrol 1995 beinskiftum á 38"Hvað má borga fyrir svona bíla. Hann er keyrður um 250.000. með ný upptekin gírkassa og kúplingu ásamt ýmsu aukadóti.
09.02.2005 at 00:25 #516300Sko… ég held að það sé alveg sama hvaða boddy eða árgerð af pattrollu þú ert með, þeir koma aldrei til með að drífa baun.
Það er bara einn ríkisbíll og það er Toyota takk fyrir.
Kv.
Benni
09.02.2005 at 20:27 #516302Takk fyrir upplýsingarnar en ég er búin að eiga Landcruiser og fannst hann ekki drífa baun heldur.Þótt hann væri á 38" og loftlæstur. Held það skifti ekki máli hvort maður sé á Toyotu eða Patrol. Cherokee er BESTUR.
09.02.2005 at 20:45 #516304Sælir
Ég er alveg hjartanlega sammála síðasta ræðumanni!!!
Kveðja
Izeman
09.02.2005 at 22:01 #516306Alltaf sömu stelpurnar að tala um hvaða bíll drífur mest eða minnst!
Bíllinn er 10% bílstjórinn 90% !
Þekki það af reynslunni, búinn að eiga toy og patrol og sáttur með báða.
09.02.2005 at 22:03 #516308Þú getur borgað svona 1200 – 1400 fer eftir eintaki.
09.02.2005 at 22:22 #516310fyrst þér finnst cherokee bestur hvernig væri þá að sleppa þessu með patrolinn, stækka cherokeeinn og málið er dautt.
kv. Freyz
10.02.2005 at 00:15 #516312Sæll Magnet
Það væri gaman að sjá þig keyra um á ja… tökum sem dæmi Hummer á 37" dekkjum uppi á jöklum hér. Fínn bíll, en ekki hér. Sjáum þá hvað ökumaðurinn skiptir miklu máli!
Nei, ég er ekki alveg svona bitur yfir því að vera kallaður stelpa 😉
En svona er þetta: mismunandi bílar, með sama ökumann, komast mismikið. (þetta svarta þarna þýðir punktur og málið dautt)
Kveðja
Izeman
10.02.2005 at 02:51 #516314Var að skoða Patrol á 38" dekkjum er að velta fyrir mér eru Hægt að velta sér endalaust í þessari spurningu en ef þú
Eins og fleiri hafa orðað sennilega betur hér á þráðunum er stórt undir sér oft betra, en sumir segja að það fari eftir því hvernig þú gerir!Allt snýst þetta um í hvers konar hóp þú ert og/eða hvert þú ætlar.
Með smá hugsun, búnaði og tíma er hægt að mjatla 38" Patrol margt en stóru barðarnir einfalda málin talsvert við margar aðstæður…..en leiðigera við aðrar.
Flestir þeir Patroleigendur sem ég þekki og hafa stækkað við sig sjá ekki eftir því….enda eiga þeir þar með séns! En athugaðu að til að eiga þann séns á slíkum Patrol þarftu fleiri gíra niður því vélbúnaðurinn sem boðið er uppá er náttúrulega stórslys fyrir jeppa.
10.02.2005 at 03:11 #516316Hægt að velta sér endalaust í þessari spurningu en ef þú vilt verða meðal gæðinga í þínum hóp þá já, kauptu 44".
Eins og fleiri hafa orðað sennilega betur hér á þráðunum er stórt undir sér oft betra, en sumir segja að það fari eftir því hvernig þú gerir!
Allt snýst þetta um í hvers konar hóp þú ert og/eða hvert þú ætlar.
Með smá hugsun, búnaði og tíma er hægt að mjatla 38" Patrol margt en stóru barðarnir einfalda málin talsvert við margar aðstæður…..en leiðigera við aðrar.
Flestir þeir Patroleigendur sem ég þekki og vilja ferðast á snjó, hafa stækkað við sig, og sjá ekki eftir því….enda eiga þeir þar með séns! En athugaðu að til að eiga þann séns á slíkum Patrol þarftu fleiri gíra niður því vélbúnaðurinn sem boðið er uppá er náttúrulega stórslys fyrir jeppa.
10.02.2005 at 18:32 #516318Sæll Izeman
10.02.2005 at 18:37 #516320Sæll Izeman
Ég er nú ekki að tala um svona ýkt dæmi.
En úr því þú segir að bíllinn skipti öllu, hvað ertu þá að geta á cherokee? akkuru ertu ekki kominn á patrol;)
Þarf varla að ræða það að þeir drífa miklu betur og meyra en cherokee-inn þinn:)
Og ég stend en við það að ökumaðurinn skiptir mestu, ekki mismunandi bílar.Kveðja Magnetic
10.02.2005 at 19:00 #516322Er að vinna í að stækka Cherokeein held að það sé besta lausnin úr þessu Hann er beztur.
11.02.2005 at 08:31 #516324Sæll Magnet
Góður þessi með patrolinn 😉
Ég skal nú alveg fullyrða að ég sting nánast hvaða Patrol af sem er samsvarandi breyttur og minn: hækka, skera og 35" dekk (Þeir hafa að vísu læsinguna að aftan). Hvort heldur sem er á vegi eða í snjó
Ég fór og viktaði bílinn minn í gær, fyrir breytingaskoðun, þá kom í ljós að hann er 1860 kg. Þá er lítið bensín á (20 lítrar ca) og svona 50 kg af dóti í skottinu.
Gömlu Patrol (eftir árið 1990) eru hvað? Ca 2,2 – 2,3 tonn original, man ekki alveg.
Þeir nýju eitthvað þyngri.Þótt furðulegt megi virðast þá hef ég alltaf verið hrifinn af Patrol. Foreldrar mínir hafa átt svoleiðis bíl síðan ég man eftir mér og ég hef mikið ekið um á svoleiðis. En þetta er alveg vélarvana og ég varð fyrir miklum vonbrigðum með nýjustu vélina. En þeir mega eiga það að þeir eru níðsterkir.
Kveðja
Izeman
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.