FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Dekkjarþrif

by

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dekkjarþrif

This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Sigurður Ingi Ingólfsson Sigurður Ingi Ingólfsson 21 years, 6 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 13.10.2003 at 21:17 #193006
    Profile photo of
    Anonymous

    Hvað telja menn að sé besta dekkjarhreinsi efnið
    Slóðríkur.

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 27 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 13.10.2003 at 21:28 #477884
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    CAMUS V.S.O.P er víst rosalega gott dekkjahreinsiefni en kostar full mikið. Annars hafa sumir notað benzin sem er til þess að gera ódýrt miðað við önnur efni.

    Hlynur





    13.10.2003 at 22:32 #477886
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Einhver benti mér á fyrir langa löngu að nota steinolíu. Annars er nauðsynlegt að hafa brúsa af Camus eða Stroh 70 bara til öryggis ef kaffið er vont. :)





    14.10.2003 at 00:26 #477888
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Vinur vélstjórans..eða bensínið..eina sem ég held er að bensínið "þurrki" upp dekkin hef kasnki ekki sönnur fyrir því en það smýgur inn sérstaklega ef dekkið er slitið..og svo gufar það upp..hlýtur að "þurrka" eitthvað dekkið..þannig að steinolía á sprautubrúsa..annars er mar að fara úti að setja rúðusprautuforðabúr með steinolíu í og spíssa yfir dekkin..svona svo mar þurfi nú allvega örugglega ekki að hreyfa á sér rassgatið og eyðilagt siggið sem hefur safnast þar…





    14.10.2003 at 00:41 #477890
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    Ég held að þetta með að setja spíssa í hjólskálarnar sé þjóðráð því þá getur maður setið ótruflaður inni í stýrishúsinu og troðið í sig sætindum og annari óhollustu til að það gangi ekki á keppinn á manni. Annars er ég búinn að útbúa spíss efst á mælaborðið sem er miðað uppí mig og er hann tengdur í stórt ílát af þjóðrembings-öli af Thule gerð og þýðir þá ekkert að segja "stútur undir stýri" við mig.





    14.10.2003 at 10:33 #477892
    Profile photo of Elvar Níelsson
    Elvar Níelsson
    Participant
    • Umræður: 16
    • Svör: 649

    Sælir félagar,

    Ég á bíl með svona útbúnaði (keypti hann þannig)
    Helstu veikleikar eru að ef notaður er hefðbundinn rúðupissbrúsi með hefðbundinni rúðupissdælu þá er hætt við að þéttifóðringar milli brúsa og dælu gefi sig þar sem þær þola ekki dekkjahreinsi. Amk. var þetta nánast hætt að virka þegar ég fékk bílinn og dekkhjahreinsir komst inní dæluhúsið og sá til þess að það leiddi hressilega út og öryggi entust afskaplega stutt og dælurnar gefa sig.
    Annar galli er að spíssarnir sem væntanlega eru settir inní hjólskálar eða undir brettakanta verða fyrir steinkasti og spíssinn skemmist og fer að sprauta beinni bunu (ekki endilega á dekkið) en ekki úða snyrtilega yfir dekkið, af því leiðir að þú þarft að nota mun meira af dekkjahreinsi en þú þyrftir ella.
    Enn annað atriði sem tengist þessu er að þú þarft að gæta þess að álíka mikið komi úr spíssum að framan og aftan. það gerir þú best með því að hafa sinhvort forðabúrið fyrir fram og afturhjól sem þýðir nánast að helmingi fleiri hlutir geti bilað í þessum búnaði.

    Mín ráðlegging er: [b:uasg79q4]sprautaðu á dekkin úr handvirkum úðabrúsa letihaugur :)[/b:uasg79q4] eða bentu á aðra góða útfærslu.
    Ég hætti á að skemma siggið sem ég er búinn að safna á rassinn með þessari hreyfingu.

    dekkjahreinsikveðjur
    Elvar





    14.10.2003 at 11:07 #477894
    Profile photo of Jón Hörður Guðjónsson
    Jón Hörður Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 27
    • Svör: 680

    Steinolían hefur reynst mér best, ódýr og góð :)

    Annars sagði einn gamall mér frá merkilegum útbúnaði sem fimmtíu og eitthvað módel af Ford sem hann átti í den var með. Það voru sandkassar yfir afturhjólunum.

    Ef hann spólaði í hálku þá togaði hann í stöng (inní bílnum) og sáldraðist þá sandur yfir hjólin. Þetta dúndurvirkaði víst.

    JHG





    14.10.2003 at 11:11 #477896
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Því verður ekki neitað að jeppamenn eru snillingar í að finna leiðir til að leysa lítil vandamál með mikilli fyrirhöfn. Þó maður þurfi endrum og sinnum að eyða 5 mín í að ganga kringum bílinn með úðabrúsann verður það seint jafnmikil fyrirhöfn og að koma svona búnaði upp og halda honum við.





    14.10.2003 at 11:14 #477898
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Ef dekkjahreinsirinn leysir upp pakkningar sem gerðar eru til að þola rúðuhreinsivökva, hvað gerir hann þá við dekkin?
    Það er langt síðan ég hef nennt að sulla svona á dekkin, aðallega vegna þess að úðabrúsar eru leiðinlegur farangur í bílnum, hættir til leka með tilheyrandi stybbu. Hef ekki tekið eftir því að ég drífi neitt minna en ferðafélagarnir þrátt fyrir þetta.

    -Einar





    14.10.2003 at 11:14 #477900
    Profile photo of Birkir Jónsson
    Birkir Jónsson
    Participant
    • Umræður: 88
    • Svör: 1596

    Ég hef prufað helling af þessu dóti.

    Mér finnst kindin duga fínnt(tólgar hreinsirinn). Whitesprit er ódýrt og gott. En ég veit ekki hvað fer best með dekkin.
    En sama hvern er notað þá er gott að hreinsa á síðustu bensín stöð sem stoppað er áður en farið út úr bænum og síðan aftur er farið er af malbiki.

    Reyndar finnst mér best að vera bara með nógu mikið af hreinsivökna til að geta hellt vel yfir dekki. Úðabrúsa eru bara fyrir fólk sem vill hafa hreinsiefnalykt af höndunum á sér.

    Kveðja Fastur





    14.10.2003 at 12:46 #477902
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Það hefur sést til manna sem hafa dundað sér við að nudda skíðaklístri á dekkin. Ég veit ekki hvort gripið jókst við þessar aðfarir, en þeir fá plús fyrir gott hugmyndaflug.

    Hlynur





    14.10.2003 at 14:24 #477904
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    Hvernig er þetta að verða spíssar yfir dekk með dekkjahreinsi jújú hefur sína kosti og galla úðabrúsinn jújú hann vill leka en hefðin að fara út í kuldann sulla yfir dekkin fara út á hálendinu ekki sitja bara inní bíl og sjá þetta allt í gegnum gluggann og ekkert vesen þá er alveg eins hægt að kaupa sér fjallaspólu hjá arctic trucks og kaupa kók og snakk og sitja heima eða það finnst mér allavega!!!

    Eigum við ekki að vera víkingar?!?!?!?!?!?!?

    Kuldakveðja Davíð R-2856

    P,s, vona að ég hafi ekki sært neinn latann:D





    14.10.2003 at 14:45 #477906
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Flott að sjá að einhverjir eru með húmorinn í lagi, þrátt fyrir snjóleysi undanfarinna missera. En ég prófaði mörinn í fyrsta skipti í fyrravetur, ásamt með tjöruhreinsi frá þeim fyrir bílinn sjálfan (lakkið). Þetta reyndist ágætlega hvorutveggja, sérstaklega tjöruhreinsirinn. Hinsvegar er þetta djö….. dýrt! Ég er nú svo gamall í hettunni og mikill mengunarglæpon að ég hef nú bara keypt mér stóran brúsa með White Spirit og hellt yfir gúmmíið. Geri þetta meira að segja þegar ég kem upp fyrir Borgarnes á leiðinni hingað norður í barbaríið – hér eru nefnilega aldrei saltaðar götur. Merkilegt hvað malbikstjónið er lítið hér á veturna. Gæti það legið í að saltlögurinn leysi upp malbikið?





    14.10.2003 at 15:49 #477908
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Það er merkilegt hvað þjóðsögur geta verið lífseigar, eins og sú að salt leysi upp malbik. Síðastliðinn vetur var sáralítið sett af salti á götrnar í Reykjavík, samt var allt löðrandi í tjöru frá 15 október til 15 apríl.
    Ég bjó 3 vetur í Salt Lake City í Utah. Þar snjóaði síst minna en í Reykjavík og saltað svipað en nagladekk voru sjaldgæf. Ég varð hvorki var tjöruslabbið, tjörurikið né hjólförin sem einkenna Reykvíska vetur, þar.





    16.10.2003 at 00:01 #477910
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Að éta kantað meta,en vinna…það er eitthvað minna…:_)
    annars held ég að þetta með spíssana yfir dekkjunum sé notla fyrir siggsafnara..en það er alltaf gaman af "tækninýjungum"..en það er rétt að það er frekar erfitt að fá jafnan þrýsting á spíssana..framan..aftan..en þá er bara að halda takkanum bara andsk.. lengi inni þannig að það fari örugglega á dekkin.
    En hvernig er það með aukamillikassa,mig vantar einhver ráð um það..er það kanski alveg hætt eða..endilega skrifið undir bílar og breytingar(finnst nú að það ætti að standa jeppar og breytingar…en það er víst bar mín skoðun)
    En endilega AUKAMILLIKASSI???





    16.10.2003 at 07:13 #477912
    Profile photo of Snorri Ingimarsson
    Snorri Ingimarsson
    Participant
    • Umræður: 68
    • Svör: 971

    Það hefur verið fjörleg umræða hér um dekkjaþrif, leti og hugmyndaflug.

    Mig langar bara að bæta því inn að leti er alveg nauðsynlegt ef þróun á að eiga sér stað og margar merkilegar uppfinningar hafa orðið til vegna leti. Menn fara nefnilega oft að velta fyrir sér hvernig hægt er að gera eitthvað öðruvísi sem þeir nenna ekki.

    Gott dæmi um þetta er úrhleypibúnaður í jeppum.

    Ég man ekki betur en að þegar Ljónsstaðabræður voru eitt sinn spurðir í blaðaviðtali hvað það var sem fékk þá til að eyða sex vikum á kvöldin við að smíða svoleiðis búnað (líklega þann fyrsta ever) í LandrCusierinn sinn, þá hafi svarið verið: "það var nú eiginlega leti" !

    Við skulum því hæðast varlega að þessu með siggið……….

    Með letikveðjum
    Sing





    16.10.2003 at 07:53 #477914
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Er það satt að leti sé algengari meðal karla en kvenna?

    -Einar





    16.10.2003 at 09:37 #477916
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þetta er náttúrulega alveg rétt, að leti hefur oft verið drifkraftur mikilla framfara. Það er líka staðreynd að hæfilega latir einstaklingar eru oft fínir starfskraftar þar sem útsjónarsemi og vinnuhagræðing skiptir máli. Ég er samt ekki viss um að ég myndi nenna að útbúa svona úðasystem í hjólaskálarnar, en það er bara af því ég hef þann leiða ósið að reikna hlutina til enda og hvað tiltekinn framkvæmd eða kostnaður er lengi að skila sér. T.d. er ég búinn að reikna út að miðað við að endingartími nýrra dekkja sé 50.000 km þá kostar hver ekinn kílómeter 3 kr. í dekkjaslit! Eg er strax farinn að sjá eftir að hafa reiknað þetta út og svona vinnubrögð eru auðvitað bara letjandi á allt framtak.
    Kv – Skúli H.





    16.10.2003 at 10:06 #477918
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þú getur pottþétt reiknað að ná meira útúr dekkjunum á
    Land Rover Defender, hiklaust 80.000 þús km.
    Það er alveg magnað hvað þessir bílar fara vel með dekk.

    Til samanburðar hefur maður séð Patrol að klára dekkjaganginn á 40.000 til 55.000 þús km.

    Er sjálfur á Defender sem er á 38" ground Hawk.
    Bíllinn er keyrður 150.000 þús Dekkjagangur no 2
    undir bílnum, rétt rúmlega hálf slitinn.

    Ég ætla reyndar ekki að skipta mér af umræðuni um
    Hvaða hagræðingu leti hefur skilað.

    Kv Gummi Ey R2323





    16.10.2003 at 14:40 #477920
    Profile photo of
    Anonymous
    • Umræður: 0
    • Svör: 16404

    Þar sem menn komu aðeins inn á saltmál hérna áðan, þá langar mig að skjóta aðeins inn í þá umræðu.
    flestir hafa eflaust séð svona salthaug einhversstaðar inni á bílastæði eða á álíka stað, sem á að nota til að bera á götur borgarinnar. Þá hafa flestir eflaust tekið eftir hversu óhemju skítugir svona haugar eru. Ég gekk fram á slíkan haug í laugardalnum fyrir nokkrum árum og upp úr þessari hrúgu stóðu nokkur ansi girnileg saltfiskflök. Þetta var sem sagt notað salt úr saltfiskgerð og fyrir slysni hafa nokkrir fiskar orðið eftir í saltinu. Þá segir sig nú sjálft að saltið er ekki nálægt því að vera hvítt, eins og salt á að sér að vera, heldur meira brúnleytt. Svona um það bil eins á litinn og bílarnir á götunum verða þegar það er búið að salta. Af þessu vil ég leiða að skíturinn á götum borgarinnar sé kominn beint úr fiskvinnslunni. Þetta er ekki það að saltið taki malbikið, brjóti það niður og ausi því svo yfir bílana, heldur er verið að bera matvæli á göturnar sem gerir það að verkum að bílarnir verða ógeðslegir.
    Sem dæmi um borg þar sem notað er salt á göturnar og alveg dágóðan slatta af því yfir vetrartímann má nefna Gautaborg í svíþjóð. Ég bjó þar um tíma og varð ekki nokkurn tíma var við þetta vandamál þar. Enda var saltið sem notað var á göturnar þar svo hrreint og hvítt og fallegt, að ég hefði gjarna bætt því út í grautinn minn.

    Kveðja Andri





    16.10.2003 at 14:50 #477922
    Profile photo of Einar Kjartansson
    Einar Kjartansson
    Participant
    • Umræður: 44
    • Svör: 4166

    Var notkun nagladekkja jafn úbreydd í Gautaborg og hér?

    Það sem ég benti á hér að ofan, er að þegar ekki frystir eða snjóar langtímum saman, eins og gerðist t.d. í fyrra vetur, þá er samt allt löðrandi í tjörusulli og ryki, ef þetta er á þeim árstíma sem flestir aka á nöglum.

    -Einar





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 27 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.