Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dekkjaráðleggingar
This topic contains 21 replies, has 1 voice, and was last updated by Samúel Þór Guðjónsson 18 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
20.11.2006 at 12:57 #199002
AnonymousEr að spá í ný vetrardekk undir jeppann og langaði að fá comment á hvað sé best að fá sér, er með 35″ breyttann Terrano. Einnig hvort að menn mæla sérstaklega með nöglum eða hvort að dugi að microskera
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
20.11.2006 at 19:23 #568790
það er spurning í hvað þú notar bílinn hvaða 35" dekk þú ættir að fá þér, ertu í fjallaferðum, í snjó að hleypa úr eða er þetta malbiksbíll??
20.11.2006 at 19:32 #568792DC MT eru snildar dekk að mínu mati. bestu 35 dekk sem ég hef keyrt út. Slá BFG alveg út.
Minn gangur var eins í akstri frá nýjum þar til komin niður í striga. Henti 8stk bf goodrich dekkjum sem voru bara hálfslitinn vegna vírslits.
Svo er auðvitað endalaust úrval ef þessu í dag.
Eins og muffi segir í hvað ætlarðu að nota bílinn 😉
21.11.2006 at 13:37 #568794
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég nota bílinn aðallega á vegum, bæði innanbæjar og ekki síður úti á landi, en vill vera búinn á fjöll þegar færi gefst fyrir þetta lítið breyttan bíl
21.11.2006 at 15:23 #568796Ég er sjálfur að sjálfur að keyra á 35“ Toyo dekkjum annan veturinn í röð. Er mjög ánægður með þau í hálku og bleytu og snjó. Svo eru þau það góð að það þarf varla að jafnvægisstilla þau. Mæli hiklaust með þeim. Fást hjá Nesdekk og Bílabúð Benna.
kv. Ólafur M.
21.11.2006 at 15:48 #568798Ætla ekki að tjá mig um dekkjategundir en ef þú ert að spá í hvort þú eigir að láta negla þau eða ekki þá langar mig að láta gamminn aðeins geysa.
Þú segist nota bílinn á vegum útá landi. Þar er ekki saltað og myndast því aðstæður, blautur ís, þar sem það eina sem getur bjargað þér eru naglar. Einnig hjálpa þeir að sjálfsögðu í þurrum ís.
Hér innanbæjar er stundum ekki búið að salta nema helstu samgönguæðar á morgnanna. Sjálfur bý ég í Kjarrhólma, botn Fossvogs, og væri það brjálæði að vera ekki á nelgdu þar, þrenging sem er í Grænuhlíðinni ber þess reglulega merki.
Hvað varðar almennan áróður gagnvart nagladekkjum þá skal ég byrja að hlusta á hann þegar sjúkra, lögreglu og slökkulið fer af nöglum
kv
Dóri
21.11.2006 at 16:22 #568800Ég ætla láta liggja milli hluta hvort betra sé að vera á nagaldekkjum úti á landi eða ekki.
Innanbæjar eru nagladekk, að mínu mati, aftur á móti algjörlega óþörf. Ég hef unnið við útkeyrslu innanbæjar og keyrt þar af leiðandi um flestar götur bæjarins í allskonar veðri og aldrei lent í vandræðum.
Eindrifsbíll á góðum ónegldum vetrardekkjum(og reglulega tjöruþrifnum eftir malbiksupptætingu nagladekkjanna) fer allt innanbæjar án mikilla vandræða sama hvernig viðrar.Kveðja
Birgir
21.11.2006 at 16:29 #568802Ég hef aldrei sett nagla undir mína jeppa, og mun ekki gera. Það hefur komið fyrir að ég hef lent í aðstæðum (blautu svelli) þar sem það hefði verið kostur að vera á nöglum en það gerist ekki oft. Það er mín skoðun, að ef menn ætla að stunda ferðalög að vetri til, þá komast menn ekki hjá því að læra að aka í hálku og að aka í samræmi við aðstæður.
Það má vel vera að notkun nagla hafi eitthver áhrif á fjölda minni háttar umferðaróhappa, en í skýrslum Rannsóknanefndar Umferðarslysa, er ekki að finna neitt sem bendir til þess að naglanotkun dragi fjölda alvarlegara slysa. Ég tel raunar líklegt að naglarnir leið til fjölgunar alvarlegra slysa, þar sem þeir veita oft falskt öryggi sem leiðir til þess að menn aka of hratt, miðað við aðstæður.
Vegna sóðaskapar og svifriks, sem leiðir af nöglunum er stutt í að það verði settar verulegar skorður við notkun þeirra. Heilsutjón af völdum svifriks er margfalt meira en af þeim umferðarslysum þar sem naglar gætu hugsanlega haft eitthvað að segja.-Einar
21.11.2006 at 16:42 #568804Í gamladaga var oft keðjað þegar glæra var á vegum. Langflutningabílar nota keðjur í dag við þessar aðstæður. það virkar mjög vel og ekki ver en naglar. Fyrir þá sem hræddir við glærusvell á vegum væri það ágætis lausn til að komast yfir þessar spotta sem verða ófærir sökum glæru. Ég hef ekki notað keðjur eða nagla í tuttugu ár. Ég hef oft lent í að keyra heiðar í glæru og alltaf tekist að leysa það með því að far varlega og nota vegkanta eða hreinlega með því að keyra utanvega. þó svo að nagladekk væru alveg bönnuð væri ekkert hættuástand á vegum. umferðarhraðinn myndi bara minka og fólk sem treystir sér ekki til að keyra á hálku myndi hreinlega ekki vera á ferðinni þessa daga sem glæran er á vegunum eða vera á keðjum. Það er ekki hluti af mannréttindasáttmála sameinuðu þjóðanna að allir geti keyrt bíl í hvað færð sem er. Það löngu tímabært að stöðva þá sóun á fjármunum sem nagladekk eru svo ekki sé talað um sóun á heilsu þeirra sem búa í borgum. Í sambandi við saltið þá er Ég einn þeirra sem fer út að skokka öðru hverju og og hef með árunum lært á hvaða göngustígar eru saltaði og síðan reyni ég að skipuleg ég túrinn 5 til 10 kílómetra þannig að sem minnst sé á söltuðm stígum sem segir kannski sína sögu um hve gott er að salta götur.
21.11.2006 at 17:14 #568806gerist það að ég sé sammála eik, enn nú gæti ég slegið létt á bakið á honum og sagt kók, því þetta er eins ég hefði sagt þetta.
þær aðstæður sem naglar koma mest að notum og til góða er þegar svört ísing er á malbiki, snemma á haustinn. þá frýs niður við jörðu þó að það sé nokkra gráðu lofthiti og raki. við þessar aðstæður eru flest allir ennþá á sumardekkjum og rjúku upp til handa og fóta og setja nagladekk undir. nokkrum dögum síðar er svo komið frostveður og þá er ekkert hálkt. svo gerist það örsjaldan yfir veturinn að það kemur asahláka og þá myndast þessi blauti klaki sem er stórhættulegur, líka þeim sem eru á nöglum.
á vöruflutningabílum koma naglar ekki í staðin fyrir keðjur. við vissar aðstæður þurfa vörubílar að keðja þó þeir séu á nöglum, enda eru margir flutningabílstjórar hættir að nota nagla.
ég hef ekki notað nagla í tíu ár og það hefur ekki háð mér á nokkurn hátt. þegar ég átti fólksbíl þá var hann á loftbólutekkjum og svínvirkuðu þau, á jeppum hef ég verið með míkróskorin dekk og það svínvirkar líka.
kveðja siggias74
21.11.2006 at 20:44 #568808Ég hef ekki sett nagla undir mína jeppa en ég get alveg viðurkennt að hafa nokkrum sinnum saknað þess. Það er þó ekki í innanbæjarskakinu, þá sjaldan að það sé þörf fyrir þá dugar vel að aka eftir aðstæðum og sama gildir svosem í hálku á vegum úti þó þar væri oft kostur að hafa naglana. Hins vegar hef ég saknað þess í aðstæðum eins og eru hér:
[img:2qprecjy]http://www.mountainfriends.com/images/gl04.jpg[/img:2qprecjy]
Í þessu tilfelli þarna var áberandi hvað þeir sem voru á nöglum höfðu betri stjórn á bílunum og naglalaust var jafnvel varla hægt að fara upp smávægilegan halla í jökuljaðrinum. Frekar óþæginlegt, ekki síst þar sem hér og þar mátti sjá svelgi.
Eins og alltaf er þetta spurning um hvernig þú notar bílinn og þess vegna hef ég íhugað hvort rétt sé að setja nagla í næsta gang. Stundum eru aðstæður bara svona.
Kv – Skúli
21.11.2006 at 21:31 #568810
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef aldrei átt nagladekk nema undir fyrsta bilnum minum og það var hálfan vetur, alltaf verið á ónegldum dekkjum enn stundum mikroskornum sem gerir alveg helling……… Engu að síður þá er lögregla, sjukralið, slökkvilið og björgunarsveitir á harðnelgdum dekkjum og það er ein einföld ástæða fyrir því!!!!!! þetta er það eina sem virkar við erfiðistu aðstæður og þær eru oft erfiðar nema bara kanski ekki i rvk…… svo bill sem fer aldrei útur bænum þarf ekki endilega nagla… enn um leið og það er farið að nota bilinn útá land þá er full ástæða til að hafa hann negldan.
´Sú fullyrðing um að nagladekk geti verið beinlinis hættuleg er fjarstæða…. það eru ökumenninnir sem fyrst og fremst eru hættulegir fólk sem er í lagi í heddinu keyrir í samræmi við aðstæður hvort sem er a nelgdu eða ónelgdu
21.11.2006 at 21:44 #568812Einu tilfellin í mínum huga eiga naglar rétt á sér ef að menn ætla sér að ferðast mikið á jöklum og á berum ís sem svo oft vill verða ein og Skúlu lýsir hérna að ofan,reyndar hef ég aldrei verið á nöglum og í sjálfu sér aldrei þurft á þeim að halda nema í nokkur skipti þegar bíllinn hefur runnið stjórnlaust niður berann jökulinn(hef reyndað alltaf heitið mér að setja nagla í eftir svoleiðis uppákomur)
Þess vegna segi ég algjörlega fordómalaust,Naglar eru bara fyrir kellingar og gamalmenni:) fyrir bíla sem eru 90% á vegum og fólksbílar í borginni þurfa enga nagla nema þú tilheyrir þessum hópi sem ég nefndi.
Jæja þá er ég búinn að fá allar kellingar og öll gamalmenninn í klúbbnum upp á móti mér.Kveðja,
Glanni
21.11.2006 at 21:51 #568814Nagla, það er spurningin.
.
Hingað til hafa jepparnir mínir verið á ónegldu og þar með hlýt ég að teljast garpur mikill???? En hvað sem því líður þá hefði ég oftar en einu sinni viljað vera kelling eða gamalmenni…….
.
Freyr Þ
22.11.2006 at 01:59 #568816Ég vill nagla og það mikið af þeim enda er ég helvítis kelling.
28.11.2006 at 04:13 #568818Sælir.
Nei strákar er ekki í lagi með ykkur ???..
Að hvetja menn til að negla ekki dekk er bara þvílíkur barnaskapur og lýsir þekkingarleysi ykkar á því hvernig aðstæður geta verið á vegum landsins við hinar verstu aðstæður sem og við verðum að sjálfsögðu að taka með í reikninginn sem og að geti brostið á fyrirvaralaust. Ég hef verið að fara á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur að meðaltali vikulega síðastliðið eitt og hálft ár og var nú seinast að koma að vestan núna í kvöld í ofsa veðri á köflum. Í Ísafirðinum var ofsaveður og hálka og þvílíkt var rokið að ekki hefði ég boðið í það að vera á ónegldu. Á Steingrímsfjarðarheiðinni var hálka stórhríð og helvítis rok. En þar hefði kannski mát keyra á ónegldu,,,,,kannski.eik segir: Ég hef aldrei sett nagla undir mína jeppa, og mun ekki gera. Það hefur komið fyrir að ég hef lent í aðstæðum (blautu svelli) þar sem það hefði verið kostur að vera á nöglum en það gerist ekki oft.
eik að sjálfsögðu átt þú ekki að fá að far út fyrir borgarmörkinn því ég á ekki að þurfa að eiga það á hættu að mæta svona mönnum eins og þér sem eru á vanbúnum bílum og halda að þeir séu svo klárir að þeir ráði við allar aðstæður
sem og stofna mér og minni fjölskyldu og öðrum bráðan lífsháska útaf þinni heimsku.eik segir:
það mín skoðun, að ef menn ætla að stunda ferðalög að vetri til, þá komast menn ekki hjá því að læra að aka í hálku og að aka í samræmi við aðstæður.
Það er bara þannig eik að það er ekki hægt að læra að keyra í hálku þannig að aldrei geti neitt ókapp komið upp á en þú getur dregið úr líkunum á óhappi með að aka á vel negldu. Að aka í samræmi við aðstæður kemst enginn frá þó svo hann sé á vel negldu.gummij segir: Ég hef oft lent í að keyra heiðar í glæru og alltaf tekist að leysa það með því að far varlega og nota vegkanta eða hreinlega með því að keyra utanvega.
gummij,,,, þú hefur kannski bara verið svo heppinn að hafa ekki mætt bíl akkúrat þegar þú misstir bílinn upp í brekkunni og eða í rokinu. Það að fara varlega dugar bara skammt þegar aðstæður eru þannig oftar en ekki eru bara engir kantar til að hanga
og þá heldur ekkert bílnum nema naglarnir.Stundum eru aðstæður þannig að vegurinn er ein glæra og hægt er að komast út í snjó og er þá hið besta mál að aka bara snjóinn en á mörgum stöðum liggur landið bara þannig að það bíður bara ekki upp á utanvegarakstur því miður og hvað gera bændur þá, kannski í snarbrattri brekku. Ég hef allavega fengið nokkur aukaslög á stundum þó ég sé á virkilega vel negldu við þannig aðstæður.
siggias74 Þakka þér fyrir upplýsingarnar vandamálið mitt með PIAA kastarana, ætla að skoða þetta aðeins betur.
En þú segir siggias74 :
gerist það að ég sé sammála eik, enn nú gæti ég slegið létt á bakið á honum og sagt kók, því þetta er eins ég hefði sagt þetta.————————————————————————————————————
siggias74 , þú hlítur að hafa verið með hiksta þegar þú skrifaðir þetta? Því mér finnst þú ekki geta verið meira ósammála eik.Þú segir: Þær aðstæður sem naglar koma mest að notum og til góða er þegar svört ísing er á malbiki, snemma á haustinu. þá frýs niður við jörðu þó að það sé nokkra gráðu lofthiti og raki. Við þessar aðstæður eru flest allir ennþá á sumardekkjum og rjúku upp til handa og fóta og setja nagladekk undir. nokkrum dögum síðar er svo komið frostveður og þá er ekkert hálkt.
Þá ert þú orðin samála því að nota nagla við þessar aðstæður,,, ekki satt.?siggias74 reyndar er þetta ekki alaveg rétt hjá þér að þetta sé bara snemma á haustin því þetta skeður á haustin,veturinn,vorið og um sumarið.
siggias74
svo gerist það örsjaldan yfir veturinn að það kemur asahláka og þá myndast þessi blauti klaki sem er stórhættulegur, líka þeim sem eru á nöglum.
Siggias74, alveg rétt hjá þér að þetta sé líka stórhættulegt þeim sem aka á negldu en þeir eiga meiri möguleika að forða sér frá litlu og eða stóru tjóni heldur en þeir sem aka á ónegldu. En hitt er ekki rétt hjá þér að asahláka komi örsjaldan heldur tugaskipta yfir árið.
Glanni segir:
Einu tilfellin í mínum huga eiga naglar rétt á sér ef að menn ætla sér að ferðast mikið á jöklum og á berum ís sem svo oft vill verða ein og Skúlu lýsir hérna að ofan,reyndar hef ég aldrei verið á nöglum og í sjálfu sér aldrei þurft á þeim að halda nema í nokkur skipti þegar bíllinn hefur runnið stjórnlaust niður berann jökulinn(hef reyndað alltaf heitið mér að setja nagla í eftir svoleiðis uppákomur)glanni,,,,,,ég hef ekki ferðast mikið á jöklum en miðað við það sem ég hef ferðast á jöklum er það ekkert öðruvísi en það sem skeður hér á þjóðvegum landsins.
og ef þér finnst ástæða til að nota nagla á jöklum þá er ekki minni ástæða til að nota þá á þjóðvegum landsins.
———————————————————————————————————–
Þú Skúli. Notaðu bara nagla ef þér finnst þú þurfa á því að halda.
Hvort þú telst þá vera kerling,,,, við erum víst öll menn.
————————————————————————————————————
Kannski er ástæðan fyrir því að menn eru ekki með neglt bara sú að menn hreinlega tíma ekki að borga fyrir þetta öryggi. Kannski af því að öll hin flottu tækin voru svo dýr.
Því verða menn að réttlæta þetta bull.Hjalti Reynir Ragnarsson
http://frontpage.simnet.is/hjaltir/M-V-babbu/index.htm
[url=http://frontpage.simnet.is/hjaltir/M-V-babbu/hundarnir-minir/bilar/jeppa.htm:2jo8lcoo]http://frontpage.simnet.is/hjaltir/M-V-babbu/hundarnir-minir/bilar/jeppa.htm[/url:2jo8lcoo] [url=http://frontpage.simnet.is/hjaltir/MV-babbu/hundarnir–minir/bilar/jeppa.htm:2jo8lcoo][b:2jo8lcoo]Jepp[/b:2jo8lcoo][/url:2jo8lcoo] [url=http://frontpage.simnet.is/hjaltir/M-V-babbu/hundarnir-minir/bilar/jeppa.htm:2jo8lcoo][b:2jo8lcoo]jepp[/b:2jo8lcoo][/url:2jo8lcoo]
28.11.2006 at 06:44 #568820Já takk fyrir.
28.11.2006 at 08:32 #568822Negld vetrardekk og málið dautt.
þó það sé aðeins til gagns örfá skipti þá getur það
skipt sköpun við erfiðar aðstæður.
Það er ekki þægileg tilfinning að byrja að slida niður jökulinn…
Ohh afhverju var ég ekki búin að negla….
ég vil frekar eiga heilan bíl, en að sleppa nöglum vegna
ryks í reykjavík..
Nú þeir sem eru ekki kellingar eins og ég,,
afhverju sýnið þið nú ekki bara fyrir alvöru hvað þið eruð ógeðsleeega klárir að keyra þúst og keyrið bara á sumardekkjunum allt árið. Það er sko kallmenska.
tala nú ekki um að keyra alltaf á hámarkshraða
á sumardekkjunum í hálkunni, sama hvernig vegurinn er.. er það ekki svakalega cool líka.
Ykkur kláru köllunum er örugglega velkomið að kíkja á alla veltu jeppana hjá tryggingafélögunum.
p.s það er hægt að fá þá á góðu verði stundum..
Reyndar fylgja ekki vetrardekk með 😉
28.11.2006 at 14:04 #568824ekki mynnist ég þess að hafa aðstoðað þig með PIAA kastara, en ég skal glaður gera það ef þig vantar hjálp, hafðu bara samband.
þó svo að ég búi í dag á reykjavíkursvæðinu þá hef ég nú alla tíð þar til fyrir ári síðan búið úti á landi þar sem ekki eru saltaðar götur allan sólarhringinn.
í febrúar fyrir 15 árum síðan þegar ég varð 17 ára og fékk bílpróf, keypti ég minn fyrsta bíl. það var ekki liðin langur tími frá því ég keypti bílinn og þangað til ég hraunaði ofaní skurð og yfir umferðarskilti í fljúgandi hálku við brúarskála í hrútafirði. samt var ég á negldum góðum vetrardekkjum. ég kenndi dekkjunum að sjálfsögðu um og fór og keypti mér dýrari dekk og lét negla þau með stærri nöglum. skömmu síðar kom tjón nr. tvö í fljúgandi hálku, og eftirstöðvarnar voru að kaupa enn dýrari dekk og negla þau með enn stærri nöglum og miklu fleirri. skömmu síðar kom tjón nr. þrjú og svo framvegis.
það kom að því að ég viðurkenndi fyrir sjálfum mér að þessi tjón höfðu ekkert með dekk eða nagla að gera, heldur það að ég kunni ekkert að keyra eftir aðstæðum og myndi ekkert læra að keyra og meta aðstæður nema að viðurkenna mín egin mistök.
undanfarin ár síðan ég hætti að aka á nöglum hef ég ekið td. framhjá brúarskála í hrútafirði tvisvar í viku og stundum í fljúgandi hálku án þess að hrauna ofaní skurð og yfir umferðarskilti. sem segir mér að það vegur þyngra að haga akstri eftir aðstæðum heldur en að treysta á nagla í dekkjum og það eina sem naglarnir gerðu þegar ég var á mínu fyrstu akstursárum var að veita mér falskt öryggi.
það eru til lausnir sem gera dekk alveg jafn góð í flestum gerðum af hálku og naglar, einsog míkróskurður og loftbólur og umfram allt regluleg tjöruhreinsun.
ég ætla ekki að ráðleggja mönnum að aka naglalaust. þeir sem vilja aka á nöglum og fynst það betra ættu undantekningalaust að gera það. ég er bara að benda á að það eru fleirri möguleikar og í mjög mörgum tilfellum eru nagladekk meira að slíta malbikinu og búa til svifryk heldur en að koma til góða í hálku.
kveðja siggias
28.11.2006 at 16:24 #568826Langar bara að koma með eitt comment.
Ég styð frekar að menn kaupi sér GÓÐ VETRARDEKK og þá míkróskera. Allavegana finnst mér fáránlegt ef menn sem keyra bara innanbæjar, þá er ég að tala um minna breytta jeppa ekki endilega stóru fjallabílana sem gera mikið af því að fara út á þjóðvegina( þar skil ég alveg nagladekkjaþörfina og ætla ekki að kommenta á hana)
EN hinsvegar…það sem ég vildi sagt hafa er eins og ágætur maður sagði:
"Maður hjólar varkárlega ef maður er ekki með hjálm en hraðar ef maður er með hann…hinsvegar verða slysin alveg jafn alvarleg!!!"
Þetta lýsir svolítið þessari umræðu og ég tel að það sé málið að vera á GÓÐUM vetrardekkjum og keyra öruggar.
Kv. Dabbinn
28.11.2006 at 16:24 #568828Langar bara að koma með eitt comment.
Ég styð frekar að menn kaupi sér GÓÐ VETRARDEKK og þá míkróskera. Allavegana finnst mér fáránlegt ef menn sem keyra bara innanbæjar, þá er ég að tala um minna breytta jeppa ekki endilega stóru fjallabílana sem gera mikið af því að fara út á þjóðvegina( þar skil ég alveg nagladekkjaþörfina og ætla ekki að kommenta á hana)
EN hinsvegar…það sem ég vildi sagt hafa er eins og ágætur maður sagði:
"Maður hjólar varkárlega ef maður er ekki með hjálm en hraðar ef maður er með hann…hinsvegar verða slysin alveg jafn alvarleg!!!"
Þetta lýsir svolítið þessari umræðu og ég tel að það sé málið að vera á GÓÐUM vetrardekkjum og keyra öruggar.
Kv. Dabbinn
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.