Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dekkjapælingar
This topic contains 27 replies, has 1 voice, and was last updated by Jóhannes þ Jóhannesson 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
22.11.2005 at 16:08 #196693
Þarf að fara að versla mér ný dekk, var að spá í Ground Hawg eða Mudderum? Hvor eru betri eða á maður að skoða þessi Arctic Trucks dekk, eða jafnvel einhver önnur,,,,, Endilega koma með comment
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.11.2005 at 16:22 #533696
Það er þetta með trúarbrögð í þessum heimi. Ground Hawk vs. Mudder, Toyota vs. Patrol, Ski-doo vs. Polaris….. Annars eru nýju AT dekkin spennandi en væntanlega lítil reynsla komin á þau ennþá. En ef ég ætlaði að fá mér dekk núna þá fengi ég mér Ground Hawk.
Kv. Davíð
22.11.2005 at 16:45 #533698Ég var búinn að heyra að það ættu til að springa svoldið á þeim kantarnir og að þau slitnuðu mun fyrr heldur en mudderin
22.11.2005 at 17:03 #533700Geir ertu að tala um ground hawk, að þau séu að springa? ég hef ekki heyrt að AT405 sé að springa enda lítil reynsla komin á þau. Bara búinn að vera á þeim í 3 ár og keira 50.000 km.
22.11.2005 at 17:19 #533702Já afsakið var að tala um Ground Hawg,,,
22.11.2005 at 17:21 #533704Sá á kvölina sem á völina.
Mín reynsla er sú að GH og MUD eru sambærileg dekk hvað varðar drifgetu og endingu. Allavega hefur GH reynst mér ekki síður í drifgetu en Mudder.
Hef verið í ferðum þar sem að báðar tegundir hafa hvellsprungið. Ástæða í öllum tilfellum viðgerð dekk.
Keyrði með Gísla Ólafs á nýja AT dekkinu um daginn og satt best að segja kom bíllinn verulega vel út á þessum nýju dekkjum. Gísli sagði okkur að drifgetan væri ekki síðri á þessum nýju dekkjum en "svolítið" slitnum Mudderum, þannig að hann átti von á betri virkni þegar á liði.
Ef ég væri í 38" "pælingum" engin spurning AT 405.
Kveðja.
Elli.
22.11.2005 at 17:26 #533706Ég hef trú á því að AT405 batni ekki eins mikið með aldrinum og mudder. ástæðan er sú að þau eru að leggjast mjög vel frá upphafi, á meðan mudder er að stíga fast í kantana meðan dekkin eru ný en þegar kantarnir slitna, batna dekkin.
22.11.2005 at 17:35 #533708Hvernig eru þessi dekk í verðsamanburði?
22.11.2005 at 17:40 #533710Fatta ekki alveg Freysi þegar að þú segir að stíga fastar í kantana. Getur þú útskýrt það betur?
Kveðja
Elli
22.11.2005 at 17:57 #533712M.V. verð sem ég fékk fyrir einn 38" eiganda þá er AT dekkið ca. 4800.- kr dýrara en GH. Mudder ca 2500 kr dýrara en GH.
Verðin eru e.t.v. ekki bestu verðin sem hægt er að fá.
Ættir að leita tilboða sjálfur. (það er eins og að verðin séu stundum "dagprísar")
Kveðja
Elli.
22.11.2005 at 18:07 #533714sælir
ég tók rúnt í haust á verðum og voru Mudder (Benni), GH II (Hj.barðahöllin -> nú í eigu GVS) og AT405 (Arctic Trucks) öll á bilinu 36-38 þús kr.
Þetta segir mér að krónur skipta ekki máli í þessum pælingum, munurinn er svo lítill. Aftur á móti voru dekkin ekki til á öllum þessum stöðum, vissara að tékka á því….
kv
AB
22.11.2005 at 18:08 #533716þetta er að flatarþristingurinn er mjög hár í köntunum en hlutfallslega lægri í miðjunni. á meðan flatarþristingurinn er jafnari á AT405. ég gerði mælingar á Göngugreiningartæki hjá Össur og þá kom þetta berlega í ljós.
Verðið er 35900 til 4×4 félaga, aðrir þurfa að borga meira.SKOÐIÐ ÞETTA:
http://www.4x4offroads.com/at405-radial.html
22.11.2005 at 18:16 #533718Er það málið að gúmmíið í AT sé á einhvern hátt eftirgefanlegra en í USA dekkjunum?
Kveðja
Elli.
22.11.2005 at 18:16 #533720passið ykkur á því að fá tilboð í þetta með öllu saman, umfelgun, skurði og öllu sem þið viljið gera. Ég rak mig nefnilega á það að það munaði ekki nema 2000 kalli á öllum pakkanum hjá benna með mudder og höllinni með GH. Samt sem áður munaði þá einhverjum 2000 kalli á stk á dekkjunum. Þannig að verð á vinnunni skiptir líka máli.
EN það eru nokkir mánuðir síðan þetta var. Og já ég keypti Mudder
22.11.2005 at 18:44 #533722gúmmíið er nú svipað, samt heldur mýkra í bananum við lágt hitastig en aðalmálið er að AT405 dekkin eru hönnuð til að vera á 12-14" breiðum felgum en Mudder er gerður fyrir 10-12" og því er lögun banans öðruvísi og kúptari.
Varðandi skurð og míkroskurð þá er það innbyggt í dekkið og því þarf ekki að eyða aukapening í það. það þarf heldur ekki að bora fyrir nöglum, en það þarf reyndar ekki heldur í Mudder
22.11.2005 at 18:52 #533724reynslu er best að fá verð í pakkann. (verð á 4 stk dekk, taka gömlu undan, umfelgun ef að það á við, setja dekkin á felguna, microskera ef það á við, negla með þeim fjölda nagla sem þú ákveður og setja dekkin undir bílinn.
ATH. þú sjálfur verður að herða felgurærnar samkvæmt uppgefinni herslu þannig að ekki sé hægt að saka hjólbarðaverkstæðið um að hjólið skoppi undan, (ef það gerist).
Kveðja,
Elli.
22.11.2005 at 20:00 #533726Er kominn einhver reynsla á þessi dekk á fjöllum?
Ég er farinn að hallast af því að kaupa mér Muddera!
22.11.2005 at 20:21 #533728Þessi reynsla með Gísla Ólafs á 3,0L HiLux sem ég sagði frá fyrr á þræðinum var í snjó og á fjöllum, nánar tiltekið á NA-landi frá Hrossaborgum inn í Öskju.
Kveðja
Elli.
22.11.2005 at 21:08 #533730Eitt sem ég hef heyrt staðfest hjá þeim sem þegar eru komnir á AT dekkin og það er að þau eru hljóðlát og gott að keyra á þeim. Þetta reyndar kemur fram skv. mælingum í greininni hans Þránds sem Freysi vísar til, þ.e. veghljóðið mæist þar 83.5 dB á móti 87.1 dB á Mudder (og GH örugglega ekki hljóðlátari nema síður sé). Það er sjálfsagt skynsemi í því sem margir segja núna að rétt sé að bíða aðeins með að kaupa AT og leyfa a.m.k. ársreynslu að koma á þau á almennum markaði, en ef ég væri að fara að kaupa 38 tommu núna myndi ég þagga niður í svoleiðis skynsemisóráði og slá til. Það er bara frábært framtak að sérhanna dekk eftir íslenskri forskrift og miðað við Íslenskar aðstæður og svo er Freyr náttúrulega búinn að keyra á þessu í þrjú ár.
Kv – Skúli
22.11.2005 at 22:01 #533732Ég held að dekk sé eins og trúarbrögð, maður drífur best á þeim dekkjum sem maður trúir á. einu sinni trúði ég á Mudder og ekki man ég eftir að hafa heyrt í þeim sönginn en dreif rosalega vel. þá sagði ég að Dick Cepek væru klaufadekk. Síðan skifti ég um trú og fór að nota 44"dick cepek og nota enn, með ægilegum sérviskum í skurði og sæpingu.
Hvernig er það var enginn Gemlingur á AT405 í túrnum síðustu helgi eða verður einhver á svona dekkjum næstu helgi með Trúðunum???
22.11.2005 at 22:48 #533734því miður þá var enginn Gemlingur á AT405 dekkjum en það hefði verið gaman að prófa þau í öllum krapanum sem við lentum í og sjá hvernig þau hefðu komið út en annars er ég á 38 GH II og er bara mjög ánægður með þau
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.