This topic contains 6 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 20 years, 9 months ago.
-
Topic
-
Sælir allir,
Nú þegar öll þessi mengunar- og bann umræða er í gangi vil ég að gefnu tilefni (skoðun á myndaalbúmi, séð sjálfur og heyrt í ferðasögum) endilega kvetja menn til þess að hreinsa dekkin ÁÐUR (á bensínstöðinni þar sem olíugildrur eru undir) en lagt er af stað í ferð, það sést og heyrist allt of oft að menn séu að draga fram tjöruhreinsinn þegar í snjóinn eða á jökulinn er komið. Það er ekkert annað en MENGUN á óspilltri náttúru að sulla þessu niður þarna og vatn á myllu umhverfissinna(tala nú ekki um öfgamanna) sem vilja banna allar jeppaferðir utan vega og á snjó vegna mengunarhættu, þegar heilu hóparnir skilja eftir sig brúnar tjöru/olíu slóðir í snjónum við jökulræturnar eða á vegarslóðanum þar rétt við. Það er aldrei að vita nema einhverjum dytti í hug að taka „jarðvegssýni“ og senda til rannsóknar og þar með fá „staðfestingu“ á menguninni og hættunni sem stafar af jeppaferðunum.
Látum ekki hanka okkur á þessu, hreinsum dekkin á bensínstöðvunum áður en við leggjum í hann, það munar engu.
Kv.
Siggi_F
You must be logged in to reply to this topic.