Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dekkja balance
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Kjartan Bergsson 17 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.07.2008 at 11:14 #202633
Sælir hef ekki keyrt um á 38um áður, af neinu viti, en keyrt mikið á 35um. Nú veit ég að þessi dekk eru mis hringlaga og töluverður gúmmimassi að sveiflast um.
Ég er með dekkjagang, sem á að vera nokkuð hringlaga að eðlisfari, MTZ, og er að haga sér nokkuð vel nema hvað það er sveifla í stýrinu milli 70-90km. Þetta er ekki hefðbundin skjálfti frekar eins og kjag (þ.e. frekar lág tíðni)þ Gæti þetta kannski verið afturdekk?.
Er hægt að balancera svona fullkomlega í góðum tækjum og er þá betra að slíta þetta einhverja 1000 km fyrst? ATh bíllin er einungis keyrður um 7000km þannig að það er lítið slit í stýrisgangi.
Kjartan -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.07.2008 at 12:11 #625448
Sæll
Ég ek sjálfur um á Defender á 38" Mickey Thompson og búin að glíma svolítið við titring.Eftir að vera búin að glíma fram og aftur við þetta, m.a. að balansera allan hringinn og swoppa dekkjum fram og aftur (og nú síðast fólst í því að skipta um alla gorma og dempara, sem kannski kom þessu ekki við en bætti aksturseiginleikana mikið) Þá loks lagaðist þetta eftir að ég fór til Heklu og lét þá balansera allan hringinn. En þá kom í ljós að 1 dekk að aftan og 1 að framan var eitthvað úr takti.
þannig að að einhverju leyti er þetta eins og það hafi ekki verið nægilega vel balanserað þar sem ég lét gera það fyrst….Enn Ein gúmmívinnustofan.
í dag er ég titringslaus, sjö, níu, þrettán :o)
P.s. þetta var á titringur sem kom inn í kringum 80 km hraðann.
kv
stv
04.07.2008 at 13:53 #625450er þetta oftast nefnt en hún kemur yfirleitt fyrir á þessum hraða.
Rétt er að jafnvægisstilling getur lagað þetta, en yfirleitt er þetta vegna slits í stýrisgangi, stýrisendum, stýrisdemparar ekki til staðar eða ekki nógu öflugir og/eða Stýristjakkur.
Ef ekki er (auka)stýristjakkur í bílnum, þá væri það gott ráð að bæta honum við. Því þegar komið er í 38" dekkjastærðir og yfir, þá munar miklu að aðstoða stýrismaskínuna og einnig heldur hann mikið við og eyðir oft svona vobblivobbli tilfinningu.
04.07.2008 at 14:34 #625452það reyndist vera slitnir stýrisendar. Það skrítna var að hoppið byrjaði bara einn daginn og hvarf jafn snögglega og það kom þegar ég skipti um stýrisendana.
Elvar
04.07.2008 at 15:51 #625454lennti í svona en þá var ónýtt demparagúmmí og var það nóg til að valda slætti en það er ólíklegt að það sé það hjá þér en ég gæti vel trúað þessu með stýristjakk einsog Bragi var að segja
kv. Kristján
04.07.2008 at 16:08 #625456Sigurður hvar léstu balancera, á vörubíla-dekkjaverkestæðinu, ég keypti hjá Heklu og þeir balanceruðu, aftur, að framan sem bætti þetta eitthvað. Mögulega þarf að balancera betur að aftan einnig.
Varðandi stýrisdempara, hann er jú nýr, en rétt mögulega ekki nógu öflugur eða demparagúmmí of mjúk. Ég vidi helst vera laus við stýristjakk ef hægt er.
04.07.2008 at 16:11 #625458Eitt sem ég hef tekið eftir með t.d. ónefnda toyotu tegund sem hefur verið vinsæl síðastliðin ár, kom nýverið með mótor sem löngu síðan hefði átt að vera búið að troða oní kvikindið, en hvað um það. Þá hef ég tekið eftir að stýrisdælan er einfaldlega ekki að dæla nóg , ég veit að í t.d. 4runnerum og fleiri eldri bílum hefur flæðið í dælunni verið aukið með að bora út þrengingu sem er bakvið nippilinn á dælunni, 1mm í stækkun minnir mig að tvöfaldi flæðið.
.
Ef að stýrissnekkjan er að fá of lítinn þrýsting frá dælunni getur það komið upp sem "slag" í stýrisgangi meðan bíllinn er á ferð.
.
Hvaða tegund af jeppa ertu á?
Svo segir það lítið um slit á hlutum þó að bíllinn sé lítið keyrður, maður veit aldrei nema það sé einhver gallaður stýrisendi eða eitthvað í þá átt.
.
Baráttukveðjur, Úlfr
E-1851
04.07.2008 at 16:13 #625460Land Rover Defender 2007.
05.07.2008 at 00:00 #625462Er ekki málið að láta balancera bara aftur. Þetta er rosalega misvel gert og heppnast misvel og oft þurfa dekkin að fá að setjast aðeins. Hvernig felgur ertu með?
Hef alveg ósjaldann lent í því að balancera og þurfa jafnvel að fara aftur daginn eftir og er þá til friðs. Sakar allavega ekki að prófa áður en menn fara skrúfa allt og gera.
Kv, Kristján
07.07.2008 at 10:00 #625464Sæll er með galvaniseraðar stálfelgur.
Ég lér balancera aftur að framan á eftir að láta balancera í 2. skiptið að aftan.
Kjartan
07.07.2008 at 10:25 #625466eins og hefðbundin jeppaveiki.
Þetta er eigintíðnivandamál á öllum hásingarbílum. Sé eitthvað smávæginlegt slit í fóðringum eða stýrisendum, þá birtist þetta um leið. Víbríngur í dekkjum getur einnig valdið þessu.
Gangtu úr skugga um að það sé ekkert slit í neinum stýrisendum, né heldur í þverstífufóðringunum (mjög líklegur staður). Bara millimeters hlaup getur valdið þessu.
Hvað dekkin varðar þá geta dekk víbrað af nokkrum ástæðum. Misþyngd sem hægt er að laga með balanceringu. Hopp vegna þess að dekkið er einfaldlega ekki kringlótt, og hopp vegna þess að dekkið er "misstíft", þ.e.a.s. legst misjafnlega mikið við þyng ("loaded radius" er ójafn).
Eða, m.ö.o. þá gæti borgað sig að prófa að vixla dekkjum milli fram og afturs.ps. hefur millibilsstöngin nokkuð orðið fyrir hnjaski? Orginal millibilsstangirnar í Land-Rover eru óttalegir tannstönglar og frægar fyrir að bogna. Bogin eða þreytt stöng getur valdið víbríng.
kv
Rúnar.
07.07.2008 at 11:36 #625468Sæll átti einusinni 87 módel 110 TD STW með sterkum galvaniseruðum stuðara sem nýttist vel við að rétta stýrisstangir 😉 Þá notaði ég einungis 33".
Það er búið að styrkja stangirnar, SSGílsa sögðu mér að það þýddi ekki að vera með standard stangir og 38 dekk..
08.07.2008 at 18:29 #625470
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll Kjartan,
Ég er með minn á 35" og álfelgum á sumrin. Þeim fylgir alltaf vandamál með balanceringu. Fer 1-3 í balanseringu á hverju sumri en það næst gott yfirleitt. Ekkert mál með þetta á vetrarumganginum, það eru breiðari stálfelgur sem mér skilst að sé auðveldara að balancera.
//BP
09.07.2008 at 09:21 #625472Takk Bergur, ég á eftir að láta fara yfir balance að aftan aftur. Ég lét yfirfara stýrisarma og -enda, ekkert þar. Mér finnst þetta samt aðeins að lagast (eða ég að venjast ;). Mögulega eru dekkin að mýkjast eitthvað.
Kjartan
08.08.2008 at 09:55 #625474Sælir, hverjir eru með bestu græjurnar og jafnvægisstilla vel á höfuðborgarsvæðinu.
Ég er ekki að ná skjálftanum úr bílnum hann er einnig alltof lifandi í akstri hjá mér skiftir um akrein ef malbikið er kúpt og maður fer aðeins yfir miðju. Þetta batnar eitthvað ef ég minnka þrýsting í dekkjunum (hef verið að keyra á 30psi og niður í 20psi (en þá bætir hann við sig í eyðslu allt að 1,5l/100 á langtúr – með vagn aftaní).
Þessi taugeveiklun glæti svosem verið hjólabilið þ.e. bíllinn of útskeifur ( toe-out ) fyrst hann er svona viljugur að skipta um stefnu. Svona Land Rover Defender á að vera frá 0mm allt að 2mm útskeifur, gilda aðrar reglur við stærri dekkinn ætti maðir að reyna að hafa hann aðeins innskeifan (toe-in)?
kk
Kjartan
08.08.2008 at 14:46 #625476Fór til Arctic trucks, þeir balanceruðu hringinn. Þurfti aðeins að fínisera, ekki mikið þó.
Settu annað afturdekkið að framan því það var smá hopp í öðru framdekkinu. Var mikið betri eftir.
Þá er balance í lagi – í bili allavega. Millibilið er þá næst á dagskrá, ef bíllin er enn jafn næmur í stýri og fyrir þessa æfingu, kemur í ljós um helgina.
kk
Kjartan
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
