This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Freyr Þórsson 18 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Jæja, annað 33″ afturdekkið ákvað að fara sína eigin leið undan Terrano-inum um helgina (Andsk. álfelgurnar segja sumir…)
Jeppinn sem betur fer á lítilli ferð svo ekkert slys hlaust af, annað en að brettakanturinn brotnaði frá, boddíið beyglaðist aðeins þar í kring, stuðarinn skekktist og einhver óhljóð heyrast nú frá skálinni þeim megin. Hann verður því lítið hreyfður meira þar til búið er að yfirfara þetta.
Nú langar mig að spyrja þá sem lent hafa í svipuðu, þar sem ég þykist vita að þeir eru nokkrir, hvort kaskó tryggingin bæti tjón sem þetta? Hefur einhver látið reyna á það?
PS: Bestu þakkir til þeirra snillinga sem aðstoðuðu við að koma þessu saman á laugardaginn!
You must be logged in to reply to this topic.