This topic contains 0 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 13 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Sælir félagar hér er smá pistill um stolið dekk og felgu.. Endilega hafa augu og eyru opinn og látið vita. Kv Kristinn R4065 S.893-7616
Þetta erindi mitt tengist veiði óbeint.
‘i fyrri nótt átti ég leið í Húsafell að skila veiðifélaga heim , við afleggjarann að Hraunfossum brotnuðu felguboltar að afran og dekkið fór undan,
Bíllinn stöðvaðist hálfur útaf veginum lítið skemmdur.
Þar sem mig vantaði felgubolta til að geta komið hjólinu undir og kuldi og snjó gerðu allt önugt þá var ákveðið að bjarga málum að morgni.
Þetta gerðist kl 03, kl 09,30 var komið á staðinn og þá var búið að stela dekkinu auk þess sem reynt hafði verið að ná dráttarkúlu af en ekki tekist.
Dekkið sem um ræðir er nýlegt 38″ GrandHawk nelgt á svartri Wite Spoke felgu, með krana og ventli felgan er svört og miðjan er skemmd,
Það er líklegt að þessi höfðingi þurfi aðstoð á verkstæði til að ná dekkinu af felgu (soðinn kantur)
Sé einhver sem vinnur á dekkjaverkstæði sem les þetta bið ég viðkomandi og reyndar alla sem þetta lesa að hafa augun hjá sér.
Þetta er einkar bagalegt vegna þess að þessi dekk eru ekki flutt lengur til landsins , reyndar ekki framledd lengur, þannig að gangurinn er ónýtur þar til mér tekst að finna dekkið eða annað sambærilegt, Ef þið vitið af svona dekki vinsamlega sendið mér mail á augastadir@emax.is.
Mér datt í hug að hægt væri að fá Spöl til að fara yfir myndir úr göngunum ef hugsanlega sæist dekk á palli en það má víst ekki að mati Persónuverndar (Glæpamannaverndar ríkissins)
kv snorri
You must be logged in to reply to this topic.