Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dekk – ráðleggingar óskast
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Kjartan Bergsson 19 years, 10 months ago.
-
CreatorTopic
-
29.05.2005 at 11:23 #195993
Þarf að kaupa ný dekk undir 44″ breyttan Cruiser.
Vil e-ð þægilegt í sumarkeyrsluna.
Er með 14,25″ breiðar felgur sem eru nægilegar útvíðar til að bíllinn verði ekki asnalegur á 38″ en ef það eru til stærri radíal þá væri það betra.
39,5″ Irok eru of mjó f. þessar felgur.
Fjallasport á von á nýjum 38″ Mickey Thomson dekkjum sem þeir segja að standi betur mál en Mudder og séu tommu breiðari. Þekki þau ekki..?Aðrir möguleikar?
Reynsla annarra?PS. Hér f. einhverjum árum þá gæti svona dekkjaumræða leiðst út í trúarbragðastríð en það er alls ekki tilgangurinn. Mig vantar bara ráðleggingar frá reyndari mönnum…
M. ffr. þökk
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
29.05.2005 at 12:07 #523610
Meðan ekki hefur verið farið yfir hvellsprengingar á stórum radial dekkjum myndi ég ekki þora nota önnur radial dekk en mudder í stæðrum yfir 35", nema því aðeins að þau verði aldrei notuð með minni þrýstingi en framleiðandi mælir með.
Framleiðsla á AT 405 dekkjunum mun vera að hefjast þessa dagana, þau ættu að vera betri kostur en Super Swamper (trxus, irok, etc) og Parnelli Jones sem næstum víst er að muni hvellspringa, en það er ekki búið að prófa mörg slík dekk.
Það er áríðandi að gera könnun reynslu af stórum radial dekkjum, án slíkrar könnunar er t.d. ekki hægt að fullyrða hvort Ground Hawk er ásættanleg að þessu leiti. (þau eru það líklega ekki)
Um síðustu helgi hitti ég ferðamenn sem þurftu að breyta áætlunum sínum vegna þess að aðili sem ætlaði að astoða þá lenti í að eyðileggja bíl vegna bilunar á dekki. Þeir vissu ekki hvaða tegund var um að ræða.
-Einar
29.05.2005 at 13:20 #523612Er eitthvað vitað hvort 39,5 Irok hafi hvellsprungið enn?
Kv. Júnni
29.05.2005 at 16:44 #523614það er ekki að spyrja að því Einar alltaf það sama hjá þér þú þarft alltaf að finna eithvað að super swamper dekkjunum en ég get þó sagt að super swamper ssr hafa komið frábærlega út hvorki hopp né annað mjög sterk dekk eru bæði hljóðláttari og stærri en mudder og GH,þau standa 38,3"og eru líka með breiðari bana.
Einar ég held að það sé komin tími til að þú farir að tala um dekk á réttlættisgrundvelli og hættir þessu skítkasti ,mér fannst aldrei íslenst brennívín gott sem betur fer þá þorði ég að prófa annað .
kv Ási
ps :Einar það er best fyrir þig að drekka það kalt
29.05.2005 at 18:30 #523616Það er eftirtektarvert að Ási svarar ekki spurningu Júníusar hér að ofan.
Fyrir tveim árum voru trxxus dekkin frábær, í fyrra voru það irok, nú eru það SSR. Allt eru þetta SuperSwamper dekk, en með mismunandi mynstri.Ási, hefur þú eitthverjar upplýsingar frá Interco sem styðja þá ályktun að SSR þoli betur að það keyrt á þeim úrhleyptum heldur en trxxus?
Mér finnst það vera orðið mjög brýnt að klúbburinn (tækninefnd) afli gagna um þetta vandamál, þegar jafnvel nýleg dekk eru að hvellspringa, stundum þannig að slys hljótast af. Þangað til niðurstöður úr slíkri athugun liggja fyrir þori ég fyrir mitt leiti ekki að nota önnur stór radíal dekk en Mudder.
-Einar
29.05.2005 at 19:04 #523618Ég hafði spurnir af því að Arctic Trucks væru búnir að fá tvo ganga af Dick Cepek radial 38" til prufu og væru þau með öðru munstri en gamli d.c. og virkuðu mjög breið. Ég ætla allavega að bíða og sjá hvort eitthvað er til í þessu.
Kv Hjalti
29.05.2005 at 20:28 #523620afhverju í ósköpunum ætti Júníus að hafa áhyggjur ,nei það hefur ekki sprungið neitt Irokdekk og svo lengi sem menn fara vel með dekkin sýn þá er allt í lagi.Super swamper ssr kom á markaðinn hér fyrir að verða þremur árum síðan það hefur ekkert dekk sprungið eða verið "gallað" á einhvern máta þau eru einfaldlega jafn bestu 38"dekkin á markaðnum í dag.Mér finnst merkilegt hvað Einar er alltaf að reyna kenna mér eitthvað nýtt ég sem vinn á einu stærsta ef ekki stærsta jeppadekkjaverstæði landsins. Super swamper er líklegast stærsti utanvegadekkja framleiðandi og er með mesta úrvalið hér á landi t.d. eru 49" dekkin sem eru hér á landi frá þeim og það líður að því að þið sjáið á götum Reykjavíkur 41x14r18 Irok.
kv Ási
ps:Einar bæði þú og ég hefðum gott af því að hittast, þér er hér með boðið í kaffi uppí Gúmmívinnustofuna.
13.06.2005 at 01:52 #523622Sæll.
Undir 80 dolluna kaupir þú án nokkurs efa 39.5 Irok dekk, það einfaldlega kemur ekkert annað til greina sem sumardekk!
Benni
13.06.2005 at 11:35 #523624Sælir, ég er í vandræðum með dekk sem hvellspringa. Kanturinn virðist slitna hratt þar til að vírinn liggur ber við felguna og hliðin hreinlega rifnar frá.
Ég hef slitið niður nokkra ganga af BFGoodrich AT bæði í 33 og 35 tommu án vandamála. Skipti síðan í BFGoodrich 35 mudder míkróskorin og var mjög ánægður með grip og tiltölulega lítinn hávaða (að miðað við eðlilegan hávaða í LR110 Defender ;).
1. dekk af fyrsta umgangi sprakk með hvelli ársgamalt (á 90+km/klst og heppni að fjölskyldan slapp við skrekkinn). Ég lét rífa öll dekk af felgum og sá að kanturinn var mjög slitinn á þeim öllum. Samdi við BBenna um nýjan umgang á afsláttarverði, tóku þeir einnig og pússuðu felgukanta og menjuðu (voru dálítið nagaðir af vírnum). Á föstudaginn rúmu ári eftir að nýji umgangurinn fór undir hvell sprakk 1. dekk á sama hátt í innkeyrsluni heima hjá mér og rifanði kanturinn frá við kantvírinn.
Þessir 2 umgangar eru keyrðir daglega á 28-30 psi (samkvæmt ráðleggingum BB) og hef ég eingöngu farið 1-2 styttri ferðir (m.a. Langjökul og Skjaldbreið), á hvorum umgangi fyrir sig, þar sem hleypt var niður í 3-5 pund.Hvað er að gerast þarna, eru dekkin gölluð, eru BFGoodrich AT dekkin þetta mikið betri.
Hvað á ég að velja næst?kk
Kjartan
13.06.2005 at 14:24 #523626Verð að láta koma fram að ég var hjá BB áðan, þeir sættust á að láta mig eingöngu greiða slit (15%) á milli fyrir ný dekk, ég er sáttur við það. Topp þjónusta hjá þeim.
kk
Kjartan
13.06.2005 at 14:33 #523628Ég persónulega færi í dekk sem heita TrXus Mud Terrain í 35" munstrið í þeim er ekki ósvipað og í Irok og mér sýnist á þeim uppl. sem fyrir eru að það sé sama gúmmíblanda þeim og Irok sem er mjög gott!
Hlustaðu ekkert á Einar "eik" hann hefur ekkert vit á dekkjum þó hann sé eflaust klár á öðrum sviðum .
Kv.
Benni
13.06.2005 at 15:04 #523630Ég setti þessi dekk undir 44" breyttan F250 nú á dögunum hjá Ása og er yfir mig hrifin, frábært að aka á þeim. Ási hvenar er mér boðið í Kaffi?
Kv
Pétur
13.06.2005 at 15:36 #523632Þessi reynslusaga af BFG Mud dekkjunum kemur mér á óvart. Ég hef alltaf haft tröllatrú á BFG og hefði haldið að það sé ekki mikill munur á AT og MT nema hvað varðar munstrið. Ég á 35" MT dekk sem sá breski var á fyrir breytingu og fara enn undir að sumarlagi og hafa þau verið algjörlega vandræðalaus. Má samt vel vera að dekkin sem ‘Benni Irok’ er að tala um séu ekkert síðri, en er komin einhver reynsla á þau?
Kv – Skúli
13.06.2005 at 17:33 #523634Ég er búinn að skemma eitt dekk á því að spóla því inní felguni á úrhleyptu. Kannturinn tættist aðeins og það hélt ekki lofti nema með kítti.
13.06.2005 at 23:33 #523636Pétur þú ert alltaf velkomin í kaffi til mín í Gvs.
kv ÁSI
14.06.2005 at 09:36 #523638Ég er búinn að vera núna á 35" BFG AT dekkjum í um eitt og hálft ár og það er sífelt að koma mér á óvart hvað má misbjóða þessum dekkjum (mér tókst reyndar að rífa eitt dekk, en það var út af mínum klaufaskap).
Ég man reyndar þegar að ég spurðist fyrir um BFG dekk á sínum tíma þá voru menn eitthvað að tala um misjafna reynslu af AT og MT og líka að kanturinn á þeim væri of veikur fyrir mjög þunga bíla??
Hiluxinn er 1780 kg á þessum dekkjum.Kv.
Óskar Andri
15.06.2005 at 00:05 #523640Ég hef einnig haft tröllatrú á BFG og hef áður keyrt án vandræða á AT. Ég kann bara miklu betur við gripið í MT, sérstaklega míkróskornum.
Mögulega má rekja þessi vandræði mín til bæði veiks kants á dekkjum og lélegar felgur.
Ég lét því setja nýja BFG umganginn (kantarnir litu betur út en mig minnir að fyrri umgangur hafi litið út nýr -þe jafnara gúmmílag yfir vírinn) á nýjar white spoce felgur og vona þarmeð að BFG MT eigi eftir að þjóna mér vel í nokkur ár.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.