This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Þór Þorkelsson 11 years, 2 months ago.
-
Topic
-
Nú fer að koma að dekkjakaupum og ekki auðvelt um vik þar sem gangurinn kostar hálfan jeppann. Spurningin er hvað er best í stöðunni, nú er ég að hugsa um 38″ til 42″ til sumarkeyrslu, 44″ vil ég helst aðeins nota til snjóaksturs.
Hvaða dekk hafa komið best út hvað kostnað, endingu og þægindi varðar. Ég veit ekki hvort það er rétt en hef heyrt að AT 405 dekkinn endist ekki lengi, hver er reynsla manna af þeim. Svo eru vissulega fleiri tegundir. Ég er nokkuð viss um að jeppakarlar/kerlingar hafa verið að skoða þessi dekkjamál þar sem verðið er komið upp fyrir allt velsæmi og ágætt að starta þræði þar sem hægt er að segja álit sitt á þessu.
Kannski er kominn tími á að vekja upp gamla umræðu um að flytja sjálfir inn dekk, ég mann allavega eftir því að verðið lækkaði í kjölfarið á þeirri umræðu.
kv. vals.
You must be logged in to reply to this topic.