FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Dekk

by Valur Sveinbjörnsson

Forsíða › Forums › Spjallið › Allt annað › Dekk

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Gísli Þór Þorkelsson Gísli Þór Þorkelsson 11 years, 9 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 14.08.2013 at 08:27 #226397
    Profile photo of Valur Sveinbjörnsson
    Valur Sveinbjörnsson
    Participant

    Nú fer að koma að dekkjakaupum og ekki auðvelt um vik þar sem gangurinn kostar hálfan jeppann. Spurningin er hvað er best í stöðunni, nú er ég að hugsa um 38″ til 42″ til sumarkeyrslu, 44″ vil ég helst aðeins nota til snjóaksturs.

    Hvaða dekk hafa komið best út hvað kostnað, endingu og þægindi varðar. Ég veit ekki hvort það er rétt en hef heyrt að AT 405 dekkinn endist ekki lengi, hver er reynsla manna af þeim. Svo eru vissulega fleiri tegundir. Ég er nokkuð viss um að jeppakarlar/kerlingar hafa verið að skoða þessi dekkjamál þar sem verðið er komið upp fyrir allt velsæmi og ágætt að starta þræði þar sem hægt er að segja álit sitt á þessu.

    Kannski er kominn tími á að vekja upp gamla umræðu um að flytja sjálfir inn dekk, ég mann allavega eftir því að verðið lækkaði í kjölfarið á þeirri umræðu.

    kv. vals.

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 15.08.2013 at 22:28 #767083
    Profile photo of Logi Már Einarsson
    Logi Már Einarsson
    Participant
    • Umræður: 56
    • Svör: 1247

    Ég get skrifað upp á það að mín reynsla af AT 405 dekkjunum er að þau slitna nokkuð hratt finnst mér. En þetta eru ofboðslega góð akstursdekk, hljóðlát með afbrigðum og bíllinn hjá mér varð bókstaflega að fólksbíl þegar ég sett þau undir. Nota þau þó ekki í sumarkeyrslu þar sem ég er að spara þau fyrir vetrarakstur en ók þó á þeim síðasta sumar og fannst þau slitna nokkuð hratt eins og áður er sagt. Sem ný sumarakstursdekk mundi ég skoða Toyo, hef heyrt gott af þeim í sumarskaki. Í 44" dekkjum til vetraraksturs held ég að fátt annað komi til greina en Dick Cepec. En eins og þú segir, þetta kostar orðið hálfan bílinn þetta helvíti. L.M.





    16.08.2013 at 20:47 #767085
    Profile photo of Ívar Örn Lárusson
    Ívar Örn Lárusson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 509

    Ég hugsa að ég færi í Toyo open country MT sem sumardekk. Hægt að fá þau í 38" fyrir 16" felgur og stærra. Mjög góð akstursdekk og renydust mér ekki illa í sumarúrhleypingum. Hinsvegar ekki besta vetrardekkið.
    Kýs að hafa ekki skoðun á vetrardekkinu en sýnist flestir vera í DC og því myndi ég fyrst skoða það.

    Varðandi dekkjainnflutning þá væri ég áhugasamur að standa að slíkum pakka. Veit að fyrirtækin hér eru að leggja skuggalega á dekkin.
    T.d. komst ég að því fyrir tilviljun þegar ég var í þessu brasi fyrir 2 árum síðan að N1 var að leggja yfir 50.000kr á hvert 46" dekk (sennilega nær 60-70) og því til mikils að vinna.
    Hugsa samt að ég noti 46" MT í vetur líka og því ekki fyrr en næsta sumar eða þarnæsta haust sem ég myndi kaupa nýjan gang/ganga en ef það vantar uppfy





    16.08.2013 at 20:47 #767087
    Profile photo of Ívar Örn Lárusson
    Ívar Örn Lárusson
    Participant
    • Umræður: 50
    • Svör: 509

    Ég hugsa að ég færi í Toyo open country MT sem sumardekk. Hægt að fá þau í 38" fyrir 16" felgur og stærra. Mjög góð akstursdekk og renydust mér ekki illa í sumarúrhleypingum. Hinsvegar ekki besta vetrardekkið.
    Kýs að hafa ekki skoðun á vetrardekkinu en sýnist flestir vera í DC og því myndi ég fyrst skoða það.

    Varðandi dekkjainnflutning þá væri ég áhugasamur að standa að slíkum pakka. Veit að fyrirtækin hér eru að leggja skuggalega á dekkin.
    T.d. komst ég að því fyrir tilviljun þegar ég var í þessu brasi fyrir 2 árum síðan að N1 var að leggja yfir 50.000kr á hvert 46" dekk (sennilega nær 60-70) og því til mikils að vinna.
    Hugsa samt að ég noti 46" MT í vetur líka og því ekki fyrr en næsta sumar eða þarnæsta haust sem mig vanar nýjan gang/ganga en ef það vantar uppfyllingu í gám gæti ég verið með.





    17.08.2013 at 13:08 #767089
    Profile photo of Kristján Hagalín Guðjónsson
    Kristján Hagalín Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 168
    • Svör: 1298

    Er ekki bara spurning um að fara henda í eina pöntun?
    Hverjir voru það sem stóðu að innfluttning af gám hér fyrir nokkrum árum?
    Væri ekki hægt að fá einhverjar ráðleggingar hjá þeim og tengiliði?





    18.08.2013 at 13:04 #767091
    Profile photo of Rúnar Ingi Árdal
    Rúnar Ingi Árdal
    Participant
    • Umræður: 39
    • Svör: 421

    Held það væri vitið, það er enginn hemja hvað er lagt á þessi dekk hja söluaðilum. Höfum verið að flytja inn vinnuvéladekk sjálfir i minni vinnu, reyndar frá evrópu en þó maður taki bara 1 par er það margfalt ódýrara en að kaupa þau hér.





    18.08.2013 at 21:51 #767093
    Profile photo of Lárus Elíasson
    Lárus Elíasson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 408

    Er til í að skoða sumargang fyrir vorið. l





    29.08.2013 at 15:45 #767095
    Profile photo of Rúnar Ingi Árdal
    Rúnar Ingi Árdal
    Participant
    • Umræður: 39
    • Svör: 421

    Hvað segiði, eigum við að safna i 46 tommu pöntun?





    30.08.2013 at 16:24 #767097
    Profile photo of Ólafur Arnar Gunnarsson
    Ólafur Arnar Gunnarsson
    Participant
    • Umræður: 32
    • Svör: 544

    Mig vantar 46"!





    30.08.2013 at 22:50 #767099
    Profile photo of Kristján Hagalín Guðjónsson
    Kristján Hagalín Guðjónsson
    Participant
    • Umræður: 168
    • Svör: 1298

    Eitt sem menn verða að spá í.
    Það kemur reglulega fyrir að það komi hoppidekk, og hefur ekki mér vitandi verið vandamál að fá nýtt dekk í staðinn þegar dekkin eru keypt hér heima.

    Það er þá spurning hvort ekki yrði að taka einn extra gang af 46" ef það þessu yrði til að dekka það ef einhverjir fengju hoppidekk.

    En klárlega er ég til í að skoða að vera með í þessu ef að þessu verður.





    31.08.2013 at 00:45 #767101
    Profile photo of Gísli Þór Þorkelsson
    Gísli Þór Þorkelsson
    Participant
    • Umræður: 103
    • Svör: 1363

    Sá sem startaði þessu og sá um þetta síðast heitir Theodor Kristjánsson eða Teddi fyrir þá sem þekkja hann, fyrir öðrum þekktur sem Patrolman :) þið verðið bara að herja á kappann hann segir í verstafalli nei. En síðast varð ekki um innflutning af honum eða kaupabandalaginu heldur stigu Artic Trucks inn eftir samninga við Tedda og seldu beint úr gám og þá var það þannig að dekkið sem þú fékkst var það sem þú keyptir þýddi ekki að skila hoppurum eða gölluðum enda voru margir sem versluðu 5 dekk til að tryggja sig en þá kostaði DC bara 36þús úr gámnum á móti ca 60 eða 90 þús stk út úr búð.
    kv Gísli





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.