This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 10 months ago.
-
Topic
-
Inngangur: Orð í tíma töluð hjá Ofsa í þræðinum „Ný stefna klúbbsins í fjármálum“, og varð mér innblástur. Mér fannst pósturinn hins vegar tæpast bera mín skrif….. en þeir sem eru illa að sér ættu að kíkja þangað til upprifjunar.
Gnógt framboð er af alls kyns ferðafélögum en þvert ofan í ýmsar gagnrýnisraddir er ég er mjög hlynntur því að klúbburinn standi fyrir ferðum líkt og verið hefur, aðallega vegna þess að það gerir jú félagsmenn sýnilegri sem heild og líklegra en hitt að þeir nái upp samhug innbyrðis sem og annara þegar á reynir (líti menn einhverntíma framhjá tegundadýrkun ). Hitt er annað mál að auðvitað á meginsýn félagsins fyrst og fremst að slást fyrir hagsmunum þeirra sem ferðast á 4×4 ækjum.
Ég er alveg sammála þeirri dulbúnu „dissun“ sem ofsi setur fram í sama þræði um ýmsa félagsskapa aðra sem vilja í sumum tilfellum takmarka möguleika 4×4 ækisferðamanna að vissum eða jafnvel öllum svæðum. Hér gildir auðvitað „hið fornkveðna“ ….að hugsa!.
Hvað varðar eflingu ferðanefndar og stofnun umhverfisnefndar læt ég liggja milli hluta enda mál viðkomandi deildar. Er kannski bara svona illa upplýstur en skil ekki að þær myndu hafi nein úrslitaáhrif. Ef svo er varpa ég ábyrgð aðgerðaleysis sumpart á stjórnir en líka á aðra félagsmenn, stjórnarinnar verk jú að stofna nefndir sér til fulltingis og fylgja eftir þeirra starfi…. eða stundum bara að fá nýtt fólk.
Hrópað er á aukið starf deildanna inní móðurfélagið og er það í sjálfu sér vel og eðlilegt. Þær hafa þó áræðanlega mismikið „power“ í sínu umdæmi og fer það sumpart eftir mannavali, „reputation“ og vilja til áhrifa í sínu samfélagi hvernig þerra starfi er háttað. Vafalaust er það samt rétt að þær geta í sumum tilfellum haft áhrif á mál á sínu svæði. Eitt er þó rétt að hafa í huga, samsetning þeirra og samþykktir þurfa ekki endilega að endurspegla vilja stjórnar Reykjavíkurdeildarinnar sem kallar sig reyndar a.m.k. í daglegu tali „móðurfélagið“. Í raun er þetta ágæta „móðurfélag“ aðeins öflugasta og deild félagsins en Það kann að vera að komið sé að viðurkenningu þar á formlega fljótlega því eitthvað hef ég heyrt talað um landseitthvað einhversstaðar og held ég að það sé vel, því það kemur sennilega til með að auka samstarf og samtakamátt deildanna. Þó ég dreipi hér aðeins á efasemdum um eðlilega uppbyggingu félagsins er rétt að geta þess að okkar ágæta „móðurfélag“ hefur í mörgu sinnt þeirri skyldu ágætlega, t.d. með þessu spjalli, ýmissi hagsmunabaráttu ofl. ofl.
Þar fyrir utan meðan ég var að skrifa þetta datt mér í hug að leita uppi einhver lög félagsins á netinu og þeir einu sem hugnaðist að setja sín lög þar var Austulandsdeildin!
You must be logged in to reply to this topic.