Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Defender 2008
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Rangur 19 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
26.09.2005 at 23:30 #196333
Hér eru komin drög að Defender árgerð 2008:
Sýnist að eitt af síðustu vígunum sé að falla. Það er ekki einu sinni hægt að leggja frá sér Guinnessdós á brettin á honum. Örugglega líka búið að troða undir hann klafadrasli.
Kv – Skúli fúli
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.09.2005 at 07:20 #527986
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta lýtur bara út fyrir að vera ‘wanabe’ hummer H2 ef þú spyrð mig, forljótur andskoti…
27.09.2005 at 09:06 #527988Hann er á Discovery T5 undirvagni, ég veit ekki hvort sá bíll er á klöfum, mér fróðari menn verða að segja til um það.
En ég hefði engann áhuga á að kaupa þennann, gamli er mikið sérstakari og groddalegri, groddalegur á góðan hátt, eins og súkka.
Þessi er víst hannaður fyrir USA markað, sem þýðir að hann þarf að hafa sérstaka hamborgarahaldara og og sérbreið sæti. Svo þarf hann að líta út eins og allir hinir jepparnir sem eru á veginum.Guðlast!
Haukur
27.09.2005 at 09:10 #527990Það eru líka allar líkur á að hann leki hvorki vatni inn né olíu út. Svei..
ÞÞ
27.09.2005 at 09:21 #527992Nýjasti [url=http://www.landrover.com/gb/en/Vehicles/Discovery/Discovery_driving_technology.htm:jeta3elh]discovery[/url:jeta3elh] landróverinn er á klöfum framan og aftan og grindin er soðin föst við boddíið. Svo er hann líka með tölvustýrðum loftpúðum.
-Einar
27.09.2005 at 13:43 #527994Kannski rétt að leiðrétta að boddíið er ekki soðið við grindina heldur fest með boltum eins og venja er. Diskóinn hefur að auki fengist með gormum og slíkir vagnar hafa verið seldir hér, þó fáir séu (enda líkar mér bara bísna vel við tölvustýrðu loftpúðana í RangeRovernum mínum). Persónulega finnst mér líklegra að gormar verði í algengustu útgáfum af Defender 08.
kv.
ÞÞ
27.09.2005 at 14:13 #527996Las einhversstaðar einhverntíman að þessi bíll verður seldur með sömu diesel vél og diskóinn, og allur svona "meiri" utillity bíll (líklega bara grófari teppi !!
Stóð einnig að hann yrði einnig boðinn í heavy duty útfærslu og þá með heillri hásingu. (þá var reyndar bara átt við afturendann
Þannig að þetta gæti orðinn hinn skemmtilegasti fákur, eftir að sett hefur verið undir þetta alvöru fjöðrunarbúnaður að sjálfsögðu.
Sé þó reyndar ekki fyrir mér vegagerðina kaupa svona bíl og skella framan á hann snjótönn !
kv
Rúnar.
27.09.2005 at 15:28 #527998Það var miskilningur hjá mér með loftpúðana, þeir eru ekki staðalbúnaður. En ég get ekki skilið [url=http://www.landrover.com/gb/en/Vehicles/Discovery/Discovery_safety.htm:3jnhivu7]þetta[/url:3jnhivu7]:
[b:3jnhivu7]On Discovery 3, we´ve integrated its body and chassis to form a construction that is much stronger and stiffer than a conventional chassis. This in turn enables safer, more precise handling as well as ensuring Discovery 3 can pass the most stringent crash safety tests.[/b:3jnhivu7]
öðru vísi en að það sé búið að sjóða saman grindina og boddíið. Hvenær var annars hætt að nota ál í yfirbyggingu á Róverum?
Unibody + klafar gerir það að það verður tæplega auðvelt að hækka bílna til að fá pláss fyrir stærri dekk. Verður þetta annars ekki allt sami grauturinn, Range Rover, Range Rover sport, Discovery og Defender, alla vega sé ég ekki muninn.Annað, eigin þyngd á þessum bílum er komin í tvö og hálft tonn.
-Einar
27.09.2005 at 15:42 #528000Range Rover frá 2003 er unibody. Range Rover Sport og Discovery (og verðandi Defender) eru með grind og boddíið ofaná og því vel hægt að lyfta því um þessar fjórar tommur sem leyfðar eru. Boddíið er hins vegar með styrk sjálfberandi bóddís, og er það víst það sem þeir eru aðallega að reyna að segja í þessum feitletraða texta. Enda er bíllinn frekar þungur (álnotkunin hefur minnkað verulega og er víst bara húdd og skott eða eitthvað álíka).
Muni ég rétt eru loftpúðar staðall í dýrari útfærslum en gormar í ódýrari (af Disco). Sjálfsagt hægt að hræra þessu eitthvað til og frá.
kv
ÞÞ
27.09.2005 at 16:31 #528002
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
þetta ekki 10,000,000 millur
27.09.2005 at 17:46 #528004nei kallinn minn það er ekki til bíll sem kostar 10 Billjónir og ég skal skera mig á háls ef Land Rover verður sá fyrsti!
En voðalega eru þið orðnir stressaðir á þessu öllu saman….þetta er ekki fyrr en 2008!!!! Það er ekki eins og hann sé að koma út á morgun!
27.09.2005 at 18:03 #528006
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
vonum þá bara að það gerist ekki, ekki viljum við missa ása og gúrkuna…:P
27.09.2005 at 18:29 #528008Er þetta ekki bara hið besta mál – enda flestir viti bornir bílaframleiðendur hægt og rólega að færa síg í Pajero undirvagninn …. Verður ekki næsti Patrol á klöfum að framan… Og 2010 að aftan líka… ?
EIK skrifar:
"Unibody + klafar gerir það að það verður tæplega auðvelt að hækka bílna til að fá pláss fyrir stærri dekk."Bílinn minn er nú á 44" án vandræða…. Svipaður útbúnaður þar….
En ég óska Rover aðdáendum til hamingju með að vera að fá bíl með þróaða fjöðrun bæði að framan og aftan…. Njótið vel, verst að þið þurfið að bíða í þrjú ár….
Benni
27.09.2005 at 19:00 #528010
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
það kostar Range Rover Vouge
27.09.2005 at 22:20 #528012Hvað kostaði hann annars Roverinn sem var sendur til Mars (eða var það tunglsins)? 😉
Annars er dýrasti RR í verðlitanum hjá B&L (RR Supercharged) á tæpar þrettán. En það er náttúrlega fyrir utan aukahluti (hvað ætli sé hægt að kaupa auka á þrettán milljón króna bíl??) Ódýrasti Diskóinn er á fimm millur. Líklega verður Defenderinn eitthvað aðeins ódýrari (grunnútgáfa), þó ekki mikið.
kv.
ÞÞ
27.09.2005 at 22:43 #528014Benni minn, ég get nú illa tekið við hamingjuóskum þínum, það eru jú sporin sem hræða. Það er augljóst að þessi framtíðarútgáfa kemur til með að skorta allt það sem prýðir Defenderinn í dag og hæfileika hans til að krafla sig áfram í þungu færi í stað þess að setjast á belginn. Þannig er nú það!
Það er nefnilega þannig að þó flestir bílaframleiðendur séu að snúa frá framleiðslu á hásingabílum þá er það ekki vegna þekkingar þeirra á því hvað virkar best í íslenskri vetrarfærð á hálendinu. Mesta furða hvað má smíða úr þessum klafabílum, en að það sé vandræðalaust Benni er nú kannski of mikið sagt.
Kv – SkúliP.s. og svo vil ég fara að sjá æðstaprest klafasafnaðarins svara fyrir þetta, eða er Benni kannski tekinn við embætti af Birni Þorra!
27.09.2005 at 22:58 #528016Og það allra versta er að við þurfum ekkert að bíða; Range Rover og Discovery búnir að missa hásingarnar.
kv.
ÞÞ
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.