FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Defender 2007 á 38

by Skúli Haukur Skúlason

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Defender 2007 á 38

This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Kjartan Bergsson Kjartan Bergsson 17 years, 11 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 18.06.2007 at 10:10 #200438
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant

    Hér má sjá fyrsta eintakið af nýja Defendernum (2007) sem breytt er fyrir 38 tommur. Og það sem er kannski óvanalegt við þennan er að honum er ekki breytt af íslensku breytingaverkstæði eða í íslenskum bílskúr heldur er honum breytt af Landrover sjálfum. Þeim þótti hins vegar tilhlýðilegt að koma með hann hingað til að reyna hann og sjá hvort þetta sé að gera sig.
    Kv – Skúli

  • Creator
    Topic
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →
  • Author
    Replies
  • 18.06.2007 at 10:25 #592596
    Profile photo of Jóhannes þ Jóhannesson
    Jóhannes þ Jóhannesson
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 2995

    En hvenær fór hann eða fer á lyftuna hjá SS Gísla til að klára dæmið :-) hehe smá grín.





    18.06.2007 at 12:18 #592598
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    [url=http://www.youtube.com/watch?v=h5aJ0iDNYns:885isyp9]vidjó[/url:885isyp9]





    18.06.2007 at 12:26 #592600
    Profile photo of Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Hafsteinn Þór Hafsteinsson
    Participant
    • Umræður: 124
    • Svör: 2697

    Hann kemst í… lónið! 😉

    -haffi

    ps. hverjar eru annars helstu breytingarnar m.v. eldri útgáfu?





    18.06.2007 at 13:22 #592602
    Profile photo of Davíð Karl Davíðsson
    Davíð Karl Davíðsson
    Participant
    • Umræður: 72
    • Svör: 1788

    það sem hann nefndi í videoinu um breytingar er að miðstöðvar stillingarnar eru komnar á einn stað í mælaborðinu en ekki dreyfðar út um allt og svo fer miðstöðin 12° hærra upp (ekki viss hvort sé 12°C eða 12°F) annars þekki ég ekki alveg breytingarnar sem eru á honum en það hefur samt lengi verið draumur að fá mér einn svona:D

    Kv Davíð Karl





    18.06.2007 at 17:12 #592604
    Profile photo of Stefán Stefánsson
    Stefán Stefánsson
    Participant
    • Umræður: 17
    • Svör: 2647

    "Where there are no roads you need one of these"
    Það vantaði bara hjón á Hondu CRV með tjaldvagn inní lokaskotið á leiðini í útilegu í Básum. Þetta Fifth Gear pakk fer ekkert smá í taugarnar á mér.





    18.06.2007 at 21:38 #592606
    Profile photo of Þorsteinn Svavar McKinstry
    Þorsteinn Svavar McKinstry
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 162

    Ætli helsta breytingin verði ekki að teljast vélin og kassinn. Defenderinn hefur nefnilega fengið 120 hö vél úr Ford Transit og nýjan SEX gíra kassa. Kassinn er með lægri 1. gír en gamli R380 og hærri 6. en 5. gír var í R380 kassanum. Þetta ætti að gera Defendirinn enn meðfærilegri í ófærum og snjó auk þess að minnka hávaðan á "mikilli" ferð. Þá var örlítið kíkt á innréttingamálin. Hægt er að fá aftursæti sem snúa fram frá Land Rover sjálfum, í stað hliðasæta eða bekkja. (slík sæti hafa fengist aftermarket lengi) Nýtt mælaborð sem á að vera miklu betra, þó einkalega vegna þess að menn þurfa ekki að fara á námskeið í rötun til að finna rofa og annað. Betri og aflmeiri miðstöð og er þá held ég upptalið. Grunar mig reyndar að þessi grái sé ekki alvöru 2007, heldur prototýpa því langt er síðan ég sá myndir af gripnum. Glöggir munu t.d. taka eftir að bungan á húddinu er ekki nákvæmlega eins og á alvöru 2007 bílnum. En skemmum ekki skemmtilega sögu með smá- og aukaatriðum eins og sannleikanum. Mér finnast þessir kantar (á þessum gráa) mun fallegri en þessir Íslensku. Þessi Defender var hér, og er etv. enn, í hópi Land Rover Experience hóps sem Eskimós hafði veg og vanda af. Mikið af Land Rover og mikið af landróveráhugamönnum.

    Steini





    18.06.2007 at 22:50 #592608
    Profile photo of Sigurður T. Valgeirsson
    Sigurður T. Valgeirsson
    Member
    • Umræður: 25
    • Svör: 144

    Ég var á ferð upp í B&L í dag og fékk m.a. að taka í Defender 2007 sem var nýkominn inn á gólf hjá þeim. Ég varð nú fyrir svolitlum vonbrigðum með að taka í gripinn. þýður og góður en vantaði eitthvað upp á þrillið verð ég að segja. Ég man hvað Td5 kveikti í mér 1999 þegar ég prófaði hann óbreyttan. Sprækan og skemmtilegan. Mér fannst nú bara skemmtilegra að komast í gamla minn, og fannst hann bara sprækari. Þó svo hann færi nú ekki eins hratt þegar i 6 gírinn var kominn.

    En ég ætla að fara aftur seinna og prófa aftur, ég lifi í voninni. En svo er að sjá hvað verður úr breytingum. Það er víst einn strax komin í breytignarferli hjá þeim.

    En voða finnst mér þeir samt "slappir" eitthvað í sölu og markaðssetningunni hjá þeim B&L. Þetta er auðvitað fyrst og fremst bíll sem snýst um þrillið og ímyndina. Hvorugu er nú hátt gert undir höfði hjá þeim.





    18.06.2007 at 23:41 #592610
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Ég verð að segja að ég er nokkuð sammála þessu með markaðsetningu B&L á Defendernum. Það er ekki þeirra markaðsstarfi að þakka að ég ek Defnender, þettu ‘cult’ er ekki eitthvað sem maður kynnist þaðan. Einu samskipti mín við umboðið er að einstaka sinnum fer ég þangað eftir varahlutum og þá sér maður nánast ekki neitt þar inni sem minnir mann á að þetta sé varahlutaverslun umboðsaðila Landrovers. Töluvert annað andrúmsloft hjá BSA, enda er það alltaf fyrsta val að fara þangað. Svo ég gæti þó sanngirnis þá hef ég oft fengið það sem mig vantar á ágætu verði hjá B&L, þannig að þeir hafa ekki þann galla sem mörg önnur umboð þjást af að okra á varahlutum.
    Ég var aðeins að vona að þetta myndi breytast þegar 2007 bíllinn kæmi, þá yrði allavega eitthvað smávegis sett í gang og þessi tímamót kynnt eitthvað örlítið þó ég hafi kannski ekki átt von á neinum herlúðrum. En ég er hins vegar að heyra það fyrst núna að hann sé kominn til landsins.
    Kv – Skúli





    18.06.2007 at 23:54 #592612
    Profile photo of Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Barbara Ósk Ólafsdóttir
    Participant
    • Umræður: 38
    • Svör: 775

    Strákar mínir, fann myndbandið á youtube:
    [url=http://www.youtube.com/watch?v=h5aJ0iDNYns:2yubifcq][b:2yubifcq]Video[/b:2yubifcq][/url:2yubifcq]





    19.06.2007 at 09:24 #592614
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Grínið hjá Dolla hérna efst er kannski ekki langt frá sannleikanum þegar betur er að gáð, sbr innlegg Dassa neðst á [url=http://islandrover.rangur.net/spjall/viewtopic.php?t=1253:2w55q506][b:2w55q506]þessum spjallþráð[/b:2w55q506][/url:2w55q506] hjá [url=http://www.islandrover.is/:2w55q506][b:2w55q506]Íslandrover[/b:2w55q506][/url:2w55q506]
    Reynslan af breytingunum og notkun breyttra bíla skiptir máli.
    Kv – Skúli





    19.06.2007 at 11:43 #592616
    Profile photo of Kristmann Hjálmarsson
    Kristmann Hjálmarsson
    Member
    • Umræður: 12
    • Svör: 96

    Það er eitt sem maður er ekki að skilja.
    Hvað eru menn að fá fyrir peninginn í nýjum landa.
    Hann kostar 4.5-5 millur og þú færð margra áratuga hönnun, hundlatann 122hp díselmótir og bíllinn kemur hálf beiglaður úr kassanum.
    Auðvitað eru þetta sterkir og áreiðanlegir bílar og allt það, en manni fynnst þetta heldur hátt verð miðað við hversu lítil vinna fer í þróanir og hönnun á þessum bíl.
    Þetta slagar í nýann Land Cruiser





    19.06.2007 at 12:54 #592618
    Profile photo of Gísli Sverrisson
    Gísli Sverrisson
    Participant
    • Umræður: 30
    • Svör: 332

    Nokkrar milljónir króna fyrir sneið af Breska heimsveldinu?
    Það finnst mér bara gott og myndi helst borga miklu meira.

    kv. Gísli Sveri





    19.06.2007 at 15:03 #592620
    Profile photo of Sigurgeir H. Sigurgeirsson
    Sigurgeir H. Sigurgeirsson
    Member
    • Umræður: 7
    • Svör: 40

    Er þetta ekki eitthvert grín hjá Tjallanum með hestaflafjöldann?





    19.06.2007 at 17:29 #592622
    Profile photo of Sigurður T. Valgeirsson
    Sigurður T. Valgeirsson
    Member
    • Umræður: 25
    • Svör: 144

    Þetta eru auðvitað konunglegir breskir hestar hennar hátignar, engar venjulegar bikkjur. Og alls engir grjónahestar ;oÞ





    19.06.2007 at 18:10 #592624
    Profile photo of Þorsteinn Svavar McKinstry
    Þorsteinn Svavar McKinstry
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 162

    Í hverju liggur verðið er spurt. Ekki rafmagnsrúðuupphölurum og hljóðeinangrun, svo mikið er víst. Ég vona að allur þessi peningur liggi í gæðum sem skilar sér í styrk og endingu. Menn geta spurt sig hvar eru allir gömlu Asíujepparnir? Ekki á götunni.
    Annars minnti eftirfarandi reynslusaga mig enn og aftur hvers vegna ég á og ek helst engu öðru en Land Rover:
    Ég var að leiðsegja hóp erlendra ferðamanna m.a. upp í Skálpa á nokkrum jeppum. Þ.á.m. Defenderum og Patrolum. Svo slysalega vildi til að tveir jeppanna óku á töluverðri ferð (sama hraða) ofaní hvarf sem myndast hafði þegar runnið hafði yfir og úr veginum. Til að gera langa sögu stutta þá bognaði framhásing og eyðilögðust pakkningar í liðhúsi Patrólsins en Defenderinn bað um meira. Ætli þetta skýri verðmuninn að einhverjum hluta. Þetta er það fallegur dagur að ég læt vera að minnast á Toyotur.

    Steini
    Hamingjusamur eigandi LR Defender 110, LR Tomcat, Range Rover og Discovery





    19.06.2007 at 22:06 #592626
    Profile photo of Hlynur Snæland Lárusson
    Hlynur Snæland Lárusson
    Participant
    • Umræður: 96
    • Svör: 3059

    Breska heimsveldið fær plús fyrir að reyna að smíða jeppa sem er á hásingum ennþá. Annað hugnast mér ekki við þessa bíla. Kraftlausir, óþægilegir, endalaust þvínguð fjöðrun, óþéttir, ónýtir öxlar og svo mætti lengi telja. Ef verðið væri í samræmi við þetta allt, væri þetta kanski áhugaverður kostur.

    Svo verð ég að segja eina sögu.

    Einu sinni var ég að keyra í snjó, og í sama snjó var Rover. Roverinn braut öxul, en í sama skafli bað Patrol um meir.

    Góðar stundir





    19.06.2007 at 22:31 #592628
    Profile photo of Skúli Haukur Skúlason
    Skúli Haukur Skúlason
    Participant
    • Umræður: 86
    • Svör: 2442

    Þorsteinn, nú hefurðu sært Patrol-hjarta illilega. Maður segir ekki við nýbakaðan faðir að unginn sé ljótur og maður segir ekki sanntrúuðum Patrol manni sannleikann.
    Kv – Skúli





    19.06.2007 at 23:23 #592630
    Profile photo of Sigurður T. Valgeirsson
    Sigurður T. Valgeirsson
    Member
    • Umræður: 25
    • Svör: 144

    Talandi um að bera saman Patrol og Defender, ætli menn finni nú ekki líka verulega muninn í veskinu þegar þarf að eiga við einhverjar viðgerðir og varahluti, tala nú ekki um að ná þeim saman ef um stæri viðgerðir er að ræða. Og oftar en ekki er um mjöög veeerulegan mun að ræða.

    ;o)





    19.06.2007 at 23:30 #592632
    Profile photo of Þorsteinn Svavar McKinstry
    Þorsteinn Svavar McKinstry
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 162

    Já fuss og svei, ég átti auðvitað að að reyna í það minsta að milda söguna eitthvað pínulítið með einhverri hvítri lygi. Það er ljótt að segja sannleikann þegar hann særir, eða hvað. Ég veit ósköp vel að það bíður mín pollur í gólfinu ef rignir og skafl í aftursætinu ef skefur. Það gerir bara ekkert til, einfaldlega ekkert. Þetta er nefnilega bara bíllinn minn og hann er eins og öll önnur mannana verk, ófullkominn. Ég gæti meira að segja sagt eina fallega og góða sögu um Patról.. ef ég aðeins kynni einhverja. En þetta er jú allt í hálfkæringi sagt og sem betur fer er smekkur manna mismunandi. Hugsið ykkur bara annars, ef allir ættu patról og væru kvæntir sömu konunni.

    Steini





    20.06.2007 at 08:16 #592634
    Profile photo of Ólafur Helgason
    Ólafur Helgason
    Member
    • Umræður: 6
    • Svör: 194

    Ég las í einhverju erlendu bílablaði um daginn að þeir hjá Rover vissu ekki hvað Land Rover endist lengi það væri bara búið að framleiða hann í fimmtíu ár :)

    Góðar stundir Óli





  • Author
    Replies
Viewing 20 replies - 1 through 20 (of 25 total)
1 2 →

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.