Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Defender ..
This topic contains 25 replies, has 1 voice, and was last updated by Skúli Haukur Skúlason 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
07.06.2006 at 19:31 #198059
Anonymouseinhver staðar heyrði ég að það væri ódyrt að breyta defendernum fyrir 35 eða 38 sá óbreyttan svoleiðis bíl (32″) og ég var að spá er mikið vesen að koma þeim á 35″ eða dugar sú stærð bara alls ekkert í svona sumarferðir og léttar vetrarferðir og verður maður að fara strax í 38 „
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
07.06.2006 at 20:47 #554102
Defender er rétt um 2 tonn og 35 tomma dugar vel í allar sumarferðir og örugglega hægt að komast ágætlega áfram í léttum vetrarferðum. Fyrir 35 tommu er raunar nóg að setja 2 tommur undir gorma og brettakanta í stíl, allavega var það allt og sumt sem hafði verið gert við minn þegar ég fékk hann, en þá var hann á 35. Virkaði bara býsna vel, að vísu með læsingum framan og aftan. Defender er orginal nokkuð lágt gíraður, háa drifið með niðurgírun 1:1,411 og lága drifið 1:3,320 (í stað 1:1 og 1:2 eins og algengt er), og því þarftu ekki að skipta um hlutföll, bíllinn verður bara betri í almennum akstri á 35 tommu dekkjum. Ef þú ferð hins vegar í 38 tommu er um nokkuð meiri aðgerð að ræða, en þó ekki svo óskaplega miðað við marga aðra. [url=http://www.mountainfriends.com/html/breti.html:xlnxp6ly]Breytingaferlið[/url:xlnxp6ly] fyrir 38 tommu í máli og myndum hér.
Kv – Skúli
07.06.2006 at 21:00 #554104Hefur ekki einhver prófað að setja 38" undir þessa bíla með bara 5-6 cm hækkun?
Alveg viss um að ég hafi séð svoleiðis bíl á götunum um daginn.Einu sinni þurfti að hækka Hiluxinn um einar 6 tommur til að koma 38" undir hann. Í dag er þetta hægt með 6 cm, og gott ef einn ónefndur hafi nú bara ekki alveg slept því að hækka sinn yfir höfuð
Virðist aðalega snúast um góða samninga við brettakannta og body…..kv
Rúnar.
07.06.2006 at 21:14 #554106Mér finnst líklegt að þetta sé hægt Rúnar. Allavega eru menn að setja 44" undir þá með þessari 10 cm hækkun, þó þá þurfi kannski aðeins að semja við framstuðarann og boddýbita aftan við framhjólin. Veit þó ekki hvort menn losni undan því að síkka stífur og fara í stýrisbreytinguna.
Kv. – Skúli
07.06.2006 at 22:27 #554108
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
já maður þarf að skoða þetta , eru þetta nokkuð svo vitlausir bílar.. hvað ert þú búinn að eiga þinn lengi skúli og er eitthvað meira eða minna viðhald á þínum bíl en einhverjum öðrum bíl.. ég myndi helst nota hann til að geta dregið tjaldvagninn minn og haft rúmt um mig og mína.. fann fyrir því um helgina þegar að farangur fyrir 3 manna fjölskyldu passar illa í súkkuna þá þarf maður að kaupa stærra og þesssi bíll er upplagður að mínu mati..
rakst inná í [url=http://www.bilasolur.is/Main.asp?SHOW=CAR&BILASALA=47&BILAR_ID=101832&FRAMLEIDANDI=LAND%20ROVER&GERD=DEFENDER%20110%20TDS&ARGERD_FRA=&ARGERD_TIL=&VERD_FRA=1150&VERD_TIL=1750&EXCLUDE_BILAR_ID=101832:17u8ugyx][b:17u8ugyx]þennan defender[/b:17u8ugyx][/url:17u8ugyx] í dag og varð alveg heillaður, var að spá í að byrja á að setja hann á 35 "dekk ef að maður nær að plata frúnna til að hafa þetta sem eina bíl á heimilinu, (lítil hætta á að það gerist en það má alltaf reyna)
07.06.2006 at 22:51 #554110
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
eru brilliant bílar en kannski ekki alveg viðhaldsfríir enda breskir. Ég keypti mér svona bíl síðasta haust og var hann á 31" og lét ég hækka hann upp í vetur um 2" og setja á 35" er búinn að fara í tvær ferðir á langjökul á honum annari með litlu deildinni í nokkuð góðu færi og aðra í mjög vondu færi. Drifgetan í bílnum kom mér á óvart í báðum þessum ferðum hvað hann fór mikið. Jafnframt hef ég verið að þvælast á honum hingað og þangað og kemur hann mjög vel út. Ég myndi samt skoða hvort það sé mikið meiri breyting að setja hann á 36" fyrir utan aðra kanta. Færð ábyggilega töluvert meira flot í snjó og hlutföllin ættu ekki að vera vandamál þar sem orginal dekkin eru víst ansi nálægt 35" í hæð enda var bíllinn hjá mér alltof lággíraður á 31".
07.06.2006 at 22:57 #554112
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég hef nú bara heyrt þær sögur að þessir bílar þurfi ekki neitt viðhald.. heyrði um einn sem að var búinn að keyra sinn um 300 þús km og eina sem að hann hefði gert var að skipta um heddpakkningu í 200 þús og skippt um legur að aftan , eina sem að hann sagði að með þessa bíla þá þarf maður að fylgjast með legunum að aftan svo að þær skemmi ekki öxulinn ef að legan byrjar að vera slöpp, annas viðhalds fríir bílar..
Svo er 35 tomman töluvert ódýrari heldur 36 og ég vill ekki kasta of miklum peningum í þetta alveg til að byrja með..
koma þessir bílar ekki original læstir að aftan
Á maður frekar að fara í toyotu Hilux fyrir þetta verð og vera alveg "safe" ?
kveðja orninn
07.06.2006 at 23:08 #554114
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
frekar en Hilux færð mun skemmtilegri ferðabíl. En enginn bíll er viðhaldsfrír hvort sem hann heitir toyota. Land Rover eða eitthvað annað. Ég hef ekki lent í neinu utan þess sem getur talist eðlilegt viðhald og eins og ég sagði kom hann á óvart í snjónum á 35".
En þeir eru langflestir ólæstir að aftan en hægt var að kaupa LSD sem aukahlut og veit ég ekki til þess að margir bílar séu með því. Land Rover vill víst meina að góð fjöðrun komi stað læsinga.
Ég mæli með því að þú skellir þér á einn svona ættir ekki að verða fyrir vonbrigðum. Ef þú vilt fræðast meira um þessa bíla geturðu alltaf kíkt á spjallborðið hjá http://www.islandrover.is.
07.06.2006 at 23:12 #554116Ég get alveg mælt með honum. Ég er búinn að eiga minn í tæp 3 ár og hefur hann reynst vel, get ekki séð að það sé meira um bilanir á honum en öðrum þó auðvitað geti allt bilað. Það hefur verið talað um öxla, en aðal vandamálið við orginal öxla hefur eiginlega með að gera frágang á þeim. Það þarf að hugsa um að smyrja vel endana (laus flans sem gengur upp á öxulendann og svo gúmmíhetta yfir) en svo er hægt að fá í BSA ástralska öxla sem bæði eru sterkari og með gáfulegri frágangi, ég er kominn með þá að aftan en orginal að framan og svosem ekki lent í vandræðum með þá. Vatnsdæla fór hjá mér, en ég hef ekki heyrt að það sé neinn sérstakur veikleiki, sennilega bara tilfallandi. Fer örugglega létt með tjaldvagninn og hægt að stafla miklu aftur í. Eini gallinn sem ég finn fyrir er að miðstöðin er ekki sú öflugasta, á köldum dögum blæs hún bara svona rétt volgu, kuldagallinn ómissandi í vetrarferðir. Þessi sem þú ert að spá í lítur vel út, en nauðsynlegt að fá á hann snorkel. Loftinntakið er þarna á utanverðu frambrettinu sem er ekki heppilegt í ám þegar straumurinn er þeim megin.
Kv – Skúli
08.06.2006 at 15:42 #554118Það er að vísu langt síðan ég átti Land Rover síðast, en þetta eru aldeilis þrælmagnaðir bílar og fjöðrunin sem kemur í þeim original er alveg frábær og sérhönnuð í torfærur. Þetta er nú að verða einn af örfáum bílum sem enn er hægt að fá með heilum ásum framan og aftan. Eins og Skúli getur um, þá er miðstöðin slöpp, en menn hafa nú fundið ráð við því, sem að vísu kosta peninga. T.d. hefði ég haldið að olíumiðstöð væri algjör nauðsyn í svona bíl ef maður ætlar að nota hann til vetrarferða. Það er ekki mjög mikið mál að sofa í bílnum ef maður lendir í þannig aðstæðum, sem er ótvíræður kostur. Annar veikleiki en miðstöðin, sem ég held væri rétt að minnast á, eru hurðirnar, sem eru ekki nógu þéttar miðað við það sem maður þekkir á svona götujeppum. Það sama má nú reyndar segja um Wrangler frá Jeep, skilst mér. En ég held að viðhald á LandRover sé ekki meira en á öðrum bílum, auðvitað fer þetta bæði eftir heppni og meðferð og hvað maður leggur á þá. En Landinn þolir hnjask og vegleysur líklega betur en margir aðrir bílar. Það fer svolítið í pirrurnar á sumu fólki hvað stýrið er utarlega í bílnum og þá ekki síður pedalarnir, en það venst mjög fljótt.
08.06.2006 at 16:00 #554120teljast vart til milkilla hægindastóla heldur. Allavega eru einu aðilarnar sem hafa dásamað þægindin í aftusætinu á Dobblaranum mínum, aðilar sem voru nýskriðnir út úr aftursæti á Defender
kv
Rúnar.
08.06.2006 at 16:19 #554122Sæll.
Byrjaðu á því að fá svona Landa lánaðan í eina dagsferð á fjöll og hugsaðu þig svo vel um. Ég fékk svona bíl á 38" lánaðan í vetur og fór einmitt inn í Þórsmörk. Ég kom allur skakkur og skældur til baka, því afstaðan á stýrinu og pedulunum við sætið er alveg út í hött. Svo er bílstjórahurðin alveg ofaní þér. Ég tel mig ekki vera stórann eða mikinn en þetta var það helsta sem ég setti fyrir mig. Annars var hann bara nokkuð sprækur og skemmtileg fjöðrun í honum. En mér fannst töluvert betra að sitja í Hilux.
Kveðja
Ásgeir
08.06.2006 at 17:14 #554124
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
er þá ekki bara eini kostnaðurinn við 35" breytinguna , dekk og upphækkunarklossar undir gorma.. (þetta er ekki bodyhækkun er það ?) en er þá ekki svipuð drifgeta í defendernum á 35 og t.d hilux eða er hann léttari ? .. en er hægt að smella undir hann 38 bara með þessari hækkun, verður hann þá ekki leiðinlegur ef að ekkert meira er gert ?
kallinn er að hitna allsvakalega fyirr þessum bílum
En hvernig er það , er þetta nokkuð mjög lipurt í innanbæjarakstri.. þegar að maður ætlar sér í kringluna og sollis ?
08.06.2006 at 18:34 #554126Varðandi spurningu þína þá er það rétt að þú getur sloppið með upphækkunarklossa og dekk og felgur til að fara á 35 tommu, og svo kanta ef þeir sem eru fyrir eru ekki nógu sverir (sem mér sýnist þó á myndunum). Hins vegar setur þú ekki 38 tommu undir með aðeins þessa hækkun eða allavega þarf þá að klippa hressilega. Ég mátaði dekkin undir að framan hjá mér áður en ég fór í að hækka og það var ekki mikill beygjuradíus sem það bauð upp á. Ég veit ekki til þess að þeir séu hækkaðir á boddýi.
Varðandi þægindi þá er auðvitað allt afstætt. Stórir og miklir menn eiga örugglea erfitt með að fíla sig undir stýri á Defender þó rindill eins og ég fíli þetta vel, en að því slepptu er ég engan vegin sammála því að það fari betur um mann í Hilux. Ég var áður á 4Runner og fannst mikill munur að sitja undir stýri með fætur í nokkuð réttri stöðu í stað þess að hálfliggja eins og í fólksbílstík. Á langkeyrslu fer bara nokkuð vel um mig þarna og það að hafa stýrið og pedalana svona vinstra megin, ja eiginlega finnst mér núna allir bílar hálf fáránlegir með þetta þarna lengst til hægri. Þetta semsagt venst eins og annað og maður finnur sér bara réttu stöðuna. Orginal aftursætin eru hins vegar ekki boðleg fullorðnu fólki til langs tíma, það er auðvitað staðreynd. Lipur í bæjarsnatti??? Ef ég ætti jeppa sem væri lipur í bæjarsnatti myndi ég draga þá ályktun að ég þyrfti að skipta, þetta gæti ekki verið almennilegur fjallabíll. En ég fer nú samt allra minna ferða á honum, hvort sem er í Kringluna eða niður í 101. Legg kannski ekki í hvaða stæði sem er.
Kv – Skúli
08.06.2006 at 20:31 #554128Ólýginn sagði mér að einu sinni hefði komið nýr Land Rover til landsins og hann hefði ekki lekið (hvorki inn né út). Þegar bretarnir fréttu af þessu sendu þeir flugvél eftir honum og flugu með hann aftur í verksmiðjurnar og unnu í honum dag og nótt þangað til hann lak eins og sannur Land Rover (bæði inn og út). Síðan var hann sendur til eigandans aftur. Skúli var þetta nokkuð þinn? Annars hef ég alltaf hlýjar tilfinningar til þeirra enda byrjaði ég minn ökumannsferil á einum slíkum þegar ég var 10 ára. Þetta eru alvöru jeppar ekki fólksbílar á sterum. (Sagan er stolin og stílfærð af vef Land Rover manna)
08.06.2006 at 22:01 #554130Margar góðar sögur af Landanum. Svosem að það sé skilaréttur ef það vantar orginal dældir. Einni get ég deilt með ykkur sem er sönn. Ég keypti á dögunum hjá snillingunum í BSA (hjá þeim fær maður ekki aðeins allt í Land Rover heldur fylgir iðulega gríðarlegur fróðleikur með í kaupbæti sem því miður er alltof sjaldgæft) túbu af sérstakri feiti í liðhúsin. Túban inniheldur 370 ml af feiti passlega þykkri til að tryggja góða smurningu þarna og í passlegu magni, ein túba í hvort liðhús. Á henni stendur “Formulated for all Land Rover and Range Rover models 1951-2001“. Það eru ekki allar tegundir sem bjóða upp á að sami hluturinn passi fyrir allar árgerðir á hálfrar aldar tímabili.
Ég er kannski heppinn með eintak en eini lekinn hjá mér er meðfram hurðunum að neðanverðu sem kemur þá aðeins í ljós þegar ég fer djúpt í ár. Það þýðir auðvitað bara að hann verður stöðugri í ánni, tekur strauminn ekki á sig heldur í gegnum sig.
Kv – Skúli
08.06.2006 at 23:02 #554132
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég sá á rover síðunni að hann hafði sett 37 tommu dekk sem voru 12,5 á breidd veit einhver hvernig það er að koma út í alvöru jeppaferðum .. en annass held ég að þetta sé bara djöfulli góður bíll allavega miðað við hvað maður heyrir og les.. en þessir upphækkunarklossar veit einhver c.a hvað þeir kosta ?
09.06.2006 at 00:04 #554134Af Landrover
Bretarnir segja að engin viti hvað Land Rover endist lengi því það sé bara búið að framleiða þá í 50 ár.
Einnig var því logið að mér að 2/3 af öllum Land Rover sem rúllað hafa útaf færibandinu frá upphafi séu ennþá skráðir.
09.06.2006 at 00:56 #554136ég er búin að eiga minn Defender (td5 2001)í tæpt ár og er hæstánægður með hann. kannski ekki sá liprasti en hann meira en vegur það upp þegar komið er út af malbikinu. hann er soltið hastur yfir hraðahindranirnar en þegar í svona 15 pundin er komið í vegleysum þá étur hann allar ójöfnur..
Ég er á 37 tommu Goodyear sem eru að reynast mjög vel sem sumar/keyrsludekk en en það verður að segjast að flotið er ekki mikið í þeim, sérílagi þar sem það er víst ekki æskilegt að hleypa mikið úr þeim (alla vega ekki niður fyrir 10 pundin).
Það besta sem ég hef bætt við síðan ég keypti hann er að fá í hann Recaro stóla í staðinn fyrir upprunalegu framstólana. Síðan má minnast á að það gerbreytir bílnum til hins betra að smella í hann superchip, ekki bara til að auka snerpuna heldur verður hann skemmtilegri í akstri að öllu leyti ekki síst innanbæjar…Defenderinn minn bíður nú þess að maður smelli sér í breytingar alla leið….í 44" og arb læsingarnar bíða frammi á gangi..;o)
alla vega er hann komin til að vera….og njóta..ég líki þessu við Harley og Ferrari..þetta er meira og minna upplifun og thrill…enda veðrur maður eins og hluti af bílnum í action.
hvað varðar söguna….sjáið umfjöllun TopGear um Landrover 70% allra bíla sem framleiddir eru, ennþá í notkun.
http://video.yahoo.com/video/play?p=lan … ck=Results
09.06.2006 at 15:12 #554138
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
má ekkert hleypa úr þeim vegna þess hve mjó þau eru eða hvað ? , þá er ekkert sniðugt að’ kaupa þau ef að maður stefnir á jeppast á þeim ekki bara keyra
eru þessir bílar með sídrif ?
09.06.2006 at 15:40 #554140
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ég er með 35" good year með grófa munstrinum og er það rétt að þau eru nokkuð hörð. Ég prófaði þau í vetur og fór ég alveg niður í 2 pund með þau lenti reyndar í smá vandræðum með eitt dekkið hjá mér þá en kenni felgunum um það þar sem kantarnir eru kannski orðnir nokkuð daprir. En þau voru mjög góð allavegana niður í 4 pund og það er nauðsynlegt að hleypa duglega úr þeim þar sem þau eru með þykkar hliðar og bælast því frekar seint. https://old.f4x4.is/new/photoalbum/?file … 4377/30170. Hérna er mynd af bílnum hjá mér og er líklega 6-7 pund í dekkjunum eins og sést bælast þau ekkert rosalega. En þau virkuðu fínt.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.