This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Valdimar Valsson 15 years, 11 months ago.
-
Topic
-
Ég er með ’88 chevrolet s10 blazer með soldið miklu dauðu slagi í stýri.
Hann er með upprunalegu stýrismaskínuna sem er bara svona venjuleg chevy/ ford maskína. hann er með nýsmíðuðum stýrisgang sem er svona klofið stýri eða skæra system.Ekki bein millibilsstöng og ekki heldur stýristjakk. Ég gerði mælingu til þess að sjá hvort hann væri útskeifur eða innskeifur. Fyrir aftan hásingu mældi ég 130 sm en fyrir framan hásingu mældi ég 129 sem myndi segja að hann væri innskeifur um 1 cm.
Mér finnst vera alltof mikið dautt slag í þessu stýri og er eiginlega hörmulegt að keyra hann á malbiki og möl. Ég prófaði um daginn 38 tommu 4runner hjá vini mínum og hann var ekki með neinu dauðu slagi.
Þótt maður sé á 38′ breyttum bíl þá er ekki þar með sagt að það þurfi að vera svona stórt dautt slag, þótt að mér hafi verið sagt að það væri alltaf smá slag í þessum maskínum en þetta er langt yfir það slag. Hvernig laga ég þetta eða allavega minnka þetta.
Kveðja Davíð
í von um að fá ágætis pælingar frá þeim sem nenna að lesa þetta
Takk fyrir
You must be logged in to reply to this topic.