Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dana 60 smíði
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Ari Gunnar Gíslason 17 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.02.2008 at 17:49 #201813
Sælir ég er núna að að vinna í að setja aðra D-60 hásingu undir Dodge-inn hjá mér, þetta er D 60 ford hásing sem ég ætla að setja undir en vandamálið er það að fordbremsurnar eru svo væskilslegar við hliðina á Dodge bremsunum, þannig að spurningin er sú hvort einhver hér hafi fært dodge diskana og bremsudælurnar yfir á fordhásingu og þá hvernig var lausnin á því fundinn.
Nenni ekki að finna upp „hjólið“ ef það er búið að því.
Kveðja,
Glanni. -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.02.2008 at 18:20 #613172
Er ekki hægt að gera eitthvað svipað þessu:
[img:1173bs3n]http://www.rockstomper.com/images/products/brakes/dedford03.jpg[/img:1173bs3n]
.
Smíða plötu sem fer undir legustútinn sem bremsudælan boltast á?
–
Bjarni G.
06.02.2008 at 19:06 #613174Halldór, var ekki Dana 60 undir bílnum hjá þér? Svona til að halda áfram með þetta þá spyr ég; er einhver leið til þess að setja RAM 2003 á 16" án þess að skipta um hásingu eða slípa af dælunum (sem mér finnst frekar vafasamt). Þá er ég að tala um svona plötusystem eða eitthvað annað til að færa dælurnar innar?
Kveðja:
Erlingur Harðar
06.02.2008 at 20:07 #613176Jú Bjarni, þetta er líklega lausnin á þessu, ætla að ath. þetta takk.
Erlingur ,jú það var dana 60 undir bílnum hjá mér en öxlarnir eru of grannir í henni (32rílu) og legusystemið er algjörlega ónýtt, síðan var eitt liðhús hjá mér ónýtt þannig að það var dýrara fyrir mig að kaupa 35rílu innri/ytri öxla og nýtt legusett með lokum og liðhús í þessa nýju hásingu en að fara útí þessa aðgerð+ ég fæ rewerse drif sem er betra.
Ég tel að það sé ekki hægt að setja 16" felgur á þetta hjá þér, tel mig hafa skoðað það þar sem ég er ö.. var með náhvæmlega eins hásingu og þú ert með það er jú eitthvað hægt að færa en ekki nóg. það er algjörlega óhjákvæmilegt að skipta út stýrisgangi og fá þennan legubúnað í þetta ef á að nota þetta á 46" búinn að prófa það, verst hvað það er dýrt að standa í þessu en það er líka dýrt að þurfa skilja bílinn eftir upp á fjöllum (réttlæting)
06.02.2008 at 20:28 #613178OK þannig að ég er ekkert bættari með því að fá Dana 60 úr eldri RAM (1995) það er þá sama litla bilið á milli leganna þar líka? Annars kostar svona fullvaxin framhásing hjá Ljónstaðabræðrum um 700þús. Hún er ný með sverum öxlum, hlutföllum og læsingum. Hún fer líklega bara undir bílinn í haust!
Annars ætla ég að fara í 47/17 dekkin, þau eru loksins til núna!Kveðja:
Erlingur Harðar
06.02.2008 at 20:45 #613180Nei þú ert ekkert bættari með því, það eru bara 31r í þeim.
Annars getur þú fengi í þína hásingu kitið frá Dyna track eða solid Axel, en með því og nýjum stýrisgangi þá erum við alltaf að tala um 4-600 þúsund undir komið fyrir utan læsingar og hlutföll. Þannig að það er kannski ekki fjarri lagi fyrir þig að kaupa þessa hásingu af ljónunum.
Þetta er algjörlega fáránlega dýrt sport:)
07.02.2008 at 04:47 #613182Það er hægt að fá þessar hásingar fulltilbúnar að utan komnar heim á MUN minna en 700Þús
07.02.2008 at 07:41 #613184Nú? Hvar er hægt að fá þær og hvað kallarðu á mun lægra verði Ari?
07.02.2008 at 08:00 #613186Nú er ég sammála Glanna, þessi vörubílaútgerð er fáránlega dýrt "sport".
En það þarf ekki að vera sérlega dýrt að stunda vetrarferðir, ef menn velja bíla sem eru nægilega léttir til að geta flotið ofan á snjónum, á dekkjum sem eru ekki stærri en orginal hjólabúnaður þolir.
En þegar bílarnir eru orðnir of þungir til að fljóta og dekkjastærð miðast við að geta keyrt í gegnum krapann og snjóinn, þá fer dæmið að kosta 😉-Einar
07.02.2008 at 08:13 #613188Fáránlega dýrt en líka fáránlega skemmtilegt:)
Svo ekki sé nú minnst á hvað það er fáránlega þægilegt að ferðast á þessum "vörubílum"
07.02.2008 at 08:53 #613190fyndið hvað sumir eru mikið á móti þessum eðalvögnum…

Eiginlega bara jafn fáránlega fyndið eins og hvað þessar druslur drífa fáránlega mikið.En það er jú margt skrýtið í kýrhausnum, eins og að ein þjóð kaup sér óséð nýja Land Cruisera fyrir á annan miljarð, þegar nokkrir Yarisar hefðu alveg dugað jafn vel

Kveðja
Fáráður.
07.02.2008 at 15:01 #613192Dýrt eða ekki dýrt, er ekki spurningin frekar hvað mann langar í. Menn velja sér væntanlega bíla í samræmi við annað t.d. fjárhag. Það er þó þannig að ef mann langar nógu mikið í eitthvað þá finnur maður leið til að komast yfir hlutinn. Ég velti því lengi fyrir mér hvaða bíl ég ætti að fá mér næst. Eftir töluverðar vangaveltur þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði í RAM. Ég tek svo á því hve dýrt eða gáfulegt það er. En þessir pallbílar, RAM og Fordarnir eru að mínu mati ótrúlega flottir, öflugir og þægilegir bílar og þannig vil ég ferðast. Eins og við vitum allir/öll þá er hægt að eyða öllum sínum peningum og tíma í þetta bíladót. En snýst þetta ekki bara um það. Þetta er bara gaman!
Það eina sem er ekki gaman er að koma heim eftir að hafa keypt einhvern andsk…. í bílinn og segja frá því.Kveðja:
Erlingur Harðar
07.02.2008 at 18:29 #613194Hjá öllum betri fabricatorum í BNA t.d Mosier,Strange,MW,Wolf
Þó að þeir listi það ekki á heimasíðunum þýðir það ekki að þeir geri það ekki
07.02.2008 at 19:01 #613196Ari, þessir eru aðallega í afturhásingum. Við erum að tala um framhásingar

–
Bjarni G.
07.02.2008 at 19:27 #613198Nei,þeir eru í öllu sem við kemur hásingum,svo að frammhásingar ættu ekki að vefjast fyrir þeim

MW og Wolf t.d smíða hásingar frá grunni
07.02.2008 at 21:43 #613200Ef þið réttið þeim hjá currie 7000$ fáið þið fína dana 60 framhásingu jafnvel úr áli, en ég þykist vita að þið hafið lítinn áhuga á því : ) Þeir hafa reynst mér og mínum félögum ágætlega.
[url=http://www.currieenterprises.com/cestore/categoriesre.aspx?id=990:2om66pwa][b:2om66pwa]Currie[/b:2om66pwa][/url:2om66pwa]
07.02.2008 at 22:32 #613202Já það væri flott að vera með Star Wars frammhásingu

-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
