Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dana 44
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Hjörleifur Helgi Stefánss 21 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
14.01.2004 at 11:50 #193454
Sæl öll.
Mig langar að hrauna á ykkur nokkrum spurningum:
Hvernig sé ég hvaða hlutföll eru í Dana 44 framhásingu?
Hvernig læsingarbúnaður hefur reynst best í 9″ Ford og Dana 44?
Hvaða hlutföll ráðleggja fróðir við þessar aðstæður:
Bíllinn er núna á 33″ dekkjum með original hlutföllum (3.41:1 fyrsti, 1.86:1 annar,og 1:1 þriðji gír. Öxlahluföll sennilega 3.50:1) og mig fýsir að vita hvaða hlutföll skal velja fyrir 36″ dekk þannig að vinnsla verði svipuð og áður?Bestu þakkir, Hjölli.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.01.2004 at 13:57 #484272
Öruggast er að rífa lokið framan af kúlunni, hlutfallið er grafið í kambinn, ættir að sjá t.d. 41 og 10 sem gefur 4.10:1 (41 deilt með 10). Hærri talan er fjöldi tanna á kambinum og lægri talan fjöldi tanna á pinnjón.
Bjarni G.
14.01.2004 at 14:35 #484274
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Í framhaldi af þessu þá langar mig að vita hver séu æskileg hlutföll fyrir 38′ dekk. Hjá mér er það þannig að ef ég tjakka hásinguna upp og sný dekkjunum þá fara dekkinn einn hring á meðan að drifskaftið fer 2 hringi. Sem sagt 2:1, er það ekki of lítið ?
Með fyrir fram þökk Nonni
14.01.2004 at 15:22 #484276
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
2:1 er rosalega hátt hlutfall, í hverju er þetta eiginlega?
Mæli með að þú prufir þetta aftur og passir að dekkin snúist bæði alveg jafnt, þá hlítur drifskaptið að fara 3-4 hringi. Að velja hlutföll er ekki flókið ef maður hugsar pínu út í það, og eins og ég hugsaði í jeppann minn fór ég svona að:orginal upb. 29" dekk eru með 231.4 cm langan sóla
38" dekk eru með 303,2 cm langan sólamunurinn er 31%
Orginal hlutfallið mitt er 3.54:1
Margfalda næst 3.54 með 1.31 (31%) og út kemur 4.63
Hlutfallið sem ég notaði er 4.7:1 og þá er smá munur, ég er lággíraðri en orginal en kominn á 38 tommurnarKv. Ásgeir
14.01.2004 at 16:29 #484278Sæll!
Hentug leið til að telja hringina sem drifskaftið fer fyrir hvern hjólsnúning (og þar með sjá hlutfallið í drifinu) er að skríða undir bílinn með snærisspotta og límband, festa snærið með límbandinu, skríða undan aftur, tjakka bílinn upp og snúa hjólunum nákvæmlega einn hring og passa að þau snúist bæði jafnt. Síðan er skriðið undir bílinn aftur og skoðað hversu margir vafningar eru komnir upp á drifskaftið. Líka má lyfta öðru hjólinu og snúa því en þá verður að margfalda vafningafjöldann með tveimur til að fá hlutfallið, bílar spóla nefnilega helmingi hraðar á öðru hjólinu en báðum eins og þeir vita sem óku gömlum bremsulitlum dráttarvélum sem hertu á sér ef annað hjólið læstist. Þessvegna getur vel passað að ef drifskaftið í pistlinum hér að ofan snerist 2:1 að hlutfallið sé einhvers staðar í námunda við 4:1. En þetta er minna mál svona en að rífa drifið.
Góða skemmtun
Þ
14.01.2004 at 16:53 #484280þakkir fyrir þetta alltsaman. Þá eru það bara læsingarnar, hvað reynist vel í Dana 44 og 9" Ford og hvað skal forðast?
Kveðja, Hjölli.
14.01.2004 at 16:54 #484282Sæll!
Ég er með Dana 44 að framan og aftan, 3:88 og breyttur fyrir 40" en er á 38 núna. Þessi hlutföll eru fín allavega í mínum.
Svo er ég með No-spin á báðum og það er þrusu gott en ekkert gaman innanbæjar!
Hvernig bíll er þetta hjá þér?
kv, Geiri KlikK
14.01.2004 at 17:00 #484284var það heillin. Þetta er ´66 Bronco, allar upplýsingar í " skoða notanda". Ég er með hálfgerða No-spin fóbíu síðan ég var með svoleiðis í Hilux, og þar sem þetta er allradagabíllinn minn er lítið vit í No-spin held ég, kemur svo niður á snattakstri..
Kveðja, Hjölli.
14.01.2004 at 21:56 #484286
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,ég átti svona gæðing í 11 ár ekki að það sé nú til
eftirbreitni en prófaði mikið af dóti.
ég þarf að vita hvaða vél og hraðabreytir eru í græjuni til
að geta gefið upplýsingar um hlutföll en ég myndi telja að
truetrack að framan og aftan væri besti kosturinn í læsingum.
14.01.2004 at 22:09 #484288Mæli alls ekki með NO-spin. Þú getur ekkert beygt og drif og hjöruliðir fara í hrönnum að aftan.
14.01.2004 at 22:45 #484290Mundu að stækka hjöruliðina út í hjól að framan
annars átt þú enga öxla mjög fljótlega,
Ég mæli með 100% læsingum td loftlásum fást líka í 9",
ef veskið er þunt mundi ég nota nospinn að
aftan og svíða út loftlás að framan við tækifæri,
No spinn í 9" er ekki eins hart og í Hilux.
Kveðja Þórir.
15.01.2004 at 16:54 #484292Hvar fæ ég þessa True Track lása og hvernig virka þeir, loft eða rafmagn? Loftlásar eru kannski eina vitið, bara svo skrambi dýrir! Þórir, hvað áttu við með að stækka liðina, eru þeir veikur hlekkur í 44? Ég er búinn að láta reyna mikið á eldspýturnar í dana 30 hásingunni og þeir eru heilir enn…
kveðja, Hjölli.
15.01.2004 at 18:18 #484294Hvernig er með alla þessa nýju handvirku læsingar frá ammmríkunni, t.d. ox locker, tractech electrac, eaton
e-locker og allt þetta dót. Hefur enginn prófað þetta á Íslandi?
15.01.2004 at 22:34 #484296Hjöruliðirnir að framan eru með 27mm björgum
Mín reinsla er sú að liðirnir brotna og strauja
augun af um leið og til alvörunnar kemur.
Lausnin er að láta fræsa út augun firir 30mm krossa
að vísu er hægt að nota itri öxla úr
Wagoner eða Blaser Gömlum, Innri öxul stutta úr
Blaser,Enn langa innri öxulinn verður að
stækka augun á,
Notaðu góða krossa td Spæser smurða,
Þegar búið er að setja saman siðurðu 4mm púnt
firir björgina þar sem að öxlinum snír.
Splittið vill svíkja, Auðvelt að slípa burt.
Tru trakk læsingar eru diska læsingar alveg
gags lausar, spáðu ekki einu sinni í það.
Fjalla kveðjur Þórir.
16.01.2004 at 08:23 #484298Mér var sagt að OX locker reyndist betur en ARB í Dana 35 með C splittum á öxlum, en þegar ég fór að leita virtist fyrirtækið hafa lagt upp laupana. Svo ég keypti ARB frá [url=http://www.drivetrainspecialists.com/index2.htm:1ytiryui]Drive Train Specialists[/url:1ytiryui] Læsingin kostaði rétt um 600 dollara, á gengi dollarans í dag eru það 42 þúsund krónur. Ég mæli hiklaust með þessu fyritæki, þeir eru liðlegir og vita hvað þeir eru að selja.
Handstýrðar læsingar hafa þann stóra kost að hægt er að taka þar alveg af, sem getur munað miklu upp á stöðugleika í hálku. Loft er einfaldasta og öruggasta aðferðin til að stjórna læsingum enda er það notað í vaxandi mæli af framleiðendum í orginal læsingar, t.d. MMC og Jeep.
-Einar
16.01.2004 at 10:38 #484300fyrir þetta Þórir og Einar. Diskalæsingar vil ég ekki sjá en líst alls ekki illa á ARB, það gæti verið lausnin fyrir pyngjuna og bílinn!
Lásakveðjur, Hjölli.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
