This topic contains 3 replies, has 1 voice, and was last updated by Jack Hrafnkell Daníelsson 20 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Gamla þjóðleiðin mill Dalasýslu og Borgarfjarðar var einhversstaðar hér til umræðu en ég fann hana ekki þannig að ég ákvað að smella bara inn nýjum þræði.
Þessi leið er fær nánast öllum jeppum breyttum sem óbreyttum núna. Vegurinn er reyndar mjög grófur á köflum en hvergi neinar bleytur eða neitt vesen. Farið er af Ólafsvíkurvegi (54) ef farið er úr Borgarfirði og inn á veg 535 upp með Grímsá vestan við Langá. Keyrt með fram sumarhúsabyggðinni og beygt svo upp í hlíðina fyrir ofan og upp í dalinn vestan við Langá. Gott er að taka svona 4++ tíma í þessa ferð í góðu veðri og skoða sig um, enda landslagið þarna einstaklega fallegt.
Skrapp þessa leið í gær og var ekki svikin af náttúrfegurð, góðu veðri og fjölbreyttu landslagi að keyra í. Aðalatriðið er bara að fara nógu varlega í hrönglinu þar sem sum staðar þarf að beita lagni í grjótinu.
Myndir í albúmi.
You must be logged in to reply to this topic.