Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Dagsferð Laugardaginn 8 jan
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Benedikt Þorgeirsson 20 years ago.
-
CreatorTopic
-
06.01.2005 at 19:45 #195179
Sælir félagar
Núna ætlar Litladeildinn að fara í dagsferð á Lyngdalsheiði til þess að leika sér og taka myndir
Við ætlum að sanast saman við Select Vesturlandsveg og leggja í hann um kl 9 svo núna er það bara að koma út að leika og dusta jólarykið af bílnum og farþegumFyrir hönd Litlunefndar
Laugi -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.01.2005 at 22:11 #512592
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir,hvaða skilirði þarf maður að uppfilla til að fara svona með Litlu deildinni? Væri gaman að komast aðeins í smá bíltúr
06.01.2005 at 22:49 #512594Og koma með,nú ef þú ert ekki með neitt fjarskipatæki þá missiru bara af nokkrum bröndurum.
En svona í alvöru er gott að hafa góða skóflu og góðan spotta nú ekki er verra að vera loftdælu annars er örugglega hægt að fá loft hjá öðrum ef það er hleypt úr dekkjum.
Svo er bara að hafa góða skapið nesti og skjólfatnað.
Kv
Jóhannes
06.01.2005 at 22:53 #512596Sæll Ivano
Við gerum enga kröfu um dekkjastærð eða kunnáttu þetta er fyrir alla jeppa frá orginal dekkjum og uppúr en gott ferðaskap og hafa gaman af góðum félagsskap er mjög æskilegtps cb og spotti
Kv Laugi
06.01.2005 at 22:57 #512598Sæll Jóhannes
Þetta er hárétt hjá þér Jóhannes kemur þú ekki með að taka myndir
Kv Laugi
06.01.2005 at 23:04 #512600
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir aftur. Ég er reyndar forfallinn áhugamaður um ljósmyndun og tek alltaf mikið af myndum. Tek einungis á stafræna þannig að nóg væri hægt að eiga af mynum eftir svona ferð og aðrar. Er bara byrja mína jeppadellu og það er alltaf skemmtilegra að vera í góðum félagsskap heldur en einn að pukrast. Þó að það sé gaman líka Kv Ívan Ó
06.01.2005 at 23:14 #512602Sæll Laugi
Jú líklega kem ég með en það gæti verið að ég þurfi að gera annað á Laugardaginn,ég ætti að fá að vita það annað kvöld,ef ég næ að koma þá tek ég fullt af myndum.
Ég verð að fá að leika mér aðeins og prófa drusluna í snjó.
Hvað verðið þið lengi,er að pæla í ef ég næ ekki að koma kl 9 hvort ég nái ekki til ykkar eftir hádegi.Kveðja
Jóhannes
07.01.2005 at 06:04 #512604Sælir
Ég veit ekki hversu lengi´en fram í rökkur reikna ég meðKv Laugi
07.01.2005 at 21:24 #512606Ég mæti ef ég fæ að fara með er reyndar ekki með cb
þannig ég missi af öllum bröndurunum
07.01.2005 at 21:27 #512608Er með þessa líka fínu skóflu og ágætis spotta og kolsýrukút
07.01.2005 at 21:32 #512610Sælir, þarf maður eitthvað að melda sig hér eða á maður bara að mæta á Select? Ja ég mæti bara og sé til hvort mér verði nokkuð bannað að koma með.
Kveðja Aðalsteinn.
P.s. mikið að það er hægt að komast inn á spjallið.
07.01.2005 at 21:36 #512612
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jóhannes ég trúi ekki að þú kallir okkar hámenntuðu umræður í cb stöðvarnar bara nokkra brandara, ég man ekki betur en að í seinustu ferð hafi menn verið lagðir í einelti hægri vinstri í gegn um cb, sumir þurftu næstum því á áfallahjálp að halda eftir fyrridaginn. En þar fyrir utan er mjög gott að vera með cb stöð til að falla betur inn í hópinn sem maður er að ferðast með þó að það sé ekki hægt að setja það sem skilyrði.
Sökum mikilla anna akkurat núna verð ég að sleppa þessari ferð og óska ég ykkur bara góðrar ferðar, ég á örugglega eftir að öfunda ykkur talsvert en vonandi verður bara önnur ferð fljótlega sem að ég kemst með í.
Kveðja Gunnar Már
07.01.2005 at 21:57 #512614Gunnar minn,en þú veist að þetta var ekkert mjög ÍLLA meint bara smá,en svona eftir á þá eru allir vinir er það ekki?Nú ef ekki þá keyriru bara yfir mig og stappar svo bara fast á eftir.
Annars er voðalega hentulegt að vera með cb stöð ef eitthvað bilar,eða þegar maður er fastur,(eins og þegar ég var fastur ca endalaust)og svo auðvitað til að vera með í hópnum.
Kveðja
Jóhannes
07.01.2005 at 22:01 #512616
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég tel mig nú hafa sloppið nokkuð vel frá ykkur það var verra með hann Lauga ég er ekki viss um að hann sé enn búinn að jafna sig. En ég keyri ekki yfir neinn því þetta er allt saman gert til þess að hafa gaman að þessu, þessi hópur bara góður og gaman að heyra að nýir aðilar séu að bætast í hópinn.
Kveðja Gunnar Már
07.01.2005 at 22:10 #512618Já það er alltaf gaman þegar nýjir aðilar koma með og hafa gaman af sjálfir,því það er alveg öruggt að fátt er skemmtilegra en að ferðast saman í góðum hóp og ekki verra að stappa yfir einhverja í leiðinni,smá stapp gefur cb bara hressilegt líf.
Allir að fara í ferð.
kv
Jóhannes
07.01.2005 at 22:19 #512620Aliss endilega að fara með þú hefur örugglega gaman af.
07.01.2005 at 23:53 #512622Komið þið sæl
Við komum að öllum líkindum með í fyrramálið.
Erum á Daihatshu Rocky á 35"Kveðja Olgeir Og Ragga
08.01.2005 at 07:02 #512624Sælir félagar
Það er nú einu sinni svo að Mási litli er alltaf að bögga mig í cb-inu svo það er gott að fá stuðnig frá sem flestum gegn svona auðvalds og efnishyggjuseggjum.Gaman verður að sjá hve margir nýjir koma með núna því það er búið plana eina ferð á mán út veturinn og verður ferða planið sett á netið eftir mánudagsfundinn.
Olgeir voru þið ekki með í Þakgili
Klakinn
08.01.2005 at 17:27 #512626Takk kærlega fyrir okkur í dag meiriháttar ferð og að sjálfsögðu mæti ég í næstu ferð með mína skóflu og spotta takk kærlega þið sem kipptuð í mig (verð kominn með cb í næstu ferð og ætti að heyra alla brandarana)
08.01.2005 at 18:04 #512628Sæl öll
Þakka kærlega fyrir mig í dag,frábært að geta skroppið aðeins og prófað bílinn,og niðurstaðan er sú að það þarf að klippa meira að framan og lengja fjöðrun.
En enn og aftur þetta var bara gaman og gaman að sjá að allir skemmtu sér vel.Mbk
Jóhannes
08.01.2005 at 18:25 #512630Ætli einhver hafi náð myndum af því þegar við Kjartan fórum niður efstu brekkuna á fulluferðinni ???
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.