This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Bjarki Jakobsson 17 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
10.10.2007 at 22:41 #200944
er að fá 2 dani í heimsókn og langar að fara í góða ferð með þá á sunnudaginn en þar sem ég hef ekki verið nógu duglegur að fara helstu slóða landsins og kannski ekki nógu hugmyndaríkur þá langar mig að biðja um tillögur að góðri dagsferð og þá þar sem færið er ekkert of gott þessa dagana og ekki verra ef það væri snjór, einnig ef einhver vill slást með í för þá væri það bara fínt..
Kv Bjarki
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.10.2007 at 22:50 #599548
Bjarki
er ekki alveg tilvalið að skella sér í þessa fjölskylduferð sem að er einmitt auglýst á sunnudaginn…
spurning hver sér um hana hvort að það sé "huldunefndin" sem að enginn fær að vita hver er í … hm.
Þar er meiningin að fara um Reykajanesi… hinn rómaða eldfjallaþjóðgarð eða hvað þetta nú heitir… síðan er hægt að fara og skoða hjólför frægra kappa á vigdísarvöllum … eða var það á höskuldarvöllum… man það ekki.
Kannski er bara búið að fella þessa ferð niður…Kv. stef … sem að veit aldrei neitt
11.10.2007 at 01:52 #599550var þessi reykjanesferð ekki upprunalega á vegum litlunefndar sem fuðraði upp???
nú ef að þetta er einhver ferð sem "huldunefnd":D ætlar að fara og þetta sé ekkert agalegt "off-road" þá kannski mætir maður á "inniskónum" (konubílnum) þ,a,s isuzu ródíó 31".:D
Stef þú ert nú ávalt úrræðagóð, geturu ekki hoppað í leyni símaklefann og millifært þig inn á gólf hjá "huldunefnd" eða á ég að segja "leyninefnd" og mulið úr þeim þann leyndardóm hvort verði farið, hvort verði inniskóafært núhh og hvort þurfi fjórhjóladrif:D
þú ert nefnilega skarpari en þú heldur af skeið að vera:D
en hvernig væri að stofna (sjálf ef klúbburinn tímir ekki) svona sunnudagabíltúrahóp??? mér finnst það alveg brill þar sem að ég er kominn með ljósmyndadellu og fékk mér svona svaka upphækkaða myndavél:D
kv Dabbi (sem leðist að sunnudagabíltúrast einn)
11.10.2007 at 08:39 #599552Ég hef það á tilfinningu að þessi þráður sé ekkert að hjálpa honum Bjarka í augnablikinu…
–
Davíð skarpasta skeiðin er ekki skarpari en það að hún á 2 bíla og hvorugur er ferðafær en einnig á hún gríðarlegan skort á tíma þannig að þó hún vildi "leiða" þig um Reykjanesið þá bara hef hún ekki tök á því…
en það koma tímar… vonandi og kannski símaklefar hm…
Hvað varðar "huldunefndina" þá er þetta nú bara meira upp á grínið en ég hef fulla trú á því að stjórnin leysi þetta enda er allur veturinn fram undan…
kv. stef ekki sú skarpasta…
11.10.2007 at 09:14 #599554Þetta hlómar svakalega vel mað.. er akkúrat mjög laus alltaf á sunnudögum til að gera eitthvað skemmtilegt
Kv Bjarki
11.10.2007 at 13:25 #599556Eru ekki mikið af þessum "einbílaslóðum" orðnir varasamir af drullu og viðbjóð?? en annars er alltaf möguleiki að hóa saman nokkra og skreppa bara á jökul það er alltaf vinsælt, en svo er líka þetta hefðbundna, gullfoss, geysir, þingvellir, jafnvel skjaldbreið og eitthvað svoleiðis pillerí?? svo er líka mjög vinsælt fyrir erlenda menn sem koma hingað (hefur reynst mér vel) að fara uppá hellisheiði og rölta niður í reykjadal og fara í pottinn þar, það er reyndar svoldill spotti að labba en vel þess virði þó, nú svo er kjalvegur og allt sem hann hefur uppá að bjóða og þá er einmitt hægt að gera "pissustopp" á geysi og skoða hverina, svo er suðurlandið en það hefur upp á ýmist að bjóða eins og flugvélina á sólheimasandi , mýrdalsjökul , þórsmörk, fjallabaksleiðir og flr
þetta er svona sem dettur í huga mér í fljótu.
vona að þetta gangi upp hjá þér bjarki, en ert þú með einhverjar hugmyndir sjálfur um eitthvað ákveðið sem þú villt sýna þeim??
Kv Davíð (félagi í sunnudagsbíltúrafélaginu)
11.10.2007 at 13:45 #599558Vegna forfalla verðum við að slá af Fjölskilduferðina á sunnudag.
Þar sem leiðsögumaðurinn/konan fór óvænt erlendis.
Þannig að henni verður frestað um óákveðin tíma.
kv
Agnes Karen Sig
Formaður f4x4
11.10.2007 at 13:46 #599560Þessi ferð var ekki á vegum litlunefndar heldur einnar deildar.
kv
Agnes Karen
11.10.2007 at 14:38 #599562Er þetta ekki týpískt…
blame it on the woman.
—
og á þessum nótum…
þá kann ég einn svona femenískan brandara.Vitið þið hvað þarf margar konur til að skipta um ljósaperu???
—
—
sex konur… eina til að skrúfa peruna í og hinar til að mynda stuðningshóp…
–
nei… ég bara segi svona…
Kv. stef…
11.10.2007 at 14:38 #599564Þá biðst ég afsökunar á því þetta hefur verið eitthvað misminni í mér sennilega vegna að það var í umræðunni að hafa einmitt svona ferð á vegum fyrrnefndar nefndar, og tek framm að þetta var ekkert skot á þá nefnd né stjórn einfaldlega misminni:D
en eru ekki einhverjir með góðar hugmyndir fyrir hann Bjarka svo að þráðurinn haldi nú áfram á því sem hann byrjaði á???
nú eða ef einhverjir hafa áhuga og hugmyndir á sunnudagsbíltúrahugdettunni sem kom hér að ofan má endilega kommenta á það:D
mér findist um að gera að hafa svona félagsskap milli okkar áhugamanna um landið að fara saman í einhverja svona bíltúra (þessvegna á fólksbílum) svona til að skoða áhugaverða staði sem öllum eru færir (eins og reykjanes og flr) og taka myndir, borða nesti og kynnast nýjum áhugamönnum um landið. þetta getur boðið t,d stórum hóp jeppaáhugamanna og ferðalanga sem hafa mikinn áhuga á landinu en kannski ekki eiga jeppa í augnablikinu (því jú margir hafa áhuga en hafa kannski ekki efni á stærðarinnar jeppa) til að fá að vera með okkur delluhausunum og kynnast, ég held að þetta sé ekkert slæm pæling
Kv Dabbi sunnudagur:D
11.10.2007 at 22:31 #599566Er ekki ágætt að fara upp úr Fljótshlíð, Emstrur, Álftavatn og þaðan niður að veginum sem liggur fram hjá Heklu inn á Dómadalsveg, upp í Landmannalaugar og snúa þar við og fara niður í Hrauneyjar, fara síðan niður gömlu Heklubrautina niður að Gunnarsholti og þaðan í bæinn. Gæti orðið fín dagsferð með útlendinga, hægt að bæta Geysi við á heimleiðinni ef menn hafa gott úthald. Kveðjur, L.
12.10.2007 at 03:45 #599568EF gott er veður er fínt að enda daginn uppi á Úlfarsfelli, L.
12.10.2007 at 09:19 #599570Takk fyrir þetta öll, ég held að Landmannalaugasvæðið verði fyrir valinu í þetta sinn. Ég var einmitt að hugsa um Úlfarsfellið í gær þegar ég keyrði þar fram hjá að það er í sjálfu sé algjör snilld að enda þar ef allir eru ekki orðnir of þreittir
takk takk
Kv Bjarki
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.