This topic contains 14 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 22 years, 1 month ago.
-
Topic
-
Búið þið yfir hugmynd að góðri dagsferð?
Meiningin er að fara nk. laugardag með nokkra félaga í dagstúr. Ég ætlaði mér að fara sk. Tindfjallahring en hef horfið frá því í ljósi gegndarlausrar úrkomu undanfarið.
Ennfremur var ég með í huga ferð eftir slóða upp frá Úthlíð og samnefndu hrauni og inn á línuveg en óttast að þar sé til að byrja með allt í aur og drullu. Hef engan áhuga á slíku ferðalagi.
Þá er spurningin hvort heppilegast sé, í ljósi veðurfars, að fara Bláskógaheiðina inn á Haukadalsheiðarlínuveg og síðan annað hvort til Geysis og fá sér kaffi þar eða fara niður Miðdalsfjallið til Laugavatns. Hefur eitthvert ykkar farið þessa leið nýlega?
Ennfremur langar mig að vita hvort þið þekkið til leiðarinnar, sem liggur upp frá Laxárdal norðan Stóranúps í Hrunamannahreppi og upp á Skáldbúðaheiði þaðan sem aka má með slóða upp á háheiðina og síðan annað hvort til Gullfoss eða í suður til Þjórsárdals?
Leiðin sem farin verður takmarkast við það að í för geta orðið óbreyttir jeppar, sumir allþungir, svo sem Patrol. Úrslitum munsvo ráða veðrir á laugardagsmorguninn.
Góðar ábendingar eru vel þegnar.
bv
You must be logged in to reply to this topic.