This topic contains 12 replies, has 1 voice, and was last updated by Davíð Karl Davíðsson 22 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
01.05.2002 at 05:22 #191482
Sælir félagar.
ég var að velta fyrir mér hvort einhverjir ykkur sem lesa þetta séu að spá í að taka dgsferð fljótlega þar sem að þeir sem ég fer vanalega með hætta alltaf við á síðustu stundu: Og hvernig væri nú að allir myndu taka sig saman og skella sér í eina dagsferð fljótlega áður en allur snjór hverfur. Mér skilst að það sé einhver snjór eftir við skjaldbreið. Það væri mjög gaman að heyra frá sem flestum.
Ferðasöknunarkveðja. Davíð R-2856 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.05.2002 at 00:24 #460732
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
líst vel á að kíkja í létta dagsferð! er laus um helgina og var að spá í að kíkja. laugardag eða sunnudag skiptir mig engu máli!
03.05.2002 at 00:31 #460734
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er að hugsa um að kíkja upp á Skjaldbreið á laugardaginn svona um eða upp úr hádegi. Var þarna 1mai, í glampandi sól og sælu. Skyggnið var svo gott að við sáum alla leið til Vestmannaeyja og Surtsey. Endilega látið mig vita ef þetta passar.
Gretar.
03.05.2002 at 03:07 #460736Sælir ég er ánægður að þið séuð til í þetta en kaldhæðnin í þessu er að ég fór upp á skjaldbreið morguninn eftir að ég skrifaði þessa auglýsingu þar að segja 1 maí glampandi sól og útsýnið rosalegt en ég er meira en til í að kíkja aftur um næstu helgi og leggja af stað svona um hádegið þannig að ef að þið eruð til í að koma með mér í smáferð þá er það frábært en hvernig væri þá að ákveða bara tíma og stað sem fólk mætir á og auglýsa þetta hérna á f4x4.is og sjá hverjir mæta en allavega mitt símanúmer er 869-2616 ef einhver vill hafa samband við mig og ræða þetta eitthvað frekar.
Jeppakveðja, Davíð, R-2856
03.05.2002 at 06:01 #460738
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
flott er! sjáumst hressir og kátir á laugardaginn. samkvæmt spánni verður útsýnið kanski ekki eins og það gerist best en lítill vindur og hiti í meðallagi. er ekki algengast að hittast í ártúnsbrekkunni annaðhvort select eða esso, um hádegið (erum við að tala um 11 leitið eða 1 leitið??) alltaf gott að leggja snemma af stað ef eitthvað kemur uppá og líka ef við viljum lengja ferðina
03.05.2002 at 12:31 #460740En hvernig er það kann einhver leið til þess að auglýsa þetta eitthvað??? svona til að reyna að fá fleira fólk og hvernig væri að segja bara mæting milli 1130-1200
03.05.2002 at 14:07 #460742Já og ég gleymdi að segja á Þvottaplaninu á esso (eini staðurinn sem mér dettur í hug) nema þið viljið hafa það einhvern annan stað þá segiði bara hvar og endilega látið mig vita hvort 11:30-12:00 er góður tími hjá ykkur á laugardaginn
03.05.2002 at 18:19 #460744
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Var rétt í þessu að tala við hraðfara, og var ákveðið að hittast kl 13:00 á select Vesturlandsvegi.
Sjáumst hressir Gretar
07.05.2002 at 02:58 #460746Sælir ég er svona fyrst og fremst að segja Grétari frá þessu þar sem hann var með í ferðinni sem var fulldýr fyrir mig en fyrir ykkur sem vitið ekkert hvað ég er að tala um þá fórum við Gressi (Grétar) ásamt Cruser 38" áleiðis á skjaldbreið í þónokkuð blautu færi og svo áður en ég vissi af var fína súkkan mín framdrifslaus þannig að ég var bara dreginn á malbik í fyrstu var haldið að öxull væri brotinn en í kvöld (meðan aðrir félagsmenn voru á fundi) reif ég framdrifið undan og ég hef aldrei séð jafn lítið drif svona mölbrotið (eftir þetta var ég stimplaður Dabbi Drif) þannig að Grétar þá veistu hvað ´kom fyrir (ég hélt þú hefðir gaman að vita það) og svona til fróðleiks fyrir aðra vitara eigendur (ef það eru einhverjir) það er HRYLLINGUR að ná framdrifinu af. En ég mæti aftur í næstu túra á endurbættum bíl þetta óhapp ýtti á mig að láta smíða flækjur í súkkuna. (og er að melta hvort maður splæsi loftlæsingar.
Fátæktarkveðja:Hraðfari/Dabbi Drif R-2856
07.05.2002 at 09:04 #460748Velkominn í hópinn Hraðafari !
Ég er einn af þessu óheppnu sem hefur lent í því að brjóta framdrif í Vitöru. Það sem gerðist hjá mér var að ég var að koma upp brekku í þónokkurri gjöf og bíllin náði að lyfta framhjólunum aðeins þegar hann fór yfir brúnina og þegar ég var kominn upp var bíllinn framdrifslaus og þó nokkur hávaði í drifinu. Ástæðan var sú að húsið utanum drifið (köggullinn) var sprungið. Og ekkert smá sprungið, það var í minnsta kosti 3 pörtum. Ég fór nokkuð svekktur og fékk nýjann köggul á partasölu og skellti honum í.
Nokkrum vikum síðar lenti ég svo í því að það brotnaði festingin farþegamegin sem heldur framdrifinu. Sennilega hefur losnað upp á boltunum og þeir brotið sig svo lausa. Ég lét sjóða þetta í Áliðjunni í Kópavogi (þeir eru by-the-way löggiltir snillingar !!) og skellti í aftur en hef lent tvisvar í síðan að boltarnir losni upp þó það hafi ekki orðið tjón af. Síðast setti ég Loctite boltalím á þessa bolta og þeir hafa verið til friðs síðan.
Ég er búinn að fara marga hringi í því að hugsa um að setja hásingu að framan en þá þyrfti maður sennilega að fá aðra afturhásingu líka. Og þetta er frekar mikil vinna til að fara að leggja í þennan bíl.
Svo lenti ég í því fyrir hálfum mánuði að brjóta framöxul á Langjökli. (Komst reyndar ekki á jökul áður en hann brotnaði en fór um allt á þremur). Þetta var nú bara gamla víkingameðferðin sem olli þessu. Ég var á harðfenni á leið upp brekku í öðrum gír og ákvað að snúa við í miðri brekku (vélsleða-style) og þegar ég beygði í botn, í botngjöf og spóli, heyrðist dynkur og bíllinn hætti að drífa. Ég keyrði nú upp á jökul og niður aftur en það endaði með að ég reif öxulinn úr áður en heim var haldið.
Þannig að maður lærir bara á þessa bíla. Ég tel að nú sé ég nokkurn vegin búinn að komast að því hvað framdrifsbúnaðurinn þolir (sem er ekki mikið) og maður bara passar sig í framtíðinni. Verst að maður lærir þetta allt "the hard way".
Kveðja, Valdi
08.05.2002 at 01:07 #460750Ég þakka upplýsingarnar Valdi.
Ég ætla að spurja þig og þá sem um þetta vita hvernig er vitaran/Sidekick að virka með læsingum og hvað er best að setja í en auðvitað hræðilegasta spurningin hvað kostar svona dæmi?? það væri rosalega gott að fá álit frá ykkur um þetta áður en maður fer og gerir einhverja vitleysu og svona for the record súkkan er komin með nýtt drif og ég farinn að brosa aftur :)svoldið dýrt en eins og Valdi sagði maður lærir af þessu (eftir kannski 2 drif í viðbót)
og eitt í lokin ég ætlaði að setja olíu á gírkassan í leiðinni og ég setti á drifið og fann ekki hvar það er veit einhver það??.
Fjórhjóladrifskveðja Hraðfari R-2856
08.05.2002 at 10:56 #460752Ég setti læsingar að framan og aftan eftir áramót og þvílíkur munur !! Þetta er ekki sami bíll, hvorki í snjó eða á malbiki. Í snjó get ég næstum alltaf bakkað ef ég stoppa sem var ekki séns með hann ólæstann.
Á malbiki virkar þetta eins og No-Spin læsingar, þ.e. maður verður að passa sig þegar maður tekur beygju að vera ekki í gjöf. Framhjóladrifið er ekki kostur lengur nema á snjó. Hann er ókeyrandi á malbiki eða möl með það tengt.
Ég er með TruLock læsingar frá Powertrax sem ég fékk notaðar en þær hafa verið til frá einhverjum öðrum í Bílabúð Benna á 40-50 þús minnir mig. Þessi sem ég keypti þær af fékk þær frá http://www.calmini.com.
ARB væri nátturulega draumur en það var á eitthvað um 120-130 þús fyrir utan ísetningu (minnir mig) þannig að það var ekki kostur fyrir mig. Maður verður að fórna smá þægindum fyrst maður á ekki meiri pening.
Ef þú vilt geturðu haft samband og fengið að taka í kaggann til að finna hvernig þetta hegðar sér á malbiki. Eða við gætum kannski skroppið eitthvað saman um hvítasunnuhelgina ?
Kv, Valdi
09.05.2002 at 04:26 #460754Þetta er allveg ótrúlegt guð er eitthvað á móti mér þessa dagana núna var ég bara að keyra áðan heldurðu að %*/# kúplingsbarkinn hafi ekki slitnað (það er barki hjá mér) þannig að ég þarf að eyða meiri peningum en Valdi ég er allveg meira en til í að skreppa eitthvert um hvítasunnuna þar að segja éf bíllinn helst í lagi þangað til!!!! þessi bíll er að gera mig brjálaðann ef það brotnar ekki þá slitnar það. Hræðilegasta huxunin er hvað kemur næst jæja það er ekkert við þessu að gera en svona í leiðinni ég er kominn með hausverk ég er svo mikið búinn að vera að huxa um þetta er til túrbína í þennan bíl Suzuki Vitara 90árg 1600 blöndungsbíll?? eða þarf að vera með innspýtingu til þess og ef svo er er þá hægt að kaupa innspýtingu og setja í bílinn og ef svo er er þá kannski betra buddulega séð að kaupa bara vél úr vitöru sem er með innspýtingu?? það eru rosalegar pælingar sem eru í gangi hjá mér núna. þá segi ég þetta gott í bili.
peningalaus brotin og slitin kveðja Davíð R-2856
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.