Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › cummins
This topic contains 31 replies, has 1 voice, and was last updated by Stefán Stefánsson 18 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
02.02.2006 at 13:07 #197219
Anonymouség er með 2000árg af ram og er að fara að smíða í hann opið púst og er að spá hvað ég ætti að hafa rörið svert
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
10.02.2006 at 09:56 #541204
Ég held að það fari ekkert á milli mála Elías og Jóng hafa rétt fyrir sér varðandi samskeytin þá stönginni, þau hafa ekkert með styrk eða burðarþol að gera, þetta er svona einfaldlega af praktískum ástæðum varðandi samsetningu og viðhald. Auðvitað eru stangirnar massívari í 6 cylindra vél heldur en í jafnstóurm 8 gata vélum. Framleiðendur þessara véla gera stangirnar eins sterkar og þörf krefur, allur óþarfa þungi í stögngum og stimplum veltur hristingi og dregur úr viðbragði.
-Einar
10.02.2006 at 11:07 #541206
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Bara með því að skoða myndina hér fyrir ofan sýnist mér það bara verða erfiðara að ná stimplinum upp úr en ella, nema annar pinboltinn sé tekin áður.. Annars er stimpilþvermálið 102mm á þessari ágætu vél og ætti því að vera þokkalegt pláss og því engin þörf á sérútfærslum á stimpilsönginni. Manni sýnist plássið ætti að vera nóg til að ná henni úr.
[img:19afvbq9]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4003/28209.jpg[/img:19afvbq9]
Rétt að taka fram að þetta er ekki eftir nákvæmum málum, aðeins til útskýringar.
ÓE
10.02.2006 at 14:20 #541208Óskar þú verður að taka legubakkann af til að koma stönginni á sveifarásinn, þannig að bakkinn er ekki á þegar stöngin fer niður strokkinn. Þegar bakkinn er kominn af þá minnkar ummálið talsvert.
–
Bjarni G.
10.02.2006 at 17:00 #541210
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Jú, það er nokkuð ljóst að stöngin er ekki samanboltuð þegar verið er að setja þetta saman eða taka í sundur ef það er það sem þú átt við. En eins og ég segi hér fyrir ofan að þá þá þarf annar pinboltinn að fara úr stönginni til að fyrirferðin verði minni, það er ekki nóg að taka bara neðri hlutann af stönginni, því endinn pinboltanum skagar lengst út …mundi ég halda.
Þegar ég nefni legubakka þá á ég við leguna sjálfa sem sett er í stöngina (ekki sýnd á myndunum) og er snertiflöturinn við sveifarásinn, krítískur staður á stangarlegunni er þar sem legubakkarnir (hlutarnir) mætast.
ÓE
10.02.2006 at 17:16 #541212Já þú meinar það Pinnboltarnir hljóta að vera teknir úr við ísetningu, allavega sá efri.
–
Bjarni G.
10.02.2006 at 17:55 #541214Í venjulegri stimpilstöng er styrkur stangarinnar mjög háður herslu og stærð boltana sem halda henni saman (of sverir boltar veikja stöngina) styrkur stangarinnar verður minna háður herslu og þvermáli boltana þegar þetta er skásett. það þýðir aftur að minni hætta er á mistökum í samsetningu og svoleiðis Ég nenni ekki að fara út í af hverju styrkur stangarinnar er svona háður herslu og þvermáli boltana en þar sem ég veit af hverju sé ég að með því að skásetja samsetninguna batnar stöngin hvað þetta varðar. Hinsvegar veit ég ekki hvort þetta er ástæðan fyrir því að stöngin í cummings vélinni er sona en mér finnst það líklegt.
Guðmundur[img:1saorttp]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/4173/28210.jpg[/img:1saorttp]
11.02.2006 at 00:52 #541216meira bullið að þræta um þetta
fyrst verið er að rífa svona mótor hlítur að vera mikið að þannig að það þarf að rífa meira en stimpla úr
einfaldast
er að taka sveifarásinn úr fyrst og taka svo stimpillstangirnar með stimplunum úr niður, málið leist
skiptir ekki máli hvort bakkarnir snúa upp niður eða út á hlið.
Og sett eins saman
Mundi
11.02.2006 at 09:31 #541218Er ekki dáltið snúið að koma stimplum í neðan fyrir? Ætli sé gott pláss þeim megin fyrir hringaklemmu?
Með gleðikveðju; Þ
11.02.2006 at 11:13 #541220
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Skýringin sem jóngi setur fram (og nokkrir hafa tekið undir) hér ofar er líklega sú eina rétta. Það er verra að hafa þetta svona snúið út frá álagi á stöngina, ef menn spá í hvar legubakka samskeytin eru þegar sveifin fer yfir TDC (t.d. milli þjapp og aflslags), já og líklegast eru þetta ekki pin-boltar sem halda þessu saman. Eða hvað?
ÓE
12.02.2006 at 12:46 #541222Elli og Eik þið eigið að vita það þetta er til þess að hafa stærri stangalegu og hefur því allt um styrk að gera.
Kveðja Magnús.
12.02.2006 at 17:24 #541224Ótrúlegt hvað gerist þegar einhver spyr hvaða stærð af pústi er mælt með.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.