This topic contains 3 replies, has 4 voices, and was last updated by Jón G. Guðmundsson 9 years, 7 months ago.
-
Topic
-
Mér datt í hug, í tilefni þess að eitthvað er um Radíóamatöra í klúbbnum, að skjóta í einn þráð þar sem við myndum kynna okkur og okkar búnað, sem og ef einhver áhugi er fyrir því að taka radíóþema á opnu húsi fyrir.
Ég heiti Samúel Þór og er með kallmerkið TF2SUT.
Búnaðurinn sem ég er með er að mestu leyti í bílnum mínum.
Icom IC-706MK2 með VHF neti, neti fyrir 6metrana (50MHz) og síðan gömlu gufunesneti tjúnað inná 3637kHz sem er innanlandstíðni IRA.Við þetta dót er ég með tengt TinyTrak APRS módem sem sendir út staðsetningarupplýsingar, og í framtíðinni ætla ég mér að tengja það við tölvuna í bílnum til að geta móttekið skilaboð í gegnum APRS kerfið.
Ég er einnig með stafvarpa (stafrænan endurvarpa) fyrir APRS uppá Akranesi undir kallmerkinu TF2SUT-3.
Væri gaman að heyra hvað aðrir eru með í bílunum eða heima hjá sér!
You must be logged in to reply to this topic.