Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Cooler og/eða 3″
This topic contains 15 replies, has 1 voice, and was last updated by Elmar Snorrason 15 years, 8 months ago.
-
CreatorTopic
-
22.03.2009 at 20:40 #204077
Sælir.
Er að spá í intercooler í Landcruiser 90. Er að muna mikið um hann fyrir þennan bíl? Eða er betra að byrja á 3ja tommunni undir hann?
Hvar fæ ég cooler í þennan bíl?Endilega hellið úr viskubrunni ykkar yfir mig svo ég geti lagt valkvíðann á hilluna.
Kv
Peve -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
22.03.2009 at 20:46 #644142
Það hefur alltaf meiri áhrif á soghlið en útblásturshlið viðnám í lögnum þeas.
Mæli með winterfooler og sverari lögnum á soghlið og spá svo í púst þegar þú hefur ekkert betra að gera…
.
kkv, Úlfr
22.03.2009 at 20:49 #644144Ég myndi bara setja bæði. Ég myndi segja að það muni miklu. Fróður maður sagði mér fyrir helgi að það munar stundum heilum gír, amk. á Hilux.
22.03.2009 at 21:31 #644146Ég verð að segja fyrir mitt leyti að mér finnst LC 90 3.0 diesel bara hrikalega skemmtilegur mótor original og get ekki séð neina ástæðu til að breyta original setup-inu.
Hins vegar ef menn hafa rosalega gaman að því að föndra svona 3"rör og intercooler í bílinn þá er það bara gott mál, og getur gefið einhver kw í afli og tog.
Kv.Bragi
Sem vill helst hafa allt eins "original" og hægt er.
22.03.2009 at 23:32 #644148Seinni týpurnar komu með winterfooler ef mig misminnir ekki.
Annars, ef við ætluðum að hafa allt orginal þá gætum við alveg eins grafið okkur í fönn bara strax eins og að vera að standa í þessu.
Ekki eins og ending mótorsins minnki eitthvað svakalega mikið við að fá fooler á sig, EF AÐ ÞAÐ ER AUKIÐ OLÍUMAGN INNÁ VÉL. Það þýðir ekki bara að setja fooler og vera voða glaður. Það þarf að skrúfa uppí olíuverknum. Svo endist 1kz-TE ekkert voðalega mikið hvort eð er…
Minnir að gæjinn í Samrás á seltjarnarnesi hafi eitthvað verið að mappa tölvurnar eða fixa "viðnámið" þannig að íblöndunin sé nær ‘eðlilegu’ marki ef maður bætir við fooler…
.
Baráttu kveðjur, Úlfr
E-1851
P.s. ég bara [b:2zv5ep1b]verð[/b:2zv5ep1b] að koma þessu að… tog er ekki mælt í kílówöttum!
23.03.2009 at 00:11 #644150Ef að menn vilja endilega brenna peninga á eldi satans þá mega þeir það mín vegna, eitthvað hressast svona hækjur við að fá opnari rör og smá kælingu en það er ekki eitthvað sem maður hrópar húrra fyrir að hanga aðeins lengur í 4 gír í kömbunum.
Það virðist þó vera einn [url=http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=bilarogbreytingar/13807:2gbk0wzc][b:2gbk0wzc]Toyota eigandi[/b:2gbk0wzc][/url:2gbk0wzc] sem eitthvað stígur í vitið hérna og veit hvar íslenskum krónum er best varið.
Kv. Stebbi sem sleit eina díselvél úr í dag til að rýma fyrir stóðhestum frá Detroit.
23.03.2009 at 08:54 #644152Sé að það er misjafnar skoðanir á þessu máli. Er nú samt að spá í þessu og spyr því hvar sé best að fá þetta í hann?
Kv
Peve
23.03.2009 at 17:21 #644154KE málmsíði hafa verið að græja svona cooler.
Kv, Kristján
23.03.2009 at 18:55 #644156Rólegur Úlfr. Svo að það komi fram er þetta mín skoðun. – Og það var enginn að tala um að tog væri mælt í KW, hvernig í ósköpunum færðu það út?
24.03.2009 at 07:21 #644158jæja smá uppfræð.
Búinn að tala við KE-málmsmíði og þar fæst coolerinn á ca 40-45 þús kall.
Talaði svo við nokkra um ísettningu og virðist enginn hafa gert þetta við svona bíl svo ég endaði hjá Artic trucks. Með tölvunni sem bæta þarf við bílinn, öllum hosum og klabbinu + ísettning að þá er það ca 200 kall hjá þeim svo þetta er dæmi upp á ca 250 þús kúlur.
Nú hef ég ekki minnstu hugmynd um hvort þetta sé mikið verk að setja í en mér finnst þetta aðeins of vel í lagt. Töldu ísettningarkostnaðinn vera um 80 þús sem kannski er bara eðlilegt miðað við verkstæðisvinnu.
En gaman að velta þessu fyrir sér.Kv
Peve
24.03.2009 at 08:30 #644160Ekkert illa meint, og ég er hinn allra rólegasti. 😉
.
Peve, mér finnst þetta full mikið. Þó að coolerinn kosti svolítið þá er nú hægt að gera þetta mun ódýrara, t.d. ef maður nennir að brasa smá í skúrnum með aðstoð góðra manna.
Ættir jafnvel að geta fundið þér cooler úr 90cruiser eða 120cruiser, t.d. hjá Jamil eða auglýst hér á síðunni. Síðan er bara að finna sér rör og klemmur og hosur og byrja að föndra.
.
kkv, Úlfr
Sem vill ekkert of orginal.. 😉
24.03.2009 at 09:43 #644162Já þú segir það Ulfr.
En hvað með þessa tölvu sem þeir töluðu um hjá AT, er hún ekki eitthvað sem er nauðsyn?
Í sjálfu sér finnst mér Coolerinn ekki vera svo dýr, og sennilega setja rörin og klemmurnar mann ekki á hausinn, en tölvan segja þeir að kosti uþb 60-80 þús kall. Fer að telja í aurum þegar maður þarf að kaupa það sem við þarf að éta í þessu dæmi og sérstaklega ef maður þarf að láta gera þetta fyrir sig.
24.03.2009 at 09:51 #644164Það er allt í lagi að henda cooler á DIESEL vél og sverar pústi og eiga ekkert við olíumagnið. Það hefur engin áhrif á endingu vélarinnar nema þá til hins betra. Aflaukningin af því er reyndar líka frekar takmörkuð. Aflið kemur ekki af viti fyrr en olíumagnið er aukið. Og þá er hægt að fara að steikja vélarnar og eyðileggja
Of mikil olía þýðir hærri brennsluhiti sem ef verður of mikill þýðir ónýtur mótor.
Á bensín mótor er þetta akkurat öfugt!kv
Rúnar.
24.03.2009 at 12:58 #644166Blah. Ágætt að þú bentir á þetta Rúnar. Ég skrifaði eitthvað meira þarna á milli en eyddi því óvart út.. Þetta er því ekki alveg í samhengi. O.o
Vissulega rétt að aukið loftmagn dregur úr hitamyndun í sílíndernum á díselmótórum… =)
En krafturinn við cooler fæst með auknu olíumagni á móti því aukna loftmagni.
Svo er önnur skemmtileg pæling er að setja volgari ás, en það er kannske önnur ella..
.
Þessi umrædda "tölva" eða tölvukubbur eða hvað fólk vill kalla þetta…
Þar sem 1KZ-TE er ekki svo tölvuvæddur mótor hvort eð er, þá held ég alveg örugglega að það megi skrúfa upp olíuverkið á móti. En ég man ekki alveg hvernig olíuverkið er á þessum mótorum, rámar samt í að það sé í raun "rafstýrt" mekanískt olíuverk eins og er í bílnum hjá mér, og er með stilliskrúfum og öllu því dóti. Þori ekki að fara með það samt.
ég veit þó til þess að Samrás hefur verið að dútla sér eitthvað í þessu, fyrir engan voðalegan pening. Mæli með að þú bjallir á þá þar og spyrjir þá útí þetta.
Þekki einn sem fékk samrás til að græja þetta fyrir sig eftir að hafa sett cooler í krúserinn sinn og bíllin var allt annar eftir þetta.
.
kkv, Úlfr
24.03.2009 at 16:43 #644168Held endilega að ef maður fer í að setja intercooler og skrúfa upp í olíuverkinu, þurfi maður að fá sér víðara púst, ég held það sé bara eðlisfræði.
24.03.2009 at 18:00 #644170Peve kíktu í sveitina til mín með coolerinn, hosuklemmur og smá stubb af silicone hosum af hæfilegum sverleika og við græjum coolerinn í bílinn á dagsparti fyrir 20 kall. Ég á rör og nota mjög góða aðferð til að leggja þau nákvæmlega eins og hentar í fullum sverleika. Hafðu samband ef þú hefur áhuga og vilt sjá myndir af mínum húddrörum, elliofur@vesturland.is
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.