Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › CO2 mengun
This topic contains 16 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 18 years, 4 months ago.
-
CreatorTopic
-
04.08.2006 at 16:08 #198320
Sælir félagar
Hafið þið skoðað þráðinn http://www.orkusetur.is
Á þessum þræði er hægt að bera saman tvo bíla og sjá hvernig þeir eyða og hversu þeir menga CO2.
Ég setti inn 2 stk Toyotu LC annan bensín en hinn diesel, niðurstöðurnar koma á óvart td. varðandi útblástur á CO2 en disel bíllinn er að menga 2,1 tonni meira af CO2 á ári.
kv gundur
ps ég setti inn 6 cyl vélar og 20.000 km keyrslu á ári.
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
04.08.2006 at 17:28 #557342
Gallinn við þennan samanburð er að þarna er gert ráð fyrir að aðeins muni 80L á ári í eyðslu (2600L af bensíni vs. 2520L af dísel), sem er ekki mjög raunhæft eða hvað?
[img:3lbh3wde]http://www.f4x4.is/new/files/photo/?file=files/photoalbums/2311/33184.jpg[/img:3lbh3wde]
-haffi
04.08.2006 at 20:22 #557344Frændi reiknivélin hlýtur að vera biluð !
kv:Kalli veitbetur
PS:Disel rúlar
04.08.2006 at 21:07 #557346Getur það staðist að ca 2 tonn af díselolíu (2520 lítrar) verði að 8,5 tonnum af koldíoxíði eftir að hafa brunnið í Land Cruser bílvél ?
Er ekki reiknivélin eitthvað biluð ?
04.08.2006 at 21:09 #557348Ekki gleyma að vélin tekur líka inn andrúmsloft, sem skaffar O-ið í CO2. Skal þó ekkert fullyrða um útreikningana.
-haffi
04.08.2006 at 21:43 #557350Reiknivélin er klárlega biluð. Ég prófaði að setja inn Skoda með 1.8 l díselvél, þar var allt annað hlutfall milli útbálsturs og olíu en á landkrúsernum. Fyrir hvern líter af olíu sem er brent, verða til c.a 3 kg af CO2 en eitthvað minna fyrir hvern líter af bensíni. Mest af massanum kemur frá súrefni sem kemur úr andrúmslofinu.
Þess fyrir utan er samanburðurinn hjá Gundi villandi vegna þess að 6 cylindra bensínvélin er í TLC 120 en 6 cyl díselvélin er í TLC 100, sem er miklu þyngri bíll.
Ef menn vilja fá samanburð á bensín og dísel, þá þurfa menn að bera saman samskonar bíla, ekki stóran krúser og barbí.
– Einar
04.08.2006 at 21:53 #557352Já strákar þetta er nú þannig að:
vegurinn til glötunar er þakin afsökunum
kv gundur
04.08.2006 at 22:37 #557354Hver er að afsaka hvað? Reiknivélin er einfaldlega biluð, stundum fær hún 2.5 kg af CO2 fyrir hvern líter af olíu, en stundum fær hun 3.5 kg. Ég held að réttu gildin séu nærri 3 kg/l fyrir dísel og 2.5 kg/l fyrir bensín.
Til þess að díselbíll losi minna af CO2 heldur en sambærilegur bensínbíll þar eyðslan á díselbílunum að vera c.a. 20% minni. Fyrir commonrail díeslvélar er munurinn á eyðslu bensín og díselbíla meiri en 20% en fyrir eldri gerðir díslevéla getur munurinn verið minni, sérstaklega á malbikuðum þjóðvegum. Þannig að ef menn horfa eingöngu á losun CO2, þá er ekki einhlítt að díselbíll sé betri en bensín, sérstkalega ef bíllinn er mest notaður til að aka á malbiki utan þéttbýlis.
Ég hef átt 2 bensín jeppa og einn díselknúinn. Yfirburðir díselvélarinnar liggja fyrst og fremst í miklu minni eyðslu þegar ekið er utan malbiks. Reiknivélin á orkusetur.is veit ekkert um slíkan akstur.
-Einar
05.08.2006 at 10:24 #557356þetta er tómt bull og það kom greinilega fram í útvarpsviðtali við þann sem stendur á bak við þetta, að hann vinnur þetta alls ekki á vísindalegum grundvelli, heldur hefur hann sett þetta allt upp eftir fordómum sínum í garð tiltekinna flokka bifreiða. Menn eiga ekki að komast upp með svona.
05.08.2006 at 22:44 #557358Smá upprifjun á menntaskólaefnafræðinni:
Díselolía er blanda ýmissa lífrænna efnasambanda og er samsetningin síbreytileg. Samkvæmt Wikipedia er oft notuð efnaformúlan C10H22 sem eins konar meðaltal til að reikna efnahvörf hennar.
Samkvæmt því er efnajafna fyrir fullkominn bruna olíunnar:
C10H22 + 15,5 O2 ===> 10 CO2 + 11 H2O
Olíumólekúlið hefur þyngdina 10*12 + 22*1 = 144 og kolsýrumólekúlið 1*12 + 2*16 = 44.
Þyngdarhlutfallið milli kolsýru og olíu er þá 10*44/144 = 3,056
Það þýðir að fyrir hvert kg af olíu myndast rúm 3 kg af kolsýru ef bruninn er fullkominn, hvorki verði til sót né kolmónoxíð.
Sé eðlisþyngd olíunnar 0,9 þá getur hver olíulítri mest myndað 2,7 kg af kolsýru.
Orkureiknivélin virðist stundum skila hærri tölum.Einar, það eru 40 ár síðan ég var í menntó, tékkaðu hvort ég man þetta rétt.
06.08.2006 at 09:02 #557360Ég er nokkuð viss um að þetta er rétt reiknað hjá Ágústi. Hver líter af bensíni skilar aðeins minna, aðalega vegna þess að eðlisþyngd bensíns er lægri, mig minnir að hún sé nærri 0.8 kg/liter. Ég held að það sé nærri lagi að reikna með að allt kolefnið í eldsneytinu endi sem CO2, kolmonoxíðið, CO, safnast ekki upp í andrúmsloftinu, það tekur til sín súrefni og endar sem CO2.
Ég er líka sammála Guðbrandi um að það sem komið hefur frá þessu Orkusetri á Akureyri hingað til, hefur ekki verið trustvekjandi.
-Einar
06.08.2006 at 22:26 #557362Fyrst mér gekk svona vel í fyrstu upprifjun má reyna að bæta aðeins við.
Rúmmálið á þessum 6,8 kolsýrutonnum sem LandCruserinn getur framleitt úr 2520 lítrum af olíu er líka auðreiknanlegt.
Eitt grammmól af kolsýru vegur 44 grömm og hefur rúmmálið 22,4 lítra við staðalaðstæður. Samkvæmt þríliðureikningum verður rúmmálið þá í lítrum R=22,4 * 6800000 / 44 = 3464000 eða 3464 rúmmetrar.
Ef ég gæti hamið kolsýruna og sturtað henni í kubb á lóðina mína, sem er meðalstór einbýlishússlóð þá myndi kubburinn vera 5,5 metra hár.
Þetta er greinilega stór-mál.Ágúst
06.08.2006 at 23:17 #557364Þyngd 1 líters af díselolíu er 0,830 kg en sama magn af bensíni vegur 0,730 kg.
08.08.2006 at 17:28 #557366Sæll Guðmundur
Ég var að lesa spjallið á 4X4 síðunni, og sé að þar koma stórar ásakinir um villur í reiknivélinni og að ég sé fordómafullur náungi sem notist ekki við vísindalegar aðferðir.
Staðreyndir málsins eru eftirfarandi:
Reiknivélarnar eru engin áróðurstæki heldur einungis settar fram til að almenningur eigi auðveldar með að sjá rekstrartölur bifreiða sinna.
Ég persónulega vel engar forsendur fyrir útblásturstölur eða eyðslutölur. Þessar tölur eru fengnar frá evrópskum gerðarviðurkenningum og ég bý bara til tólið sem reiknar og birtir niðurstöður.
Tölurnar fyrir CO2 útblástur eru einfaldlega gefnar upp sem g/km eða grömm af CO2 á hvern ekinn kílómeter. Þetta getur verið afar mismunandi eftir gerð véla.
ÞAr sem þetta eru gríðarlega margar færslur þá geta mögulega verið einhverjar talnavillur. Ég hef þó skoðað nokkra bíla fyrir nokkra vantrúaða og þar hefur alltaf komið í ljós að rétt gildi voru í reiknivélinni.
Þessi útblásturgildi eru engin leyndarmál og þau má finna í nýrri gerðum skráningaskírteina. Framleiðendum er skylt að sýna þessar upplýsingar og skattlagning þar sem útblástursgildi eru notuð er þegar hafin í nokkrum löndum. Þið getið líka haft samband við umboðsaðila ykkar bifreiða og fengið hjá þeim þessar tölur og reiknað sjálfir. Gildin eru til og alger óþarfi að grafa upp gamlar menntaskólajöfnur.
Dæmi á heimasíðu Toyota er gefin upp CO2 gildi fyrir Land cruiser 4.0 l. V6 VVT-i bensín = 305 g/km
20.000 km akstur gefur þá ríflega 6 tonn og ég þori að fullyrða að reiknivélin gefi svipaða tölu.Í sambandi við eldneytiseyðslu þá verður að taka til greina að þetta eru í fyrsta lagi tölur frá Evrópu þar sem veðurfar og vegir eru öðruvísi og jeppar sjaldnast breyttir.
Í öðru lagi er eyðsla persónubundinn og getur munað miklu þar á.
Hinsvegar virka vélarnar vel til að bera saman bifreiðar. Ef eitthvað er tel ég að eyðslutölur séu vanáætlaðar miðað við íslenskar aðstæður og niðurstöður því oftar en ekki jafnvel skárri í vélunum en þær eru í raun og veru.
Það myndi vera vel þegið að fá ábendingar um villur í vélinni enda er upplýsingamagnið gríðarlegt í gagnagrunninum og ljóst að einhverstaðar gætu verið villur.
Ég hafna því þó algerlega að vélarnar í heild sú bilaðar.Ég hvet ykkur til að hafa bara samband beint við mig og þá get ég lagað og bætt það sem ykkur finnst vera miður.
Bestu kveðjur / best regards
Sigurður Ingi Friðleifsson
Framkvæmdarstjóri / Manager
ORKUSETUR / Energy Agency Iceland (EAI)
Borgir Norðurslóð
600 Akureyri
ICELAND
Sími: 569 6085
GSM: 863 6085
Fax: 460 5709
http://www.orkusetur.is
sif@os.is
08.08.2006 at 18:30 #557368Hvort eru það vísindalegri vinnubrögð, að gæta þess að það sé samræmi í þeim gögnum sem gefin eru upp á síðunni, og þau sæmræmist grundvallar lögmálum eðlis- og efnafræðinnar, eða að fylgja í blindni boðskap frá Brussel eða Nýbílaveginum?
Ég fór einu sinni (þegar ég var starfmaður Orkustofnunar) til Brussel til þess að lesa yfir styrkumsóknir. Ég tek meira mark á því sem mér var kennt í MA sællar minningar, en því flóði sem kemur frá Brussel.
Losun koltvísýrings er í réttuhlutfalli við eldsneytisnotkun fyrir hverja tegund eldsneytis. Reiknivélin, eða gögin sem hún notar, eru ekki í lagi, þegar þegar þetta hlutfall rokkar frá 2.4 kg CO2/liter í 3.6 kgCO2/liter, eins og það gerði fyrir þau örfáu tilfelli sem ég skoðaði.
Annars leit ég á vefsíðu toyota.is, þar er í öllum tilfellum gefinn upp meiri CO2 losun á km fyrir bensín en dísel, meira að segja þó borin sé saman TLC 100 dísel vél og
barbí bensínvél, eins og gundur gerir. Samkvæmt vef toyota er útbástur fyrir LC100 með dísel innan við 300 g á km, sem gerir innan við 6 tonn fyrir 20000 km, reiknivélin gaf 8.5 tonn.Einar
08.08.2006 at 23:27 #557370CO2 mengun frá bensínbíl er 10 til 20% meiri en frá dísilbíl sama hvað þessi reiknivél eða heimasíða toyota segir. Þetta stafar bara af því að dísilvélinn eyðir 10 til 20% minna massa af jarðolíu miðað við ekna kílómetra.
Þessi stórkostlega reiknivél er þannig úr garði gerð að hún reiknar út það CO2 magn sem verður til við bruna á jarðolíu með breytu sem er einhver tala sem kemur frá framleiðanda bílsins eða frá Brusell ? Þetta eru með öllu óþarfar upplýsingar því eyðsla bílana segir allt sem segja þarf. Eina rökrétta leiðinn til að gera þetta er að nota eyðslu farartækjanna í kg / km, þar sem vitað er að CO2 menguninn er línulega háð massa eldsneytisins sem brennt er. Stundu er vitleysunni bara enginn takmörk sett
gummij
10.08.2006 at 17:30 #557372Ég talaði í dag við Sigurð Inga Friðleifsson, sem sér reiknivélar á orkusetur.is. Hann fann villu í gögnum hjá sér, nú lítur samanburður á bensín og díselvélum í TLC 100 svona:
[img:1yzue3ww]http://klaki.net/tmp/landcruser.png[/img:1yzue3ww]Ég bar þetta saman við tölur frá vefsíðu [b:1yzue3ww][url=http://www.toyota.is/?PageID=185:1yzue3ww]toyota.is[/url:1yzue3ww][/b:1yzue3ww] það passar nokkurnveginn við CO2 fyrir díselvélina en eyðslan er ofmentin á díselbílnum og CO2 útblásturinn á bensínvélinni. Þannig að ekki hefur enn tekist að leiðrétta þennan tiltekna bíl í reiknivélinni.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.