This topic contains 2 replies, has 1 voice, and was last updated by Gísli Þór Þorkelsson 16 years, 6 months ago.
-
Topic
-
Hvað er CMS Jeppakerfi?
CMS Jeppakerfið gerir bílstjóra kleift að fylgjast með nákvæmum þrýstingi og hita í dekkjum bifreiðar sinnar í rauntíma.
CMS Jeppakerfið gefur viðvaranir ef þrýstingur og hiti er ekki innan ákveðinna marka sem er skilgreindur af notanda. Auðvelt er að slökkva á viðvörunum þegar farið er í ferðir þar sem hleypt er úr dekkjum.
Grunnkerfið samanstendur af 5 skynjurum, móðustöð og tölvu að eigin vali. Fjórir skynjarar eru límdir inna á felgurnar og geta mælt þrýsting frá 0 til 200 psi með 0.1 psi nákvæmni. Fimmti skynjarinn mælir útiþrýsting með 0.1 mbar nákvæmni og kerfið leiðréttir því mismunarþrýstingin í dekkjunum eftir verðurfari og hæð ökutækis. Allir skynjararnir mæla hitastig frá -40 til 85 °C með 0.1 °C nákvæmni.
Hægt er að notast við allar tölvur og síma sem keyra windows stýrikerfi og eru með Bluetooth. Næmi útvegar einnig afar hentuga lófatölvu, með GPS, sem er uppsett að fullu og kerfið hleðst upp sjálfkrafa þegar kveikt er á bílnum.
Notandi getur á mjög þægilegan máta fylgst með þrýstingi í dekkjunum í rauntíma þegar hleypt er í og úr dekkjum þar sem lófatölvur og farsímar virka einnig fyrir utan bifreiðina.
Rafhlöðuending skynjara er um 5 ár og sjá allir skynjarar um að mæla nákvæma stöðu rafhlöðunar og því getur kerfið látið vita með góðum fyrirvara ef skipta þarf út skynjara.
Hugbúnaður CMS Jeppakerfisins getur loggað öll mæligildi og auðvelt er að greina þau í hugbúnaði eins og Excel.
NotkunarmöguleikarKerfið er ekki bundið við þrýsting í dekkjum, hægt er að fá hita og rakaskynjara, skynjara sem tengjast lokuðu þrýstikerfi s.s. loftpúðum o.fl. Hægt er að tengja allt að 40 skynjara við eina móðustöð óháð því hvað þeir mæla.
You must be logged in to reply to this topic.