Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Cherokee XJ a „44 tommu
This topic contains 13 replies, has 1 voice, and was last updated by Sindri Grétarsson 17 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.11.2007 at 22:08 #201253
Ég hef séð frekar fáa ef ekki engan Cherokee XJ (84-9x árgerd) breytta á „44. Á ekki einhver myndir af svoleidis bíl sem hann gæti látid flakka hérna.
kvedja andri
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
26.11.2007 at 02:21 #604516
Það hefur lítið verið gert af því að setja XJ á 44". Það var smíðaður einn svakalegur 3gja dyra á 44"DC og skipt um allt í honum en sá eyðilagðist í sorglegu slysi; [url=http://www.f4x4.is/new/photoalbum/default.aspx?file=oldsite/1174/7342:26ws5ofy][b:26ws5ofy]Myndir[/b:26ws5ofy][/url:26ws5ofy]
.
Síðan er það guli comanchee-in (held það sé sá sem spilaður var á hnjúkinn), hann er á 44"DC en mér vitanlega hefur hann lítið sem ekkert verið notaður.
.
Svo er einn 5 dyra XJ sem ég gæti trúað að 44" passi undir, sá gengur held ég undir nafninu "Ruddinn". Það eru myndir af honum hér á síðunni.
.
í fljótu bragði man ég ekki eftir fleirum en þessum.
.
Freyr
26.11.2007 at 11:57 #604518Það var einn í setberginu í hafnarfirði, maður sem heitir Sindri minnir mig átti hann. Hann átti nýlegan patrol á 44" líka. Sá bíll var grár og með 4,2 motor úr wrangler.
26.11.2007 at 14:21 #604520Er [url=http://www.bilasolur.is/Main.asp?show=CARIMAGE&BILASALA=69&BILAR_ID=140036&IMAGEID=2319:3vj58qkk][b:3vj58qkk]þetta[/b:3vj58qkk][/url:3vj58qkk] sá sem þú ert að tala um ingaling?
26.11.2007 at 18:39 #604522Þetta gæti barsta verið hann já.
26.11.2007 at 19:45 #604524Bíllinn sem Sindri átti var aldrei keyrður neitt á 44" dekkjum, þótt það mæti troða þeim undir. Hann var alveg nægjanlega drifgóður á 38" og braut nóg á þeim, hefði ekki boðið í 44" dekk nema fara í eitthvað styrkingardæmi.
Góðar stundir
26.11.2007 at 19:58 #604526Jahá… er þetta virkilega satt með 4.2 mótorinn… það hlýtur að hafa skolast eitthvað til!
kv. Kiddi
26.11.2007 at 20:36 #604528En þótt það hafi brotnað einn öxull við að keyra á grjót og beygja hásingu telst það varla mikið. Hann dreif vel á 44 og var miklu skemmtilegri á fjöllum á þeim. Félagi hlynur hefur bara ekki séð ljósið ennþá.
sjá myndir í myndasafni.
26.11.2007 at 21:14 #604530Mig minnti að að hann hefði bara staðið á 44" eftir að afturdrifið brotnaði
Man allavega ekki eftir að hafa farið mér þér í túr á 44" dekkjum, en það getur svosem vel verið, enda var ég alltaf svo langt á undan að ég var löngu hættur að taka eftir dekkjunum sem dósin var á 
Góðar stundir
ps: hvernig er annars nýja USA martröðin hjá þér ? Verður hún klár fyrir jólatúrin ?
26.11.2007 at 22:17 #604532Mismunadrifið var eitthvað slappt það er alveg rétt enda var það ættað úr Musso, en það var í góðu lagi eftir að það var soðið fast.
Nýi USA draumurinn bíður betri tíma, vinnan er alveg að eiðileggja áhugamálið, tók meira segja að mér að byggja bílskúr í jólafríinu. Kemst því miður ekki með til að draga þig áfram kæri Hlynur.
Þannig að það er kannski öruggast fyrir þig að vera heima.
26.11.2007 at 22:32 #604534Var ekki rétt hjá mér Sindri að það er 4,2 motor í cherokeeinum…?
27.11.2007 at 12:31 #604536Hann var með 4.0 vél ca. 95 árg. óbreitt nema með flækjur. Virkaði ágætlega en hefði verið magnaður með 100 hesta í viðbót.
28.11.2007 at 19:06 #604538En hvenig var drifrásin aftur… mig minnir að það hafi verið eithvað undarlegt þarna… minnti vélin en ekki viss, hvaða skipting og hlutföll og hásingar eru undir honum?
28.11.2007 at 21:02 #604540Þessi XJ var einn af fáum sem kom orginal með D44 að aftan og hún var þar ennþá, Framhásingin var D44 ættuð úr stóra Cherokee, sama sporvídd, annar drifbúnaður var original og stóð sig vel. Minnir að hlutföllin hafi verið 4:88 hefði eflaust verið skemmtilegri á lægri hlutföllum.
kveðja
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.
