Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Cherokee breytingar
This topic contains 5 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 21 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.12.2003 at 18:28 #193349
AnonymousÉg var að spá hvernig cherokee hentar til breytinga og aðallega hvað hásingarnar þola stór dekk og hvað þessi búnaður þolir er með 4,0L SSK er ekki fínt að henda þessu bara á 33″barða og gerið þið það nú að komaekki með eitthvað rugl til baka ég fæ nóg af því annarsstaðar
Víðir Lundi
Þ412 -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.12.2003 at 18:56 #482850
Sæll Víðir.
Með því að skera úr brettunum og aðeins úr gólfinu yst og fremst við hvalbakinn getur þú komið 33" dekkjum beint undir hann án þess að þau narti í neitt.
Ef vélin er enn sæmilega spræk hjá þér er eiginlega óþarfi að eyða peningi í drifhlutföll (nema þú teljir þig geta sparað nægilega mikið í eyðslu til að réttlæta það).
Hlutföll kosta, ef ég man rétt, um 140 þús. samanlagt.
Niðurgírunin í lága drifinu dugaði mér allavega ágætlega þegar kom að puði. Verra var þó að hann skipti sér ekki upp í 4. gír (ssk) fyrr en í kringum 95 km hraða.
Á 33" getur þú göslast töluvert í snjó en eins og áður hefur komið fram er stýrið í þessum bílum þannig að það borgar sig að sjóða stífu á milli grindarbitana fremst í bílnum. Annars er hætt við að átökin sem lenda á dekkjunum brjóti bitann sem maskínan er fest í. Þetta er algengt vandamál en í staðinn kemur að þú finnur aldrei fyrir ójöfnum upp í stýri til jafns við marga aðra bíla.
Í albúminu hjá mér er mynd af svona grip sem var nú bara skveraður inni í bílskúr, enda gamall og ekki ástæða til að kosta miklu upp á. Með öllu (dekkjum, felgum, sandblæstri, lakki, toppgrind, stigbrettum, nýjum afturrúðum, efni í heimasmíðaða brettakanta, skrúfum, umtalsverðu magni af límkýtti o.fl. o.fl.) kostaði breytingin um 300 þús. og þónokkrar kvöldstundir.
Vona að þetta verði þér hvatning.
Einar
27.12.2003 at 19:56 #482852Ég er með cherokee á 33" dekkjum og hann er með að ég held kanta sem eru ætlaðir fyrir þessa stærð. Ég þurfti hinsvegar að hækka bílinn um tvær tommur til að ekkert rækist í. Mér sýnist að ég þurfi líka að lækka þverstífuna að framan þar sem hún togar orðið hásinguna yfir. Annað sem einhver snillingur sagði mér að efri festingin á þverstífunni væri hönnunargalli sem menn þurfa að breyta til að bíllinn verði góður í stýri. þar er kúluliður sem virðist alltaf vera hlaup í. Það þarf að skera endann af og setja venjulegar fóðringar fyrir bolta í staðinn.Ég vill meina að ef þú ætlar að breyta bílnum á annað borð þá munar ansi litlu í vinnu hvort þú breytir honum strax fyrir t.d 36" hjól eða bara 33". Með orginal hásingar myndi ég ekki fara í stærra heldur en 36". Ég er með myndir í albúminu ef þú vilt sjá gripinn.
Gangi þér vel Hjalti
27.12.2003 at 22:49 #482854Eftir upphækkun á mínum XJ um ca 10 sm, færðist framhásingin aðeins til hliðar. Ég kom henni á sinn stað með því að bora nýtt gat þar sem þverstífan er fest við hásinguna. Það er ekkert slag í kúluliðnum þar sem stífan festist í grindina, ef passað er að smyrja í þetta stöku sinnum sé ég ekkert að þessu fyrirkomulagi.
-Einar
05.01.2004 at 01:04 #482856Sæll fugli
Ég var að fjárfesta í Cherokee 4 lítra á 35". Aflið er alveg feikinóg og alveg magnað að geta verið í langkeyrslu á 90 km hraða á 1400 snúningum = mjög lítil eyðsla.En fyrst þú kemst upp með að setja hann á 33" án neinna breytinga, bara klippa úr, þá er það fínt ef þú ert síðan með annan í einhverjar torfærur.
En ef þú þarft á annað borð að hækka og setja kanta, þá skaltu nú endilega íhuga að skella þér í 35". Það hefur ekki í för með sér neitt mikið aukaálag á bílinn en munar helling í hinum ýmsu torfærum.Kveðja
Izeman
05.01.2004 at 03:00 #482858
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sælir, er með einn svona sem ég fékk breyttan sem fyrir 35" dekk, er búinn að vera að vinna í honum síðustu vikur og setti hann á 36", þurfti ekki að breyta neinu að aftan, þurfti hins vegar að rýmka á innra bretti að framan og klippa aðeins meira úr brettinu að framan sem er bara smá mál, er með sömu brettakanta og voru á honum, þannig að ef þú ert að spá í að setja hann á 35" að þá myndi ég ekki hika við að fara bara alla leið og hafa pláss fyrir 36", þá kemstu flest sem þú þarft að fara.. það sem var gert fyrir minn er nokkurn veginn þetta: allar stífufestingar voru síkkaðar niður, hásing að aftan var færð aftur, lækkuð drifhlutföll í 4:56, diskalæsingar settar í að framan og aftan, aukakælir settur á sjálfsskiptingu, flækjur og sitthvað fleira.. Bíllinn virkar fínt á 36", finn talsverðan mun á þeim og 35" dekkjunum, ef það er eitthvað sem mig vantar núna að þá væri það kannski að setja í hann loftlæsingar og kannski stærri bensíntank, þá væri hann orðinn alveg pottþéttur.. Mjög seigar vélar og hef ég lítið sem ekkert þurft að kíkja á hana nema að smyrja hana, nóg afl er fyrir hendi þannig að ef öll dekk ná að grípa þegar á þarf (loftlæsingar) að þá er þetta gríðarlega skemmtilegur bíll þar sem hann er nú ekki nema um 1750 kg. eftir breytingar.. orginal er hann um 1510 kg. Ef þú ferð í þetta og klippir úr aftaribrettum, gakktu þá vel frá og lokaðu fyrir öll hugsanleg göt inn sílsa..
Þú getur séð myndir að bílnum á 35" og svo á 36"..
Kv. Gunnar.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.