Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Cherokee 2,5 vs. 4.0
This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
13.01.2006 at 01:07 #197044
Sælir.
Ég hef verið að skoða „gamla“ Cherokee svolítið til kaups og er jafnvel að spá í 4cyl. bílnum. Ég var að velta fyrir mér muninum á 4cyl og 6cyl bílunum fyrir utan skiptingar (bsk/ssk). Eru þetta ekki að mestu sömu bílarnir með sitthvorri vélarstærðinni? Eru hásingar og millikassar þeir sömu? Eru 2,5l vélarnar eitthvað síðri en þessar stærri?
Með von um góð viðbrögð.
Ásgeir -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
14.01.2006 at 10:55 #538800
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég réðst í vélaskiptin, þau reyndust aðeins meira en að segja það og eingöngu fyrir menn með tíma peninga og þekkingu á þessu held ég. En ég var með 2.5L og með franskakassan. Einhverstaðar komst ég að því að franski kassinn var notaður við fyrstu 4.0L cherokee bílana um "88 ef ég man rétt. Og þá með annari bjöllu svo hann passi við blokkina. Ég fékk kassan minn og millikassan (sami og ég átti reyndar) í vöku á 15þ krónur. Meðan partasalar hérna í bænum ætluðu að rukka mig 100 til 120 þ. fyrir herlegheitin. Þannig það er um að gera að líta inn í vöku endrum eins, auðvelt að finna gullmola þar.
Ég henti sjálfskiptingunni, ég vil hafa mitt beinskipt, meira vald yfir bílnum og jafnvel minni eyðsla.
14.01.2006 at 17:26 #538802endilega fá þér 4.0L er með einn svoleiðis á 38", sjálfskipting alveg frábær.
með að stróka þessa mótora hef ég verið að skoða það svoldið, kostar um 140þús úti stroker sett uppí 4,7 þá er skipt um sveifarás, stangir, legur, stimpla, hringi, heitur ás, rokkerarma, ofl. þá er mótorinn að skila 262 hö dynotestaður og um 100 nm meir í tog.það er hægt að láta dynotesta hjá Tækniþjónustu Bifreiða í Hafnafirði,,,,,,, þá getur þú sagt nákvæmlega hvað bíllinn er í hestöflum.
ekk sirka 200 eða 300 hö svoldið munur þar á.Davíð Dekkjakall
14.01.2006 at 19:19 #538804
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ja ok…….
Ég keypt þennan pakka einmit og bætti svo stærri spíssum í þetta. Þeir sögðu mér að það væri mun betra þar sem rúmmálið er orðið meira pr. Cyl. og að hann myndi auka örlítið við aflið. Svo ef ég fer í þennan flækju pakka þá er komið aðeins meira kannski. Aldrei að vita nema maður fari og láti mæla skrjóðinn með vorinu. Bara svona til að vita þetta, heh.
16.01.2006 at 01:18 #538806Sælir
Fyrst að 4.0l vélin er svona agalega mögnuð og ódrepandi. Er sama vélin í Grandinum og í venjulega bílnum? Er óhætt að skoða bíla sem eru eknir 200 þús. og upp úr?
Eins og þið sjáið veit ég ekki mikið um þessa bíla svo allar uppl. eru vel þegnar (kostir/gallar)?Kv.
Ásgeir
16.01.2006 at 09:50 #538808
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ef þú ert að skoða bíl sem er mikið ekinn, borgaðu bara ekki of mikið fyrir hann. Ef hann fer að vera leiðinlegur og blása mikið þá er ekki stórmál að taka vélina upp. Allar þessar 6cyl. línur er með sömublokkinni. bæði 4.0L og 4.2L minni vélin er bara með annað hedd og annan sveifarás. Ég held það sé í raun einabreytingin svo auðvitað inspítingar dæmið…. blöndungur á 4.2L
16.01.2006 at 23:48 #538810Grandinn 96-99? er með sömu 6 cyl vélinni og cherokee 91-96 það er high output, sem er sama vél og er í 84-91 cherokee bara með aðra innspýtingu og hedd sem er portað öðruvísi(flæðir meir).
Grandinn kemur svo með aðra 6 cyl vél einhverstaðar í framleiðslunni sem er nánast eins en komin með meiri tölvu veseni og mengunarvarnabúnaði í vissri árgerð minnkaði hestöflin.
Annars er 6 línuvélin snillar vél. Í grunninn var þessi vél 258 held ég í amc fyrir mörgum árum…
Davíð Dekkjakall
19.01.2006 at 17:12 #538812Félagi minn á Cherokee ´94 4,0ltr HO beinskiptan.
Og er til sölu. Er 31". Fínn bíll.Sendu mér mail thengillo@hotmail.com
Kveðja
Þengill
19.01.2006 at 17:36 #538814Ég á Cherokee ´91 4,0ltr HO. Hann er skráður 181 hestafl. Pabbi gamli á Grand Cherokee ´94 4,0ltr. Hann er skráður 185 hestafl.
Þannig að hestafla talan er mjög svipuð en Grandinn er ekki næstum því eins skemmtilegur og minn. Skiptingin mun skemmtilegri og mun meira afl í mínum.
19.01.2006 at 23:35 #538816Sælir
Ég á bæði Grand Cherokee 93 módel og einnig Cherokee 89 módel. Báðir með 4l línu sexunni.
Grandinn er skráður 192 hö og sá eldri 177 hö.
Grandinn er með betri hröðun þrátt fyrir 35" dekk á móti 31" á XJ. Samt er grandinn með original hlutföll og svo er hann 470 kg þyngri miðað við skráningarskirteini á XJ (1390 kg) og nýlegri vigtun á Grandinum (1860 kg). Kanski er vélin í XJ bílnum orðin eitthvað slappari, þó ekkert augljóst.Skiptingin í Grandinum er mun skemmtilegri þykir mér, sú heitir Chrysler 727 en í XJ´num er japanska skiptingin Aisin.
727´an er mýkri í venjulegum akstri en þó sneggri að skipta sér ef maður stendur bílinn.Mér þykir Grandinn líka mun betri í akstri bæði á þjóðvegi og einnig liggur hann betur á ósléttum vegum. Þar auðvitað spila stærri dekk inni í en þegar ég var að rannsaka þetta þá fór ég mun grófari veg á grandinum til að reyna fá réttlátan samanburð. Sá gamli átti það til að byrja að "skoppa" þegar maður ók hratt í svolitlar holur, það vill ég meina að sé sökum þess hve léttur hann er (og með blaðfjaðrirnar að aftan kanski???)
Eftir nokkra daga harðar prófanir þá valdi ég að halda Grandinum (sem ég var reyndar búin að eiga í rúmlega 2 ár þess á undan)
En ég ákvað að taka millikassan úr XJ bílnum og losna við Quadra Trac draslið úr grandinum, það klárast vonandi um helgina.Kveðja
Arnór
20.01.2006 at 09:15 #538818Það er greinilega ekki samræmi í hestafla tölum í Grandinum.
Ég get verið sámmála því að Grandinn er örugglega skemmtilegri á grófum malarvegi.
En skiptingin og vélaraflið finnst mér betri í XJ bílnum.
En það er misjafn smekkur manna auðvitað!!! 😉
20.01.2006 at 12:55 #538820Sælir
Já sem betur fer er smekkur mann misjafn annars væri þetta ekki næstum eins gaman.
Svo er annað mál að 727 skiptingin er auðvitað í mörgum (flestum??) XJ bílunum.
Svo hlýtur það nú að vera að XJ bílinn sé snarpari allur ef vélin er í toppstandi, hann er það mikið léttari…
En segðu mér eitt Þengill, hvað er bílinn þinn skráður þungur? Ég átti nú eiginlega erfitt með að trúa þessum 1390 kg sem standa í skráningarskirteininu hjá mér. En þó hafa menn verið að segja mér að þetta sé rétt…
Kveðja
Arnór
20.01.2006 at 13:23 #538822Ég man ekki hvað minn er skráður þungur. Minnir að hann sé eitthvað í kringum 1400kg. En ég var einu sinni á ´87 bíl sem var búið að setja HO vél í og var á 31". Hann var einmitt skráður eitthvað svona lítið. En ég fór með hann á vikt. Þar mældist hann 1810kg með mig innanborðs(83kg), hundinn (35kg), hálfur af bensíni og eitthvað fleira drasl.
En tölurnar í skráningarskirteininu eru, held ég, tölur frá framleiðanda. Þeir vikta bílana algjörlega tóma. Ekki með kælivatni eða olíu á neinu.
Nema auðvitað ef bílarnir eru jeppaskoðaðir.
20.01.2006 at 16:44 #538824Hvað eruð þið að rugla með 727? Það er eldgömul 3ja gíra Mopar skipting…
20.01.2006 at 17:06 #538826Skiftingin sem er í Wrangler heitir 904
Kveðja Magnús.
21.01.2006 at 00:42 #538828skiptingin heitir AW4 í cherokee xj,
hér er síða með skiptingum:
http://www.jeeptech.com/trans/þar sést skiptingaheiti í mörgum jeep.
Davíð Dekkjakall
22.01.2006 at 01:41 #538830Sælir
Nú fór ég aðeins að spekúlera með heiti á sjálfskiptingum. Á mörgum stöðum hef ég lesið um 727 skiptingar.
En svo fór ég aðeins að skoða á netinu, á þeim amerísku síðum sem ég skoðaði þá er talað um 42RE í Grand með 4 lítra vélinni frá 93-98 og AW4 í XJ.
Svo gluggaði ég í íslenskt efni og þá er talað um 727.
Hér er eitt dæmi: http://www.leoemm.com/cherokee.htmEins hef ég rætt við marga í sambandi við skiptingarmál í þessum bílum og alltaf er talað um Chrysler 727 eða þá japönsku Aisin
Veit einhver skýringuna á þessu?
Kveðja
Arnór
22.01.2006 at 13:22 #538832
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Sæll.
42RE sjálfskiptingin er í grunnin sama skiptingin og 727 bara komin með elektróniska stýringu.
Keðja Jón
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.