Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Cherokee 2,5 vs. 4.0
This topic contains 37 replies, has 1 voice, and was last updated by Anonymous 19 years, 1 month ago.
-
CreatorTopic
-
13.01.2006 at 01:07 #197044
Sælir.
Ég hef verið að skoða „gamla“ Cherokee svolítið til kaups og er jafnvel að spá í 4cyl. bílnum. Ég var að velta fyrir mér muninum á 4cyl og 6cyl bílunum fyrir utan skiptingar (bsk/ssk). Eru þetta ekki að mestu sömu bílarnir með sitthvorri vélarstærðinni? Eru hásingar og millikassar þeir sömu? Eru 2,5l vélarnar eitthvað síðri en þessar stærri?
Með von um góð viðbrögð.
Ásgeir -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
13.01.2006 at 01:12 #538760
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
ef þú ætlar að fara út í að jeppast almennilega á þessu, þá er 6cyl 4 lítra vélin málið, togar langt niður og er mjög skemmtileg í akstri (það er á þessum 96 árg. sem að ég prufaði)
13.01.2006 at 01:12 #538762Þetta eru meira og minna sömu bílarnir, sama boddý, hásingar o.fl Það er helst að afturhásingin gæti verið veikari í 2,5. minnir að hann sé stundum með amc 20. En blessaður vertu, fáðu þér frekar 4.0 bíl. kostar það sama en færð mikið skemmtilegri bíl + að selja svona bíl breyttan með 2,5 er örugglega erfitt.
13.01.2006 at 01:17 #5387644 cylindra er fyrir kellingar. Ekki flóknara en það. Sömu afturhásingarnar í báðum, annaðhvort Dana 35 eða Chrysler 8.25 (sterkari). Einhverjir bílar voru með Dana 44 voðavoða sjaldgæft ég á nú reyndar eina svoleiðis sem hægt væri að plata út úr mér ekki voða líklegt en þó einhver séns…
AMC 20 hásingin var bara í CJ7 og Wagoneer (stóra).
13.01.2006 at 01:39 #538766Sælir og takk fyrir skjót viðbrögð.
Það stendur ekki til að breyta honum neitt mikið (mestalagi að lyfta og kannski 32") eða fara í einhverjar stórar vetrarferðir, mest verður ferðast á sumrin. Það er til hellingur af Cherokee á sölum og 2,5 bíllinn er yfirleitt ódýrari miðað við árg. og akstur, og þar sem ég er ekki að elta kraftinn var ég að spá hvort 2,5 væri ekki nóg. Ég er að aðallega að spá í áreiðanleika og hvort erfitt sé að verða sér úti um helstu varahluti hér heima, þó maður myndi sjálfsagt kaupa mest að utan.
Kveðja
Ásgeir.P.s. Takk fyrir myndirnar Kristinn
13.01.2006 at 08:11 #538768Sæll
Ég hef svolítið gaman af þessu með vélarstærðina. Mönnum finnst 2.5 yfirleitt of lítið í Cherokee sem þó er fisléttur bíll. En svo keyra menn um á 2.4 lítra Toyotu með bros á vör.
Kv. O.Ö.
13.01.2006 at 08:36 #538770Er það ekki aðalega út af því að ekkert annað er í boði í toyotuna. Ef hún væri seld með 4.2 l diesel væri það örugglega vinsælla.
13.01.2006 at 11:32 #538772
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég er eða var með 2.5L í wrangler… hún var orðin frekar þreytt en annars eru það fínustu vélar, svo lengi sem þú ert ekki að draga neitt eða fara upp kambana…. Nú er ég að setja 98 model af 4.0L í hann. Lét bora hana út og setti sveifarás úr 4.2L vél og heitan kamb. Hún ætti að vera skila ca. 300 hp eftir þetta. í óbreyttum 1425 kg bíl. Get ekki beðið.
En 2.5L er allt í lagi en hún er ekki eins endinga góð og 4.0L vélin, þær eru ódrepandi víst. Og það er heldur ekkert mál að fá varahluti í þessar báðar. Ég hef pantað mest á netinu samt, þar sem kaupmenn hérna á klakanum eiga til að rukka aðeins meira fyrir hlutina. http://www.jcwhitney.com þar áttu að fá nánast allt fyrir Jeep.
13.01.2006 at 12:43 #538774Það að amc 20 sé ekki til í xj er ekki rétt. Hún hefur verið notuð þegar litlar birgðir hafa verið til af 35, minnir að hún hafi mikið verið í jafnvel ’97 módelinu.
Svo í sambandi við að stroka línu sexuna, þá fer hún enganveginn í 300 hp. við það að skipta um sveifarás, stangir og kambás. hún slefar sennilega í 220.
.
.
Hér er uppskrift að 245 hp mótor, þar er líka skipt um spíssa, stimpla, hedd portuð o.fl.
.
Jeep 4.2L 3.895" stroke crank
Jeep 4.2L 5.875" rods
Speed Pro 677CP standard bore pistons
9.05:1 CR
Stock 4.0 HO camshaft
Ported HO 1.91"/1.50" cylinder head
Stock 0.051" head gasket
0.097" quench height
2.25" exhaust
Ford 24lb/hr injectors with stock 39psi FPR for ’87-’95 engines, stock injectors with stock 49psi FPR for ’96 and later engines
245hp @ 4800rpm, 305lbft @ 3250rpm
.
.
.
Ef hún á að ná 300 hp þá þarf þetta:
.
3.98" offset-ground stroker crank
Jeep 4.2L 5.875" rods
Small Block Chevy UEM-KB142 hypereutectic pistons
10.5:1 CR
Crane #753941 216/228 degree camshaft
Ported big valve 2.02"/1.60" cylinder head
Mill block deck 0.015"
Mopar/Victor 0.043" head gasket
0.055" quench height
Flometrics F&B 68mm billet TB
3.0" exhaust system
Ford 30lb/hr injectors with adjustable FPR or MAP adjuster for ’87-’95 engines, Ford 30lb/hr injectors with stock 49psi FPR for ’96 and later engines.
Custom PCM programming
299hp @ 5000rpm, 353lbft @ 3700rpm
13.01.2006 at 18:30 #538776AMC 20 hefur aldrei verið notuð í Cherokee (XJ)! Punktur! Það er Chrysler 8.25 sem var notuð þegar þeir áttu ekki Dana 35.
Jeep kveðja Kristinn
13.01.2006 at 18:43 #538778
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
án þess að koma af stað einhverjum erjum hérna. Þá veit ég um bíl sem var mældur og hann var með stóra ásin og stæri stimla. Semsagt bara settur í 4.7L og ekkert meir og hann var mældur einhver 245 hp. Eg setti heitan ás, spíssa og undirlyftur.
Annars er mér skít sama, hehe…. stórt stökk frá útjaskaðri 120 ho og yfir í alvöru 200 + hestar…. ég verð í skýunum hvort sem það er 200 eða 300, best bara að fara ekkert og láta mæla hann, þá lifi ég bara í voninni, hahahah.
p.s. er hægt að láta prófa þetta hérna heima?
13.01.2006 at 18:47 #538780
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Er mikið mál að skipta úr 2.5 yfir í 4.0? Er hægt að nota "2.5" gírkassann áfram?
13.01.2006 at 20:57 #538782Sælir.
Eftir hverju ætti maður að leita sérstaklega í þessum bílum?
Hvernig stendur á því að það eru til svona fáir beinskiptir 4,0l HO. bílar? Mig langar heldur í 4cyl bílinn því hann er beinskiptur. Ef einhver veit um beinskiptan 6cyl. til sölu bíl má hann láta mig vita.
Kveðja
Ásgeir
13.01.2006 at 21:49 #538784Er lélegast jeppamótor sem framleiddur hefur verið um leið og 4l mótorinn er einn sá besti. Átti v6 bíl sem var aflminni en 4cylbílinn og eyddi meira en 4 lítra bílinn. Efast um að gírkassinn passi á 4l mótorinn, ef hann passar þá eru miklar líkur á því að það sé peugeot gírkassinn í bílnum sem er engan veginn nógu sterkur. Þessirbílar hafa aldrei verið með öfluga gírkassa um leið og sjálfskiptinganarhafa verið ódrepandi. Það þarf að vanda sig til að eyðilegga sjálfskiptingu í þessum bílum.
13.01.2006 at 21:53 #538786
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
hvað er þetta sem ég les, viltu beinskiptan…iss þá er karakterinn farinn úr bílnum, því að skiptingin á þeim er nefnilega allveg einstaklega skemmtileg…
14.01.2006 at 00:02 #538788Svo það er þá Frakki í Cherokee!!! Veit einhver afhverju það er Peugeot í Cherokee?
Varðandi skiptinguna, þá er ég svo skrítinn að mér finnst bara skemmtilegra að keyra beinskipt.
Kv.
Ásgeir
14.01.2006 at 00:23 #538790að sjálfsögðu renault átti AMC þeir fengu samning við franska ríkið um að útvega hernum jeppa svo hvað var auðveldara en að kaupa alvöru jeppaframleiðanda og klára kvótann og selja síðan til fabrikkuna til chrysler sem fengu meiri frakka með nýir franskir chryslerar (ekki TALBOT) litu dagsins ljós til dæmis new yorker/intrepid/concord sem var undirvagnshönnun og botnplata frá renault
14.01.2006 at 00:35 #538792Sælir
Ég er rosalega hrifinn af þessari vél, togar vel niður fyrir 500sn/m og er líka mjög spræk og afl mikil. Í mínum bíl er hún að eyða 17L. utanbæjar og 23L. innanbæjar.
Þar sem þið eruð með allskonar uppskriftir og formúlur um afl á vélum eftir breytingar, þá langar mig að spyrja hvað þið haldið að mín sé.
4L HO. boruð 0,75, portuð og plönuð hedd, volgur ás, flækjur og meira veit ég ekki.
Vitið þið hvort Þeir Kistufelli gætu átt eitthvað yfir breytingar og vinnu á vélum sem þeir hafa gert upp?
Þar sem hún var nýlega uppgerð (hásing hafði brotnað og farið upp í vélina og blokkin brotnað út frá mótorpúðafestingum) hjá þeim þegar ég keypti bílinn og það fylgdi eitthvað blað með helstu lýsingum á uppgerðinni, en það er týnt.Kv.Þórður
Ps. Minn er 4L HO beinskiptur, en hann var líka fluttur inn notaður frá Ameríku.
14.01.2006 at 02:37 #538794Ég neyðist víst til þess að trúa þér með amc 20, þú hlítur að vita hvað þú segir fyrst þú ert svona harður á þessu;-) Ég hef þá bara lesið rangar uppls. eða hreinlega skolað þessu eitthvað til í hausnum á mér.
kveðja Freyr
14.01.2006 at 02:47 #538796Það vill nú reyndar svo til að í Bandaríkjunum rakst ég á þessa skruddu sem inniheldur gjörsamlega ALLT um alla Jeep jeppa frá upphafi! Frábær bók
14.01.2006 at 07:00 #538798Flestir beinskiptir Jeep XJ eru með japanska gírkassa sem eru framleiddir eru af Aisin. Sitt hvor kassinn var notaður með 2.5l bensínvélinni (AX 5) og 4l og 2.5 díselvélunum (AX 15). Elstu bílarnir voru með franska gírkassa sem reyndust ekkki vel. [url=http://www.novak-adapt.com/knowledge/ax15.htm:1qpsnz1k]AX15 kassinn[/url:1qpsnz1k] er talinn mjög traustur og ráða við hóflega tjúnnaðar átta gata rellur.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.