Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Cheriokee Reynsla?? og breytingar
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Hreinn Hjartarson 19 years, 5 months ago.
-
CreatorTopic
-
03.11.2005 at 18:06 #196576
Jæja félagar!
Mig langar aðeins súpa úr ykkar óþrjótandi mínisbrunnum!
Nú hafa menn verið að breyta „grindarlausum“ Cheriokee í fjölda ára. Hvernig er reynslan á þessum bílum?
Eru sögur um að þeir gangi allir til við átök, og sé þá jafnvel ekki hægt að loka hurðun þvælan ein?Hvað mynduð þig segja að sé veikasti hlekkurinn við þessa jeppa?
Og svo að lokum: Hvaða drifbúnaður í næstnýjasta bílnum, og er hann nothæfur fyrir stærri bomsur?
…Já og aðalatriðið, hvað vigta þeir „ready to race“?Kv
Kristján -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
03.11.2005 at 18:19 #531242
mín reynsla á þessum bílum er bara mjög góð ég er á mínum öðrum cherokee núna og ég hef aldrei nema einu sinni ekki getað lokað hurð á honum en þá sat hann fastur og var soldið snúinn í festuni og þar af leiðandi var ekki hægt að loka afturhleanum á meðan hann var fastur um leið og hann losnaði var ekkert mál að loka hleranum
drifbúnaður í næst nýjasta það fer bara eftir því hvaða rör er undir honum að aftan það er alltaf dana 30 undir þeim að framan svo er það spurningin hvaða cherokee ertu að tala um ertu að tala um grand eða gamla litla það er soldill munur á þeim hvað varðar þyngd og önnur smá atriði en annars finnst mér þetta vera snildar bílar einn ókostur við þá það er að finna tanka pláss undir þeim það er soldið leiðinlegt
03.11.2005 at 18:31 #531244Sæll Kristján
Ég er mjög ánægður með minn bíl, 93 Grand með 4l línu sexu.
Það er rétt að þegar maður lætur hann víxlfjaðra eins og hægt er, þá þarf maður að ýta aðeins á eftir skottlokinu til að það lokist. Meira er það nú ekki. Svo að sjálfsögðu verður hann eins og áður þegar maður réttir hann af aftur.
Veikasti hlekkurinn er sennilega framdrifið, dana 30. En þó alveg nógu og sterkt til að þola allt sem ég hef boðið honum uppá. Ég er enginn böðull en stundum þarf maður að vera svolítið grimmur á gjöfinni…
Minn Grand Cherokee viktar 1860 kg með ca 20 lítra af bensíni á tanknum og ca 50 kg af dóti í skottinu.
Svo á ég líka 89 módel af Cherokee einnig 4l, óbreyttur, hann viktar 1390 kg samkvæmt skráningarskirteini.
Kveðja
Izeman
03.11.2005 at 19:16 #531246…þakka Skjót viðbrögð, en sá bíll sem ég hef augastað á er Grandinn 99-04.
Hvernig er annars með skiftingarnar?
Hvaða drif/rör nota menn í staðin, og hvaða hlutföll?
03.11.2005 at 23:10 #531248Mjög ánægður með minn Grand, 96 Laredo með línu 6-u 4 lítra.Hef átt hann í 2 og hálft ár, ekið honum á þeim tíma 44þ. km. engar alvarlegar bilanir. Hann er ennþá óbreittur en það kostar ca. 900.000 + læsingar og dekk að breyta honum fyrir 35" eða 38" í Mosfellsbænum. Minn er ekki frá USA heldur Austurríki smíðaður í Graz eins og flestir bílarnir sem voru fluttir inn af Jöfri á sínum tíma. Allir diesel bílarnir eru Austurrískir, svoleiðis hefur aldrei fengist í ameríku.
04.11.2005 at 12:38 #531250Ég á eitt stk. ’87 með 4,0 l. sexu og ssk. 38" D 44 aftan o.fl. Tilbúinn í ferð: 2 menn, 150 l. af bensíni og mikið af verkfærum og drasli = 2200 kg. pínulítið þyngri að aftan en að framan.
Freyr
04.11.2005 at 21:28 #531252Þar sem það er svo gríðarleg umræða´í gangi, þá treð ég þessu pósti hér með inn aftur!
Það kemur mér nú dálítið á óvart hvað þessir bílar eru þungir.
En endilega að fleiri láti ljós sitt skýna!!
04.11.2005 at 21:59 #531254Það er til skemmtileg útgáfa af Grandinum sem er með 5.9L (360) vél. Hann var bara framleiddur 1998 í u.þ.b. 5000 eintökum. Ég veit að hann er með öflugri afturhásingu (dana 44) og mig grunar að fleira sé öflugra í honum heldur en 4L og 5.2L bílunum. Það eru nokkrir svona bílar til hér á landi og þeir þekkjast meðal annars á loftrásum á húddinu og öðruvísi grilli.
04.11.2005 at 22:26 #531256Ég efa það ekki að 360 er skemmtileg vél í þessum bíl, en ef þú ert að spá í yngri og dýrari bíl, þá er hægt að fá Grand Cherokee með 2.7 lítra, fimm holu diesel vél sem er smíðuð af Benz. Þessi vél er víst að skila frá 160 til 180 hrossum í Cherokee, og það eru alvöru hestöfl, og eyðslan kemur skemmtilega á óvart. Ég held að bíll með þessa vél á 38" dekkjum sé algjör draumur í dós.
Bara að koma með aðeins öðruvísi vinkil á þessa umræðu.
Góðar stundir
04.11.2005 at 22:29 #531258Sælir
Skiftingarnar eru fínar allavega eins og sú sem ég er með, Chrysler 727. Eins eru þeir með japönskum skiftingum, Aisin, sem ég hef enga verulega reynslu af.
Varðandi framhásinguna þá ætla ég að láta hana duga á 38" hjá mér. Maður hefur þá bara einfaldlega í huga að hún þolir ekki hvað sem er, þó hún þoli mikið.
En þungir eru þeir varla, gamli Cherokee er léttari en Sidekick sem ég átti.
En Cherokee´inn sem ég er á í dag er talsvert léttari en Pajero, Trooper, Patrol og allt hvað þetta heitir, spurning hvort Hiluxinn sé ekki svipaður að þyngd, allavega gamli Hiluxinn..Samt er minn með aflmeiri vél en margur, meiri lúxusbíll, gormar framan og aftan, hásingar framan og aftan, sterkt afturdrif og skifting, ódýrari varahlutir en í japanska bíla og bílinn ódýrari í innkaupum.
Með öðrum orðum hinn fullkomni bíll!Kveðja
Izemanps 360 bíllinn er eini bíllinn sem ég gæti hugsað mér að skipta út núverandi bíl fyrir. Eins er dísel bíllinn örugglega ljómandi fínn…
04.11.2005 at 23:42 #531260Held að það skipti engu máli hvaða vél er valin í þessum bílum, það er enginn þeirra leiðinleg, léleg eða kraftlaus. Hvað hásingar varðar eru þær örugglega ekki þær sterkustu á markaðnum en þær eru heldur engir aumingjar og ef menn brjóta þær eða beyja er það væntanlega frekar aksturslagi um að kenna. Ég hef heyrt af bognum framhásingum og séð síðan myndir af sömu bílum í flugtakstöðu fyrir langstökk. Chrysler hefur sem betur fer farið þá leið með þessa bíla að halda sig við stærðina og jeppaeiginleikana í þess að vera sífellt að stækka þá og gera þá að meiri fólksbílum eins og margir aðrir framleiðendur.
04.11.2005 at 23:59 #531262Mig langar endilega að vita hvaða Cherokee er léttari en Sidekick
05.11.2005 at 01:08 #531264Sæll Baldur
Ég á Cherokee 89 módel með 4l línu sexu, original að öllu leyti. Hann er skráður 1390 kg, sú tala er rétt eftir því sem ég kemst næst.
Ég var eigandi af Sidekick 1995 módel (myndir í albúminu mínu) 4 dyra á 33" dekkjum. Hann viktaði eftir breytingu 1420 kg
Kveðja
Izeman
05.11.2005 at 11:01 #531266Ég hef verið að skoða þessa bíla, og finnst þeir álitlegir. Einnig hef ég verið að afla mér upplýsinga um vélarnar í þeim, hestöfl og toggetu.
Þær upplýsingar sem ég fann á netinu yfir dieselvélar eru kannski ekki reyndin sem gefin er upp í bæklingnum en ég læt vaða.
2.7 lítra vélin 5 cyl. er 163 hö og togið er 400 nm.
3.1 l. 6 cyl. 218 hö og togið er 510 nm.
Báðir þessir bílar eru sjálfskiptir og þyngdin er ca. 2.1 tonn.
Þetta eru nýlegir bílar. Og ef einhver er spenntur þá er einn til sölu hér í bænum á 3.3 mill. á 35 t. Ekki slæmt.
Ég veit því miður ekki hvar hann er á sölu. Áhugasamur finnur það út.
05.11.2005 at 17:57 #5312682.1 tonn hlítur að vera miðað við 6cyl diesel.?
Það væri gaman að rúlla þessum sem er til sölu á vigt!
IZEMAN: Hvað vigtar nýji Chrokee-inn þinn?
05.11.2005 at 18:13 #531270Sæll Kristján
Hann viktar 1860 kg samkvæmt nýlegri, löglegri mælingu. Hann var með ca 20l bensín á tanki og 50 kg af drasli í skotti. Original er hann skráður 1720 kg…
Kveðja
Izeman
05.11.2005 at 18:20 #531272100-130 kg munur er á 5-c 0g v-6 (en hafa men skoðað
þennan hérna,góður til að breyta ? )
http://www.seriouswheels.com/top-2004-J … ue-Concept
http://www.rockcrawler.com/features/new … /index.asp
05.11.2005 at 18:41 #531274Þessi hlýtur að vera áhugaverður kostur fyrir jeppamenn ef hann kemst í framleiðslu, ennþá er hann bara hugmyndabíll. Eins og stendur í greininni er hann byggður á Dodge Ram 2500 og með 325 hp Cummings diesel og orginal á 37"
05.11.2005 at 22:27 #531276Ég breytti mínum Cherokee 84 bíl 1994. Þá setti ég í hann GM 4,3 , lækkaði drifin í 4,56 og hækkaði hann upp um 3,5 tommur sem dugar fyrir 38".
Bíllinn minn er á 38 tommu dekkjum og hefur drifbúnaður haldið að mestu öll þessi ár.
Bilanir á drifbúnaði er eftir breytingu eru eftirfarandi:
10 ára hjöruliður gaf sig í fyrra að framan
Afturdrif fór fyrir 2 árum.
ein eða tvær hjólalegur hafa gefið sig á síðustu 10 árum.Það er búið að færa miðju á felgum þannig að ekkert aukaálag er vegna stærri dekkja.
Hreinn H
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.