This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Dagbjartur Vilhjálmsson 15 years, 3 months ago.
-
Topic
-
Ég var að keyra krúserinn minn í blindbyl á Möðrudalsöræfum. Hann gekk bara fínt og allt leit vel út. En þegar ég var búinn að keyra upp á móti vindinum í 2 mínútur og sá bara tvær stikur fram fyrir mig þá kviknaði check engine ljósið og blikkaði ört.
Ég keyrði út í kant og opnaði húddið, hvergi var að sjá neina leka, engin óhljóð, og allt virkaði eðlilega. Ég keyrði af stað og hann vann eðlilega, ekkert hik og aflið var óbreytt. Eftir klukkutíma slökknaði ljósið, kviknaði svo aftur þegar ég keyrði aftur upp í vindinn.
Getur verið að hann sé með vatnsskynjara í loftsíu boxinu og að hann hafi verið að sjúa inn snjó?
Hann er með 3.0 TD, bsk, 97 árgerð, óbreytt loftinntak en kominn með K&N síu fyrir veturinn. Hann stóð í klukkutíma með dautt á mótornum á meðan við borðuðum. Hann kveikti ljósið ekki þegar ég ræsti hann aftur.
Er þetta nokkuð áhyggjuefni? Ég reyndi að sannfæra yfirvaldið á heimilinu um að snorkel væri nauðsynlegt, hún var svo hrædd við vindinn að hún gúdderaði það bara. 😀
You must be logged in to reply to this topic.