FERÐAKLÚBBURINN 4X4

Menu
  • Ganga í Klúbbinn
  • Innskráning
Ferðaklúbburinn 4x4 Valmynd   ≡ ╳
  • Forsíða
  • Um F4X4
    • Greiða félagsgjald
    • Ferðaklúbburinn
      • Skilmálar vefs Ferðaklúbbsins 4×4
      • Lög Ferðaklúbbsins 4×4
      • Markmið Ferðaklúbbsins 4×4
    • Bókasafnið
    • Vefsíðan
    • Hagsmunamál
      • Öryggismál í ferðamennsku
      • Ferðafrelsi
      • Samstarf við hagsmunaaðila
      • Upplýsingar til ferðafólks
      • Verðlag á búnaði til jeppaferða
    • Umgengni
    • GPS grunnur
      • Sprungukort af jöklum
    • Jöklakort
    • Ferðast á fjöllum
      • Gátlistar
      • Öryggismál í ferðamennsku
    • Afslættir
    • Ganga í Ferðaklúbbinn 4×4
  • Viðburðir
  • Deildir
    • Austurlandsdeild
    • Eyjafjarðadeild
    • Hornafjarðardeild
    • Húnvetningadeild
    • Húsavíkurdeild
    • Skagafjarðardeild
    • Suðurlandsdeild
    • Suðurnesjadeild
    • Vesturlandsdeild
    • Vestfjarðardeild
  • Nefndir
    • Stjórn
    • Ferðafrelsisnefnd
    • Ferlaráð
    • Fjarskiptanefnd
    • Húsnæðisnefnd
    • Hústrukkanefnd
    • Litlanefnd
    • Ritnefnd
    • Skálanefnd
    • Skemmtinefnd
    • Tækninefnd
    • Umhverfisnefnd
    • Ungliðanefnd
    • Vefnefnd
  • Skálar
    • Fjallaskarð
    • Leppistunguskáli
    • Réttartorfa
    • Setrið
    • Skiptabakki
    • Sultarfit
  • Spjall
  • Augl.
  • Ljósmyndir
    • Setja inn myndir

Check engine ljós í 90 Cruiser.

by Haukur Þór Smárason

Forsíða › Forums › Spjallið › Bílar og breytingar › Check engine ljós í 90 Cruiser.

This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Profile photo of Dagbjartur Vilhjálmsson Dagbjartur Vilhjálmsson 15 years, 7 months ago.

  • Creator
    Topic
  • 09.10.2009 at 22:40 #207227
    Profile photo of Haukur Þór Smárason
    Haukur Þór Smárason
    Participant

    Ég var að keyra krúserinn minn í blindbyl á Möðrudalsöræfum. Hann gekk bara fínt og allt leit vel út. En þegar ég var búinn að keyra upp á móti vindinum í 2 mínútur og sá bara tvær stikur fram fyrir mig þá kviknaði check engine ljósið og blikkaði ört.

    Ég keyrði út í kant og opnaði húddið, hvergi var að sjá neina leka, engin óhljóð, og allt virkaði eðlilega. Ég keyrði af stað og hann vann eðlilega, ekkert hik og aflið var óbreytt. Eftir klukkutíma slökknaði ljósið, kviknaði svo aftur þegar ég keyrði aftur upp í vindinn.

    Getur verið að hann sé með vatnsskynjara í loftsíu boxinu og að hann hafi verið að sjúa inn snjó?

    Hann er með 3.0 TD, bsk, 97 árgerð, óbreytt loftinntak en kominn með K&N síu fyrir veturinn. Hann stóð í klukkutíma með dautt á mótornum á meðan við borðuðum. Hann kveikti ljósið ekki þegar ég ræsti hann aftur.

    Er þetta nokkuð áhyggjuefni? Ég reyndi að sannfæra yfirvaldið á heimilinu um að snorkel væri nauðsynlegt, hún var svo hrædd við vindinn að hún gúdderaði það bara. 😀

  • Creator
    Topic
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)
  • Author
    Replies
  • 10.10.2009 at 06:14 #661300
    Profile photo of Karl Hermann Karlsson
    Karl Hermann Karlsson
    Participant
    • Umræður: 140
    • Svör: 1159

    Ég hélt að snorkel væri ekki gott í blindbyl . . . .
    Jafnvel verra en hitt .. . .





    10.10.2009 at 09:37 #661302
    Profile photo of Þórður Ámundason
    Þórður Ámundason
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 238

    Snorkelinn er góður í ám og vötnum,en ekki snjóbyl og mikilli rigningu. Held að það sé ekkert að óttast eins og það sem þú segir að þú keyrðir uppí snjóinn,en gott væri að útbúa snorkelinn þannig að auðvelt sé að kippa honum frá þegar hann er ekki notaður,en það er satt,snorkelinn er mjög nauðsynlegur. Á reyndar eftir að setja sjálfur snorkel á minn bíl,og er einmitt að velta þessum málum fyrir mér.





    10.10.2009 at 09:44 #661304
    Profile photo of Þórður Ámundason
    Þórður Ámundason
    Participant
    • Umræður: 15
    • Svör: 238

    Það er vissulega vont mál að fá mikla bleytu inná vélina,en þá er bara að græja sig þannig að geta tekið snorkelinn frá þegar hann er ekki notaður. Gæti verið skynjari einhverstaðar þarna á leiðinni sem valdi því að check engine merkið komi . En það er fínt að koma þessari umræðu af stað.





    10.10.2009 at 11:31 #661306
    Profile photo of Haukur Þór Smárason
    Haukur Þór Smárason
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 664

    [quote="KarlHK":3bmqtxo8]Ég hélt að snorkel væri ekki gott í blindbyl . . . .
    Jafnvel verra en hitt .. . .[/quote:3bmqtxo8]

    Ég veit að allavega Safari snorkel eru þannig að maður getur snúið hattinum. Ef hann hefði snúið aftur og jafnvel verið með ullarsokk þá hefði ég líklega fengið minni snjó inn. Orginal loftinntakið er bakvið h. framljós.

    Eins og einhver sagði gæti verið gott að geta tekið snorkelið frá. Þá sé ég fyrir mér að taka loft aftast og efst úr vélarsalnum, þar ætti allt að hafa bráðnað og lekið niður fyrir mótor.





    10.10.2009 at 11:34 #661308
    Profile photo of Haukur Þór Smárason
    Haukur Þór Smárason
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 664

    [quote="totus":tebmsrle]Snorkelinn er góður í ám og vötnum,en ekki snjóbyl og mikilli rigningu.[/quote:tebmsrle]

    Safari snorkel eru með vatnsskilju í hattinum og mér skilst að hún virki afar vel. Eins hefuir maður séð snorkel sem eru með risa hatta, eitthvað hljóta þessir hattar að gera.





    10.10.2009 at 13:35 #661310
    Profile photo of Halldór Gunnlaugur Hauksson
    Halldór Gunnlaugur Hauksson
    Participant
    • Umræður: 28
    • Svör: 553

    Varðandi check engine ljósið þá finnst mér líklegt að hafi farið snjór inn á síuboxið og jafnvel náð að bleyta skynjara. Nú er ég ekki mjög fróður hvað er af skynjurum fyrir loftið eða hvar hann er nákvæmlega staðsettur en mér finnst líklegt að hafi komist raki í hann og þá eiga minnstu óhreinindi gott með að setjast á hann.

    kv,

    HG





    10.10.2009 at 14:03 #661312
    Profile photo of Guðni Þór Björgvinsson
    Guðni Þór Björgvinsson
    Participant
    • Umræður: 28
    • Svör: 236

    Af hverju K&N síu? Ertu búinn að auka við túrbínu þrýsting þannig að vélin þurfi aukið loftflæði eða er þetta bara kúlið að hafa ekki orginal síu?:)

    Ég bara spyr.





    10.10.2009 at 14:32 #661314
    Profile photo of Haukur Þór Smárason
    Haukur Þór Smárason
    Participant
    • Umræður: 52
    • Svör: 664

    K&N sían fylgdi bílnum þegar ég keypti hann. Ég var með orginal Toyota pappírssíu í sumar en setti þessa í fyrir viku síðan, enda var farin að koma snjór á jörðina.

    Ég hef grun um að pappírssían hefði bólgnað við að reyna að sjúa í gegnum sig allan þennan raka. K&N síur eru fínar á veturna en ég treysti henni ekki á sumrin. Ég nota hana því að ég á hana.

    Ég á samt K&N í 2.4D Hilux ef einhver vill kaupa hana, hún var keypt bara upp á kúlið þegar ég var 18 ára. 😀





    10.10.2009 at 17:18 #661316
    Profile photo of Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Guðbrandur Þorkell Guðbra
    Member
    • Umræður: 78
    • Svör: 2584

    Hérna í eina tíð var til siðs að geta komið loftinntakinu þannig fyrir, að það gæti t.d. í stórhríðum tekið loft innan úr farþegarými bílsins. En það þýddi hinsvegar bölvaðan hávaða. Líklega vita nú flestir 4×4 félagar hversu alvarlegt mál að fá vatn inn á vél í gegn um loftinntak, svo ég ræði það ekki frekar. Síðast þegar ég sá bíl, sem lent hafði í þessu, var um að ræða LandRover Defender (svona eins og Heimsveldið hans Skúla Skúla) í eigum einhverra Hollendinga, sem hafði ekið út í kvíslina vestan við Ingólfsskála eitt sumarið þegar hún var í flóði. Blokkin hafði brotnað svo rækilega í látunum að stimplarnir lágu úti! Kannski má ég bæta við hér, úr því ég er farinn að tala um þessa kvísl, að það hendir að í hana koma hlaupskot, sem ég veit ekki af hverju stafa, gæti verið vegna þess að bræðsluvatn frá jarðhitasvæði undir jöklinum safnaðist saman og hlypi svo út við einhver tiltekin skilyrði, en það er oft brennisteinsfnykur af kvíslinni þegar þetta gerist. Hvað um það, þessi litla og oft sakleysislega kvísl getur sem sagt stundum verið bölvaður farartálmi.





    11.10.2009 at 10:38 #661318
    Profile photo of Dagbjartur Vilhjálmsson
    Dagbjartur Vilhjálmsson
    Participant
    • Umræður: 31
    • Svör: 358

    Sælir.

    Ég hef líka tekið eftir þessi hjá mér, það er skynjari þarna neðst í loftboxinu.

    Einusinni lenti ég í þessu þá sló hann á aflið í bílnum (vildi ekki fara yfir 2þ snúninga) þá var kominn smá pollur í boxið. eftir það hef ég farið varlega þegar þetta kemur, yfirleytt opnað og þurkað raka ef hann er til staðar. Ég hef einmitt verið að spá í hvernig best sé að leysa þetta vandamál, hvort maður sé betur staddur með Snorkel, það er þá allavega hægt að setja ullasokk fyrir opið. Það er ekki í boði þar sem þetta er inni í brettinu orginal.

    þetta hefur verið verst þegar ekið er greitt í púðursnjó, hef séð síuna alveig hvíta af snjó.

    þetta eru allavega bara mín cent.

    kv.
    Dabbi





  • Author
    Replies
Viewing 10 replies - 1 through 10 (of 10 total)

You must be logged in to reply to this topic.

RSS mbl.is – bílar

  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.