Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › CDMA450 Fróðleg lesning
This topic contains 19 replies, has 1 voice, and was last updated by Snorri Ingimarsson 18 years, 3 months ago.
-
CreatorTopic
-
12.10.2006 at 09:28 #198714
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
12.10.2006 at 15:24 #563314
Þetta er kynningarbæklingur frá CDMA framleiðanda, gott og blessað. En getur einhver bent mér á síðu þar sem CDMA450 og GSM400/450 er borið saman? Bæði virðast "theoretically" vera með svipaða drægni, um 120km, væntanlega af þau eru á svipaðri tíðni).
-haffi
ps. veit einhver hvað er langt á milli NMT stöðva?
12.10.2006 at 15:51 #563316Ég sá ekki í þessum bæklingi að það væri talað um lengri vegalengdir fyrir tal, heldur en 60 km ( í prófunum í Brasíliu) og það virðist vera miðað við fjarlægð milli stöðva sé ekki mikið meiri en 20 km. Mér skilst að með breyttri stillingu á GSM 900 sé hægt að ná 64 km langdrægin, Væntanlega dregur GSM 450 betur en það.
Mér hefur sýnst það vera algengt að NMT síminn dragi um 100 km út á sjó, en ég hef séð miklu lengri vegalengdir. Þarna skiptir kúlulögun jarðar máli, og það hversu hátt stöðvar eru yfir sjó. Áður en NMT kom á Skrokköldu, náðist vel fra Háubungu við Grímsvötn, ef það var á Vatnsfell, þá er sú vegalegd um 75 km. Í sumar náði ég góðu sambandi á Urðarhálsi, vegalengd þaðan að Slórfelli er um 75 km.
En það kemur fram í þessum sölubæklingi, að þar sem mest reynsla er komin á CDMA 450, í Rúmeníu og Rússlandi, er CDMA 450 kerfið mest notað í þéttbýli, af þeim sem eru að nota símana fyrir ýmiskonar gagnaflutning. Ennig kemur fram að meðal símreikningur CDMA 450 notenda er miklu hærri en annara farsímanotenda.
Eitthversstaðar sá ég að umfjöllum um reiki í CDMA 450 kerfum, þar kom fram að það hefði hvergi verið gert.
Mér finnst að stjórn eða farskiptanefnd ættu að reyna að fá eitthvern frá Símanum, sem veit hvað þeir ætla sér, til þess að koma með erindi á mánudagsfund. Mér kæmi það ekki á óvart að planið væri að nota CDMA450 fyrst og fremst til að flytja gögn en láta ferðamenn nota GSM900.
-Einar
12.10.2006 at 19:11 #563318Sælir Einar. Ástæðan fyrir því að ég setti þetta hérna á netið var að fyrir nokkrum dögum síðan las ég frétt þar sem fram kom að síminn er að prófa NÚNA CDMA450 kerfið hér á landi til að taka við af NMT. Þeas það virðist vera ákveðið nú þegar að nota það kerfi. Og ég held að við munum sjá mjög fljótlega útboð á rekstri svoleiðis kerfið.
Agust
12.10.2006 at 23:28 #563320Það eru nokkur atriði sem fá mann til að halda að gsm450 sé ekki tilbúið og sé jafnvel ekki á döfinni. 1)Það að síminn sé að spá í cdma450 2)Litlar upplýsingar um reynslu gsm450 á netinu og 3)Ekki einu orði minnst á gsm450 í þessu skjali: http://www.pta.is/upload/files/NMT450.pdf
-haffi
ps. meira hér
–
http://www.pfs.is/displayer.asp?cat_id= … ent_id=847
–
svosum ekki mikið meira, bara að meirihluti umsagnaraðila telji cdma betri kost, en eins og áður vantar öll detail…
13.10.2006 at 07:50 #563322Hvort er betra, GSM 450 eða CDMA 450?, svarið fer eftir því eftir því hver svarar.
[b:1dg0z764]Kostir CDMA 450:[/b:1dg0z764]
Betri möguleikar á gagnaflutningi, t.d. í dreifbýli.
Meiri tekjur fyrir símafélögin.[b:1dg0z764]Ókostir CDMA 450:[/b:1dg0z764]
Dýrt fyrir notendur.
Ósamhæft við allt annað , engir reikimöguleikar
Lítið framboð á notendabúnaði
Virðist þurfa yagi (greiður) loftnet til að ná viðunandi langdrægni.[b:1dg0z764]Kostir GSM 450:[/b:1dg0z764]
Minni kostnaður fyrir notendur.
Fylgir þeim stöðlum sem notaðir hafa verið hér.
Möguleikar á að nota sama símann og sömu áskriftina allsstaðarGallinn við GSM 450 er, eins og Hafsteinn bendir á, er að það er ekki ljóst hvort kerfið er til búið til notkunar.
Ég held að það fari ekki á milli mála að GSM er betri kostur sem öryggistæki fyrir ferðamenn í óbyggðum Íslands. Það er slæmt að klúbburinn skuli ekki hafa nýtt sér það tækifæri sem bauðst, til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við Póst og Fjarskiptastofnun.
-Einar
13.10.2006 at 10:27 #563324Einar, eru engir ókostir í gsm kerfinu? Eða eru þeir bara taldir upp af þeim sem það hentar
Elvar
13.10.2006 at 11:17 #563326Stóri mínusinn við GSM 450 er að það er minni reynsla komin á það, veit raunar ekki hvort það er nokkursstaðar komið í notkun. GSM kerfið byggir á eldri tækni, sem líklega er að sumra mati úrelt.
Þetta er náttúrurlega allt valið til þess að styðja fyrirfram ákveðna skoðun. 😉 Þess vegna finnst mér mikilvægt að fá fulltrúa frá símanum á mánudagsfund til það útskýra málið, eins og það horfir við þeim.Ef ég skil hlutina rétt, þá eru þetta mjög ólík kerfi með mjög mismunandi eiginleika. Það lítur út fyrir að við valið hafa hagsmunir annarra en ferðamanna ráðið.
Þetta er kannske hliðstætt við VHS og Betamax (fyrir þá sem muna svon langt) Betamax kerfið var að margra mati fullkomnara, en það varð samt undir í samkepninni. Amerísku símkerfin (CDMA 450, m.a.) eru á margan hátt fullkomnari, en þau hafa samt orðið undir í samkeppninni við GSM og þau kerfi sem fylgja sömu stöðlum.
-Einar
13.10.2006 at 14:18 #563328Sælir,
Svona innst inni leynist einmitt sá grunur að hagsmunir ferðamanna séu ekki hafðir að leiðarljósi í komandi útboði (þe. hjá þeim sem munu bjóða í tíðnisviðið). Á þeim bæ er auðvitað hugsað um hvað sé arðvænlegt. þe. þjónusta á borð við hálendissímtöl þykir líklega ekki aðrbær fjárfesting, en sjávarútvegurinn er það líklega því þar eru öflug fyrirtæki í bransanum.
Eru einhverjir möguleikar til þess að útboðsgögn innihaldi kvaðir á þá sem bjóða í til að dekka hálendið með sama hætti eða betri en NMT.
Hefur einhverjum borist rómur um aðra en Landsímann sem hugsanlega bjóðendur. Því ekki að bjóða fleirum en Símanum að kynna sína stefnu ef þeir á annað borð hafa metnað í að vera með hálendissímtöl.
Eftir þessar pælingar finns mér mikilvægt að öll sjónarmið komi fram í þessari umræðu. Ef hagsmunir ferðamanna eru ekki arðbær kostur fyrir fjarskiptafyrirtækin þá er eins gott að vita það strax til að hægt sé að hætta að bíða.
Kveðja
Elvar
13.10.2006 at 17:26 #563330Að sjálfsögðu viljum við heyra frá öllum þeim fjarskiptafyrirtækjum, sem hafa áhuga á að veita okkur þjónustu. Þegar kemur að þjónustu á hálendinu, þá er Síminn með það mikið forskot, að það er hætt við að aðrir eigi erfitt uppdráttar, en það er aldrei að vita.
-Einar
14.10.2006 at 08:48 #563332Gott er að nú sé farið að birta tæknilegar upplýsingar um það sem verður í boði í staðinn fyrir NMT.
Hvaða kosti þarf slíkt kerfi að hafa til að nýtast okkur, bæði til notkunar og sem öryggistæki?
1. Það þarf að dekka ALLT landið, líka ofan í lægðum (þ.e. vera óháð sjónlínu)
2. Kostnaður má helst ekki vera mikið hærri en í NMT, allavega mega mánaðargjöldin ekki vera há.
3. Notendabúnaður má ekki vera of dýr og hann þarf að fást bæði sem bíltæki og handtæki.Því miður sýnist mér engar tæknilegar forsendur til að þau kerfi sem nefnd hafa verið nái að uppfylla lið 1. Þau munu hafnvel verða með mun minni útbreiðslu en NMT sem þó er alls ekki næg til að geta talist landsdekkandi öryggistæki. Út frá þessu sýnist mér að upp verði sett kerfi sem hefur mun minni útbreiðslu en NMT, með miklu dýrari notendabúnaði, mun hærri mánaðargjöldum og mun hærri mínútugjöldum. Viðkomandi símafyrirtæki munu vaflaust velta mikið fyrir sér hvernig eigi að hámarka tekjur af þessu kerfi. Helsti keppinauturinn verður IRIDIUM. Þar kostar síminn 150.000, mánuðurinn 2.400 og mínútan næstum 100 kr. Líklega mun arftaki NMT verða aðeins ódýrari en þetta en ekki mikið.
Ég tek undir þá hugmynd að fá fulltrúa þeirra sem best þekkja þessi kerfi til að kynna þau á mánudagsfundi. Önnur hugmynd er að fá fjarskiptanefndina til að skoða þetta (vel og með gagnrýnum augum m.t.t. okkar hagsmuna) og kynna okkur hinum á mánudagsfundi hvers þeir urðu vísari.
Þarna er á ferðinni mikið hagsmunamál fyrir okkur og jafnvel líklegt að við hjá f4x4 gefum haft einhver áhrif ef við látum heyrast frá okkur hverjar séu okkar þarfir og vilji í þessum málum.
Reyndar er mín skoðun alveg skýr. Ég tel raunhæft að endurreisa gömlu Gufuna (HF), jafnvel að við í F4x4 gerum þetta sjálfir og verðum óháð símafyrirtækjum um öryggi okkar á fjöllum. Þar með verði komið upp landsdekkandi öryggisfjarskiptum fyrir hóflegt verð og ekkert mánaðargjald. Í það minnsta legg ég til að f4x4 skoði þetta í fullri alvöru.
Snorri Ingimarsson
R16 og TF3IK
14.10.2006 at 12:15 #563334sælir
Væri ekki ath. að tengja gufunesstöðvar við vhf endurvarpana
kv gunni
14.10.2006 at 12:56 #563336Þetta verður aldrei raunhæfur kostur á meðan að verðið er eins og það er í dag svo ég tala nú ekki um verðið á símtækjunum sjálfum…
Iridum kort 1600
Mánaðargjald 1.930
Hringt á milli Iridium síma 55 KR
Hringt úr Iridium í land – gegnum Ísland beint þjónustu Símans 75 KR
Hringt úr Iridium síma í land í hvaða síma sem er (fastlínu eða farsíma) hvar sem er í heiminum.* 92 KR
Gagnaflutningar úr Iridium 67 KR
Hringt úr almenna símkerfi Símans í Iridium síma 98 KR
Hringt úr Iridium í önnur gervihnattakerfi 685 KR !!
Senda SMS úr Iridium síma. 45 KR
*Hringt úr Iridium síma í land í hvaða síma sem er (fastlínu eða farsíma) hvar sem er í heiminum í gegnum Iridium gátt í Bandaríkjunum.
Verð er með Virðisaukaskatti og í íslenskum krónum
Sé hringt úr farsímum kemur ofan á þessi verð sama álag og lagt er á hringingar til útlanda úr farsímum. Álagið fer eftir því hvaða áskriftaflokki GSM eða NMT notendur tilheyra.
Ofangreind verð geta breyst ef miklar breytingar verða á gengi bandaríkjadollar.
14.10.2006 at 13:58 #56333814.10.2006 at 17:30 #563340Stóri, getur þú frætt okkur um það hvar þú fékkst þessa verðskrá fyrir Iridium.
Ég fékk sömu verðskrá senda frá símanum í sept 05. Þar lofuðu þeir kr 1.930 á mánuði og tengingu við dollar eins og fram kemur í textanum. Á grundvelli hennar fjárfesti ég í iridium síma.
Í mars á þessu ári var mánaðargjaldið komið í kr 2.400, eða hækkun um 24% á meðan dollar hækkaði um 14%. Síðan hefur dollar styrkst talsvert. Enn kostar iridium þó 2.400 á mánuði og þeir þverneita að standa við dollaraviðmiðið.
Snorri.
14.10.2006 at 17:33 #563342Mig langar að vita hví menn eru svo vissir um að CDMA hafi minni langdrægni en NMT á sömu tíðni.
14.10.2006 at 17:53 #563344Kannski er það "fortíðarfíkn" í mér, en millibylgjustöðvarnar, sem voru aðal samskiptatækið áratugum saman, bæði fyrir og eftir tilkomu einhliðabandsmótunar (SSB) voru nú déskoti gagnlegar, þótt hlustunarskilyrði væru nú oft léleg og jafnvel slæm, t.d. í suðvestanátt og éljagangi, svo dæmi sé tekið, ellegar þegar sólblettir voru í hámarki. Mér líst allavega vel á þá hugmynd Snorra Ingimarss. að menn fari að huga vandlega að þessu tíðnisviði og þeir sem eiga slíkar stöðvar eða hafa aðgang að þeim, fari að nota þær. Það er til dæmis vel hægt að hugsa sér að menn stíli upp á það í ferðahópum/klúbbum að það sé alltaf að minnsta kosti ein slík stöð með í för, eða fleiri eftir stærð hópanna, og samið verði við einhvern/einhverja í bænum um hlustvakt á tilteknum tímum, sem menn kæmu sér saman um. Þetta gerðu menn nú löngum í "den tid" og eignaðist maður marga spjallkunningja "í loftinu" á þennan hátt. Nú, svo sýnist mér á þeim upplýsingum sem komið hafa fram hér á spjallþráðum 4×4 að ýmsar nýjungar séu komnar til sögunnar í þessum stöðvum. Þetta finnst mér allt í lagi að skoða vel hvaða lausnir sem verða ofan á varðandi símamálin. Talstöðvarnar hafa líka þann kost, að þar þarf maður ekkert að vera að velta fyrir sér mínútugjöldum. kv.
14.10.2006 at 18:04 #563346Renndi yfir þetta á hundavaði, þetta er fróðleg lesning, amk fyrir þá sem vissu lítið um kerfið fyrir.
Gagnaflutningsmöguleikar kerfisins eru spennandi og ættu að gefa mikla möguleika við sendingu neyðarkalls eða ferlivöktun.
Ef upplýsingar um mikla útbreiðslu eru réttar, þá má vænta góðs notendabúnaðar á góðu verði.
Ekkert kemur þó fram trúverðugt um langdrægni yfir 50 km. Grafið sem sýnir allt að 120 "extended" drægni er ekki skýrt frekar í texta en tafla um flatarmál per sendi bendir til um 50 km drægni (ef ég hef reiknað rétt í flýtinum) .
50 km drægni þýðir að það er einfaldlega of dýrt að mínu mati að setja upp slíkt kerfi landsdekkandi og verður ekki gert. 120 km drægni gefur möguleika á slíku, ef það reynist tæknilega mögulegt (sem ég efa þrátt fyrir myndina í skjalinu). Gott væri þó fyrir okkur ef það tekst.
Svo er þessi tíðni alltaf mjög háð sjónlínu sem þýðir að skuggasvæði verða mörg nema sérstaklega sé gert ráð fyrir að ná þeim líka með aukasendum.
Nú verður mjög fróðlegt að fá þá sem standa að baki þessu á fund til okkar og kryfja málið með langdrægnina betur, það er að mínu mati stóra vandamálið í þessu.
Tetra kerfi margumrædda væri alveg frábært og reyndar að mínu mati langbesta kerfið fyrir okkur, ef hægt væri að leysa þetta margumrædda langdrægni- og skuggavandamál þar. Þar hefur reyndar líka verið rætt um "extended coverage" og fróðlegt væri ef einhver gæti frætt okkur um það.
Um Tetrakerfið gildir þar alveg sama eðlisfræðin og um CDMA450.
Að lokum vil ég vara menn við því að trúa fullyrðingum sölumanna um að búið sé að "finna upp" tækni sem brýtur viðtekin eðlisfræðilögmál. Nýlegt dæmi er þegar Lina.net ætlaði að flyta háhraða Internt um raflínur. Eðilsfræðingar og verkfræðingar létu í ljós efasemdir en Lína.net blés á þær raddir. Hvar er Raflínan frá Lina.net nú? Allavega fer lítið fyrir þeim.
Snorri Ingimarsson
R16
14.10.2006 at 18:37 #563348ég vinn hjá símanum og þetta er verðið sem er á skrá hjá mér núna, reyndar gefin út 1. ágúst 2005 en það á ekki að vera erfitt að finna hvar dollarinn stóð 1 ágúst í fyrra og reikna hækkunina síðan þá. Reyndar var ég og er ennþá að spá í þessu kerfi, finnst þetta vera þrælsniðugt og ekkert nema áreiðanleiki hef ég heyrt…
15.10.2006 at 13:45 #563350Dollar hefur hækkað um ca 7% á þessu tímabili. Mánaðargjaldið ætti skv því að vera 2.062 en var hækkað í 2.400 í febrúar/mars á þessu ári, aðeins 5 mánuðum eftir að umrædd verð voru gefin út í águst/sept 2005. Fróðlegt væri að fá skýringar hér á þessari hækkun, sérstaklega fyrir okkur sem fjarfestum í Iridium síma á grundvelli tilboðs sem sölumenn Símans sendu okkur og er samhljóða því sem Stóri birti hér af ofan.
Ég er búinn að reyna að krefjast skýringa og að fá leiðréttingu á þessu en ætla ekki að þreyta menn hér með þeirri ljótu sögu nú.
Snorri Ingimarsson
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.