Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › cb talstöðvar
This topic contains 10 replies, has 1 voice, and was last updated by Trausti Bergland Traustas 14 years, 9 months ago.
-
CreatorTopic
-
27.01.2010 at 22:15 #210240
Eru menn enn að nota cb talstöðvar?
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
27.01.2010 at 22:21 #679638
Ég er með bæði vhf stöð og cb…..hlusta oft þegar ég er á ferð þó lítið heyrist. Þeir sem eru með cb mega alveg nota hana meira.
27.01.2010 at 22:29 #679640
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Við kunningjarnir erum ennþá með cb, svona til að tala okkar á milli, en annars held ég að það sé farið að minnka eitthvað.
27.01.2010 at 22:43 #679642Smá spurning með þessar CB stöðvar. Ég á eina af tegundinni somerkamp ef það skiptir einhverju, með henni fylgir loftnetssplitter þannig að maður tengir cb loftnetið inn, og útúr honum kemr tengi fyrir útvarp og CB má ég ekki bara tengja útvarpsloftnetið inn í þenann kubb eða þarf ég eithvað spes loftnet?
Eru flestar CB á sömu tíðni?
Nokrir af félögum mínum eru með svona stöðvar.
Kv: Stefán
27.01.2010 at 23:37 #679644Þú þarft sérstakt loftnet fyrir CB stöðina, það gengur aldrei að nota útvarpsloftnetið. Það er hægt að fá þessi loftnet á flestum radíóverkstæðum og hjá þeim sem eru að selja talstöðvar og slíkt dót. Flestar þær CB stöðvar sem fluttar hafa verið löglega til landsins eru á sama tíðnisviði en svo voru menn að ná sér í stöðvar að utan sem gátu farið bæði upp fyrir og niður fyrir það tíðnisvið og voru þær einnig með SSB (Sigle SideBand) mótun og höfðu töluvert meiri sendistyrk. Þessar stöðvar eru frekar sjaldséðar nú orðið. Fáðu þér gott loftnet og láttu helst einhvern sem hefur eitthvert vit á þessu setja það upp fyrir þig og standbylgjustilla þá geta þessar stöðvar virkað ótrúlega vel. Það sem hels hefur komi óorði á þessar stöðvar er lélegur frágangur og uppsetning og svo segja menn "þetta helv… CB drasl virkar ekkert" Hér áður fyrr var maður mikið með svona stöðvar og talaði ég oft frá Skagaströnd á Drangsnes, Gjögur og kom fyrir að maður náði Hólmavík og stundum alla leið til Hofsós.
28.01.2010 at 00:00 #679646Takk fyrir það bio. Hvar er best að festa loftnetið á svona súkku ? ég var nú byrjaður fyrr löng að smíða festingu hjá lömini öðruhvorumeginn er það i lag?
28.01.2010 at 00:07 #679648Eins og með öll loftnet er best að koma því sem hæðst upp og helst sem næst miðju bílsins en þetta er nú stundum ekki praktíst en ég er t.d. með VHF netið í miðjum boganum á Súkkunni hjá mér og það virkar mjög vel.
Þegar loftnet eru staðsett á fram eða aftur horni bílsins þá verða þau stefnuvirk sem kallað er og hefur það mikill áhrif á bæði sendingu og móttöku.
28.01.2010 at 01:25 #679650Cb er á 27mhz tíðni og þetta er ósköp einfalt. Setja skal loftnet helst á miðju bílsins,og ekki of nálægt öðrum loftnetum. Ég er með vhf netið aftarlega á mínum og það er á mjög góðum stað. CB netið er á frambretti öðru megin og á hinu frambrettinu er NMT loftnet. Engar truflanir þarna á milli og allt virkar vel. Það er vissulega margra hluta að gæta í þessu,en strákarnir hjá nesradíó eru góðir og vita hvað þeir eru að gera. Þeir klipptu VHF netið akkúrat fyrir mig. Þetta er bara að svínvirka allt. En svo er spurning þið sem eruð með cb,á hvaða rásum eruð þið? svo að það sé hægt að heyra í ykkur og spjalla?
21.02.2010 at 16:57 #679652vitiði nokkuð hvort það sé hægt að fá loftnet fyrir cb stöð einhverstaðar á Akureyri?
og einnig þá hvort einhver geti standbylgju mælt svona stöð?kv Hilmar
22.02.2010 at 12:55 #679654Ég myndi tjekka á einhverjum radíóbúðum í Reykjavík hvort þær geti ekki sent þetta bara til þín.
Ég held að verðið á þessum CB netum sé um 5-7þús.
varðandi standbylgjumælingu, ef netið er rétt tjúnað (bara rétt CB net) og kaplar eru í lagi sem og staðsetning á þetta að vera vel innan marka.
kkv, Úlfr
22.02.2010 at 13:00 #679656Sæll.
Þú getur athugað hjá N1 (Bílanaust) og hjá Ásco hér á kureyri.
Svo eiga þeir hjá Brúnni að geta standbylgjumælt fyrir þig. Svo er ábyggilega Brimrún?? niður á óseyri sem getur gert þetta.
Kveðja Trausti
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.