Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › CB stilling
This topic contains 26 replies, has 1 voice, and was last updated by Arngrímur Kristjánsson 18 years, 7 months ago.
-
CreatorTopic
-
06.04.2006 at 00:10 #197691
Einhverntíman las ég að það þyrfti að stilla CB talstöðvar (ekki bara squelch). Hvernig geri ég það? Þarf ég kannski að láta einhvern gera það fyrir mig?
Kveðja
Ásgeir -
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
06.04.2006 at 00:17 #548476
ég lenti í því á gamla bílnum mínum að stöðin var eitthvað leiðinleg svo ég fór til sigga harðar og þeir fiktuðu eitthvað í loftnetinu og komu með einhver mælitæki og þá virkaði hún fínt í 3 vikur þá varð hún eins
06.04.2006 at 01:00 #548478Það er svo kölluð standbylgja sem er stillt eftir mælitæki og má hún helst ekki vera meiri en 0,5 með 5w sendistyrk á rás 20 þá er hún mögulega um 0,1-6 á rás 1 og alt að 1-1,2 á rás 40 til að allt sé í lagi,en svo er það líka það að hafa kapalinn í lagi og allar tengingar hreinar og þéttar.Ef þú ert með stáltopp eins og flestir eru með þá er það um það bil 10 mín vinna að stilla stöðina.
Gæti þess vegna stillt hana fyrir þig um helgina.
Kv Klakinn
06.04.2006 at 11:55 #548480Eru menn almennt að tala á FM bylgju eða AM bylgu á milli bíla í ferðum, á gamla CB stöð sem er eingöngu FM en hef hugsað mér að ná mér í AM stöð ef það er það sem menn eru að nota.
Samanber Litludeildarferð um páskana þar sem Klakinn talar um að hafa CB AM
06.04.2006 at 12:37 #548482Ég er með stöð sem er bæði FM og AM stilling á og það reynist mér betur að nota FM stillinguna hún er mun skýrari. Annars eru þessar stöðvar mjög takmarkaðar og varla brúklegar nema rétt til að spjalla á milli bíla þegar ekki er langt á milli en það getur líka verið þægilegt.
06.04.2006 at 13:13 #548484Enn er verið að tala um að Cb stöðvar séu nánast gagnslausar nema hæsta lagi milli bíla . Við sem höfum notað cb í áratugi vitum betur . Málið er að talstöð er aldrei betri en loftnetið sem notað er. Ég held að þau loftnet sem mest eru notuð í seinni tí ð séu afar slöpp . Fíbertopparnir sem við notuðum fyrir löngu og líka stáltoppar klipptir í rétta lengd voru að virka mjög vel .Svo vildu menn ekki hafa langan topp og stuttir toppar með spólum og slíku fóru að verða allsráðandi .Ég hef reynslu af svona stuttum spólutopp og ég gat ekki talað til Keflavíkur með hann á bílnum.
Cb er reyndar nánast ónothæft þegar sólblettatímabilin eru að ganga yfir á 10-11 ára fresti. Gömlu stöðvarnar voru yfirleitt bara með AM en svo fóru að koma stöðvar með Fm mótum .Þá verður að sqelsa af suðið en sendingin er hreinni og sterkari mótun en á móti kemur að mjög daufar sendingar sqelsast af. Kv. Olgeir
06.04.2006 at 13:30 #548486
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Ég hef einmitt verið að skoða þessa litlu 60cm stáltoppa og líst ekki nógu vel á þá. Bæði geta þeir ekki eins mikið og þessi stóru og svo þyrfti ég að smíða undir loftnetið (ætlaði mér að hafa það upp úr stuðarahorni að aftan).
Veit einhver hvar er hægt að fá almennilegt loftnet?
06.04.2006 at 16:11 #548488Yfirleitt er fólki ráðið frá því að setja loftnet fyrir talstöðvar á aftanverða bíla vegna þess að þá verður sendingin stefnuvirk (sendingin virkar ekki jafn sterk í allar áttir). Best er að hafa loftnetin á miðjum bílnum þannig að bíllinn virki allur sem plan fyrir sendinguna.
Hafa gæði CB eitthvað farið versnandi?
Ég man þá tíð þegar ekki var annað í boði í fjarskiptamálum hjá almenningi að fólk var að tala á milli fjarða (yfir fjöll og fyrnindi) hér fyrir austan með venjulegum CB stöðvum. Í þá daga hugsuðu menn um að stilla standbylgjuna hjá sér og notuðu einnig ýmis önnur trix eins og magnaramíkrafóna oþh. Loftnetin voru líka alltaf mun lengri en nú er algengast. Veit ekki hvort það skiptir öllu máli en ég held að menn spái ekki eins mikið í þetta eins og í "gamla daga". Ég hef allavega ekki getað notað mína CB til annars en að hlusta á aðra blaðra.
06.04.2006 at 18:56 #548490
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þar sem bíllinn minn er með plasthúsi hefur þetta ekki eins mikið að segja.. stefnuvirknin verður minni. Ég hef líka ekki úr mörgum stöðum að velja. Þess vegna vil ég hafa það af lengri gerðinni, svo að áhrif af staðsetningu verði enn minni.
Auðvitað skiptir loftnetið heilmiklu máli.
06.04.2006 at 19:23 #548492Ég hef verið með CB stöð meira og minna í rúm 20 ár og notað allar tegundir af loftnetum.
Er með gamla Benco stöð í dag og hún er að svínvirka, hef verið að heyra í henni af og til hér í Borgarnesi ef fólk er að þvælast á Uxahryggjum, Kaldadsl og upp á Langjökli og á Snæf.
Verð þó að játa að gæðin eru oftast slöpp þegar um svona langar leiðir er að ræða, en samt merkilega gott að ná upp á hálfan styrk á mæli miðað við Kaldadal.
Loftnetið er staðsett á hægra frambretti, en þetta er um tveggja metra langur og nærri þumal sver fíbertoppur, enda það allra besta.
Stadic er samkvæmt mælingu 0,03 á digitalmæli.
06.04.2006 at 20:58 #548494Strákar það er til einföld lausn á þessu vandamáli… kallast VHF…. hættiði þessu CB rugli, maður gerir ekkert nema að svekkja sig á því hvað hún drífi lítið…
Kv Axel Sig…
06.04.2006 at 21:15 #548496Sumir hafa bara ekki efni á VHF… ekki flóknara en það
06.04.2006 at 21:50 #548498
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
.. fyrir þá sem hafa ekki efni á VHF og líka fyrir okkur sem erum kannski ekki alla daga uppi á fjöllum 😉
06.04.2006 at 23:03 #548500Ég er með mjög skrítið vandamál með cb stöðina mína, ef bíllin er í hægagangi og ég ýtti á takan til að tala drepur bílinn á sér, einnig truflar cb vhf stöðina.
Kveðja Magnús.
06.04.2006 at 23:20 #548502Einu sinni var ég að tala í CBið og konan í næsta bíl fékk hóstakast og það fór handbremsubarki í bílnum fyrir aftan mig. Það dó hinnsvegar ekki á bílnum hjá mér, en þetta truflaði náungan við hliðina á mér. Mjög skrítið allt saman
Góðar stundir
06.04.2006 at 23:21 #548504Ef loftnetið er fest á hægra afturhorn bílsins er sendingin sterkust út frá vinstra framhorni og svo öfugt ef netið er vinstra megin .
Á bíl með blæju eða plasthúsi myndi ég festa loftnetið eins ofarlega á skúffuna og hægt er. Ég hef meira að segja prófað að með handstöð er betra að snúa baki í þann sem talað er við . Þetta er alveg þveröfugt við það sem ég hélt fyrst og sama á við um bílana. Sending aftur fyrir bíl með loftnetið aftaná er mun kraftminni .Þetta prófuðum við allt á sínum tíma þegar menn voru með mæla á stöðvunum . Fyrst Hrafnkell er búinn að vera lengi í loftinu er gaman að geta þess að um 1980 var ég sem oftar með litla labb rabb cb stöð að smala upp á Löðmundi á Landmannaafrétti í um 1000 m hæð og heyrði í mörgum rúmerum sem ég kannaðist ekki við og þegar ég fór að gá í félagatalið sá ég að þeir voru í Borgarnesi og víðar á því svæði. Ég reyndi ekki að kalla í þá en ég talaði að Hellu með stöðinni sem er bara 0.2 wött . Með kveðju Olgeir
06.04.2006 at 23:27 #548506Þá var ég með FR-4841 ef mig brestur ekki minni.
Er reyndar í dag líka með VHF stöð, en það er eitthvað svo sjarmerandi við þessar gömlu góðu með suðinu og brakinu og öllum truflunum.
Spyrjið þá sem eru enn með gömlu Gufuneshlunkana [img:gdpbvnnu]http://alvaran.com/forum/style_emoticons/default/beer2.gif[/img:gdpbvnnu]
06.04.2006 at 23:35 #548508Sælir spekingar
Ég er ekki alveg á því að CB stöðvarnar séu alveg gagnslausar eins og sagt er hér að ofan. Ég veit til dæmis að tengdaafi minn (s.s. afi konunnar) er iðulega að tala í sína stöð við hina og þessa kalla hér og þar um suðurlandið. Svo ég held áfram fast í mína stöð.
Eitt sem mig langar samt að vita í sambandi við þessa stillingu sem Klakinn og fleiri tala um. Þarf að taka stöðina úr bílnum eða er í lagi að hafa hana fasttengda?
En takk kærlega fyrir góð svör.
Kveðja
Ásgeir
07.04.2006 at 00:12 #548510Ef um meiriháttar stillingar er að ræða, það er að stilla móttakara inni í stöðinni, þá þarf að kippa henni úr.
ef þetta er bara static mæling á loftneti og kapli, þá er hún bara í bílnum.
07.04.2006 at 02:13 #548512Fyrir um einum áratug þá var ég á kafi í CB talstöðvunum, get nú ekki munað betur en svo að frá Garðabænum var maður að ná til vestmannaeyjar og lenst upp í borgarfjörð.
En hvað varðar uppsettningu á loftnetum og loftnetsköpplum þá skiptir mjög miklu máli að allt sé í réttri lengd, og ef ég man rétt þá er hálfbylgja í kapli 365cm og það verður alltaf að klippa kapalainn á þeim lengdum, en í loftnetinu er hálfbylgjan eitthvað lengri, einhverstaðar á milli 4 – 5 metrar. til að hafa standbylgjuna sem minsta þá er mjög áriðandi að hafa allt í réttum legndum.
Kveðja Arngrímur Ö-1435
e.s. ef einhver er með am/fm cb stöð og eða VHF stöð sem vill losna við hana þá endilega sendið mér línu á addik@simnet.is
07.04.2006 at 06:32 #548514Við sem höfum verið í cb stöðvunum og þessu Fr dæmi (ég var 2550)vitum fullvel að þessar stöðvar dugðu vel milli landshluta og flestir okka þekktum Siera Foxtrott sem var cb áhugamaður í Færeyjum og talaði hann mikið til íslands alveg eins og Weabon talar um voru þessar stöðvar mikið notaðar og komu að miklu gagni.
En til að hafa það alveg á hreinu þá erum við að tala um vhf sem mikið öflugra og öruggara samskiptaform sem gagnast undir öllum kringumstæðum og með endurvarpakerfinu sem 4×4 og fl hafa komið sér upp hefur öryggi vhf aukist stórlega.
En góð cb stöð kemur að góðu gagni sem samskiptamáti milli bíla í ferðum en til þess þarf að ganga rétt frá henni og það er oftast það sem er gallað þegar menn eru að tala um að það heyrist ekki neitt í þessu cb dóti,eins eru cb að mínu mati lágmarksbúnaður í ferðum og verður að vera með í Litludeildarferðum.
Þessir venjulegu stáltoppar (í fullri lengd)virka eingöngu á 27bandinu(40 rása stöðvum)en eru virkilega góðir og stabilir í sendingu,en fiber stangir eins og Hrafnkell talar um eru að ná á breiðara sviði 25-29mh og eru um leið að ná betur sveifluni í 27mh bandinu og eins og Weabon er að árétta er staðsettnig á bílnum að skipta mál vegna stefnuvirkni,en að skaðlausu má setja stöngina hvar sem er á bílinn ef rétt er gengið frá henni og standbylgja rétt stillt minnkar til muna stefnuvirknin.Eins eru truflanir frá umhverfi og mótor að skipta töluverðu máli sér í lagi á bensín bílum og er þá hægt að laga það með þéttum við háspennukefli/kveikju
Ég var búinn að segja Ásgeir að renna við hjá mér og ég skal mæla standbylguna hjá honum og stilla ef hann vill,ég er alltaf með standbyljumælir í bílnum.
Gísli Óf þú leiðréttir mig ef þarf (þú ert sennilega búinn að gleyma meiru í fjarskiptafræðum en ég hef nokkurntíman lært)
Kv Klakinn
En ég vil undir strika að Vhf stöð er sá fjarskiptabúnaður sem allir ættu að koma sér upp um leið og þeir geta öryggisins vegna en þangað til að vera allavega með cb.
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.