Forsíða › Forums › Spjallið › Fjarskiptamál › CB og VHF
This topic contains 18 replies, has 1 voice, and was last updated by Einar Kjartansson 19 years, 11 months ago.
-
CreatorTopic
-
25.02.2005 at 09:57 #195568
Það er fróðlegt að skoða listann yfir þáttakendur í Hofsjökulsferðinni. Nú hefur það gerst að það er engin fjarskiptaaðferð sem allir geta notað, líkt og var áður en VHF ruglið fór af stað. Töluverður fjödli er ekki lengur með CB stöðvar. Það er líka talsverður hópur sem ekki er með VHF.
VHF rásir klúbbsins duga engan veginn fyrir svona ferð. Ef gert er ráð fyrir að endurvarpsrásirnar verði notaðar til samskipta milli farastjórnar og hópa, þá eru aðeins 5 tíðnir til afnota til samkipta innbyrðis milli 24 hópa. (45,47,48,49 og 50. 51-54 er „plat rásir“ sem nota sömu tíðnir og 47-50).Nú eru a.m.k 2 hópar sem geta notað CB og ég veit um einn hóp sem er með sér VHF rás. Hugsanlega eru eitthverir fleiri með sérrásir en mér sýnist samt óhjákvæmilegt að 3-4 hópar þurfi að deila með sér rásum.
Ef eitthvað kemur upp á þegar skyggni er lítið sem ekkert, eins og oft gerist á jökli, þá er það grundvallar atrið að fjarskipti innan hópa séu í lagi. Ég sé ekki hvernig hægt að sjá til þess að þessi þáttur verði viðunandi í ferðinni.
-Einar
-
CreatorTopic
-
AuthorReplies
-
25.02.2005 at 11:10 #517848
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Þetta þarf nú ekki að vera svona mikið vandamál, á flestum VHF stöðvum er takki til að minnka útsendingarskyrkin sem kemur kannski ekki að gagni ef hóparnir eru nálægt hvor öðrum en gæti sammt hjálpað.
En svo er annað, það eru ótrúlega margir sem eiga litlu handstöðvarnar (CB?) sem fást á mörgum stöðum t.d. bensínstöðvum á ca 5000 kr. parið.
Þær eru fínar til samskipta innan smærri hópa og ef hóparnir eru ekki of dreyfðir.Þessar stöðvar eru nú yfirleitt ekki taldar með í fjarskiptabúnaði bílsins og það getur vel verið að einhverjir hópanna ætli sér að nota þær (þá er hægt að tala meira svona "prívat").
Siggi_F
25.02.2005 at 12:15 #517850leiðréttið mig þið sem hafið meira vit á fjarskiftum en ég, en eru bensínstöðva talstöðvarnar ekki UHF sem er miklu hærri tíðni en CB og þar með engar líkur á að hægt sé að nota þær til að tala við CB stöðvar. Ég hélt líka að tíðniröðin væri talið neðanfrá ssb,cb,whf og uhf þannig að ef sendistyrkur cb væri meiri væru þær langdrægari en whf án endurvarpa. svo náttúrulega er cb mun ódýrara en whf þannig að fleiri ættu að ráða við að eignast cb, svo þær hljóta alltaf að vera skynsamur kostur í jeppann.
25.02.2005 at 12:30 #517852Ef að 99% af þeim sem þú ferðast með eru með VHF þá er CB stöðin væntanlega neðst á forgangslistanum um tæki og tól í bílinn. Enda langflestir þeirra sem ég hef talað við og hafa skipt úr CB í VHF segjast ætla forðast CB eins og heitan eldinn og hugsa sig 2svar um áður en þeir skrúfa svoleiðis í bílinn aftur.
25.02.2005 at 12:35 #517854Þessar uhf handstöðvar eru mjög góðar á milli bíla
draga ca 2 km. Ég og félagar mínir erum búnir að
prufa þetta í 3 túrum og virkar bara fínt
mikið skýrara og betra en cb og ódýrara
og ég veit að ca 40 bændur í Ísafjarðardjúpinu
nota svona við smalamennsku
Kveðja Helgi Hofsjökulsfari m/vhf
25.02.2005 at 12:46 #517856
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Vandamálið er kannski ekki eins stórt og ætla mætti. Mér hefur skilist að 4 hópar séu að nota einkarásir (Kárar, Sóðar, Óþverrar og Rottur), tveir hópar noti CB eins og þú nefnir og svo er Suðurlandsdeild með sér rás (kannski fleiri?) Þarna fækkar því um 7. Með "plat-rásirnar" þá er ég ekki sérfræðingur í þessu en hef kki orðið var við að flæði þarna á milli. Ef tíðnirnar eru þær sömu, er þá ekki sítónn sem greinir að? Og ef það er rétt og við erum þá með 9 rásir sem deilast þá á 17 hópa, mest tveir með hverja. En þetta er náttúrulega mjög sérstakt tilfelli þegar 150 bílar í 24 hópum fara sömu leið sama dag yfir hálendið.
Hins vegar er ég sammála þér um það að ég skil ekki afhverju menn taka CBið úr bílnum, sem menn gera greinilega töluvert af miðað við þessar tölur. Í einhverjum þræði var sagt að það mætti líkja VHF við síma og þá væri CB eins og dyrasími. Það er kannski ágæt samlíking, en ég hef ekki heyrt um að fólk taki dyrasímann niður þó það sé með síma. Ég allavega vill hafa báðar þessar leiðir til samskipta opnar.
Kv – Skúli
25.02.2005 at 13:31 #517858Það sem Einar nefndi platrásir, eru væntanlega rásir sem Siggi Harðar bjó til "á milli rása" ef svo má að orði komast. Á öllum almennilegum talstöðvum, s.s. Yaesu og Icom og fleirum, finnst enginn munur á þessum rásum og öðrum.
kv.
Eiríkur
25.02.2005 at 14:15 #517860
Anonymous- Umræður: 0
- Svör: 16404
Alveg rétt þetta eru UHF stöðvar.
En er ekki málið með þessar deyjandi CB stöðvar að þegar menn eru að hugsa um að endurnýja stöðina í bílnum eða að fá sér sína fyrstu stöð, þá er VHF stöðin ekki bara betri til að tala á milli bíla og skýrari heldur er hún líka öryggistæki þar sem kall úr henni næst svo víða.
Þess vegna leggja menn svona litla áherslu á að hafa CB í bílnum.
Ég t.d. seldi mína með síðasta bíl, því ég hreinlega nennti ekki að standa í því að rífa hana úr (ég hafði hvort eð er engan til að tala við með henni).En þessar UHF stöðvar virka fínt, ég hef notað þær í allt upp í 10-15 bíla hóp án vandræða (hópurinn hélst alltaf vel saman).
Kv.
Siggi_F
25.02.2005 at 15:05 #517862Eins og staðan er í dag þá hefur 27 MHz CB nokkra kosti fram yfir VHF, stöðvarnar eru margfalt ódyrari (ég nota stöð frá RadioShack og loftnet með segulfæti sem kostuðu mig samtals innan við 60 dollara sem er innan við 4000 krónur), þær eru ekki háðar leyfum og skráningu og síðast en ekki síst, þar eru 40 rásir í boði, ef tveir hópar slæmast inn á sömu rás, þá er alltaf hægt að finna lausa rás. Fyrir 8 árum hafði CB einn stóran kost til viðbótar sem var að þetta var í öllum bílum sem voru að ferðast á veturna, ef einhver var ekki með stöð, var hægt að setja sem skilyrði fyrir þáttöku í ferð að menn útveguðu sér stöð.
"Plat rásirnar" byggja á því að setja mismunandi sítóna (ctcss) á sömu tíðnina. Með þessari aðferð væri setja 50 "rásir" á sömu tíðnina. En það getur aðeins einn talað í einu. Ég á von á því að það geti orðið verulega pirrandi að hafa 3-4 mismunadi hópa á sama svæði á sömu tíðni, þó þeir séu að nota mismunandi sítóna.
Almenningsrásir á UHF bandi hafa marga sömu kosti og stuttbylgju CB, en þessar stöðvar eru ekki staðalbúnaður meðal jeppamanna. Hugsanlega hefði verið skynsamlegt að beina samskiptum innan hópa í þetta kerfi en það hefur ekki verið gert.
Í ferðum sem umhverfisnefnd hefur staðið að hefur um 80% þáttakenda verið með CB, 50% með VHF og 10-20% með litlar UHF stöðvar. Þessi hlutföll hafa ekki breyst merkjanlega undanfarin 2-3 ár.
Í síma samlíkingu Skúla hér að ofan væri eðlilegtra að líkja VHF við sveitasíma. Sveitasíminn hafði sína kosti en ég held að flestir kjósi að hafa eitthvað um það að segja hverjir hlutsta á samræður þeirra við félagana.
-Einar
25.02.2005 at 15:59 #517864Það er ekki úr vegi að minna á [url=http://www.f4x4.is/vefspjall/tradur.asp?t=1334:fu1m9g3w]þessa umræðu"[/url:fu1m9g3w] Þó menn séu með "prívat rásir" þá er einfalt að finna og hlusta á þær með amatör stöðvum. Ég veit ekki til að slíkt sé brot á neinum reglum, meðan menn senda ekki á rásum sem þeir hafa ekki heimildir til.
-Einar
25.02.2005 at 17:31 #517866Vissulega hafði Einar rétt fyrir sér, og viss vandamál eru samfara því að hafa ekki fleiri rásir. Og einnig er það vandamál hversu CB hefur fækkað í jeppum, t.d er cb nánast áð hverfa úr bílum Rottugengisins. Þær eru ekki endurnýjaðar ef þær bila eða jepparnir eru seldir með stöðvunum og menn fá sér ekki nýjar
Staða er þannig að eftirfarandi eru með einkarásir
Flugsveitin EJS
Óþveragengið
Rottugengið
Sóðagengið
Kárarnir
Ef aðrir hópar eru með einkarásir væri gott að vita af þvíAusturlandsdeild er með rás 55, spurning hvort hún klofni upp í sítón ?
Einnig eru tveir hópar með CB
Þegar ljósir verða möguleikarnir, þá verður að skipta upp rásunum á milli hópa og verður þá að notast við formlegheitin, þannig að sendandi noti ávalt númer hópsinns þegar kallað er og öfugt þegar svarað er.
En fjarskipta málin eru í höndum Kjartans og verður hann sennilega með höfuðverk næstu daganna nema hann sækji um einsog 20 nýjar rásir fyrir okkur
25.02.2005 at 17:50 #517868Björgunarsveitir landsins höfðu lengi vel aðeins 3 beinar VHF rásir til allra samskipta innan og milli leitarhópa. Þetta var nánast aldrei vandamál, þó það væru fleiri tugir af VHF stöðvum í sömu aðgerðunum. Beinu björgunarsveitarrásunum hefur reyndar lítið fjölgað, nema hvað margar sveitir eru komnar með einkarásir.
Lausnin er einfaldlega formlegheit, eins og Ofsi minnist á. Öll samskipti hjá sveitunum byrja með kallmerki sveitar + nafn þess sem kallað er í, svo kallmerki sveitar + nafn þess sem kallar, og svo er það sagt sem segja þarf. Aðrir á línunni skipta sé bara ekkert af því sem sagt er ef það er ekki beint til þeirra.
Hversu vel þetta gengur svo hjá okkur verður bara að koma í ljós. En ef þetta flokkast undir vandamál, þá ættum við bara að sitja heima.
kv
Rúnar
25.02.2005 at 20:56 #517870Það er rétt hjá Eik að með cb ættur flestallir að vera í sambandi og hver með sína rás og vhf vera samskiptarás milli hópa þannig að boð frá stjórnanda til hópstjóra skili sér til allra og frá hópstjórnanda til hóps á cb og miðað við þannig skiptingu ættu boðleiðir að vera einfaldar enginn svarar á vhf nema stjórnendur og þeir síðan deila upplýsingum en þetta vhf æði er farið að minna mikið á cb æðið um 1980 nmt um 86 og svo gsm og núna vhf.
þessar uhf stöðvar hafa verið prófaðar af verktökum um land allt og léttvægar fundnar og sumir verktakanna eru farnir að nota cb aftur v/ kostnaðar við vhf og það er rétt með að björgunarsveitirnar notuðu 3 aðalrásir og cb með en vegna þess hversu óhandhægar cb handstöðvar eru og straumfrekar á batteri var því hætt og farið í vhf handst, og með rétt stillta cb er sá möguleiki að það heyrist vel í cbinu en ekki bofs í vhf og hef ég verið með í björgun þar sem slíkt var staðreynd og kemur til vegna burðarbylgju cb sem fer í bogalínum á meðan vhf fer í beinni línu og gætu því verið gagnslausar í dalverpi en heyrst vel í cb sem sendir út burðarbylgju með spegilbylgju fyrir ofan og neðan usb/lsb og til eru stöðvar sem lesa allar þessar bylgjur og þær eru því miður bannaðar hér á landi og smá test sem ég gerði í gærkveldi sýndi að vhf datt fyrr út en cb nema þá gat ég farið á endurvarpan í Bláfjöllum en cb virkaði frá Ártúnshöfða til kef vhf úti líka endurv og á Gullinbrú vhf úti cb inni en heima vhf/endurv cb úti. svo menn ættu að hugsa sig vel um áður en þeir henda cb stöðvum úr bílunum og lækka með því dótastuðulinn og ég vil mikið freka dingla dyrasíma heldur en að borg 30kr fyrir símtal í gsm til þess að spyrja eftir eitthverjum sem kanske ekki er heima 5 hæðir 3 íbúðir hverri hæð dyrasími engin spurning
Kveðja Klakinn sem ekki kemst með vegna smæðar
25.02.2005 at 21:02 #517872Af gefnu tilefni vil ég benda á það, að óþveragengi er ekki til, að mér vitanlegum. Það er hinsvegar til Óþverrafélag sem er skrifa með tveimur errum af einhverjum annarlegun ástæðum. Mönnum er alveg frjálst að hlera fjarskipti okkar, en það er ekki af ástæðulausu sem við erum með einkarás, enda tölum við svo hræðilega, viðbjóðslega ílla um annað fólk, að við vorum hálf hrakin af þessu venjulegu 4×4 rásum. Það þarf varla að taka það fram að helsta markmið félagsins er að standa undir nafnin, og gengur okkur það ágætlega.
Góðar stundir
25.02.2005 at 21:43 #517874hverskonar bull er þetta að verða hér vhf +- cb ??
hvenær fórst þú fyrst á fjöll eða utan alfara-vega ??
hvenær ferðast þú einsamall á íslandi í dag ??vandamál eru búin til hér en………
lausnir verða til þegar á þarf að haldavanir ferðamenn eru ekki að væla um lélegt samband við tengdamömmu, flesti þakka fyrir það hmmmm
ferðakveðjur
jon
25.02.2005 at 21:45 #517876þá voru tengdamömmuboxin fundin upp …ekki þar fjarskipti þar….
25.02.2005 at 23:20 #517878Ekki bulla vertu í samhengi og spurðu ákveðin eða engann og vertu heima
Klakinn
26.02.2005 at 00:29 #517880Ég ítreka skoðun mína: NMT, CB, VHF… þetta er allt mjög sniðugt og ætti að vera í hverjum bíl. Allt hefur þetta kosti og galla, og ekkert tæki nýtist eins og annað tæki.
Þetta með símana og dyrasímana var nokkuð góð samlíking. Persónulega vil ég frekar hafa fleiri græjur en færri til að treysta á – og vita eitt og annað um veður og fjöll ef þær skyldu allar klikka
Kv.
EE.
26.02.2005 at 03:41 #517882Ég held að það sé rétt hjá Rúnari að með öguðum vinnubrögðum þá væri hægt að hafa alla á sömu rásinni. En það væri miklu skilvirkara og jafnframt skemmtilegra ef hver hópur gæti haft rás útaf fyrir sig.
Ég er líka sammála því að CB handstöðvar eru ekki sérlega skemmtilegar, ég notað slík tól daglega í tvö sumur. VHF eða UHF er miklu þjálla í handstöðvum.
En það er ekkert sem hefur breytt þeirri skoðun minni að CB henti mjög vel til afslappaðra skamskipta innan hóps. Lítill sendistyrkur (miðað við bakgrunns suð á því tíðnisviði) gerir það að verkum að þær heyrast yfirleitt ekki langt, að jafnaði heyra ekki aðrir en til er ætlast, það sem sagt er.
Hér hjálpar það til að skannar fyrir CB eru ekki algengir.
Okkar ferðir eru jú skemmtiferðir og stór hluti af skemmtuninni er samskiptin við ferðafélagana.Annars hefur skemmtigildi VHF komið mér á óvart, en sú "skemmtun" felst í kjánaskap þeirra sem ferðast í öðrum hópum.
-Einar
-
AuthorReplies
You must be logged in to reply to this topic.